Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jan. 1955 BJARNI M. GÍSLASON Handritamálið og deilan um réttindi danska þjáda- krotsins í Suður>Slésvik eiga margt summerkt ÞEGAR rithöfundurinn Jörgen Bukdahl ritar eða talar um íslenzku handritin, nefnir hann í sömu andránni deiluna um Suður-Slésvík. Hann kveður þess ar deilur vera samskonar brenni- punkta þjóðernisstefnunnar. Og til að skapa siðferðilegan stuðn- ing frá öllum Norðurlöndum við Dani fyrir sunnan Skælbæk, segir Bukdahl, að Danir verði fyrst og fremst að leysa hand- ritamálið á heiðarlegan hátt og skila handritunum aftur í hend- ur íslendingum. En hvað vitum við íslendingar um viðburðina á landamærum Danmerkur og Þýz,kalands í dag? Nennum við að íhuga það? Og að hve miklu leyti skiljum við ummæli Buk- dahls, er hann líkir þessum máí- efnum hvort við annað? Ég ætla að reyna að skýra samlíkingu hans í stuttu máli. ★ SUÐUR-SLÉSVÍK — ÞRÆTUEPLI Suður-Slésvík, sem er senni- iega á stærð við Vestfirði, er ásamt Holstein, nyrzti hlutinn af þeim ellefu löndum, sem tilheyra vestur-þýzka sambandslýðveld- inu. Rétt fyrir norðan landamæri Holsteins og Slésvíkur liggur hið forna Danavirki, og vísindamenn eru sammála um, að þessi mörk tákna rótgróinn mismun danskr- ar ög þýzkrar menningar, en á landsvæðinu rétt fyrir sunnan hið svokallaða Ejderland hefir dönsk og þýzk menning aftur á móti blandast. Við Danavirki lágu landamærin milli Þýzkalands og Danmerkur frá 1811—1864, en þá tóku þýzkir herir Suður-Slésvík og síðar Suður-Jótland herskildi, og mörkin fluttust norður á bóg- inn. Suður-Jótland var sameinað Danmörku aftur 1920, en Suður- Slésvík tilheyrði Þýzkalandi áfram, þar sem þjóðaratkvæða- greiðslunni lauk með meiri hluta fylgjandi sameiningu við Þýzka- land. Suður-Slésvík var skipt í tvö svæði meðan á atkvæðagreiðsl- unni stóð, á öðru svæðinu féllu atkvæðin 75% með sameiningu við Danmörku, á hinu 80% með sameiningu við Þýzkaland. Það er ekki auðvelt að skera úr um, hvort danski minni hlutinn í Suður-Slésvík hefir verið minni eða stærri en þessar tölur gefa til kynna á árunum milli fyrri og síðari heimsstyrjaldarinnar, en allt bendir til þess, að danski þjóðarhlutinn hafi verið í mikl- um vexti einmitt á þessum árum. Eftir ósigur Þjóðverja 1945 urðu þjóðabrot þessi nokkuð áfram um að fjarlægjast eftir föngum ringulreið þá, er ríkti um þær mundir í Þýzkalandi, og á svæð- um þessum skapaðist alhuga við- urkenning á danskri menningu og þjóðlífi. En þá úði og grúði þar af þýzkum flóttamönnum, sem gjarna hefðu viljað nánara samband við Danmörku, og því þorði stjórnin eftir stríðið ekki að láta þjóðaratkvæði úrskurða málið, en neyddist til að gefa eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjórn- in, sem ríkir á grundvelli sjálfs- ákvörðunarrétts þjóðarinnar. er þeirr^r skoðunar, að ekki ætti að hreyfa við landamærunum!" ★ DÆMIGERÐ ÚRLAUSN STÓRVELDIS Danir í Suður-Slésvík styggð- ust við þessi málalok, og til að slá nokkuð á stöðugt vaxandi fylgi sameiningar við Danmörku, sendi brezka stjórnin Dönum í sept. 1946 orðsendingu, er sýndi fram á þrjár mögulegar lausnir: 1. Flutning þjóðarbrotsins. 2. Þjóðaratkvæði þegar í stað, og Samvinna i Evrópu verður að byggjast á hlýhug og skilningi staðsetning landamæranna sam- kvæmt því. 3. Skynsamleg ákvörðun um landamerkin án þ j óðaratkvæðis. Þessar tillögur voru í augum Dana dæmigerð úrslausn stór- veldis, er vildi komast hjá óþæg- indum, en gerði sér ekki grein fyrir, að sjálfsákvörðunarréttur- inn var fyrst í sínum fulla rétti, er flóttamennirnir. sem voru orðnir eins fjölmennir og sjálfir íbúarnir, höfðu verið fluttir frá Suður-Slésvík. Danir höfnuðu því tillöum Breta, enda hefði enginn Dani með snefil af ábyrgðartilfinningu gefið Bret- um rétt til að svo mikið sem leggja fram slíkar tillögur. í kjöl- far þessa fylgdi gagntillaga Dana: 1. Brottflutningur flóttamanna frá Suður-Slésvík. 