Morgunblaðið - 28.12.1954, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. des. 1954
Páls-saga biskups á
Skálholtssýningunni
GÆRMORGUN var opnuð í
Þjóðminjasafninu hin svo-
nefnda Skálholtssýning. Er þar
sýnt margt muna, sem fundizí
hafa við uppgröft að Skálholts-
stað. Þar er t. d. kista Páls bisk-
uþs, en hún er einn allra merk-
asti fornleifafundur sinnar teg-
undar hér í Evrópu. Sýningin
verður opin til áramóta frá kl.
1—10 daglega.
í sambandi við sýninguna hef-
ur Skálholtsfélagið gefið út:
„Páls sögu biskups“. Próf. Einar
Ólafur Sveinsson bjó biskupssögu
þessa til prentunar af sinni al-
kunnu vandvirkni og sjálfur ritar
hann mjög skemmtilegan og fróð-
legan formála. Kemst prófessor-
inn þar á einum stað að orði um
Páls sögu biskups m. a. á þessa
leið:
„Sagan er auðsjáanlega rituð
af gagnkunnugum manni, sem
verið hefur í Skálholti með Páli
biskupi og séð þar eða heyrt um
margt af því, sem hann segir frá.
Hann kann og að hafa stuðzt við
minnisgreinar sínar eða annarra.
í bréf vitnar hann tvívegis, en
varla hefur hann annars notað
skjalasafn stólsins mikið. Stund-
um er orðalag líkt og í Hungur-
vöku, og stundum er vikið að
sömu efnum, og er það ekki að
furða. Sama máli gegnir um Þor-
láks sögu hina íslenzku; má ætla
að hún hafi verið til og í Skál-
holti, þegar þetta var.“
Þetta litla kver verður til sölu
á sýningunni og rennur ágóðinn
tii dómkirkjunnar í Skálholti. —
Sagan er myndskreytt, tæplega
40 blaðsíður, prentuð í prent-
Krókurinn
af bagli
Páls
Skálholts-
biskups.
smiðjunni Hólar, á hinn bezta
pappír.
Þá er og á sýningunni bráð-
skemmtilegur ritlingur, eftir dr.
juris Björn Þórðarson, sem hann '
gaf Skálholtsfélaginu, en ritling-
urinn heitir: Móðir Jóru biskups-
1 dóttur. Segir þar frá örlögum
glæsilegrar ævintýrakonu, sem
kom fram Sturlungaöld og átti
vingott við höfðingja, en hún var,
að Skálholti á dögum Klængs (
biskups, er á ekkjuárum sínum
eignaðist dóttur er Jóra hét.
fjártiagsá;
Akranesbæjar
iyrir næsia ár
AKRANESI, 27. des.: — 23. þ.m.
var bæjarstjórnarfundur haldinn
á Akranesi og var á honum sam-
þykkt fjárhagsáætlun Akranes-
bæjar fyrir árið 1955. FundUrinn
hófst kl. 5 e.h. og lauk kl. 1,40
e.m. Aðálumræðuefni var fjár-
hagsáætlunin, og áður en fundi
lauk fór fram fullnaðarsamþykki
um hana.
Tekjur bæjarsjóðsins eru áætl-
aðar alls 6.508 millj. kr. og er
megin kjarni þeirra niðurjöfnun
útsvara, eða 5.586 millj. kr. Hæsti
liður í gjöldum bæjarsjóðs eru
lón til bæjarfyrirtækja o. f 1., eða
1.364 millj. kr., ýmsir skuld-
heimtumenn 764 þús. kr , afborg
anir og vextir af lánum 697 þús.
kr., lýðhjálp og lýðtryggingar 744
þús. kr., menntamál 666 þús. kr.,
vegir og holræsi 550 þús. kr.
Tekjur hafnarsjóðs eru áætl-
aðar 1.624 millj. kr., en hæsti
gjaldaliður hafnarinnar eru vext
ir og afborganir af lánum, 1.180
millj. kr. Tekjur rafveitunnar eru
áætlaðar 2,5 millj. kr. Tekjur
vatnsveitunnar eru áætlaðar 235
þús. kr., og er hæsti gjaldaliður
hennar nýbyggingarsjóður vatns
veitunnar 118 þús. kr. — Oddur.
FYRIR nokkru var frá því sagt
í dagblöðum bæjarins, að maður
á Suðurnesjum hefði á fólslegan
hátt, misþvrmt og pínt til dauða
vesalings, heimilislausan flæk-
ingskött. Jafnframt var tekið
íram, að vitað væri, hver mann-
íýla sú væri, og að málið væri
í rannsókn — Nú vil ég spyrja:
Br nokkuð, sem mælir á móti
því, að nöfn og heimilisföng
slíkra illmenna væru gerð heyrin
kunn, þá sjaldan að hægt. er að
standa þá að verki? Einnig væri
fróðlegt að vita, hver niðurstaða
rannsóknar í þessu máli hafi
orðið, og hvaða dómstóll fjallar
um slík mál. Að maðurinn hafi
verið ölvaður, er engin afsökun,
-eða mega menn ef til vill í skjóli
þess drýgja allskonar ódæðisverk
á mönnum og málleysingjum?
