Morgunblaðið - 20.01.1955, Page 8

Morgunblaðið - 20.01.1955, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1955 orgimMaMlb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrseti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Er Framsókn að gefast upp fyrir Þjóðvörn? ALLT frá því að „Þjóðvarnar-^ flokkurinn“ vann þann sigur við síðustu alþingiskosningar að fella Rannveigu Þorsteinsdóttur hér í Reykjavík, hafa málgögn Framsóknarflokksins talið hann hinn mesta skaðræðisflokk. Tím- inn hefur þrásinnis lýst því yfir að bezta sönnunin um skaðræði hans og illan tilgang væri það, að „íhaldsmenn ausa í hann fé en kommúnistar leggja honum til leiðtoga“. En um s.l. áramót breytist skyndilega hljóðið í leiðtogum Framsóknarflokksins gagnvart þessum nýja flokki. Formaður Framsóknarflokksins skrifar þá áramótahugleiðingu í Tímann og býður Þj óðvarnarf lokknum til stjórnarsamstarfs við sig. Rækilegri viðurkenningu eða réttara sagt löggildingu var ekki hægt að veita hinum nýstofnaða Þj óðvarnarflokki. Formaður ann- ars stærsta flokks þjóðarinnar notar hátíðlegustu tímamót árs- ins til þess að lýsa yfir einlægum vilja sínum til þess að taka upp samvinnu um stjórn landsins við þennan nýstofnaða flokk, sem fram til þess tíma hafði verið skammaður og hrakyrtur nær daglega í Tímanum og talinn verstur allra flokka í landinu. Þeirri spurningu hefur eðlilega verið varpað fram eftir þessa kúvendingu Framsóknar í af- stöðu hennar til Þjóðvarnar- flokksins, hvort hún hafi hrein- lega gefist upp fyrir þeim Gils og Bergi? Ýmislegt bendir til þess að svo sé. Vitað er að Framsókn- armenn standa mjög höllum fæti í mörgum kjördæmum, sem þeir fengu frambjóðendur sína kosna í við síðustu kosningar, enda lýsti Tíminn því yfir á s.l. sumri, að hvorki meira né minna en 9 þing- sæti flokks síns væru í yfirvof- andi hættu fyrir frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. Margir telja nú líklegt, að tilboð Hermanns um stjórnar- samvinnu við þjóðvörn og „hálfan Sósíalistaflokkinn“ spretti af örvæntingarfullri viðleitni hans til þess að halda þessum kjördæmum með hjálp þessara flokka. Hann sjái nú orðið, að þýðingarlaust sé, að reyna að stöðva sókn Sjálfstæðismanna án utanað- komandi hjálpar. Sé því ekki uín annað að gera en ganga undir jarðarmenið: Friðmælast við Berg og Gils, biðja þá um gott veður og hjálp í nokkrum kjördæmum, sem Fram.okn er bágstöddust En nú er eftir að vita, hvernig Þjóðvarnarmenn taka bænakvaki Framsóknarfor- mannsins. Vitað er að þeir þykjast í töluverðum upp- gangi. Mun sumum þeirra ekki þykja það vænlegt til trausts, að binda bagga sína með Framsókn, a. m. k. ekki opinberlega. En Framsókn mun leita ýmsra ráða til þess að blíðka goðin, m. a. er talið að skipun Sigurðar Jónasson- ar í vamarmálanefnd fyrir skömmu sé spor í þá átt. En sú ráðstöfun hefur af augljós- um ástæðum vakið hina mestu furðu. Samkomulagið um raforkumálin Á ÞVÍ hefur verið vakin athygli, að Framsóknarmenn settu í upp- hafi umræðna um myndun ríkis- stjórnar sumarið 1953 aðeins tvö skilyrði fyrir þátttöku sinni: í fyrsta lagi að Alþýðuflokkurinn yrði með í samstjórn, sem mynd- uð yrði af þáverandi stjórnar- flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. í öðru lagi að samið yrði um lausn stjórnar- skrármálsins. Þessu hefur Tíminn nú mót- mælt og sagt að framkvæmdir í raforkumálunum hafi frá upp- hafi verið aðalskilyrði Framsókn- ar fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Segir blað- ið s.l. þriðjudag að „liggi fyrir skriflega frá Sjálfstæðisflokkn- um, að hann vildi ganga mun skemmra í þessu máli en ákveðið var í stjórnarsamningum, og var hann þó, er þetta skriflega plagg barst frá honum, búinn að víkja verulega frá upphaflegri afstöðu sinni til móts við Fram- sóknarflokkinn". Áður en minnst er nokkru nánar á þessa nýjustu furðusögu Tímans um raforkumálin, er rétt að benda á annað. í þessari sömu forystugrein blaðsins s.l. þriðju- dag viðurkennir það, að