Morgunblaðið - 15.01.1955, Page 14

Morgunblaðið - 15.01.1955, Page 14
14 MORGKJNBLAÐIB Laugardagur 15. jan. 1955 Framhaldssagan 27 næst á þriðji. Enn horfði Harker á. Þegar hann sá, að hópur manna rétti hver fram sín skjöl og síðan var stimplað á þau, sneri hann sér að Madeleine og var nú mjög vonsvikinn á svipinn. „Vonin var lítil, og nú er hún brostin. Ég var að vona, að þeir mundu komast í gegn á hópleyfi, eða að vörðurinn tæki aðeins «inn og einn út úr. En nú skoða þeir hjá öllum. Það er ekki nokk- rir möguleiki að koma yður í gegn með skrúðgöngunni.“ Þegar þau gengu hægt í áttina til borgarinnar aftur, fór skrúð- gangan framhjá þeim, en í henni voru konur og menn á öllum aldri og hver hópur sem í voru tiu til limmtán manns báru stóra styttu af einhverjum dýrðling og fána, sem á var saumað trúarmerki. En fyrir hópnum var gamall prestur, sem var í svörtum ullarkufli. Rétt utan við borgina voru krossgötu, þar sem pílagrímarn- ir frá vesturhlutanum sameinuð- ust miklu stærri pílagrímshóp .'rá Hofheim, og síðan héldu hóp- arnir saman í áttina til hellis nokkurs í fjalllendi þar skammt frá, en það var augsýnilega tak- mark pílagrímanna. Skyndilega greip Madeleine í liandlegg hans og hrópaði: Bryant, lítið á.“ Hann horfði yfir götuna í átt- ina, sem hún benti. í fyrstunni sá hann aðeins fólkshafið, en síðar lirökk hann við, er hann sá mann með svartan hatt og dökk gler- augu standa á svölunum fyrir framan Forst hótelið, og hann var með hund í bandi við hlið sér. „Krylov", sagði hann. „Við inegum þakka guði fyrir, að hann getur ekki séð okkur. En við skul um snúa við.“ Þau sneru við, og flýttu sér í Lina áttina og reyndu að ryðja sér braut gegnum mannfjöldann, en það gekk hægt og erfiðlega. Eftir stundarkorn leit hann gæti- iega við. Krylov hafði nú farið niður af svölunum og gekk nú eftir götunni fyrir aftan þau, og J'egar mannfjöldinn sá, að hann var blindur, vék hann úr vegi fvrir honum og hundinum. Harker vissi, að menn Krylovs inundu ekki vera langt frá. Hann tók í heilbrigða handlegg Made- ieíne og þau flýttu sér inn í hlið- argötu, og síðan inn í aðra og að iokum fóru þau aftur inn í aðal- götuna, en þá voru þau komin íyrir aftan Krylov, og nú létu þau berast með fólksstraumnum í áttina til hæðanna. Þegar þau komu að fjallsrótunum, heyrðu þau greinilega hljómlist með liringekjunni. Harker horfði yfir skemmtisvæðið, sem var allstórt, og í hálfrökkrinu gat hann ekki greint, hvort Krylov og hundur- inn væru fyrir aftan þau. Hann sneri sér frá götunni og gekk í áttina að vögnunum og röndóttu tjöldunum. Þau voru orðin þreytt og móð, er þau komu inn á skemmtisvæð- ið, sem var upplýst með mislit- um ljósum, sem komið hafði ver- ið fyrir milli tjaldanna og skemmtistaðanna. Það virtist, sem þau hefðu komizt undan Krylov, en Harker var þess samt ekki fullviss. Madeleine fór nú að verða reikul í spori, og hún stans- aði við og við til að kasta mæð- inni. Þegar þau voru komin inn á mitt skemmtisvæðið; leit hann til baka og þá brá honum heldur en elcki í brún. I fólksfjöldanum fyr- ir afitan þap* sáu þau hinn.skugga lega; Kíýlov. Hverrfig í ésköp- unum hafði hann getað komizt aftur á þeirra slóð? Gæti það verið hundurinn, sem hefði þefað þau uppi? j í hinni mestu hugaræsing rifj- aði hann upp fyrir sér það, sem hann vissi um lögregluhunda. i Rétt fyrir framan þau, fór hring- ekjan að snúast. Þar var veik von en hann greip hana og í flýti keypti hann svo aðgöngumiða og lyfti Madeieine upp á pallinn um , leið og hringekjan herti á ferð- inni og síðan stökk hann upp á eftir. Nærri öll sætin voru upp- * tekin, en hann fann tvö sæti ná- lægt miðjunni og þaðan sá ekkert til þeirra. Krylov kom nær. Hund urinn hans þefaði út í loftið, eyr- un voru spert og hann horfði í hringum sig í allar áttir. Mundi snúningurinn á hringekjunni geta blekkt hann? I Um leið og hraði hringekjunn- ar jókst varð hljómlistin hærri og hærri þar til að lokum að hún ætlaði alveg að æra þau. Hraðar og hraðar þutu þau áfram. Hann var hragddur um, að Madeleine mundi missa jafnvægið, og tók nú utan um hana og dró hana þéttar að sér. Aksturinn í hring- ekjunni varð að martröð, þar sem þau þutu gegnum hópa af norn- i um og alls konar ósköpnuðum. Að lokum hægði hringekjan á sér og umhverfið tók á sig eðli- lega lögun. Hann horfði hálfringl aður á áhorfendurna, og þegar hringekjan stanzaði, sá hann sér til mikillar skelfingar, að Krylov og hundurinn hans var enn á sama stað. I „Verið ekki áhyggjufull", sagði Harker og reyndi að vera rólegur. „Við eigum að geta leikið á hund og blindan mann. Takið nú vel eftir: við verðum að skilja. Þér farið aftur inn á kaffihúsið Schwartz Adler, og setjist í eitt- hvert hornið í garðinum. Þér get- ið verið þar, því að þar er opið alla nóttina. Ég kem seinna. Farið nú.