Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1954 © | ? l £ •5) GRASSE ^J^uenjyjó <fin — ^JJeimiiiÉ l h ? 1 BORG BLÓMANNA" HÚN heitir Grasse — „borg blómanna“ — sem hreykir sér af því að vera höfuðborg alls heimsins í framleiðslu ilmvatna. Móðir náttúra hefir verið henni hliðholl; að baki hefir hún Alp- ana sem hlífiskjöld gegn næð- ingum og kuldum norðursins — fyrir framan hana, í 17 km. fjar- lægð, breiðir sig dimmblátt Mið- jarðarhafið og Riviera-ströndin franska með ótæmandi fjölbreyti- leik og fegurð, sem ekki á sinn líka. FRIÐSÆLT UMHVERFI OG FAGURT Annars virðist okkur Grasse ekkert sérstök borg, þegar við komum þangað fyrst. Ef við för- um og setjum okkur niður á upp- hækkuðu torgi í um það bil miðri borginni komumst við samt ekki hjá því, að veita eftirtekt hinni undurfögru útsýn. Okkur finnst einna helzt, að við séum stödd í feikilega miklu hring- leikahúsi, friðsælu og hávaða- lausu, fullu af allskonar gróðri, trjám og blómum, sem anda frá sér hlýjum og þægilegum ilmi. Þegar við lítum nær okkur sjá- um við marga Ijóta verksmiðju- reykháfa, sem okkur finnst stinga Við eina af hinum þröngu göt- um í Grasse hefir Galimard ilm- vatnsverksmiðjan, sú elzta í Frakklandi, bækistöð sína í grá- um húskumbalda frá miðöldum. leiðinlega í stúf við hina mynd- rænu legu borgarinnar. Þessar verksmiðjur gætu framleitt hvað sem vera vill, útlitið gefur ekk- ert til kynna um það. En það er nú sama, þær framleiða allar þáð sama — ilmvötn. Verksmiðj- urnar eru nú rúmlega 30 talsins. MERGÐ AF BLÓMUM En af hverju ilmvötn? — Getur ekki hvaða borg sem er fram- leritt þessa unaðslegu vöruteg- und? Nei, það vantar nú mikið á það. Grasse er nefnilega sann- kölluð „borg blómana“ og það er þar, sem skýringin er fólgin og það er vegna þess að allur heimurinn á að sækja til þess- arar smáborgar í Suður-Frakk- landi, þegar ilmvatnagerð er annars vegar. HÖFUÐBOR G ALLS HEIMSINS í FRAMLEIÐSLU ILMVATNA Heimsókn í elztu ilmvatnsverksmiðju Frakklands — „Galimard" í lág-Ölpunum umhverfis Grasse vex nefnilega ótöluleg mergð blómjurta og meðal þeirra allar helztu ilmjurtir, sem notað- ar eru í ilmvötn. Um 25 þúsund bændur í umliggjandi héraði lifa á því að tína ilmjurtir og selja þröngum hallandi göttum — þannig eru þær margar í Grasse — og komum innan skamms að gráum húskumbalda, fornlegum útlits í heldur kytrulegu um- hverfi. Þetta er hin fræga ilm- vatnsverksmiðja „Galimard“, hin síðan ilmvatnsframleiðendum í Grasse. ÞEGAR BLÓMIN ERU TfND En það er ekki alveg sama, hvernig farið er að við blóma- tínsluna, þvert á móti þarf til þess bæði kunnáttu og þekkingu. Blómgunartími hinna ýmsu ilm- jurta er með mjög misjöfnu móti og ótal margt annað viðvíkjandi blómgun þeirra og vexti þurfa bændurnir að vita. Meðal mest eftirsóttu og mikilvægqstu ilm- jurtanna sem vaxa í nágrenni Grasse mætti nefna jasmínu, rós, lavender, mímósu, hyasintu. narcissu, appelsínublóm, svo að fá séu talin af miklum fjölda. Jasmínan er með þeim ósköp- um gerð, að nái fyrstu geislar morgunsólarinnar að skína á hana sama daginn og hún er tínd til notkunar í ilmvatnsverksmiðj- unni, missir hún að verulegu leyti sína Ijúfu angan. Þessvegna