það sé rétt, að Framsóknarflokkurinn A sl. ári henti Esther Williams dásamlegt atvik! Hún var stödd í Washington í heimsókn hjá forsetanum, þegar Eisen- hower stanzaði langa röð af „handabandsfólki" til þess að spyrja hver þessi dásamlega feg- urðardís væri, sem stæði þarna í einu horni herbergisins. Og hver haldið þið að það hafi verið? Já, það var Esther Williams! — Ég er svo sem vön því að enginn þekki mig þegar ég er í fötum, ! sagði Esther. ★—★—★ 7 , jj // / B ^sra UNtoUyivood nakinn á miðju sviðinu, baðaður sterkum leiksviðsljósunum. En svo lagaðist þetta allt sam- an, þegar hann dag nokkurn fór til sálfræðings. H VILIKUR snillingur er hann ekki.... | Hann getur grátið sönnum tár- um þannig, að það setur hroll að fagurmáluðum stúlkum. Hann gerir það einfaldlega á þann hátt, að taka með báðum höndum um háls sér og þrýsta unz hapn er aðframkominn af loftleysi, og þá renna tárin niður eftir feitum kinnum hans. ORÐSIÐIR hans eru eins og hann væri frá öðrum hnetti: Hann rífur steikina í sundur með höndunum og þrífur smábita af diskum sessunauta sinia. Honum fellur vel ■'úð Hollywood og var ekki lengi að komast að því, að vegurinn til velgengni á leiklist- arbrautinni þar, átti upphaf sitt í metsölubók allra tíma: Biblíunni. Og hann getur fjötrað hundruð áhorfenda, þegar hann les eitt- hvað upp úr Biblíunni, eða ljóð eða eitthvað úr Shakespeare. ★ MARLENE Dietrich hefur sagt um hann: — Ég kýs fremur að leika ástarsenu á móti honum heldur en nokkrum öðrum leik- ara í heiminum. Framh. á bls. 12 VeU andi óhripar: Amyndinni hér að ofan eru þau Suzan Ball og Dick Long og er Suzan klædd samkvæmt nýj- asta móðnum í Hollywood, en það er blússa úr jersey og satin pils. ★—★—★ Það skeði í London meðan ítalska-kvikmyndavikan stóð yfir, að þau sátu saman til borðs Gina Lollobrigida og Noel Co- ward. Gina sagði við Noel, að hún óskaði þess að hún væri komin eitthvað langt í burtu þar sem fiún gæti lifað frumstæðu og heil- næmu lífi. Hinn frægi leikritahöfundur m. m. svaraði mjúkmáll: — Já, ég segi það sama, ég er líka orðinn þreyttur á þessari syndum spilltu veröld og vildi helzt setjast upp í bifreiðina mína og aka til þess hafi gert það að tveimur frum- 1 staðar, sem þú varst að tala um. skilyrðum sínum fyrir þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn um, að Alþýðuflokkurinn yrði með í stjórninni og að „lausn stjórnarskrármálsins“ skyldi verða höfuðmál hennar. Við þetta ' — Já, andvarpaði hún og heimsins frægasti barmur hófst eins og tignarleg alda við hið rómantíska Kaprí. — En hvar er slíkan stað að finna, Noel? — Það er nú ekki mikill vandi bætir Tíminn s.l. þriðjudag m. a. J að finna hann, sagði Noel. Ég Ifesti bara mynd af þér við vatns- kassann á bifreiðinni og komi ég til einhvers staðar, þar sem þeir spyrja hver þetta sé, þá veit ég að ég er á réttum stað! þessum orðum: ..... Taldi Framsóknarflokk- urinn rétt að gera nú tilraun til að vinna að samkomulagi að lausn þessa máls (stjórnarskrá r- málsins) og láta það ganga fyrir ollu öðru“. í Hvað sanna þessi ummæli Tímans? Hvorki meira né minna en það, að Framsóknarflokkur- inn var reiðubúinn til þess að mynda ríkisstjórn með þeim skilyrðum einum, að fá krat- ana með í ríkisstjórn og sam- komulag um að láta lausn stjórnarskrármálsins „ganga fyrir öllu öðru“, raforkufram- kvæmdunum að sjálfsögðu líka!! Sér nú ekki Timinn, út í hvaða ógöngur hann er kominn með flokk sinn? Heldur hann virki- lega að þjóðin hefði talið það vinnandi til að fá kratana inn í ríkisstjórn, að miða starf henn- ar og stefnu við lausn stjórnar- skrármálsins eins? Áreiðanlega ekki. En Tími sæll, mætti Iands- lýðurinn fá að sjá þau „skrif- legu“ plögg, sem eiga að sanna það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað ganga „mun skemmra" í raforkumálunum en „ákveðið var í stjórnar- samningnum“. Plöggin á borð- ið, vinurinn. Svo skulum við tala nánar saman. Avísun án innistæðu. FYRIR nokkru barst mér bréf héðan úr