Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúliif í dag: Hvass A eða SA. Rigning öðru hvoru. ffíMllpIwÍ. 19. tbl. — Þriðjudagur 25. janúar 1955. Gissur iarl leikrit P. V. G. Kolka. Sjá bls. 7. Afmælisveizla Daviðs Sfefáns- sonar á laugardaginn var Á AFMÆLISDEGI sínum þann 21. janúar var Davíð Stefánsson svo sem kunnugt er, viðstaddur sýningu „Gullna hliðsins“ í Þjóðleikhúsinu, svo að þeir sem stóðu fyrir boði hans hingað til: Iteykjavíkur efndu til afmælisveizlu í Sjálfstæðishúsinu á laugar- | <Iagskvöldið þann 22. — Fjöldi manns tók þátt í veizlufagnaði þess-* um svo sem forsetahjónin, Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra, ráðherrar •og sendiherrar nálægra rikja, Danmerkur og Noregs svo og fjöldi vina hans og aðdáenda. Veizlan hófst kl. 714 e.h. og stóð yfir til klukkan að ganga 4 um nóttina. Allir viðstaddir voru á einu máli um það, að veizla þessi hefði verið hin ánægjuleg- asta í alla staði. Veizlustjóri var dr. Páll ísólfs- son, er frá öndverðu lék við hvern sinn fingur sem hans er vandi á fagnaðarstundum. Á borðseðli veizlunnar voru tilgreindir þeir ræðumenn, sem ákveðið höfðu að taka til máls, en veizlustjóri lét þess getið í upp- hafi, að þeir yrðu ekki fleiri, jiema ef heiðursgesturinn óskaði að taka til máls að lokum. ★ Er hæfilegur timi var liðinn frá því máltíðin hófst, tilkynnti veizlustjóri, að dóms- og mennta- inálaráðherra Bjarni Benedikts- son tæki til máls. í upphafi ræðu sinnar minntist ráðherrann orða Egils Skallagrímssonar, er þetta höfuðskáld íslendinga fyrir rúm- lega 1000 árum lýsti skáldgáfu sinni sem „íþrótt vammi firða“ er hann beitti til að kveða burt sorg og hugarangur, er raunir heimsins voru að því komnar að yfirþyrma hann, enda lifði þjóð- in gegnum langar aldir einangr- unar og niðurlægingar við íþrótt þessa. ★ Tveir næstu ræðumenn töluðu síðan sérstaklega um skáldskap Davíðs Stefánssonar, þeir próf. Steingrímur J. Þorsteinsson og Þórarinn Björnsson, skólameist- ari á Akureyri. Þvínæst tók til máls Þorsteinn M. Jónsson, bóka- útgefandi og forseti bæjarstjórn- ar Akureyrar. Flutti hann Davíð kveðjur frá bæjarstjórn sinni og Akureyringum yfirleitt, jafn- framt því sem hann tilkynnti j þjóðskáldinu ,að bæjarstjórn Ak- J ureyrar hefði samþykkt einróma fyrir nokkrum dögum að gera Davíð Stefánsson heiðursborgara Akureyrar-kaupstaðar. Tveir ræðumenn, er ætluðu að taka til máls þarna, gátu ekki komið því við sakir veikindafor- falla, Valur Gíslason leikari, er ætlaði að koma þar fram fyrir hönd sambands leikara og Helgi Hjörvar, er átti að flytja Davíð kveðjur frá Rithöfundafélagi ís- lands. Tilkynnti veizlustjóri for- föll, en næstur tók til máls Þór- oddur Guðmundsson frá Sandi, er flutti þjóðskáldinu kveðju frá Rithöfundafélagi íslands, en síð- astur ræðumanna var sendfkenn- ari Norðmanna við Háskólann, Ivar Orgland, er flutti frumsam- ið kvæði til Davíðs á norsku landsmáli. Viðstaddir veizlugest- ir sem eru því lítt vanir að hlýða á hið norska landsmál vel flutt, þótti mikið til um flutning kvæð- isins. Og þá kom að endalokum ræð- anna. Kvaddi sér þá hljóðs heið- ursgesturinn og flutti við þetta tækifæri mjög athyglisverða og eftirminnilega ræðu, þar sem hann m. a. lýsti ýmsum tildrög- um skáldskapar síns og kvæða- gerðar, en því miður sá hann sér ekki fært að birta þá ræðu sína á prenti að svo stöddu. Veizlustjórinn, dr. Páll, sá um að veizlugestir tóku óspart lagið milli þess að ræður voru fluttar og jók það að sjálfsögðu á fagn- aðinn, en eftir að borð voru upp tekin var stiginn dans með miklu fjöri unz veizlunni lauk. (Jr afmælisveizlu Dav.'