Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1954 Lakk- og málningarverksmiðjan HARPA h.f. y. B. K., Vesturgötu 4 Harðfisksalan Rafvélaverkstæði Halldós Ólafssonar, Gott og farsælt nýár Siippfélagið í Reykjavík G. J. Fossberg h.f., Vélaverzlun Vesturgötu 3 Verzlunin Hamborg, Laugaveg 44 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar ,Lilla“ Nærfatagerðin h.f. Víðimel 64 TÓBAKSSALAN, :í --------- «3 GLEÐILEG JÓL! «3 ;| Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18 Samband ísl. samvinnufélaga GLEÐILEG JOL! Sunnubúðin, Mávahlíð 26 Silfurlandið" Argentína Framh. af bls. 7 Kúrekarnir bera barðastóra hatta, klæðast víðum pokabux- um og girða sig breiðum beltum skreyttum silfurpeningum og silfurspennum, er oft hafa geng- ið í erfðir í marga ættliði. Poka- buxunum klæðast þeir til að verj ast skordýrum, sem komast upp undir skálmarnar, ef þær eru ekki lokaðar að neðan. Yzt klæða eru þeir í skinnjökkum. Er þeir koma ríðandi, gangandi og í hest vögnum til kjötkveðjuhátíðanna eru þeir mjög skrautlega klædd- ir í öllum regnbogans litum. „Til kjötkveðjuhátíðanna koma allir sem vettlingi geta valdið, og er þá dansað á torgum Buenos Aires og mikill gleðskapur. í Buenos Aires hefst hátíðin um 28. febr. og stendur í þrjár vikur. Drottning kjötkveðjuhátíðarinn- ar var kosin af Evu Perón meðan hún var á lífi. Nú er hún kosin af stjórn Perónistahreyfingarinn- ar.“ Argentínumenn njóta þess að vera vel klæddir og jafnvel skrautlega. Og þeir leggja mun meira af tekium s'num í fatakaup heldur en í innbú í húsum sín- um. Þó að lítið sé til á heimilis- fólkið oftast falleg föt, og börnin mikið af leikföngum, enda munu þau vera all baldin. <★;■ <★> <★} Ýmsar aðrar heimilisvenjur þar eru frábrugðnar okkar háttum. Undir eins og húsbóndinn hefir lokið dagsverki sínu, fer hann út í bæ, situr þar fram eftir kvöldi og spilar — en spila- mennska hverskonar er mikil ást.ri'ða á Argentínumönnum eins og Suðurlandabúum yfirleitt. Og margir eru þeir, sem eyða viku- kaupi sínu í alls konar happ- drætti. „Þeir sækja mikið bif- reiðakappakstur og er veðjað þar háum upphfeðum. Á járnbrautar- stöðvunum eru víða læst smáhólf, þar sem menn geyma fargjöldin til að geta verið vissir um að komast aftur heim.“ Á kvöldin situr konan hinsveg- ar heima og er mjög ánægð með tilveruna, sennilega vegna van- ans. Hún sp.jallar við kunningja- konurnar og fær sér aukabita, og afleiðingin er, að argentjnskar húsmæður eru nokkuð holdugar. Konur giftast vfirleitt mjög ung- ar, lögum samkvæmt mega þær giftast frá 12 ára aldri. Svo er einnig um karlmenn. en þeir eru oftast talsvert eldri, þegar þeir festa ráð sitt. Konur eru þó ekki beinlinis lægra settar. Þær hafa atkvæðisrétt og Eva Perón hefir gert mikið fyrir kyenfplkjð eijki s:ður en fátæklingana. Enda hef- ir fólkið gert hana að dýrðlingi. Líkneski af henni eru á öllum tprgum, og ekki er óalgengt að sjá 20-—30 manns krjúpandi á kné og biðjandi til Evu, t. d. við líkneski af henni á aðaljárnbraut- arstöðinni í Buenos Aires. Þegar Eva dó var lík hennar smurt og reist minningarhöll i Buenos Aires yfir smurlinginn. Elízabet litla er eini íslendingur- inn, sem fæðzt hefir í Argentínu. í Argentínu má ekki nota útlend nöfn og varð því að skýra hana Isabel (sámsvarandi nafni spönsku). Samkvæmt lögum Argentínumanna, verður Elizabet ekki viðurkennd sem íslenzkur ríkisborgari, allir, fæddir þar- lendis vcrða Argentínumenn alla ævi í þeirra augum. Elízabet er að drekka Mate, sem er uppá- haldsdrykkur hennar. í hugum Argentínumanna var Eva sú, er vaxið hafði upp meðal iátæka íólksins, komizt til valda, en aldrei gleymt uppruna sínum. (★} :.★: (★.: Perón forseti er einnig mjög vinsæll. Ferðamenn finna það gerzt ef þeir taka leigubíl til að skoða sig um í Buenos Aires, og viðkvæðið er: ..Þetta lét Perón gera. Þetta höfðum við ekki áður, en nú hefir Perón látið gera það....