2. Stjórnarfars legur skilnaður Suður-Slésvíkur og Holsteins. 3. Trygging menn- ingarlegs og þjóðernislegs frelsis til handa danska þjóðarbrotinu. Þá fyrst gat þjóðaratkvæði orðið sjálfsákvörðunarréttinum hald- góður vegvísir. Orðsendingu þess ari var aldrei svarað beinlínis af Englendingum, en danska þjóðar- brotinu var nú skorinn þrengri stakkur en nokkru sinni á ríkis- stjórnarárum Hitlers. En Englend ingum var vorkunn. Flóttamanna straumurinn frá hinu brennandi húsi Evrópu varð einhvers stað- ar að fá þak yfir höfuðið, og að meðaltali voru um 20—30 flótta- menn á hverju heimili í Suður- Slésvík. En um síðir gengust Bretar inn á að hjálpa til að tryggja menningarleg réttindi danska þjóðarbrotsins. Árangur- inn af þessu 'varð Kílar-samþykkt in árið 1949. •fc KÍLARSAMÞYKKTIN 1949 Hverskonar samþykkt var það? Nokkrar greinir þess tryggðu t.d. danska þjóðarbrotinu jafnan rétt til hvaða opinberrar stöðu sem var. Dönsk menning gat nú einn- ig um frjálst höfuð strokið, og var óheimilt að ofsækja hana á einn eða annan hátt né heldur máttu yfirvöld halda henni niðri. En héldu Þjóðverjar orð sín? Nei, langt því frá. Hinn nýlátni for- sætisráðherra í Kíl, Fredrik Wilhelm Lúbke, gerði sér allt far um, að vinna gegn stofnsetningu dansks alþýðuskóla í Suður-Slés- vík, enda brá hann fæti fyrir stofnun danskra skóla yfirleitt, og samt eru nú um 12. þús. dönskumælandi börn í Suður- Slésvík. Eftirmaður hans. Kaj- Uve von Hassel er vægast sagt gerókunnugur Suður-Slésvík, en honum heppnaðist með aðstoð flóttamannanna að ná meiri hlut- anum úr höndum Dana í borg- arstjórninni í Flensborg og verða bannig borgarstióri. Og nú er hann forsætisráðherra í 11. ríki vestur-þýzka sambandslýðveld- isins. Til að þjarma enn rækileg- ar að framgangi D=>na samþykktu Þjóðverjarnir „5% lagaviðauk- ann“, þ.e.a.s. að flokkur, sem ekki hefir fylgi 5% kjósenda, getur ekki fengið fulltrúa kjörinn á bing og er því útilokaður frá af- skiptum af stjórnarfari landsins. Á sama tíma fengu flóttamenn- irnir í Slésvík og Holstein kosn- ingarétt. ★ BROT Á KÍLARSAMN- INGNUM Það liggur í augum uppí, að breytingar þessar voru brot á Kílar-samningnum frá 1949, og því var þessu ákaflega mótmælt /íjurn i M. Gslason úSlegur skilningur stoS . . . . . ,,mann- siSferSileg hefðu ekki verið á þessu svæði, og einkum ef Danir hefðu getað komið til leiðar stjórnarfarsleg- um aðskilnaði Slésvíkur og Hol- stein, hefði þessi lagaviðbót eng- in áhrif haft, en nú eru 43 þús. Danir útilokaðir frá því að hafa áhrif á stjórn lands síns, en 10 þús. Þjóðverjar í Suður-Jótlandi hafa vegna miklu lýðræðislegra fyrirkomulags fulltrúa á danska þinginu. Hið sama Þýzkaland er nú verður svo tíðrætt um sam- vinnu og samhug í Evrópu og sem krefst sjálfsákvörðunarréttar fyr ir Austur-Þýzkaland og Saar, virðist ekki geta í ríkum mæli beitt hlýhug og skilningi, þegar um er að ræða mannréttindi annarra þjóðabrota innan landa- mæra Þýzkalands. En rétt er að geta þess, að margir Þjóðverjar, pinkum innan jafnaðarmanna- flokksins, hafa gagnrý.nt mjög bessa drottnunarstefnu. Vestur- Þjóðverja varð að orði: „Sú staðreyn^. að vfir 40 b”s. m^ins hafa greitt atkvæði í Suður-Slés- vík án þess að fá fulltrúa á þing. er hreint og heint til skammar. í voru landi (Þýzkalandi) ættum við ef til vill í framtíðinni að tala heldur minna um