Morgunblaðið - 28.12.1954, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. des. 1954
wgmtHafrib
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Dr. med. Árni Árnason héraðslœknir Akranesi:
Hversvegna á þjóðin sjáif
að leggja hönd að endur-
reisn Skálholts?
Frjáls verzlun framkvæmanleg
INYUTKOMNU hefti af „Fjár-
málatíðindum". riti því, sem
Landsbanki íslands gefur út,
skrifar ritstjórinn, Jóhannes
Nordal, all-merka forustugrein
þar sem hann lýsir hinum nýju
viðhorfum, sem nú hafa mikil
áhrif til breytingar á gjaldeyris-
mál vestrænna þjóða. Forustu-
greinin hefst á þessa leið:
„Mikil umskipti hafa orðið í
gjaldeyrismálum á undanförn-
um tveimur árum. Hinn sífelldi
dollaraskortur, sem þjakað hefur
fjármálalíf Vestur-Evrópu og
margra annarra hluta heims, hef
ur læknazt að miklu leyti og við-
skipti landa á milli verða frjáls-
ari með hverjum mánuði, sem
líður. Flestar vestrænar þjóðir
stefna nú einhuga að því marki
að koma á fót frjálsum gjald-
eyrisviðskiptum og að endurreisa
verzlunarfrelsi.
„Djúptæk . hugarfarsbreyting
hefur orðið í þessum efnum, en
hún er ekki fólgin í því að menn
hafi skyndilega lært að meta
hvers virði frjálsari viðskipti
eru fyrir hag þjóða, heldur hinu,
að þeir hafa komizt að raun um,
að hægt er að koma þessari hug-
sjón í framkvæmd".
Síðan rekur greinarhöfundur
sögulegan gang þessara mála.
Höft hafa aldrei verið talin æski
leg, en þau voru sett á sem neyð
arráðstöfun þegar heimskreppan
stóð sem hæst. En hin þráláta
verðbólga og dollaraskortur
kom mörgum á þá skoðun að
gjaldeyrishömlur væru óum-
flýjanlegar.
„En þetta hugarfar hefur
gerbreyzt í flestum löndum
nú að undanförnu. Ný við-
horf hafa skapazt, sem hafa
sýnt, að unnt væri að endur-
reisa frjáls gjaldeyrisvið-
skipti mjög fljótlega, ef vilji
væri fyrir hendi.
Þessi umskipti má að mestu
leyti þakka hinni nýju stefnu
í fjármálum, sem tekin hefur ver
ið upp í hverju landinu' á fætur
öðru síðustu fjögur árin. Með
margvíslegum fjármálalegum
ráðstöfunum, en þó einkum lækk
un ríkisútgjalda og samdrætti
bankaútlána með hærri vöxtum
hefur tekizt að lækna á skömm-
um tíma hina langvinnu verð-
bólgu, sem hófst á styrjaldarár-
unum. Jafnvægi hefur þannig
náðst innan lands, en því hefur
ætið fylgt, áður langt liði, stór-
kostleg breyting til batnaðar í
utanríkis- og greiðsluviðskipt-
um“.
Mikilvægasti lærdómurinn af
þessu, segir í greininni, er sá,
að menn hafa komizt að því að
það er fjármálastefnan innan-
lands, sem mestu ræður um það,
hver gjaldeyri:afkoman verður
og hvort hæ"t er að reka frjáls
viðskipti út á við.
„Síðan menn fóru að gera sér
þetta ljóst, hefur ný alda bjart-
sýni breiðst út. Hver þjóð er í
þessu efni fyrst og fremst sinn-
ar eigin gæfu smiður, og hún
verður sjálf að velja, hvort hún
vill gera þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar eru til þess að geta
tekið þátt í því að koma á við-
skiptafrelsi meðal allra vest-
rænna þjóða“.
Því næst er vikið að því í grein
inríi, hver viðhorf okkar fslend-
inga eru gagnvart frjálsari við-
skiptum. Segir þar m. a.:
I „Gengislækkunin átti mikinn
þátt í því að koma á meira jafn-
vægi út á við, en einnig hefur
íslendingum borizt í hendur mik
ið erlent fé í lánum og óaftur-
kræfum framlögum og síðustu
tvö árin sem tekjur af varnar-
liðinu og framkvæmdum þess.
' Af öllum þessum ástæðum hef-
I ur innflutningur orðið miklu
greiðari og dollaraeignin auk-
izt“.
„Samt eru íslendingar enn
langt á eftir flestum öðrum Ev-
rópuþjóðum í gjaldeyrismálum.