“. Enda hefur Perón mikið og margt gert fyrir sína landsmenn. Hann vann mikið að því að draga úr höndum útlendinga margskon- ar framkvæmdir í landinu, t. d. lét hann þjóðnýta allt járnbraut- arkerfið árið 1946. Og nú hafa landsmenn sjálfir yfirleitt alla framleiðslu og viðskipti með höndum. Perón óx einnig upp meðal fólksins og er sagður vinna mjög mikið, 14—16 klst. á dag, kl. 6 á morgnana er hann mættur í Casa rozara (Bleika húsinu) til að sinna embættisstörfum sín- um. Perón gekk í herskóla og hefur ritað nokkrar bækur um hermál, sem kenndar eru við alla herskóla í Suður-Ameríku. Hann hóf stjórnmálaferil sinn sem sendiherra í Chile árið 1939 og gerðist síðar hermálafulltrúi stjórnarinnar í Italíu og Þýzka- landi. Perón er einráður og flokkur hans stærsti flokkur landsins, Perónistar, á fylgi þriggja fjórðu hluta þjóðarinnar. Demókratar og aðrir andstöðuflokkar lands- ins eiga sæti á þingi, en eru svo fámennir, að þeir hafa mjög lítil eða engin áhrif á stjórn lands- Kúrekarnir hafa fellt taríinn til að setja nasajiring á hann. „Við hjónin bjuggum í Buenos Aires, borg listigarðanna, eins og hún er kölluð, enda getur hún státað af 200 slíkum er skarta pálmatrjám og öðrum suðrænum gróðri. Þar að auki á hver borg- ari sinn litla garð, sem hann hlú- ir að eftir föngum. Borgin er mjög fögur með beinum stræt- um og breiðum trjágöngum". Elzti hluti bæjarins er byggð- ur í renaissance-stíl, hinsvegar eru öll nýrri hverfin, einkum út- hverfin, mjög í nýtízku stíl. Mjög er áberandi hve margar fjöl- skyldur búa í einbýlishúsum, enda nær borgin yfir mjög stórt svæði. Buenos Aires, sem þýðir „Gott loft“, stendur við La Plata fljótið — Silfurfljótið. A borgin nafn sitt að rekja til þess, er Spán- verjinn Pedro de Mendoza steig á land þar, sem nú er Buenos Aires, árið 1536, og varð honum þá að orði — „Que buenos aires!“ — hvílíkt gott loft! Borgin tók samt ekki að vaxa verulega fyrr en 1357, en þá var fyrsta járn- brautin lögð þaðan inn í landið. En nú er Buenos Aires stærsti bær fyrir sunnan miðbaug og stærsta hafnarborg lapdsins og er miðpunktur þeirra vöruskipta, er eiga sér stað milli Suður- Ameríku annarsvegar og Norður- Ameríku og Evrópu hinsvegar. Aðaltorgið er Plaza de Mayo, er Casa rozario og dómkirkjan standa við. Frá torginu liggur Avenida de Mayo, 2 km á lengd, og ys og þys viðskiptalífsins ein- kennir þessa götu, enda aðalgat- an og við hana stendur þinghús- ið. 1 miðbænum eru einnig dýra- garður, gróðrarstöð og stór hring- leikahús undir beru lofti. Þjóð- leikhúsið Columbus Teater, sem heitir eftir Columbusi, er heims- frægt, og þangað kemur lista- fólk frá öllum löndum heim. Af öðrum merkum borgum má nefna: La Plata, sem nú heitir Eva Perón. liggur við La Plata fljótið, Rose Ario er næst stærsti bærinn og liggur 350 mílur suð- vestur af Buenos Aires, enn sunn- ar Bahia Blanca, önnur mikil- væg hafnarborg og loks Com- modoro, frægust fyrir útflutning sinn á steinolíu, er unnin er úr geysimiklum olíulindum Pata- góníu og heitir eftir forsetanum Commodoro Rividavia, einni af þjóðhetjum Argentínumanna. Argentína er í miklum upp- pgngi sem menningarland, en landið er svo ungt og árlegt flyzt inn svo geysilegur fjöldi inn- flytjenda, að erfitt er að gera sér grein fyrir á hvaða menntunar- stigi þjóðin stendur. En óneitan- lega eru þeir margir sem hvorki eru læsir né skrifandi og nota t. d. fingraför sín í stað undir- skriftar. Tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar eru taldir læsir og skrif- andi og er það gott miðað við önnur lönd í Suður-Ameríku. Eva Perón lét reisa skóla ufti allt landið og börn eru skóla- skyld frá 6 ára aldri. Hún kom því einnig á, að börnin klæðast hvítum sloppum í skólunum, til þess að ekki sé gerður mismun- ur á ntéttum". Einn merkasti menningar- frömuður landsins lét svo um mælt: „Þetta verður Evrópa hjá okkur eftir nokkur ár“. Einnig lét Eva Perón reisa sjúkrahús um allt landið og er fátæklingum veitt læknishjálp þar ókeypis Sjúkrahúsin eru bú- in öllum beztu tækjum og var ekkert til sparað. Ollu þessu kom Eva til leiðar með stofnun sinni, Fundacion Eva Perón. Annars eru Argentínumenn þrifnir og mikið er gert til að verjast sjúkdómum. Argentínska húsmóðirin er álitin mjög þrifin og sagt er, að hún standi við þvottabalann allan daginn. Við þökkum Jóni spjallið. — Gleðileg jél! — G. St. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.