Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1954 ÞEIR KOMA í HAUST Frainh. af bls. 2 Grávörur og rostungstennur hafa fallið mjög í verði á „heims- markaðinum“ við nýjar sam- gönguleiðir til Síberíu og Afríku (fílabein), svo að áhættusöm sigling við aukið ísrek borgar sig ekki lengur, enda er þá ein- «kunarverzlun Noregskonungs að líða undir lok. — Landið hefur blásið upp við hóflausa rányrkju ■og harðnandi veðurfar og Græn- lendingar sitja eftir einangraðir ■og skipalausir með slitin vopn, «n fjölkynngismenn og seið- ákratta á næsta leiti. Vopn Græn- lendinga ganga úr sér, en skræl- Ingjar færast nær; þannig hverfa binir norrænu menn okkur sjón- ■um. Járnöldin líður undir lok í Grænlandi eftir 500 ára viðnám, •en myrkur steinaldarinnar grúfir aftur yfir allt. Hver afdrif Grænlendinga urðu veit nú enginn fyrir víst og hafa menn leitað svars þeirrar spurn- ingar í fornum húsarústum og gröfum, hvort þeir hafi orðið bungurmorða, fallið fyrir skræl- ingjum eða blandazt þeim og ■dreifzt um víðar slóðir norður- hjarans. TILRAUNIN MISTÓKST Tilraunin í Grænlandi mis- tókst. Megin straumur víkingar- innar hafði legið sunnar til betri landa, en nokkur hluti hennar stéfndi norður til háskalegri bú- staða, byggði ísland, fann Vín- land og þraukaði í Grænlandi í einar fimm aldir, unz yfir lauk. — Um svipað leyti og Grænlend- ingar eru að líða undir lok eru frændur þeirra sunnar sem voru forsjáili í bústaðavali að hefjast til mikils veldis. Nú má deila um það, hvort Grænlendingar hafi þurft að líða undir lok, ef þeir hefðu betur kunnað að búa í landinu og haga sér eftir staðháttum. Og komum við þá að þeirri spurningu, hvers vegna þjóðir líða undir lok, en þess eru mörg dæmi í sögunni. í jarðleifum hafa fundizt leifar ýmissa dýrategunda, stórra og smárra, sem lifað hafa á jörðinni, en löngu eru útdauðar. Náttúru- fræðingar eru nú sammála um að þessi dýr hafi dáið út vegna þess að þau hafi ekki getað aðlagað sig breyttum aðstæðum. Lífið er sífelld ummyndun og breyting og sá sem er ekki nógu sveigjan- legur, visnar og deyr. Þannig fer eins fyrir þjóðum og dýrategund- um — ef þær staðnast í úreltu lífsviðhorfi og geta ekki brugðizt lengur við vandamálum samtíðar sinnar. ÁSTIR — OG DÖPUR ÖRLÖG — Má því segja að þetta sé inntak leikritsins? — Eins og ég sagði áðan, er leikritið að miklu leyti persónu- drama, þar sem tveir mgnn keppa um sömu konu — Þóru höfð- ingjadótturina. En í baksýn er þessi óvissa, þó að landsmenn sjálfir geri sér ekki fulla grein í.yrir ástandinu. Ekkert skip hefur árum saman komið út, en skemmur biskups- stólsins eru fullar af skinnum og verðmætri útflutningsvöru. Sr. Steinþór officialis og um- boðsmaður Grænlandsbiskups i Noregi situr á Görðum. Hann er fulltrúi kirkjuvaldsins, einsýnn maður og óvæginn. Elur hann miskunnarlaust á óttanum við skrælingja, en leiðangrar sem liafa farið til fanga í Norðursetu hafa týnzt — og skræingjar færzt nær. Vopn Grænlendinga hafa gengið úr sér og búskapurinn er kominn á vonarvöl. Sr. Steinþór brýnir fyrir mönnum að bregðast ekki heilögum dýrlingum — og þá munu skip koma út. Allar náuðsynjar geti menn þá keypt sér og vopn, svo að þeim sé eng- inn háski lengur búinn af skræl- ingjum. — Vel má vera, að sr. Steinþór hefði haft rétt fyrir sér, eí1 skip hefði ekki komið til Græn- laiids í tæka tíð með nýjustu skot- vopn frá Evrópu. En þá var kaup- sigling til Grænlands hætt og að- eins fiskiduggur hröktust þangað stöku sinnum undan veðrum. Búningar sem fundust við upp- gröftinn í Herjólfsnesi fyrir um 30 árum sýna tízku sem var í Evrópu rétt fyrir 1400, og eru hetturnar sérstaklega einkenn- andi fyrir þann klæðnað. Við könnumst við þær af manna- myndum frá þeim tímum (Dante, Hrói höttur), Grænlendingar virðast meir hafa kostað kapps um að tolla í