“ Hún leit á hann skelfingu lost- in, en eitthvað í rödd hans neyddi hana til að gera, sem hann vildi. Hún stóð upp og flýtti sér niður úr hringekjunni hinum megin. Harker var kyrr og greiddi að- gang fyrir annan akstur. Krylov og hundurinn höfðu ekki hreyfst. Enn einu sinni fór hringekjan af stað, snerist í fimm mínútur, hægði á ferðinni og stanzaði síð- an. Jæja, hugsaði Harker grimmd arlega, nú ætla ég raunverulega að gefa þeim tækifæri til að elta mig uppi. Rétt fyrir framan hundinn stökk hann niður af pallinum og fór inn í mannfjöld- ann, sem stefndi í áttina til skemmtitjaldanna, sem hann hafði áður tekið eftir. Á einu tjaldinu voru auglýstar sjón- hverfingar. Aðgangur 3 skilding- ar. Harker fór niður í vasa sinn og sá, að hann átti rétt nóga pen- inga. Hann keypti aðgöngumiða og leit enn einu sinni við og fór síðan inn í tjaldið. Þegar skemmtunin hófst, reyndi hann ekki einu sinni að fylgjast með. Hann sá sjónhverf- ingarmennina eins og í draumi. Sýningin myndi standa yfir í hálfa klukkustund, en þá mundi hann fara og hitta Madeleine. Hann var alveg viss um, að hann hefði blekkt hundinn, er hann fór milli hringekjunnar og tjalds- ins, og ef svo væri mundu þau ef til vill geta komizt út úr borg- inni og út í sveitina aftur. Brátt var kveikt á ljósunum og áhorfendurnir fóru út úr tjald- inu. Þegar út kom, horfði Harker varfærnislega í kringum sig. Kvíði hans minnkaði, og hann sneri sér til vinstri og hélt í vest- urátt. En í sömu svipan þaut hundur út úr skugganum af tjald- inu og beit í öklan á honum. Hann hrópaði upp af kvölum. Hann reyndi að losa sig, en hund urinn beit aðeins fastar. Því næst fann hann skammbyssuhlaup á mjóhryggnum og stundarkorni Jóhann handfasti ENSK SAGA 85 bendingum og handapati og allskonar tilburðum, að ég vildi láta hana fá gimsteinum setta rýtinginn minn, ef að hún vildi láta mig fá í staðinn eitthvað af fötum sínum og sæti sitt í úlfaldalestinni. Á bennan hátt gæti hún flúið til annarrar .borgar með unnusta síum, selt þar gimsteinana úr rýtingshjöltunum og fengið þannig nóga peninga til að reisa bú fyrir. Mér féll mjög sárt að láta vinargjöf konungs míns af hendi, en nú þýddi ekki að horfa í það. í fyrstu vildi Ayesha ekki líta við uppástungu minni og taldi hana meira en fjarstæðu. Samt gat hún ekki stillt sig um að einblína á hina dýrmætu gimsteina og hugsa um unnustann, og að lokum féllst hún á að hætta á þetta, því að karlmaðurinn , leggur allt í sölurnar fyrir frelsi sitt og konan fyrir ást sína. i Tveimur nóttum seinna kom Ayeska til mín og hvíslaði því að mér með miklum æsingi, að nú ætti lestin að leggja af stað í dögun. I „Ertu ennþá jafn áfjáður og áður eftir að fá sæti mitt?“ spurði hún. „Mundu það, hrausti hvíti maður, að þú verður kyrktur til bana umsvifalaust, ef þú þekkist í úlfaldalest- inni.“ j Þetta, sem stúlkan sagði, var alveg satt og ég vissi það vel, og ekki var það skemmtileg tilhugsun að eiga slíkt yfir höfði sér. En ég var staðráðinn í að leggja allt í sölurnar fyrir frelsið og taka því sem að höndum bæri. Eg gekk inn til Núradín el Avads og bauð honum góða nótt. „Mundu það, að ég skal alltaf vera vinur þinn“, sagði ég hryggur í huga. Meira þorði ég ekki að segja. kæliskápar modcl 1955 eru nú fyrirliggjandi, fallegri og þægilegri * en nokkru sinni áður. Kynnið yður þessa kæliskápa, áður en þér ákveðið kaup annars staðar. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — Sími 1687 i •m i: !: i • Mcnningartcngsl íslands og Rádstjórnarríkjanna FIJIMDIJR í Stjörnubíói sunnudag kl. 2,30. Dr. Guðni Jónsson: Ferðaþættir frá Sovétríkjunum Frumsýnd rússnesk kvikmynd frá ferðalagi islenzku menntamannanefndarinnar um Sovétríkin siðastliðið sumar. — íslenzkar skýringar við myndina. Þorvaldur Þórarinsson segir frá þingi fransk-sovézka menningarfélagsins í París. FRÉTTAMYND Sijórn MÍR MELROSES : Heildsölubirgðir O. Johnson & Kaaber h.f. •UXM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.