Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jan. 1955 uní)JaM$i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Áframhddandi þroun eða hyrrstoða og afturför VIÐ íslendingar tölum mikið um nauðsyn framfara og umbóta. Er það að vonum. I þessu landi ríkti í margar aldir kyrrstaða og fá- tækt og umkomuleysi settu svip sinn á líf þjóðarinnar. Þannig lék ófrelsið og kúgunin íslenzkt fólk. En með stjórnarfarslegu frelsi kom þróun og framför. Hin fá- menna þjóð fann til krafta sinna og hóf endurreisnarstarfið af miklum stórhug og áræði. Hrað- astar hafa framfarirnar orðið síðan lýðveldið var endurreist, þ. e. s. 1. áratug. Á þeim tíma hefur atvinnulíf landsmanna tek- ið risastökkbreytingum. Á svo að segja öllum sviðum hefur þjóð- inni fleygt fram. En við verðum að viður- kenna þá staðreynd, að mitt í hinum mikla áhuga okkar fyr- ir útvegun nýrra framleiðslu- tækja höfum við ekki gætt þess sem skyldi, að tryggja rekstrargrundvöll þeirra. Við höfum ekki gert okkur það nægilega ljóst, að ekki er síð- ur nauðsynlegt að sjá um, að hin fullkomnu tæki geti stöð- ugt verið í gangi, veitt almenn ingi atvinnu og skapað verð- mæti til útflutnings eða inn- anlands notkunar, en að afla þeirra. Þetta er vissulega örlagarík yfirsjón. Þess vegna hefur fram- leiðslukostnaður vaxið svo, að atvinnuöryggi landsmanna stend- ur mikil hætta af. Að vísu má á það benda, að ýmsar skjddar þjóðir eiga við svipaða erfiðleika að etja. En okkar vandamál eru jafn erfið fyrir það. Allir hugsandi menn vita, að ' gengislækkunin árið 1950 var fyrst og fremst afleiðing þess, að við höfðum skeytt of iítið um rekstrargrundvöll framleiðslu- tækja okkar. Við keyptum mikið af nýjum og fullkomnum skipum, byggðum myndarlegar verk- smiðjur og fengum landbúnaðin- um ný stórvirk tæki til ræktunar og búsýslu En við létum dýrtíð- ina magnast og framleiðslukostn- aðinn hækka þar til óumflýjan- legt var orðið að fella hið skráða gengi íslenzkrar krónu. Það var áform þeirra ríkis- stjórna, sem stóðu að viðreisnar- ráðstöfunum í efnahagsmálum árið 1950 að stöðva kapphlaupið milii kaupgjalds og verðlags og skapa jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að vissu leyti hefur það tekist. Greiðsluhallabúskap ríkisins hefur verið útrýmt og haftastefnan að verulegu leyti yfirgefin. En kaupgjald hefur síðan hækkað um 60%. Og verð- lag innlendra matvæla hefur hækkað töluvert. Kóreustyrjöld- in kom einnig af stað verðhækk- unaröldu um allan heim sumar- ið 1950. Hafði hún einnig veru- ieg áhrif hér á landi. Ef þessi saga á að halda áfram að gerast getur engum dulist, hvað af muni leiða. Framleiðslan fellur ofan í sama pyttinn og hún var kom- in í árið 1949. Og hvort sem þjóðinni líkar það betur eða verr þá fellur gengi íslenzkr- ar krónu að nýju. Yfirgnæfandi meirihluti ís lenzku þjóðarinnar óskar áreið- anlega ekki eftir því, að þetta gerist. Þjóðin vill geta haldið áfram uppbyggingu bjargræðis- vega sinna. Að sjálfsögðu verður hið opín- bera að leggja allt kapp á, að hindra að dýrtíð og verðbólga þjarmi að almenningi og dragi úr kaupmætti launa hans. Það sem mestu máli skiptir nú, er að öll þjóðholl öfl sam- einist í baráttu fyrir eflingu framleiðslunnar, traustum grundvelli íslenzkrar krónu en gegn dýrtíð og verðbólgu. Þjoð in hefur verið sameinuð í áhug anum fyrir öflun nýrra og góðra atvinnutækja. Nú verð- ur hún að kunna að samein- ast um að tryggja rekstur þeirra, og þar með sína