Jöfnuður sá, sem náðst hefur
gagnvart útlöndum að undan-
förnu, byggist á stórkostlegum
beinum og óbeinum útflutnings-
styrkjum, niðurgreiðslu inn-
lends verðlags, gjaldeyris- og
innflutningshömlum, háum toll-
um og öðrum álögum á innflutta
vöru. Jafnframt hefur meira og
meira af útflutningnum beinzt
til vöruviðskiptalandanna. Það
á áreiðanlega við um ísland eins
og önnur lönd, að frumskilyrðið
fyrir því að koma á jafnvægi út
á við er að draga úr þenslunni
innan land:; og einnig þarf að
lækka verð ag til samræmis við
það sem er í öðrum löndum".
Meginorsakir vandræðanna
eru fólgnar»í peningaþenslunni
og hinni gífurlegu fjárfestingu,
sem nú á sér stað. Til þess að
lækna þetta verður að draga úr
útlánum bankanna með hærri
vöxtum eða á annan hátt. en sér-
staklega er nauðsynlegt að bæta
aðstöðu ríkissjóðs og viðskipta-
bankanna gagnvart seðlabankan
um, til þess að gera honum kleift
að minnka seðlaveltuna og auka
gjaldeyrisfc.'ðann. .
Enn heldur áfram á þessa leið:
„Þótt fjárfesting og framkvæmd 1
ir séu ein meginundirstaða auk-
innar hagsældar, verður að fara
varlega, svo að þjóðinni verði
ekki steypt út í verðbólgu enn
á ný. — Ef íslendingar nota
nokkurn hluta þess auðs, sem
þeim hefur boiizt í hendur til
þess að draga úr peningaþensl-
unni og auka |jaldeyrisforðann,
skapa þeir sér hina traustustu
undirstöðu frekari framfara,
| Loks minnist greinarhöfund
I ur þess, að fiestar lýðfrjáls-
J ar þjóðir stefna nú að því að
1 koma á frjálsum gjaldeyris-
viðskiptum og verður þess e.
t. v. ekki langt að bíða, að
því marki verði náð. Hætt er
við, að hver sú þjóð, sem þá
dregst aftur úr og getur ekki
staðizt samkeppni á hinum
frjálsu mörkuðum, reyrist æ
fastar í viðjar hafta og vöru-1
skiptaverzlunar".
Þannig mælir Jóhannes Nor-'
dal cg það er vert að íhuga álit
hans vandlega. Það er ljóst að
t margar nágrannaþjóðir okkar
hafa farið inn á þá braut að
lækna verðbólgu með ákveðnum
fjármálalegum ráðstöfunum. —
Það er vissulega nauðsynlegt
fyrir okkur að kynna okkur þær
aðgerðir vandlega og reyna að
sjá fyrir hvaða áhrif slíkt
myndi hafa á efnahags- og at-1
vinnulíf þjóðarinnar. Það er
þeim mun meiri ástæða til að
kynna sér það, þar sem ýmis-
legt bendir til þess að hætta sé
á að þenslan geti enn aukizt
verulega, ef ékkert verður að
gert.
ÞEGAR ég flutti ávarp mitt
um endurreisn Skálholts á veg-
um Skálholtsfélagsins, hittist svo
á, að allmargir misstu af því,
vegna rafmagnstruflana í óveðri.
Eg fékk þá tilmæli um, að láta
ávarpið til birtingar á prenti.
En á meðan gerðist það, að Skál-
holtsnefndin skýrði opinberlega
frá fyrirætlunum stjórnarvald-
anna um Skálholt, og kom þar
margt fram, sem hvorki mér né
öllum almenningi var kunnugt.
Þessi grein mín verður því all-
frábrugðin ávarpinu.
Hvers vegna ber að endurreisa
Skálholt og varðveita þann sögu-
stað? Það er í stuttu máli vegna
þess, að þjóðin má ekki slíta sig
frá þeirri rót og þeim stofni, sem
hún er vaxin af. Vér verðum
því, eins og hver önnur þjóð,
að varðveita menningararf vorn.
Þjóðinni er þetta nú ljóst, þegar
um landið sjálft er að ræða, og
á síðari árum er mikið að þvi
unnið, að bæta það og prýða með
jarðrækt og skógi. Henni er það
einnig allvel ljóst, þegar um
bókmenntaarf vorn er að ræða,
Af skilningnum og ástinni á þeim
arfi er sprottin krafan: „Handrit-
in heim“. Vér eigum einnig arf í
verklegum og listrænum hæfi-
leikum og ýmsu slíku handbragði
fyrri tíma vorra. Þær menjar og
þeir munir, sem um þetta hafa
geymst, eru orðnir æði snjáðir og
VeU ancli óLripar:
Róieg jól
OG þá eru blessuð jólin liðin
— já, þ. e. a. s. sjálf jóla-
helgin, en fram á þann 6. janúar
þrettánda — og síðasta jóladag-
inn höldum við þó í hátíðina —
og hátíðablæinn, sem jólin setja
alltaf á borg og bæ. Jólin í ár
hafa hingað til verið róleg og
kyrrlát, eins og líka vera ber.
