Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. des. 1954 MORGlJABLAÐIfí Argentínubúar viija vern „Evrópúmenn“ Suður-Ameriku Sillurlandið" er auðugasta og frjésamasia laud S.-Amerfku JÓLIN eru mikil hátíð í Argen- tínu eins og hér, en þau eru ekki haldin hátíðleg fyrr en á þrettándanum (los reyes). Fyrst og fremst eru þau hátíð barn- anna, og þá gefur Fundácíón Eva Perón (þjóðfélagsmálastofnun Evu) öllum argentínskum börn- um miklar gjafir. Börnin sækja gjafirnar á lögreglustöðvarnar. Hins vegar gefast fullorðna fólkinu möguleikar á að verða milljónamæringar á jólunum, ef heppnin er með. Svo er mál með vexti, að Argentínumenn „spila“ í ríkishappdrætti eins og við. — Stærsti vinningurinn er 500 þús. pesos. En allir kaupa sér seðla á jólunum, því að þá er stærsti vinningurinn 36 millj. pesos og í bígerð er að hækka hann á þess- um jólum upp í 40 millj. pesos. „Á jólunum í Buenos Aires er hitinn venjulega um 40° á C og loftrakinn kemst oft upp í 90%. Okkur þótti nokkuð heitt, þegar við höfðum klæðzt sparifötun- um og tókum að dansa kringum jólatréð og syngja fyrir börnin. Enda klæddumst við sundfötum svo fljótt sem auðið var,“ segir Jón. Mjög algengt er í Buenos Aires, að fólk byggi sundlaugar á lóð- um sínum. (+.:• (★) (★) í Argentínu kemur vorið í september og sumarið í desem- I ber, hinsvegar er skíðafæri gott í júlí víða um landið. Frá maí til september verður fólk að klæðast hlýjum fötum. Snjór hef- ir þó ekki fallið í Buenos Aires 8.1. 20 ár, en þar getur orðið nístingskalt .vegna rakans. Hús | Argentínumanna eru hlaðin úr tígulsteini eins og í Danmörku og yfirleitt eru aldrei kjallarar undir húsunum. „Okkur hefir aldrei orðið eins kalt og þar, enda eru húsin ekki hituð upp að jafnaði,“ bætir Jón við. í Barilocke, „Sviss S-Ame- ríku“, sem er uppi í Andes-fjöll- unum sunnanverðum, er loftslag ekki ósvipað og á íslandi. Þar fellur snjór á vetrum og þangað fara menn í vetrarfrí í júní, júlí og ágúst. Hinsvegar er Cordoba, sem er upp í fjöllunum norð- vestur af Buenos Aires, sumar- dvalarstaður Buenos Aires-búa og þekkt fyrir sitt heilnæma fjalla- loft. Það er mjög mikilsvert, efna- hagslega séð, að landið liggur á suðurhveli jarðar, þar sem ekki er þá skorið upp á sama tíma árs og í aðalviðskiptalöndum þeirra JÓN ALEXANDERSSON og fjölskylda hans hafa dvalizt undanfarin 5 ár í Buenos Aires í Argentínu. Veitti Jón þar forstöðu fyrirtaeki, er framleiddi gólfmottur, fléttaðar úr hampi. Var þc«ita fyrsta þess konar fyrirtæki er stofnsett var þar í landi, en Argentínumenn eru fljótir til og framíakssamir um að notfæra sér nýjungar, sem útlendingar innleiða. Ári eftir að Jón hafði stofnsett fyrirtæki sitt, hafði um 15—20 sams konar verksmiðjum verið komið á fót í Buenos Aires. Fréttamaður Mbl. hitti Jón að máli fyrir skömmu og spurði tíðinda frá „Silfurlandinu", en íslendingum er Argentína Iítið kunn, þeir vita að þar fæst gott kjöt og Perón ræður þar cg ríkir. Tjáði Jón margt fróðlegt og skemmtilegt eins og sjá má af eftirfar- andi grein. og þótt einkennilegt megi virð- ast, festist nafnið við Argentinu en ekki Perú. Annars er heldur lítið' um málma í Argentínu, nokkuð er þó um gullgröft og kopar- og tinvinnslu. Saga Argentínu sem sjálfstæðs ríkis er tiltölulega stutt — um 100 ára gömul — og allar fram- farir eru r.