tízkunni en klæða sig eftir veðurfarinu. Og í þess konar búningum koma leikar- arnir auðvitað fram. kaupmönnum, heidur sér hann hvorttveggja í senn — hættuna af nálægð skrælingja og ofur- kappi sr. Steinþórs. Á þann hátt er hann að vissu leyti klofinn milli tveggja sjónarmiða og getur því ekki eins einbeitt sér, þótt hann geti orðið harður í horn að taka, ef því er að skipta. Kolbeinn, hinn ungi ofsamað- ur, hefur kynnzt háttum skræl- ingja í Norðursetu. Hann sér að með áframhaldandi leiðöngrum er öllu stefnt í bráðan voða. Is- Halli frændi hans hafði lengi dvalizt með skrælingjum og tekið upp siði þeirra, en verið tekinn af lífi er hann kom aftur í byggð- Sýning Leikfélagsins á annan í jólum Árið 1921 gróf dr. P. Nörlund í kirkjugarðinum í Herjólfsnesi og kom þar í Ijós heilmikið af daglegum klæðum þeirra, er þar höfðu verið grafnir. Þessi klæðnaður er sniðinn eftir tízku sem var í Evrópu seint á 14. öld. — Búníngar lcikaranna eru sniðnir með liliðsjón af þessum uppgrefti. Eiríkur ættarhöfðingi er full- trúi stórbændanna í leikritinu. Hann og sr. Steinþór hafa löng- um elt grátt silfur og þá heldur hallað á Eirík, enda hefur hann ekki slíkan bakhjarl sem sr. Steinþór. — Eiríkur er mildur maður og saknar liðinnar tíðar, þegar búskapurinn stóð í mikl- um blóma. Mannskaðar í leið- öngrum hafa valdið því að bæir hafa unnvörpum farið í eyði og kvikfjárræktin stöðugt dregizt saman. Hann er ekki einsýnn, eins og sr. Steinþór sem hugsar um það eitt að afla skinna handa ir Grænlendinga og boðaði frænd um sínum heiðni. — Nú vill Kol- beinn að leiðöngrum linni og í stað þess að ræna skrælingja og drepa eigi menn við þá vinsam- legar kaupstefnur. Hefur hann þar að nokkru leyti stuðning Eiríks bóndaýen vitanlega stend- ur sr. Steinþór eins og klettur gegn þessum ráðagerðum. Leikritið fjallar að nokkru leyti um þessi átök öll, en vitan- lega hefur hér aðeins verið stikl- að á stóru, og enn mikið ósagt. M. — Úr lifi fuglanna LEIKFÉLAG Reykjavíkur var síðbúið með jólaleikrit sitt, Nóa, eftir franska skáldið Andre Obey, og verður því sýning á annan í jólum á öðru leikriti, sem félagið hefur sýnt framan af vetri og hlotið óskipta athygli leiklistar- unnenda. Það er sjónleikurinn Erfinginn, en aukasýningin á þessu veigamikla leikriti á ann- an dag jóla er hin eina, sem við verður komið vegna margvíslegra anna í sambandi við undirbúning nýja leikritsins. Sýnningin á Erfingjanum hefur verið talin í fremstu röð hjá Leik félaginu á seinni árum og hafa margir lokið miklu lofsorði á frammistöðu leikenda og leik- stjóra. Meðal þeirra, sem séð hafa sýninguna, var amerískur fræði- maður, gestkomandi hér, fyrrum leikgagnsýnandi í New York. Hann lét svo um mælt, að hann hefði hrifist með af leiknum strax í leikbyrjun, enda kunnur leik- ritinu frá Broadway og víðar, hefði hann sízt átt von á leiklist á svo háu stigi í jafn fámennri Framh. af bls. 5 sér bera. Hún gat ekkert hjálp- að. Veiðibjallan sveigði á ný út yfir breiðuna, hún hafði ekki misst sjónar á unganum, sem eftir var. Ennþá flaut hann niður strauminn, ringlaður og móðurlaus, og var auðveld bráð. Veiðibjallan renndi sér aftur niður og bjóst til að hremma ung- ann, en um leið og hún ætlaði að steypa sér yfir hann, hvað við þrumandi byssuskot. Reykj- arblossi gaus upp frá klettunum og skotið bergmálaði í bjarginu, en veiðibjallan féll steindauð niður á vatnið Skyttan, sem hafði legið í leyni við klettang lagði rjúkandi byss- una frá sér, og náði veiðibjöll- unni sigri hrósandi. Þetta var einn af sonum Mýr- arbóndans, sem hafði nú tekist að bana einum af þessum unga- morðingjúm, er eyðilögðu fyrir þeim æðarvarpið. Þegar unginn litli kom aftur úr kafi, heyrði hann fóstru sína kvaka skammt frá og stefndi til hennar. Brúnkolla raðaði hópnum enn á ný fyrir aftan sig og lét berast hægt með útfallinu á leið til sjávar. Hún kvakaði nokkrum sinnum, sínum dimma rómi, en ekkert tíst svaraði kalli hennar, — sá fjórði var horfinn fyrir fullt og allt. Hver hópurinn af öðrum var nú á leið til sjávar, og þegar æðarkollurnar syntu út í röstina í ármynninu, skvetti sjórinn glettnislega úr bárunni yfir ung- ana, eins og hann væri að bjóða þá velkomna á sinn fund. Æðarfuglarnir dreyfðust með- fram ströndinni. 