Fólki er kærast að vera heima
með fjölskyldu sinni og vinum,
fremur en að leita út fyrir heim-
ili sín til að njóta hátíðarinnar.
Hvergi eru jólin eins og heima,
það ber öllum saman um, ekki
endilega vegna þess, að heima sé
neitt meira og stórkostlegra en
annars staðar, heldur vegna hins,
að þar eru flestar og ljúfustu
minningarnar við tengdar frá
fyrri jólum — bernskujólum, sem
lýsa eins og bjartur geisli í skóg-
þykkni misjafnra endurminninga.
Við skulum vona, að jólin í ár
verði róleg jól til hins síðasta,
þannig verða þau bezt og ánægju
legust.
Ánægjuieg
barnaskemmtun
RÉTT fyrir jólin barst mér bréf
frá móður, sem hafði þá einn
daginn verið boðin á jólaskemmt-
un 12 ára barna í Melaskólan-
um hér í baé. — Það hafa verið
„litlu jólin“. Hún lét í Ijósi mikla
hrifningu yfir, hve vel og skipu-
lega þessi skemmtun barnanna
fór fram. Þau önnuðust sjálf ýmis
skemmtiatriði, sem tókust með
miklum ágætum — og svo var
það dansinn — segir móðirin —
það var blátt áfram dásamlegt,
hve hann fór fallega fram — og
hve þátttakan var almenn, miklu
almennari en búast hefði mátt
við. Þegar tillit er tekið til þess,
að hér voru aðeins 12 ára börn
annars vegar. Drengirnir voru
ekki hið minnsta feimnir við að
bjóða upp telpunum jafnöldrum
sínum, í dans. — Það út af fyrir
sig má heita sérstakt fyrirbrigði.
Danskennsla í skólum
— góð hugmynd
MÉR var sagt, heldur móðirin
áfram, að börnin í Mela-
skóla hefðu fengið tilsögn í dansi
nokkrar undanfarnar vikur, og
þó örfáa tíma hver bekkur og
kennarinn, sem við mig talaði lét
þess getið, að hann hefði nú feng-
izt við kennslu í nær 20 ár, en
aldrei hefði hann séð jafn mik-
inn árangur af jafn fáum kennslu
stundum sem í þessu tilfelli.
Dans er íþrótt og veitir þeim
ánægju og heilsubót, sem iðka.
Megum við mæður vera þakklát-
ar þeim mönnum, sem eiga hug-
myndina að danskennslu í skól-
um — og hafa þegar komið henni
í framkvæmd. Þeir eru margir,
drengirnir, sem hafa byrjað á að
neyta áfengis á dansleik, þegar
kjarkinn hefur brostið til að
fylgja félögum sínum út á dans-
gólfið. Það þurfti ekki glöggt
auga til að sjá, að þessir 12 ára
drengir í Melaskóla munu ekki
þurfa að vera upp á áfengi komn-
ir til að fá hugrekki til að leggja
út á dansgólfið á opinberum
skemmtistöðum, þegar þeir verða
komnir nær tvítugsaldrinum.
Móðir.
Bifreiðirnar, kuldinn
og bílarnir
ÞEGAR kalt er í veðri, eins og
nú, finnst fólki slæmt að
komast ekki inn í strætisvagn-
ana á biðstöðum. Vagnarnir eiga
að „vera opnir“ á biðstað, svo að
fólkið, sem með þeim ætlar, kom-
ist undir eins inn í þá, og geti
beðið þar burtfarartímans. Eink-
um er biðin, fyrir utan vagnana
bagaleg, þegar kalt er í veðri;
og svo þegar vagnhurðin er loks-
ins opnuð, er ruðst um fast, og
verður þá eldra fólk og lasburða
oft útundan. Og stundum verður
það að híma áfram í kuldanum
á biðstaðnum. Þótt bílstjórar
þurfi að skreppa frá, og fá sér
kaffisopa í kuldanum, þá er það
ófært a.ð láta fólkið bíða áfram
við bílirín, þótt oft sé ekki um
langan tíma að ræða. — Vona ég
að ráðamenn strætisvagnanna
taki þetta til vinsamlegrar athug-
unar og úrlausnar.