Reiður maður skrifar og ræðst
á alla ketti bæjarins og vill þá
feiga fyrir þá sök sérstaklega,
að þeir ráði niðurlögum smáfugla
í skrúðgörðum greinarhöfunar
og annarra bæjarbúa, og er hann
sjálfsagt ekki einn um það, að
liárma afdrif blessaðra litlu fugl-
anna, bæði þeirra, sem fara í gin
kattarins og hinna, sem láta líf
sijt á annan hátt. Flestir hafa
sdnnilega mörgum sinnum um
æfina bjargað litlum fugli úr
kattarklóm.
‘Það er nú svo, að segja má, að
eitt .dýrið lifi á öðru í ríki nátt-
úrunnar, og er mörg sorgarsagan
í sambandi við það. Ef til vill
erum við mennirnir þar öðrum
miskunnarlausari. — Mér þykir
vænt um kisu litlu og finnst hún
vera ómaklega atyrt fyrir það,
sem henni er ósjálfrátt. Köttur-
inn er húsdýr okkar og við höfum
skyldur við og margri músa- og
rottuplágunni hefur hún bægt frá
íslenzkum heimilum fyrr og síðar
með þessum sama ljóta hætti, sem
henni er áskapaður.
En á þessu kisu máli er einnig
önnur lið, sem er hvoru tveggja
í senn, óhugnanleg og erfið að
ráða bót á, og á ég þar við allar
þær ráfandi hjarðir villikatta,
sem hungraðir og Jaeimiiislausir |
eigra um port og fáfarna staði
bæjarins. Það er ömurleg vitn-
eskja að hugsa til þessara um-
komulausu dýra, soltinna og
kaldra, er eiga hvergi athvarfs
að leita.
Hvaðan koma þessi olnboga-
börn?, jú, því er hægt að svara.
Sannleikurinn er sá, að kaldir og
kærulausir borgarar, munu þar
mestu ráða Flest eðlileg og heil-
brigð börn elska dýrin og þá ekki
sízt kisu, sem er bæði glaðlynd
og góðlynd þau óska sér þess að
eignast kettling, og ósjaldan fá
þau þá ósk uppfyllta. Kisa litla
kemur á heimilið og er öllum til
yndis fyrir unaðslegt útlit sitt,
barnslega gleði og aðra
skemmtun, en kötturinn vex
og gamanið minnkað. Hann þarf
mikinn mat, en fær lítinn, hann
leitar út á götuna, fyrst í leik,
síðar í leit að æti. Ef til vill hætt-
ir kisa litl? sér of langt og ratar
ekki heim, engin kærir sig um
það og engin leit er gerð. Kött-
urinn er tvndur, það eru engin
stórtíðindi, og stuttu síðar er svo
fenginn annar kettlingur í stað
hins, sem vaxinn var frá því hlut-
verki sínu að skemmta börunum
heimilisins, og ef til vill fer hann
sömu leið og fyrirrennari hans.
Þannig myndast þá smám sam-
an og stækkar hin umkomulausa
sveit heimilislausra dýra, er
verða grimm, dapurleg og illa
séð. — En er nú að undra, þótt
slíkir útlagar sæti færi að ná sér
í björg og skjól þar sem það er
að fá, er hægt að sækja þá til
sektar fyrir það?
Sökin er ekki þeirra, heldur
þeirra borgara, barna og fullorð-
ins fólks, er svikizt hafa um
skyldu sína við varnarlaust dýr,
sem var í umsjá þeirra og þeir
töldu sig eigendur að.
Eignist barn lítinn hfandi kett-
ling, ber foreldrum þess að gera
barni sínu Ijóst, að kisubarnið er
ekki dautt leikfang, sem hand*
leika má eftir vild og geðþótta,
heldur lifandi vera, sem hefur
fulla tilfinningu, sem hryggist og
Framh. á bls. 12 ,
Gotf líðarfar í Holtum
MYKJUNESI, 15. des.: — Dimmt
er nú orðið yfir landinu þessa
síðustu skammdegisdaga, en bót
er það í máli að myrkrið hefur
senn náð hámarki. Tíð hefur ver-
ið fremur mild að undanförnu,
þegar frá eru taldir nokkrir dag-
ar fyrir skemmstu, er var mikið
frost. Oftast hefur jörð verið auð
og stundum alklakalaus. Hagar
hafa því verið nægir oftast og
lítið gefið fé.
Nú er þó fé komið á gjöf en
hross eru að sjálfsögðu létt á
fóðrum ennþá.
Lokið er nú næstum að bólu-
setja öll lömb á svæðinu milli
Ytri-Rangár og Þjórsár með
garnaveikibóluefni frá tilrauna-
stöðinni á Keldum. Vona menn
að sú framkvæmd geri fjárbú-
skap hér öruggari en annars væri.