Evrópu, og í þess stað reyna með gjörðum okkar að vinna það traust sem er ómissandi - þáttur í hugsjóninni um samvinnu í Evrópu." o—A—o Ég fann mig knúðan til að skýra með þessu stutta yfirliti þá hugsun, er lisgur að baki orð- um Bukdahls, þegar hann h'kir handritamálinu og vandræðum Dana í , Suður-Slésvík saman. Hann segir, að einmitt í Suður- Slésvík geti Þjóðverjar sýnt vilja sinn til að efla lýðræði, í stað bess að landshlutinn verði auð- kenni skammgóðrar yfirskyns- stefnu af hendi Þýzkalands, sem ekkert heUr lært og heldur ekk- ert ski’ið. Á sama hátt, segir hann, get.a bjóðhollir Danir bein- rnis unnið að því að auka álit Danmerkur, ýtt undir husrekki, þrauts'-ipju og friálslvndi í sjálf- um hversdagsleikanum. í stað þess að útbreiða andúð á íslandi, sem eiva engan rétt á sér undir vísindalegu yfirskyni. UNT»TRRÓT»N — MISWE^PNUÐ STJÚRNMÁT ASTEFNA DANA Allt ber að sama brunni. En fæstir gera sér grein fvrir, að upntök vand>'æðanna má rekja langt aftur í tímann. Þannig ligg- ur í því, að mishenpnuð st'órn- málastefna af hálfu Dana hefir leitt til bess. að dönsk menning hefir orðið að víkja úr sessi fvrir af hálfu Dana. Ef flóttamennirnirnorðan Danavirki. Svo mikil áherzla var lögð á að sjá rætast draumana um yfirráð yfir Nor- egi, íslandi og Færeyjum, að Ðanir sjálfir sunnan til í land- inu hreint og beint gleymdust. Margir Danir hafa nú gert sér ljóst, og hugsunin um það getur jafnvel fengið danska skóla- drengi til að roðna af sorg og gremju. Á ferðalagi á þessu svæði kemst enginn hjá því að sjá, hversu allir lifnaðarhættir þessa þjóðarbrots draga dám af dönsku þjóðlífi, jafnvel þó að drottnun- arstefna Þjóðverja hafi haft þau áhrif, að mikill hluti fólksins hefir misst tökin á móðurmáli sinu. Þessi þjóðlega hollusta við hið aldna móðurland gat á engan hátt komið fram undir járnhæl Hitlers, en eftir árið 1945 kom tækiíærið til að sýna, hversu djúpar rætur hún á í hugum Dana í Suður-Slésvík. Jafnvel þó að efnahagsástæður séu nú orðn- ar betri í Vestur-Þýzkalandi en í Danmörku, senda margar þýzkumælandi fjölskyldur fyrir sunnan landamærin, börn sín í danska skóla, einfaldlega vegna þess, að dönsk lagaskipan og mannshugsjón er meir í samræmi við skilning þeirra á hvernig lifa beri lífinu en þýzkur hugsunar- háttur. Og hvers krefjast Danir í Suð- ur-Slésvík í dag Vilja þeir eiga strið á hættu og krefjast nýrra landamæra? Nei, það er ekki sótzt eftir auðvirðilegum ævin- týrum í þessu máli. Ef til vill get ég bezt skýrt þetta með því að rabba lítillega um Hegel og Herder, þessa tvo miklu þýzku heimspekinga. Hegel hyllti ríkið sem næstum yfirnáttúrlega veru, sem allir þjóðflokkar verða að beygja sig fyrir í blindni, jafnvel þó að fleiri en einn væru innan landamæra þeirra. Herder aftur á móti tók þjóðina fram vfir ríkið og vildi að velferð þjóð- flokkanna efldist, og leit á það sem fyrirheit um öflugri sam- vinnu. Danir vilja, að Þjóðverjar láti af Hegeltilbeiðslu sinni og taki fram yfir hana kenningu Hegels um þjóðflokkana. Því að aðeins frá sjónarmiði ríkisdýrk- unar Hegels, geta Þjóðverjar krafist þess, að Danir í Suður- Slésvík láti af hendi sjálfsákvörð unarrétt sinn, af því að þeir búa innan landamæra Þýzkalands. Slík ríkisdýrkun er úrelt og er eitur í beinum þeirrar Evrópu, sem verið er að reyna að reisa úr rústum stríðsins. * ERU ÞJÓÐVERJAR ENN LÆRISVETNAR HEGELS? Thomas Mann álítur, að Þ.jóð- verjar séu enn lærisveinar Heg- els. Hann segir, að í dag tali þeir svo mikið um samvinnu í Evrópu, af því að þeir sækist nú eftir „þýzkri“ Evrópu í stað „evrópsks" Þýzkalands. Og það eru lika til Danir, sem ekki