nágrenni Reykja- víkur frá manni, B. H„ sem er ákaflega sár yfir ranglæti og ókurteisi, sem hann hefir orðið fyrir. Málavextir eru þeir, að maðurinn fór með ávísun, skrif- ! aða af manni, sem hann bar fyllsta traust til og hugðist fram- vísa henni í útibúi eins Reykja- víkurbankans, sem starfar í ná- grenni við hann. Þegar í bank- ann kom, reyndist útgefandinn ekki eiga innistæðu fyrir upp- hæðinni, sem ávísunin tilgreindi. Annan bankastarfsmanninn — en þeir voru tveir, virtist strax gruna þetta, er hann sá ávísun- ina og hrirtgdi hann til Reykja- víkur til að fá grun sinn stað- festan. — „Mér var því rétt ávís- unin fram fyrir aftur með tor- tryggnislegu augnaráði — segir B. H. — og ég hraðaði mér á brott, í senn undrandi og eyði- lagður, til að fá á þessu leiðrétt- ingu. Óverðskujdaðar aðdróttanir. ÞETTA var rétt fyrir jólin. — Hinn 30. des. fór ég aftur í sama banka með þrjár ávísanir, sem voru gefnar út af félagi því, er ég vinn fyrir. Eina ávísunina átti ég sjálfur en hinar tvær vinnufélagar mínir. Ég beið þess, að röðin kæmi að mér og rétti því næst ávísanirnar til gjald- kerans, sem tók við þeim og sagði því næst í vægast sagt frekjulegum tón: „Eru þetta fals- aðar ávísanir?” Mig mun hafa sett rauðan og spurði, hvað slík- ar aðdróttanir ættu að þýða? „Komst þú ekki með falsaða ávís- un um daginn“, svaraði hann, en ég spurði á móti, hvort það veitti honum nokkurn rétt til að sví- virða mig hér í vitna viðurvist, þó að einhver gæfi mér ávísun, sem engin innistæða var fyrir — eða var ávísunin skrifuð af mér? Sárnaði ákaflega. STARFSMAÐURINN var enn uppi með rosta og ósvífni, áð- ur en hann afgreiddi mig, svo sem honum bar skylda til og ákaf lega sárnaði mér þessi framkoma, sem ég varð að þola alsaklaus Gina Lollobrigida og eiginmaður írá hen$j Þf“a °Pinbera starfs hennar dr. Mirko Sofic. H VENÆR, sem hann þurfti að fara inn á leiksviðið, var manns. Eg hefi engan þann blett á mannorði mínu, sem veitti hon- um rétt til að væna mig um ó- ráðvendni og pretti. Ég myndi ekki hika við að stefna honum hann þjáður af taugaóstyrk. — fyrir lög og dóm fyrir þetta at- Hann óttaðist að missa skyndi-1 ferli hans, ef ég myndi ekki með lega röddina að það myndi því baka öðrum, sem ekki eiga líða yfir hann í miðjum leik ....1 það skilið, óþægindi og leiðindi. að hann myndi fá hræðilegan1 — Og ég vil að endingu óska krampa í fæturna . . . . En það hræðilegasta af öllu, var óttinn við það, að fötin myndu hrynja utan af honum og hann stæði alls .iiiiiffiF.inMfram þess, að fyrrnefnd stofnun geti stært sig af einhverju frekar en kurteisi og háttvísi þessa starfs- manns síns. — B. H.“ ihé tttki i K; : Stúlkurnar í mjólkurbúðunum. ÆRI Velvakandi! Fáar konur koma meir við hið daglega líf okkar heldur en meyjablómarnir, sem mæla okk- ur út mjólkina. Við þessar stúlk- ur höfum við dagleg samskipti og þær mótast í hugum okkar, sem dýrlegar heilsugyðjur. — Stund- um dettur þó af þeim „glorian"! Hér í nágrenni við mig er ein mjólkurbúð með eina unga og laglega innan dyra,_— já, sú er nú aðeins miðmjó! Ég hefi alltaf sótzt eftir þjónustu hennar og jafnan farið himinlifandi af henn- ar fundi. Þú vægðarlausa veröld! IKVÖLD labbaði ég mig út eftir mjólk, en einmitt er ég ætl- aði að taka um húninn var skellt í lás. Það var föstudagur og aðr- ar búðir opnar til kl. 7. — En illt var að koma mjólkurlaus heim. Svo fór ég að bakdyrun- um og hitti þar reyndar eina draumadís. Innvirðulegast bað ég hana um að selja mér mjólk, — ég hefði ekki vitað, að mjólkur- búðir lokuðu fyrr en aðrar búðir. Geti augnaráð sálgað manni, væri ég nú ekki ofan foldar: Hversvegna komstu ekki fyrr? — Ég afgreiði enga mjólk — punkt- um! Mér varð svarafátt — ég hafði verið að læra þýzka endur- sögn — en hún skálmaði með pilsaþyt á brott. O, þú vægðarlausa veröld. Aldrei framar mun ég hlakka til að kaupa mjólk. — Stud. Art“. Ekki er allt gróði þótt í pyngjuna sé komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.