Og bílaöskrið“
ÞÁ er það „bílaöskrið", sem
mörgum þykir hvimleitt. —
Hvers vegna þurfa bílstjórar að
þeyta „blásturshorn“ sín, svo
dyggilega, sem þeir gera, og það
þótt komið sé fram yfir venju-
legan svefntíma? Svefnstyggir
menn blessa ekki bílstjórana fyr-
ir það. Nú er bannað í Lögreglu-
samþykktinni, að vera með ó-
þarfa bílablástur, hvar sem er í
borginni. En þó virðast bílstjórar
varla sinna þessu. Heyrt hef ég
mikinn bílablástur, fyrir framan
sjálfa lögreglustöðina. Virðast
þeir vera að storka lögreglunni
með þvi. Væri nú ekki ráð, að
„skrifa upp“ þessa „bílablásturs-
menn“ og láta þá sæta sektum,
eins og lög mæla fyrir. Það gæti
orðið mörgum kærulausum til
viðvörunar síðar meir.
Farþegi.
Ekki eru
öll jól
úti enn.
slitnir margir hverjir, en vér sýn-
um þó ást vora og ræktarsemi við
þennan arf með því að reisa íagra
og dýra höll yfir minjarnar. En
síðast en ekki sízt eigum vér trú-
ar arf vorn, kristni og kirkju
þjóðarinnar. Það, sem fyrri aldir
hafa þegar látið oss í arf, getum
vér ekki séð né þreifað á nema
að litlu leyti. Vér getum kynnt
oss söguna og bókmenntirnar, en
áhrifin, trúna og traustið, hugg-
unina og blessunina getum vér
ekki haft til sýnis. Það getum
vér ekki látið í þjóðminjasafn.
En vér getum gjört annað. Vér
getum sýnt ást vora og ræktar-
semi við þá staði, sem voru mið-
stöðvar starfsins, með því að reisa
Guði þar musteri. Skálholt er
slíkur staður.
Nú hafa stjórnarvöldin til-
kynnt þjóðinni fyrir munn Skál-
holtsnefndar, að ríkið muni end-
urreisa Skálholt, reisa þar kirkju,
embættisbústað og fleira. Það er
vissulega gleðiefni út af fyrir sig,
að stjórnarvöldin viðurkenna
skyldu ríkisins til þessarar end-
urreisnar, og ætla að fram-
kvæma hana með myndarbrag. A
það hefur verið minnzt og að því
fundið opinberlega, að Skálholts-
nefnd hafi ekki haft samvinnu
við Skálholtsfélagið. Mér er ekki
kunnugt um þessa hlið málsins
af eigin raun, enda er ég þar ekki
aðili, en það er ljóst, að slíkt
samstarf er eðlilegt og nauðsyn-
legt og verður nánar að því vikið.
Rauna kunna margir að spyrja,
hvort ekki sé einsætt að heimta
allar framkvæmdirnar af ríkinu
og hvers vegna fólkið eigi að
blanda sér í það mál. En þá má
spyrja um fleira. Hvers vegna var
ríkið að láta reisa háskólann.
Hvers vegna reisti ríkið ekki hina
stórmerku og nauðsynlegu hjálp-
arstofnun Reykjalund. Hvers
vegna á þjóðin sjálf að starfa að
Slysavarnafélagi Islands, barna-
vern, sjúkrahjálp og slíkum nauð
synja- og mannúðarmálum, og
blanda sér þar í mál, sem ríkinu
er skylt að annast samkvæmt eðli
þeirra? Það er af þeirri einföldu
en góðu og gildu ástæðu, að þjóð-
in vill sjálf starfa að þeim málum,
sem henni eru hjartfólgin, en vit-
anlega ætlast hún jafnframt til
þess, að ríkið rétti styrka hjálp-
arhönd. Og að því er til Skál-
holts kemur, má halda áfram að
spyrja. Myndu stjórnarvöldin ein
eiga að sýna þjóðrækni fyrir alla
þjóðina? Myndu þau ein eiga að
bera í brjósti ást á fornum og
dýrmætum arfi og sýna það?
Myndu þau ein eiga að efla með
sér kristna trú og sýna hana í
verki fyrir hönd allrar þjóðar-
innar? Þessar spurningar kunna
að virðast kátlegar, en sú hugs-
un, sem felst að baki þeim, er
þungamiðjan í öllu þessu máli.
Það er þjóðin sjálf, sem verður
að lifa lífinu. Hún verður sjálf
að heyja sína andlegu baráttu og
vinna sína sigra. Þess vegna á
hún sjálf að taka sinn virka þátt
í menningar- og mannúðarmál-
um. Þjóðin verður sjálf að þrosk-
ast og verða hamingjusöm í sinni
kristnu lífsskoðun. Þess vegna
verður hún sjálf, auk annars, að
læra að meta og elska sinn dýr-
mæta kristna arf. Það er stað-
reynd, Það er staðreynd, sem
hlítir sálfræðilegum rökum, að
hverjum er það kærara, sem
hann hefur fórnað meira af tíma
sinum, hæfileikum og fjármunum
af fúsum vilja, eða jafnvel áhuga.
Bóndanum þykir því vænna um
jörðina sína, sem hann hefur lagt
Framh. á bls. 10