ðs Stefánssonar í Sjálfstæðishúsinu, þegar hann flytur ræðu sina. — Honum til vinstri handar eru forsetahjónin, og Bjarni Benediktsson og kona hans. Honum á hægri hönd er veizlustjórinn dr. Páll ísólfsson og kona hans og prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson. (Ljósm. P. Thomsen)' r I gær ko«m 179 'ö færeýskir sjómenn í GÆR kom Dr. Alexandrine hingað frá Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyjum. Voru með skipinu rúmlega 170 farþegar, og voru af þeim 170 Færeyingar, sem útgerðarmenn hafa ráðið til starfa á togara sína og fiskibáta nú í vetur. Alls hafa verið ráðnir 330 færeyskir sjómenn og fara um 100 þeirra á togara og báta héðan frá Reykjavík. Hinir fara á ýmsar verstöðvar út um land. garrnn missti skrnfuna í hafi SEYÐISFIRÐI, 24. jan. — Hingað kom í dag brezki togarinn Loch Torridon frá Fleetwood. Var hann með togarann Coventry City frá Grimsby í eftirdragi. Hafði hann misst skrúfuna í rúm- sjó og var þar ósjálfbjarga. Tog- arinn hefur ekki varaskrúfu með- ferðis, svo draga verður hann héðan til viðgerðar, en hvar hún fer fram er mér ekki kunnugt um. —B. Öll skip Ríkisskip liggja bundin ÞEGAR hafa tvö ríkisskip stöðv- ast vegna verkfallsins, Skjald- breið og Esja, sem bæði áttu að vera farin með flutning og far- þega út á land. Viðgerð á Herðu- breið er nú lokið og hefði skipið farið héðan í dag eða á morgun. Þá var Hekla væntanleg í nótt, þannig að í dag verða öll farþega- og póstskip Skipaútgerðar ríkis- ins bundin við bryggju í Reykja- vík. Þá hafa þrír Fossanna stöðv- azt, Tröllafoss, Reykjafoss og Tungufoss. Einnig er búið að binda Vatnajökul við bryggju og í dag mun einnig stöðvast Dranga jökull, sem kemur fr áútlöndum í dag. Stjómmála- námskeiðið FUIVDUR verður í kvöld kl. 8.30 í VR-húsinu. Ásgeir Pétursson lögfræðingur flytur erindi: Um stjórnmálabaráttu. Öllum ung- tim Sjálfstæðismönnum er heim- itl aðgangur meðan húsrúm leyf- ir. Minnkandi fylgi kommúnista í Sjómannafélagi Reykjavikur Frá aðalfundi félagsins AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn s. 1. sunnudag- og voru þar tilkynnt úrslit stjórnarkosninganna í félaginu er fram höfðu farið að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu frá 25. nóv. s. 1. Úrslit urðu þau, að A-listi, höfðu gert sér vonir um að auka stjórnar og trúnaðarráðs, hlaut fylgi sitt og lagt allt kapp á kosn- 543 atkv., en B-listi kommúnista ingarnar sem þeir gátu. 313 atkv. Auðir seðlar og ógildir voru 10. Við stjórnarkjörið í fyrra urðu úrslit þau, að A-listi, stjórnar og trúnaðarráðs hlaut 560 atkv., en B-listi, kommúnista, 406 atkv. Kosningaþátttaka var nokkuð Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Garðar Tónsson form. Sigfús Bjarnason, varaform, .Tón Sig- urðsson, ritari, Sveinn Valdimars son, féhirðir, Hilmar Jónsson, varaféhirðir, og meðstjórnendur Norðinenn unmi minni nú, en í fyrra, þ. e. a. s. að Þe^r: Þorgils Bjarnason og Ólafur nú kusu 866, en 1954 981. — Það Sigurðsson. vekur athygli við þessar kosning- ar að kommúnistar tapa verulega fylgi, eða 93 atk„ en fylgi lýðræð- issinna stendur næstum í stað, MONTE CARLO 24. jan. — Sig- þrátt fyrir minni kosningaþátt- urvegari í Monte Carlo kapp- töku. I akstrinum urðu Norðmenn Per Á aðalfundinum kom það líka ( Malling og Gunnar Fadum. Var greinilega fram að kommúnistar í þeim afhent verðlaun sigur- urðu fyric miklum vonbrigðum ’ vegaranna við mikla athöfn þar með úrslit kosninganna, því þeir í borg. — NTB-Reuter. Verttur viðræilufundur hér um sænsk-ísL loftferðasamninginn Fyrsla opinbera fllkynninghi í gær GÆR var birt fyrsta opinbera tilkynningin varðandi hina fyrir- varalausu uppsögn á loftferðasamningi Svíþjóðar og íslands, í tilkynningunni segir m. a. að íslenzka ríkisstjórnin bjóði þeirri sænsku að senda fulltrúa til viðræðufundar hér í Reykjavlk hinn 29. marz næstkomandi, til að ræða ágreiningsefnin. 