verða blómabændurnir að haga sér eftir því og vera uppi eld- snemma, ekki síðar en kl. 5 aó morgni, til að forða því fári. Með rósina er þetta þveröfugt, hana á áð tína á kvöldin — og aðeins þá. Blómatíð rósanna er takmarkaðri en flestra hinna ilmjurtanna, — hún stendur yfir í einn mánuð — maí. ÞÆR HAFA GERT GARÐINN FRÆGAN En nú væri ekki úr vegi að fá að skyggnast inn í einhverja af hinum 32 verksmiðjum, sem gert hafa garðinn frægan. Þær eru misjafnar að stærð og aldri — og allar telja þær sig auðvit- að — hver fyrir sig, hafa ótal margt sér til ágætis fram yfir allar hinar! Samkeppnin hefir ekki látið á sér standa hér í þess- ari blómanna borg fremur en annars staðar í nútíma iðnaði. HJÁ „GALIMARD“ Við skulum knýja dyra á þeirri elztu, þar sem líklegast er að við höfum mest upp úr krafsinu. Við leggjum leið okkar eftir elzta í öllu Frakklandi og þó víðar væri leitað, stofnuð árið 1747 af Jean Galimard, sem verk- smiðjan er kennd við. Húsið sjálft er frá 13. öld og var lengi í eigu auðugra aðalsmanna, enda ber það því á ýmsan hátt vitni, þegar inn er komið. EKKI UM AÐ VILLAST Við bönkum á dyr og út kem- ur lagleg frönsk lipurtá, sem tekur okkur með kurt og pí og kveðst reiðubúin til að veita okk- ur þá leiðsögn og fræðslu, sem hún má. Nú er ekki lengur um J. Carles — ilmvatnskóngurinn í Grasse, sem bjó til „bezta ilm- vatnið í heimi“. að villast hvar við erum stödd. Hurðin hefir ekki fyrr lokizt frá stöfum, en sæta og þægilega angan leggur á móti okkur. Loft- ið er mettað af ilmi dáinna blóma, sem áður skörtuðu í lág- hlíðum Alpanna umhverfis Grasse, vaggandi litauðugum blómkrónum sínum í hlýju og sól Miðjarðarhafsstrandarinnar — þá var unaðslegt fyrir rósina og narcissuna að vera til. ÁÐUR VAR HÉR FANGELSI En við höfum aðeins skamma dvöl þarna í fordyrinu. Hin franska leiðsögukona okkar biður okkur að fylgja sér niður í kjallarann þar sem sjálf ilm- vatnsgerðin fer fram. Þar er lágt undir loft og gangar þröngir og skuggalegir. Áður fyrr voru sum- ar af þessum steinhvelfdu vist- arverum notaðar sem fanga- geymslur — það er eins og skuggi miðaldanna hvíli yfir þeim enn þann dag í dag. En nú skulum við forvitnast um hvernig farið er að framleiða þessa dáindis vöru — ilmvatnið, sem þúsundir og milljónir kvenna um gjörvallan heim telja ómiss- andi yndisþokka sínum og að- dráttarafli! — Reyndar eru þær nú ekki einar um hituna, er það? HINIR DÝRMÆTU GRASSE „ESSENCAR“ Það er bezt að byrja á byrjun- inni -— og okkur er sýnt hvernig blómin eru lögð, þegar blóma- bóndinn hefir fært þau verksmiðj unni, á stóra glerplötu, sem mök- uð er allþykku lagi af svína- eða uxafeiti. Þar eru þau látin liggja daglangt þangað til fitan er orð- in ilmandi. Þá er ný fita og ný blóm sett á glerið. Hin ilmandi fita er síðan sett í vökva, sem inniheldur 45% af alkóhóli — hún er þvegin sem kallað er og „þvotturinn" stend- ur yfir í einn sólarhring. Á þeim tíma drekkur alkóhólið í sig ilm- efnin úr fítunni. Næst er svo alkóhólið eimað, þannig að frá því skilst sjálfur ilmkjarninn — hinn svokallaði „essence". Hann er mjög ilmsterkur, alltof sterk- ur til að mögulegt sé að nota hann eins og venjulegt ilmvatn — og líka