ýjar af nálinni. Jón Alexandersson og kona hans, Hiidur Björnsdóttir. Iðnaðurinn er í frumvexti eins og á íslandi, og því erfitt að segja um hvernig honum muni farnast. Verksmiðjufýl-irtæki um allt land eru und.ir stjórn Peróns. Allir iðnrekendur geta fengið lán hjá ríkinu til að byggja fyrir- tæki sín og ríkið kaupir venju- lega talsverðan hluta framleiðsl- unnar fyrstu árin til að hjálpa fyrirtækjunum gegnum byrjun- arörðugleikana. Auðugasta og lang frjósamasta landið í Suður-Ameríku er Arg- entína. Það hefur eins mikla verzlun við útlönd og öll Suður- Ameríku ríkin til samans. Stærsti Buenos Aires er rómuð fyrir glæsilegar byggingar, fallega trjá- og torg. á norðurhvelinu. Einkum gildir i viðskiptavinur þeirra er England, þetta um hveitiuppskeruna. | og kaupa Argentínumenn þaðan Annars er loftslágið nokkuð1 aðallega iðnaðar- og vefnaðar- mismunandi, þar sem landið nær vörur. Utanríkisverzlun þeirra svo langt frá norðri til suðurs,1 hefir fært mikið út kvíarnar und- í norður hlutanum er allt að þvi anfarin ár einkum við Norður- hitabeltisloftslag, en meira tempr Ameríku, Þýzkaland og Norður- að um mið og hluta landsins. •:★:• •:★:• Fyrst og fremst er Argentína landbúnaðarland og flytur út meira nautakjöt en nokkurt ann- að land í heiminum. Sauðfjár- rækt er einnig gríðarlega mikil, og er Ástralía eina landið sem á því sviði stendur Argentínu- mönnum framar. Aðeins 10% af landinu er ræktað, en frjósemi þess er svo mikil, að þar gætu lifað um 200 milljónir manna, en íbúafalan er nú aðeins 18 millj. „Kjötið er svo gott, að haft er fyrir máltæki víða í heimin- um, að aldrei hafi menn bragðað kjöt fyrr en þeir koma til Arg- entínu. Kvikfjárræktin er rekin á stórbúum — estancias — og gríðarstórar hjarðir kvikfjár ganga sjálfala, þar sem grasið er grænt allt árið um kring. Arg- entínumenn hirða gripi sína mjög vel, þvo þá og sótthreinsa vegna hættulegra skordýra. Kýr sem ætlaðar eru til manneldis eru ekki mjólkaðar og því verður kjötið mjög ljúffengt,“ segir Jón. Stærstu búin eru yfirleitt rekin af Englendingum, en annars eru margar hinna viðlendu „estancía“ í höndum Argentínumanna. Landsmenn eru sjálfir mikið gefnir fyrir kjöt. Meðalskammt- ur karlmanns í mál er hálft kg af kjöti. Þar að auki drekka þeir að jafnaði hálfan líter af léttu víni, venjulega rauðvín, borða mikið af fransbrauði, venjulega meira eða minna af grænmeti, en mjög lítið er þar um kart- öflur. Eftir slíka máltíð er þeim mikil þörf á sinni daglegu siesta (miðdegisblundi), enda geta fáir án hennar verið. Aðalmáltíðin er á hádegi, búðum er lokað, og kyrrð og ró ríkir alls staðar fram til kl. 2. Hinsvegar hefst vinna víðast hvar kl. 7 að morgni og heldur áfram til kl. 7 á kvöldin. (iir) (★) (★) Engan skyldi undra, þó að Argentínumenn drekki mikið af rauðvíni og gefi börnum sínum það líka. Rauðvínsflaskan kostar sem sé 2,60 peso. Eitt kg. af kaffi kostar hinsvegar 30 pesos. En þeir drekka yfirleitt í hófi og sjaldan sér vín á mönnum á göt- um úti. En rauðvínió þykir ekki nógu sterkt, þegar kólna tekur í veðri og byrja þá margir daginn með einum sjúss af grabba, sem er brennivín Argentínumanna, búið til úr korntegund. „En þjóðardrykkur þeirra er Mate, og þeir drekka eins mikið af því og íslendingar af kaffi. En mikill munur er þó á Mate og kaffi, því að Mate bætir melt- inguna, sem ekki veitir af vegna kjötátsins, enda eru margir vart viðmælandi á mörgnana fyrr en þeir hafa fengið Mate-sopann sinn“, segir Jón. til sams konar táknræns siðar og friðarpípan var meðal Indíána, og gestir eru álitnir ókurteisir, ef þeir neita að drekka úr sama bauk og heimilismenn. (★) (★)• (★)• „Þrátt fyrir sina siesta geta Argentínumenn ekki kallast væru kærir ef miðað er við aðrar suðurlandaþjóðir. Landsmenn eru duglegir, miklir föðurlandsvinir og stoltir af sínu landi og telja sig „Evrópumenn“ Suður-Ame- ríku.