Mjög er dauft yfir öllu félags-
lífi hér um slóðir og veldur þar
sjálfsagt fámenni og svo eins hitt
að kvillasamt hefur verið í hér-
aðinu,
Furðulega rangfærð grein
um Island ■ bandaríska
blaðinu ISIew York Times
í NYÚTKOMNU eintaki af
bandaríska stór'olaðinu New
York Times er all-löng frétta-
grein eftir einn fréttardtara
blaðsins, Peter D. Whitney, þar
sem rætt er um landhelgismál
íslands og löndunarbannið í
Bretlandi. Frétt þessi er skrifuð
frá Grimsby í Englandi.
Er það ljóst af greininni að
höfundur hefur átt viðtal við
brezka togaraeigandann Jack
Vincent, enda er mjög hallað
málstað íslendinga víðast í
henni.
Því er mjög haldið á lofti, í
greininni, áð íslendingar hafi
verið eins konar andstæðingar
eða keppinautar Grimsby-búa
með fisksölum sínum, þótt það
sé hins vegar á allra vitorði að
fisksala Islendinga í Grimsby
var bæjarbúum öllum til mestu
hagsbóta. Þar voru það aðeins
togaramenn sem stóðu á móti
enda sézt þetta bezt af þeim
þvingunum og ógnunum, sem
varð að beita fiskkaupmenn áð-
Akureyringar sýna
„Hans og Grétu"
AKUREYRI, 27. des. — Leikfélag
Akureyrar hafði frumsýningu á
barnaleikritinu Hans og Gréta á
annan jóladag. Léikritið er eftir
Willy Kruger, en þýðandi er
Halldór G. Olafsson og leikstjóri
Sigurður Kristjánsson. Hljóðfæra
leikarar eru Soffía Guðmunds-
dóttir og Ivan Knudsen. Leik-
tjöld málaði Lothar Grund og
voru þau fengin að láni frá Leik-
félagi Hafnarfjarðar. Ljósameist-
ari var Ingvi Hjörleifsson og
leiðsviðsstjóri Oddur Kristjáns-
son. Með hlutverk í leikritinu
fóru Arnar Jónsson, sem lék
Hans og Bergþóra Gústafsdóttir
er lék Grétu. Sópasmiðinn lék
Jón Ingimarsson, stjúpmóðurina
Ingibjörg Rist, Tobias klæðskera
Sigurður Kristjánsson, skógar-
andann Guðmundur Gunnarsson,
skógarbjörninn Jón Kristinsson,
sætabrauðsnornina Jónína Þor-
steinsdóttir. skógardísir léku
Margrét Guðmundsdóttir og
Helga Haraldsdóttir.
ur en þeir lögðust flatir fyrir
kröfum brezkra togaramanna.
í greininni er því lýst að ís-
lendingar selji nú eftir löndunar
bannið, fisk sinn til Rússlands
og sé slíkt hættulegt. Þá er að-
gerðum íslendinga við víkkun
landhelginnar jafnað við aðgerð
ir Peru-manna, sem víkka sína
landhelgi í 200 milur. Og að lok-
um eru bornar fram beinar rang
færslur á áþreifanlegum stað-
reyndum og sagt að íslendingar
beri landhelgismálið upp á fund-
um Evrópuráðsins og Samein-
uðu þjóðanna.
Öll er þessi fréttagrein New
York Times þannig til hins
mesta vanza fyrir blaðið. — Er
leitt til þess að vita, að þetta á-
hrifamikla dagblað skuli ekki
reyna að byggja upplýsingar
sínar um ísland á öruggari heim-
ildum en þetta.
Ægilegt ílogslys
í Prestwiek
AÐ MORGNI aðfangadags varð
ægilegt flugslys í Prestvík, er
stór millilandaflugvél „Strato-
crusier“ fórst í lendingu og með
henni 28 manns. Björgunarliði
jtókst að bjarga 6 manns, þar af
j voru 5 mjög særðir. Meðal þeirra
' sem komust af var flugstjórinn.
J Flugvél þessi var eign brezka
I flugfélagsins B.O.A.C. Voru allir
, farþegarnir að fjórum undan-
1 skildum á leið f jólaleyfi til Skot-
j lands frá Lundúnum og ætluðu
Jekki lengra með flugvélinni en
til Prestvíkur.
Að því er fregnir herma, munu
hjól flugvélarinnar hafa snert
flugbrautina en um leið varð
ægileg sprenging í flugvélinni og
fór hún í tvennt og báðir partar
stóðu í björtu báli um leið.
Flugvél þessi er hin sama og
í fyrravetur hlekktist á suður á
Keflavíkurflugvelli í lenddngu,
er eitt lendingarhjólanna gaf sig
og munaöi minnstu að stórslys
yrði. Flugvélin eyðilagði lencling-
arhjólin og skrúfúbloð hreyfl-
anna stjórnborðsmegin skullu í
völlinn og bognuðu. Var flugvél-
in þá lengi á flugveilinur.i til
/iðgerðar.
Jólatréð skreyft
Sig. P. Björnsson á Húsavík tók þessa skemmtilegu mynd rétt fyrir jólin. Börnin eru að Ijúka
að skreyta jólatréð, og gefa sér tíma til að líta í blaðið sitt.