eigin atvinnu og efnahagslegt öryggi. Uppbygging atvinnu- lífsins verður að geta haldið áfram. Kyrrstaða og hrörnun má ekki ná að setja svip sinn á hið íslenzka þjóðfélag, sem byggt hefur verið upp af bjart sýni og trú á mátt þjóðarinn- ar og hæfileika. Uggvænlegar hsrfur r I ALMAR skrifar: „Enginn skilur hjartað". DAGSKRÁ útvarpsins sunnu- daginn 16. þ.m. var með þeim ágætum, að ég hefði helzt kosið að geta hlustað á hvert atriði hennar. Var þar, þegar um morg- uninn, flutt hvert tónverkið öðru fegurra. Því næst komu hugleið- ingar um Hávamál, — girnilegt efni, er Símon Jóh. Ágústsson, prófessor fjallaði um. Þá var aft- ur flutt óperumúsík og síðar tón- verk eftir Bach, Mozart, Haydn o. fl. — Var loks klykkt út með nafnlausu útvarpsleikriti eftir Halidór Stefánsson, rithöfund, — en það hlaut reyndar í leikslok hið viðeigandi nafn, „Enginn skilur hjartað". — Vegna fjar- veru minnar úr bænum þennan dag gat ég ekki hlustað á neitt af þessu góðgæti nema leikritið. Þetta leikrit Halldórs hafði marga góða kosti. Það var hæfi- lega langt og hraði þess góður, en auk þess var það mjög óvenjulegt að formi, jafnvel svo óvenjulegt, að hlustendur vissu ekki í byrjun hvaðan á sig stóð veðrið, eða hvað úr þessu ætlaði að verða. En fyrr en varði tók það á sig fast sköpu- lag og varð hið prýðilegasta leik- rit, þar sem höfundurinn sýnir á mjög frumlegan en sannfærandi hátt hversu hæpið er að fullyrða nokkuð um hin sálfræðilegu rök fyrir viðbrigðum manna við hin- um margvíslegu atvikum lífsins. Jrá átuarpi í áíÉuótci uiL cnu u Aðalleikendur voru: Anna Stína Þórarinsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Lárus Pálsson, Gerður Hjörleifsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Valtýsdóttir og Karl Guðmundsson. Fóru leik- endur allir prýðisvel með hlut- verk sin, en sérstaka athygli mína vakti leikur Önnu Stínu í hlut- verki ungu stúlkunnar sem „fór í hundana“. Anna Stína er enn kornung, en er að verða efnileg leikkona. Einar Pálsson var leikstjórinn og á hann heiður skilið fyrir þann þátt, sem hann hefur að því átt hversu vel leikurinn tókst. Um daginn og veginn. MÁNUDAGINN 17. þ.m. ræddi Guðrún Stefánsdóttir blaðamað- ur við hlustendur um „daginn og veginn“. Hóf hún mál sitt að gömlum og góðum sið, á því að tala um tíðarfarið á landi hér fyrr og síðar. Lýsti hún í stuttu máli frostavetrunum miklu, er gengu yfir landið árin 1881 og 1882, og þeim hörmungum, sem þjóðin varð þá að þola af völdum íss og kulda. Veturinn 1881 var einn harðasti er sögur fara af, einkum frá nýári til marzloka. VeU andi áLripar: MJÖG uggvænlega virðist nú horfa í Asíu. Með árás Peking- stjórnarinnar á Tacheneyjar virð ast kommúnistar hafa hafið sókn sína gegn þjóðernissinnastjórn- inni á Formosu. Á sama tíma hef- ur Eisenhower Bandaríkjaforseti lagt fram frumvarp á Bandaríkja þingi um heimild sér til handa til þess að fyrirskipa bandaríska flotanum fyrirvaralaust að verja Formosu og Peskedoreseyjar. Áður hafði því verið lýst yfir, að Bandaríkin myndu verja For- mosu ef kommúnistar réðust á hana. En forsetinn hefur talið rétt að fá samþykki þingsins við þá ákvörðun nú. Ef frumvörp hans verða samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþing, sem telja verður fullvíst, getur for- setinn fyrirskipað herafla Banda- ríkjanna að verja Formosu og fyrrgreindar nágrannaeyjar henn ar þegar er kínverskir kommún- istar kynnu að gera árás á þær. Frá Peking berast