1 gullnu skini kvöldsólarinnar merlaði þá í eitt við sindrandi og síkvikan haf- flötinn. Einhversstaðar í þessum hópi, var hún Brúnkolla með hana Rauðfit, á leið til þeirra bræðr- anna í Höfða, Kára og Bjössa. K. S. — Húsmóðirin Framh. af bls 9 launa það liðið, sem hlutskarpara verður. Annar leikur, sem nokkuð líkist þessum er einnig skemmtilegur. Gestunum er skipt í tvo hópa og fær hver maður pappírsmiða, sem hann letrar á eitthvað, sem liðs- maður úr hinu liðinu á að gera, en liðsmenn eiga síðan að geta upp á, hver verknaðurinn er. * * * Fjöldi annarra leikja er til, bæði sérstakir jólaleikir og einnig aðr- ir, sem geta gengið við hvaða tæki- færi sem er, eins og t. d. þessir, sem hér hefur verið lýst. Allar mæður hafa kennt börnum sínum ýmsa söngleiki, sem þau fara í um jólin, þegar þau ganga í kringum jólatréð, eins og t. d. að „ganga í kringum einiberja- runn“, „Gekk ég yfir sjó og land“ o. fl. — * * * Og þá erum við aftur komin að móðurinni. Segja má að við eigum henni að þakka að við getum hald- ið jólin, eins og segja má um svo margt, sem gott er og fallegt, það er komið frá móðurinni. Gleymum þessu ekki, þegar við minnumst jólabarnsins á heilögu jólakvöldi og látum öll mæður okk- ar njóta þess bezta sem völ er á, þá mun okkur finnast jólin hátíð- legri. — A. Bj. borg. Þyldi leikflokkurinn í heild samanburð við mjög góða leik- flokka í Norðurálfu, en þroski yngri leikara væri sýnu meiri en hjá amerískum jafnöldrum þeirra, þegar svipast væri um utan Broadway. Slík ummæli út- lendinga um Leikfélag Reykja- víkur, og þessi ummæli er hægt að styðja með öðrum fleiri, hljóta að gleðja leiklistarunnendur hér, því að oft sjá augu gestsins það, sem vill fara fram hjá heima- mönnum, en einkum er skynsam- legur samanburður við erlenda leikflokka skemmtilegur og nauð- synlegur. Segja má, að Leikfélag Reykja- víkur hafi vandað til sýningar- innar á Erfingjanum langt um efni fram, þar sem búningar, leik- tjöld og húsgögn er allt strang- lega í stíl við kröfur þess tíma, sem leikurinn gerist á. Búning- arnir einir kostuðu félagið um 40 þús. krónur, en þeir sýna líka tízkuna eins og hún var um miðja síðustu öld svo að í engu skeikar. Til gamans má geta þess, að leik- stjórinn, Gunnar R. Hansen, studdist m. a. við mannamyndir frá þessum tíma eftir Sigurð Guðmundsson málara. L. S. — Grasse Framh. af bls. 8 niður í sýnishornið, sem hann ætlar að greina. Ilmurinn af þerriblaðinu „la mouillette" gef- ur rétta hugmynd um ilmvatnið. Ég hefi þráfaldlega tekið eftir því, segir hinn lárviðarkrýndi ilmvatnskóngur, að langflestar konur kunna alls ekki að reyna gæði ilmvatna. Þær taka tapp- ann úr glasinu og lykta. Þetta er algerlega skakkt að farið, því að ilmkjarnarnir, sem ilmvatn- ið er búið til úr hafa misjafn- lega sterkt uppguíunarafl og þeg- ar þannig er farið að finnst að- eins ilmurinn af þeim, sem gufa hraðast upp en segja alls ekki til um hið raunverulega eðli ilm- vatnsins. ÓÁNÆGÐ í DAG — HRIFIN Á MORGUN Því kemur það ósjaldan fyrir, að glæsileg frú, sem lýst hefir óánægju sinni yfir þessu eða hinu ilmvatni í dag, kemur aftur á morgun til sama kaupmanns- ins vegna þess, að nú hefir hún fundið hina réttu angan þess af vinkonu sinni! Já, þetta segir ilmvatnskóng- urinn franski í Grasse, þar sem rósin og narcissan grær. sib.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.