hafa enn skilið kenningar Herders. Undir eins og Suður-Slésvikur- vandamálið stakk upp kollinum eftir ringulreið stríðsins, bvrj- uðu þeir að berja hina miklu trumbu Hegels. En markmið Suður-Slésvikur-búa var ekki af ramla skólanum. Hjálp landa heirra í þessu mikla vandamáli landamærahéraðsins hafði enga þýðingu fyrir þá, ef hjálpin var ekki runnin af þjóðernislegum rótum, þ.e.a.s. var samkvæmt kenningum Herders. Tímarit í Suður-Slésvík, „Front og Bro“, komst svo að orði: „Andmæli eiga rót sína að rekja til óréttar, og markmið þeirra er að ráða bót á réttar- skerðingunni. Það er sem sé nokk urs konar „lögregluskýrsla“ til hinna opinberu yfirvalda og rödd, sem hrópar, að réttlætinu verði fullnægt. En ef andmælin eiga að vera í samræmi við markmiðið, ættu þau að koma til leiðar bætt- um aðstæðum í landamærahéruð- unum, og þá verða þau að vera málefnisleg og framkvæmd af ráðdeild. Andmælin af hálfu Dana hafa samt í seinni tíð oft farið út fyrir ofangreind mörk. Þau hafa farið út í öfgar, orðið óp og garg, menn hafa tekið að dýrka óréttlætið, og slíkt ber keim af lýðskrumi.“ * EKKI TÓMAIILJÓÐ í RAUSTINNI Það var sem sé ekki gullin þrumuraust, sem menn í Suður- Slésvík óskuðu af hálfu Dana. Það var sjálfsagt að beita radd- böndunum, en ekki mátti vera tómahljóð í raustinni, sem fældi velviljaða og vel þenkjandi menn frá málstaðnum. Er það þá ljóst, hvað Bukdahl á við, er hann líkir deilunni í Suður-Slés- vík við handritamálið? Eða eru menn ekki kunnugir andmælun- um í þessu máli milli Danmerkur og fslands? Og til hvers leiðir þetta? Ekki til neins annars en að einangra málið enn að nýju og það er engurp til gagns. í báð- um tilfellum er um að ræða þjóð- lega fyrtni, sem vinna verður bug á. f báðum tilfellum hafa menn verið of fúsir til að söðla hinar gömlu bikkjur lýðskrumsins, sem hafa fengið brjóskbólgu af hreyf- inarleysi. Það verður að binda þær á bás fyrir fullt og allt. Þær tilheyra fortíðinni og gegna engu hlutverki í framtíð Norðurlanda eða þeirri Evrópu, sem okkur dreymir um að byggja upp. Ekki er svo að sltilja, að heimahögun- um sé þar með stungið undir stól sem uppsprettunni í lífi okkar, vegamótunum þaðan sem blasa við fjarvíddir lífsins og þaðan, sem öll tengsli við heiminn knýt- ast. Nei, þvert á móti á einmitt méð því að finna heimahagaria í stærra samhengi. Bukdahl orðar þetta snilldarlega: „Þú skalt verða þú sjálfur! Þú skalt ná valdi á sjálfum þér. Þú skalt læra að segja ég. Annars verður köllun þín út á við að ósjálfstæðum hugmyndum. En mannkynið verður að halda áfram í átt til aftureldingar og Ijóss. Þú verður að læra að segja við. Það sem þú ert í sjálfum þér, nær fyrst hámarki sínu siðferði- lega í því, hvað þú er meðal ann- arra og fyrir aðra. Það er fyrst í samfélaginu, að þróun persónu- leikans nær hámarki sem siðferði leg viðleitni. Þetta á við, um mannverur og þetta á við um þjóðir. Með sínu sögulega sam- hengi verður þjóðin að vcrða nægilega frjáls til samvinnu við aðrar þjóðir. Þjóðin verður að finna fótfestu í sérkennileik sín- um til að lirasa ekki í samvinn- unni þjóða í milli. Þú verður að halda inn á við annars finnur þú ahlrei leiðina út á við. Annars hafnar þú í rótleysi alþjóðastefn- unnar. Þetta er hugmynd Herders um þá stefnu, er Evrópa ætti að taka. Og það er eina leiðin út úr þjóðernisofstækinu. Því að þjóð- ernisstefnan er einmitt ófull- burða þjóðarmetnaður. Sú þjóð, sem leggur of mikla rækt við þjóðerniskennd sína hefir ekki fengið fótfestu í sinni eigin menn ingu, hefir ekki lifað með henni, því að þekking þjóðarinnar á Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.