“ Frumbyggjar Argentinu voru Indíánar, en Spánverjar slátruðu þeim unnvörpum, er þeir lögðu undir sig landið í byrjun 16. ald- ar. Aðeins rúm 2% þjóðarinnar eru nú af hreinu Indíánakvni. Hreinræktaðir Argentínumenn, þ. e. Indíánar og Meztísar (blanda af Spánverjum og Indíánum) eru í miklum minni hluta, en mikill pieiri hluti þjóðarinnar saman- stendur af innflytjendum frá Spáni og Ítalíu, sem flutzt hafa þangað svo milljónum skiptir síð- ustu árin. Árið 1810 á fullveldis- degi Argentinumanna bjuggu 400 þús. manns í landinu, en nú rúm- lega 140 árum síðar er íbúatalan yfir 18 millj. og tveir þriðjú hlut- ar landsmanna búa í borgum, sem hafa yfir 100 þús. íbúa. Norðurlandabúar og Englend- ingar hafa einnig gerzt innflytj- endur, og nokkrar stórar dansk- ar „nýlendur“ — Tandil Nequ- ecea og Tres Aroyos (þrir lækir) — eru suður frá Buenos Aires. Danir þessir eru flestir mikilhæf- ir bændur og njóta mikils álits á sviði landbúnaðarmála. í Argentinu er töluð mállýzka frá Kastilíu á Spáni, er kallast kastilíanó, og er nokkuð frá- brugðin spönsku. Stjórn Argentínu hefir gert margt til að laða innílytjendur til landsins. Er mælt svo fyrir í yfir- standandi fimm árav áætlun Peróns, sem er önnur í röðinni, að þeim sé úthlutað landi, hjálp- að um vélar til landbúnaðarstarfa og lán til húsabygginga. Hinsveg- ar er það gert að skilyrði að allir innflytjendur fari út á land — a. m. k. 150 km. frá Buenos Aires i tvö ár. Ástæðan er, að Buenos Aires gat ekki séð öllum þessum aragrúa innflvtjenda fyrir at- vinnu. (★) (★) (★) „Mjög sérstæðir með argen- tinsku þjóðinni eru gauchoarnir — kúrekarnir og fjárhirðarnir — er lifa á sléttum Pategóníu. Þejr eru margir Indíánar. Þjóðsögur og þjóðkvæði Argentínumanna snúast flest um gauchoana. Þjóð- söngvar þeirra eru mjög angur- værir, og á það upphaflega rót sína að rekja til þeirra hörmunga er dundu yfir Tndíánana, er Spánverjar tóku landið og hafa gevmzt með þjóðinni síðan.“ Gauchoarnir eru svo að segja aldir upp á hestum. Perón er sjálfur kominn af gauchoum, fæddur í Pategóniu og er sagður hafa verið settur fyrst á her,t tveggja ára gamall og varð þá að spiara sig sjálíur á hinum villtu sléttum Patagóníu. Framh. á bls. 10 einkum suður !.★) Argentína, „Silfurlandið“, dreg ur nafn sitt ekki af því, að land- ið sé auðugt af silfurnámum, En fyrr á öldum fóru silfurleitar- menn á leið til hinna stórkostlegu silfurnáma í Perú gegnum landið, lönd. Gjaldrniðill þeirra, pesos, er í svipuðu gengi á erlendum markaði miðað við dollarann og ísl. krónan. „En þó að pesoinn sé ekki meira virði en íslenzka krónan,. er mikið um hann talað, og lífið gengur mikið út á að þéna pen- inga eins og hér,“ verður Jóni að orði. Argentína er 2,7 millj. ferkm að síærð, annað stærsta land S.- Aineríku. Landamæri þess iiggja að Bolivíu cg Paraguay aö' norái- el an, BraziLu cg Uruguay að austan, vestast í landinu liggja Andeí- fjöliin á mörkum Chile og Argentínu. Argentinu-megin í fjall- garðinum, beint vestur af Buenos Aires, er hæsti tindur á mcgiþ- löndum í lyfjabúðum. Mate búið til úr blöðum kristþyrnis- tegundar er vex í Paraguy. Blöð- in eru söxuð smátt og hellt á þau heitu vatni og sykur settur j landi Ameríku, Monte Aconcagua, 7035 m. á hæð. Landinu er skipt út í. Bragðið er sætrammt. — ’ fjóra aðalhluta: Chaco er norð'-austurhlutinn. þar er liitabeUis- Ávöxturinn af kristþyrninum, loftslag og sykur cg hrisgrjón mikið ræktað. Einnig vex harðasta trjátegund lieimsins, quebracho, sem noiað er til ekliviðar, en gefur einaig af sér sútunarefni. Hásléttur Andes-fjalla, sem skipt er í austUr og vesturhluía. Þar er þurrkasamí og nota verðttr áveitur til að rækta ávexti, er þeíta mikilvægasta vínviðarsvæði Argentínu. La Plata-slétturnar, pamparnir í mið-ausíurhluta landS- ins, eru kjarni efnahagslífs landsins. Á trjálausum en víðlendum frá munni til munns. Þessi °S mjög frjósömum sléttunum er kornið ræktað cg nautgripunupi drykkjusiður á rót sina að rekja j beitt. Patagónía er aðal sauðfjárræktarsvæðið. ; sem er einna líkastur stórri hnetu, er holaður innan og Mate- ið er drukkið úr honum með silfurpípu með eins konar tesíu á endanum. (Sjá mynd,). Venju- lega er aðeins.eitt slikt drykkjar- ílát til á heimilinu og gengur það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.