í dýrara lagi, því að Grasse-„essencar“ er ein hin verðmætasta vara, sem um get- ur. Þeir dýrustu kosta allt að því 100 þús. krónur hvert kíló — við hugsum ekki lengra! En það þarf einnig mikið til að framleiða heilt kíló af slíkum ilmkjarna. Þannig þarf ekki minna en 2000 kíló af jasmínum til að framleiða eitt kíló af jasmin-essence. HANDAVERKIÐ — AÐ BLANDA En þetta er nú aðeins undir- búningurinn, sem skýrður hefir verið í stærstu dráttum. Eftir er hið mikla vandaverk: að blanda ilmkjarnana til að úr verði ilmvatn, sem hinar vandlát- ustu hefðarfrúr vilji anga af. Fá góð ilmvötn eru saman sett úr minna en 50 mismunandi ilm- kjörnum og í sumum þeirra, sem mest er vandað til nálgast þeir hundraðið. En samt — gæði ilm- vatnsins eru ekki einungis undir því komin, að það innihaldi sem flesta og sem dýrasta ilmkjarna, heldur og hinu, að þeir séu bland- aðir í hæfilegum hlutföllum. HEIMSMEISTARINN J. CARLES Grasse á marga afburða ilm- vatnssérfræðinga, sem vænta má, enda koma þangað menn af öllum þjóðernum, frá öllum heimsins afkimum til að nema list þeirra — því að framleiðsla ilm- vatns er list fremur en vísindi — segir heimsmeistarinn í ilm- vatnsgerð, J. Carles — þó að við- urkennt sé, að efnafræðivísindin séu hans stoð og stytta. J. Carles vann verðlaun sem veitt voru í alþjóðasamkeppni um „bezta ilmvatn heimsins" fyrir nokkru. — Auðvitað er hann frá Grasse. Önnur verð- laun hlaut efnafræðingur einn frá Leipzig, sem viðurkennt er að standi Grasse næst í þessum iðnaði. NÆSTUM YFIRNÁTTÚRLEGT Næm ilmskynjan er frumskil- yrði fyrir góðum árangri í ilm- vatnsgerð — já, næstum yfir- náttúrlegt ilmnæmi, liggur okk- ur við að halda. Hinir slyngustu sérfræðingar á þessu sviði geta greint með nafni 7 þúsund mis- munandi ilmtegundir — og það er jafnvel borið á borð fyrir okk- ur í blákaldri alvöru að hinir gömlu kunnáttumenn í Grasse hafi á augabragði getað sagt um á hvaða svæði ilmjurtirnar hefði vaxið, sem notaðir hefðu verið ilmkjarnar úr til fram- leiðslu á þessu eða hinu ilmvatni, sem þeim var fengið í hendur! — Nokkuð þjóðsögukennt finnst jafnvel sjálfum J. Carles, sem tekur tappa úr ilmvatnsglasi — hverju sem er — andar að sér ilminum — fær sér blað og blý- ant og skrifar niður nokkurnveg- inn hiklaust nöfnin á þeim 50— 100 essencum, sem það saman- stendur af. LÖNG REYNSLA — ÓSKAPLEG NÁKVÆMNI En enginn verður óbarinn biskup — og til þess að ná slíkri Hver sem heimsækir „Galimard“ er, áður en hann hverfur þaðan, leiddur inn í stóran glæsilegan og gamallegan sal, fullan af sýn- ishornum af öllum þeim mörgu ilmvörum, sem verksmiðjan framleiðir. — Glasið, sem mynd- in sýnir lætur ekki mikið yfir sér en í því eru samanblandaðir í hárnákvæmum hlutföllum ekki færri en 89 mismunandi ilm- kjarnar. fullkomnun í þekkingu á ilm- vötnum og framleiðslu þeirra, þarf mikið nám, langa reynslu og óskaplega nákvæmni. Tóbaks- notkun forboðin og annað sem sljóvgað geti og skaðað hinar fínustu ilmtaugar. Þegar J. Carles eða aðrir at- vinnubræður hans þurfa að dæma um gæði ilmvatns, fá þeir sér þerriblað og dýfa einni rönd- inni sem ýfð hefir verið í sárið, Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.