1 Sr. Ragnar Fjalar prestur á Siglu- firði KIRKJUMÁLARÁÐHERRA skip aði í gærdag prest á Siglufirði, séra Ragnar Fjalar Lárusson, en hann hlaut flest atkvæði umsækj enda um þetta brauð við prest- kosningarnar hinn 12. des. Séra Ragnar Fjalar Lárusson hefur frá því sumarið 1952, verið prestur að Hofsósi. — Hann varð guðfræðikandidat um vorið* Hann er 27 ára, sonur séra Lárus- ar Arnórssonar í Miklabæ. Kvænt ur er séra Ragnar Herdísi Helga- dóttur frá Akureyri. Hann mun taka við prestembættinu á Siglu- firði hinn 1. febr. samkvæmt skipunarbréfi sínu. Akureyringar í leikhásför Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var leikritið „Þeir koma í haust“, sýnt fyrir fullu húsi áhorfenda og var leiknum og leikurum mjög vel tekið af áhorfendum. Meðal leikhúsgesta voru nokkrir for- ráðamenn Leikfélagsins á Akur- eyri, sem brugðu sér hingað í höfuðborgina, til þess að fara í leikhús og sjá óperurnar. „Þeir koma í haust“. verður næst sýnt n.k. sunnudagskvöld. A SUNNUDAGSMORGUN kom upp eldur í íbúðarskála suður á Keflavíkurflugvelli, en í skálan- um bjuggu fimm íslendingar s°m hjá varnarliðinu starfa. Enginn þeirra var heima er betta gerðist. Brann skálinn til ösku og allt sem í honum var. Komu menn- irnir að rústum skálans er þeir komu suður á flugvöllinn á sunnu daginn. Höfðu þeir tapað fötum sínum o. fl. og var allt óvátryggt. Varnarliðið mun bæta mönnun- um tjónið. ^ Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: SVARIÐ TIL SÆNSKU STJÓRNARINNAR Utanríkisráðuneytið hefur nú ívarað orðsendingu sænsku ríkis- stjórnarinnar um uppsögn loft- ferðasamningsins milli Islands og Svíþjóðar, sem gerður var 3. júnl 1952. í svari sínu lætur ráðuneytið í ljós vonbrigði ríkisstjórnar ís- lands yfir því, að ríkisstjórn Sví- þjóðar skyldi segja upp samn- ingnum í stað þess að reyna acl jafna ágreiningsatriðin, sem upp hafa komið um túlkun ákvæða hans, með viðræðum eða mál- skoti til gerðardóms samkvæmt samningnum sjálfum. * I í NORBURLANDARÁÐI íslenzka ríkisstjórnin telur sig því miður eigi undir það búna að hefja umræður um nýjan loft- ferðasamning í Stokkhólmi 31, janúar, svo sem sænska ríkis- stjórnin hafði stungið upp á, enda telur hún ao uppsögn samnings- ins muni verða rædd á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi I lok þessa mánaðar í sambandi við tillögu, sem er á dagskrá þesa fundar, um bættar samgönguíi milli fslands og annarra Norður- landa. i 1 FUNDUR HÉR ? Hefur ráðuneytið því beint þeirri fyrirspurn ríkisstjórnar ís- lands til sænsku ríkisstjórnarinn- ar, hvort hún geti fallizt á, að fulltrúar þeirra eigi viðræður um ágreiningsatriðin í Reykjavík hinn 29. marz n.k. og reyni að ná samkomulagi um túlkun nú- gildandi samnings. Utanríkisráðuneytið, I Reykjavík, 24. janúar 1955. I Koksreykur í skólastofu LIVERPOOL — Þrjátíu og sex lítil börn vöru flutt eða borin út úr skólastofu sinni i rómversk kaþólskum skóla í Kirkdale i Liverpool. Koksreykur hafði sí- ast inn í stofuna, og mörg barn- anna sofnuðu fram á borð sín. Sex af þeim voru flutt í sjúkra- hús. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.