hinsveg- ar fregnir um það, aS komm- únistar muni ekki hika við að ráðast til atlögu gegn þjóðern- issinna stjórninni á Formosu, þegar þeir telji tíma kominn til þess. Hér er vissulega um hin ugg- vænlegustu tíðindi að ræða. Kommúnistar hafa með árásinni á Tacheneyjar hafið árásir á yfir- ráðasvæði þjóðernissinna. Banda- ríkin hafa að vísu lýst yfir því, að þau muni ekki verja þær eyjar. En sjöundi floti þeirra hefur lýst sig reiðubúinn til þess að aðstoða við fólksflutninga þaðan. Óvíst er, hvernig Pekingstjórnin lítur á þá aðstoð. í bili virðist friðurinn í Austur-Asíu aðeins hanga á veikum þræði, hver sem rás viðburðanna kann að verða á næstunni. Vildu fá „Gullna hliðið“ í útvarpið. MARGAR raddir heyrast um, að rétt og sjálfsagt hefði verið að útvarpa hátíðasýningu „Gullna hliðsins“ í Þjóðleikhús- inu s.l. föstudagskvöld. Þannig skrifar G. D.: „Mér hefði fundizt liggja beint við, að þessari sýningu yrði út- varpað til alþjóðar, því að víst var hér um merkilegan og sér- stakan atburð að ræða. „Gullna hliðið“ er og verður sannkölluð perla meðal ísl. leikrita og sérstak lega var mörgum mikið í mun að geta verið á umræddri sýningu, vegna þess, að höfundurinn sjálf- ur, þjóðskáldið Davíð Stefánsson las þar forspjallið að leikritinu. Miklu færri en vildu gátu verið þar viðstaddir — við því mátti alltaf búast — og hefðu þeir, sem heima sátu tekið fegins hendi að geta hlustað á heima hjá sér það, sem fór fram í Þjóðleikhúsinu þetta kvöld. Ég vil taka fram, að útvarpsdagskráin á föstudags- kvöldið, sem helguð var Davíð Stefánssyni sextugum, var að mínu áliti ágæt það sem hún náði — en ennþá betra hefði verið að fá „Gullna hliðið“. — G. D.“ Hvar eru revýuhöfund- arnir? IBRÉFI frá Krumma segir: „Ég er að velta því fyrir mér, hvað hafi orðið af revýu-höfund- unum okkar öllum, sem létu sem mest til sín taka hér á árunum. Þær komu þetta með eins eða tveggja ára millibili, nýjar áf nál- inni, fullar af fyrirtaks bröndur- um og gríni, þótt vitanlega væri það ekki allt jafn bragðsterkt og sumt jafnvel harla útþynnt. En það er nú sama, fólk beið eftir hverri nýrri íslenzkri revýu með eftirvæntingu og tilhlökkun og skemmti sér konunglega. Er það erlendu skemmti- kröftunum að kenna? EN nú eru fuglarnir þagnaðir. — Hvað veldur? — Reyndar má geta sér til um ástæðuna: Nú síðustu árin hafa drifið að hingað erlendir skemmtikraftar, söngv- ar, trúðar og leikarar, allt hefir löðrað í auglýsingum og áróðri fyrir þessum eða hinum „heims- fræga“ undravaldi eða einni eða annarri ómótsæðilegri Evu-dótt- ur, sem sótt heíir verið hingað, langa vegu. Ættu að fara á stúfana. ÞAÐ er annars engin ástæða til að amast við erlendum skemmtikröfum, sem hingað koma, séu þeir vel valdir og eittt- hvað á þeim að græða — fyrir utan fjárhagshliðina, en það er anzi hart ef koma þeirra hingað þarf að draga allan kjark úr þeim hér heima fyrir, sem áður reyndu, og oft með góðum árangri, að Urðu frostin víða svo langvinn og mikil, að fé varð ekki beitt, þó jörð væri nokkur. „Var þá gengið . á ís frá Akrgnesi til Reykjavíkur" og „rjðið frá Reykhólum út í Svefneyjar“ sagði Guðrún. Svip- | að var um árið 1882 að segja. ísa- lög voru fyrir Norðurlandi fram ' i lok ágústmánaðar, en sumarið kom aldrei þetta ár. — Þegar við leiðum hugann að öllum þessum hörmungum og því hversu varn- j arlaus þjóðin var é þeim tímum ' er slíkt bar að höndum og lítum - jafnframt á þær stórkostlegu , framfarir er orðið hafa í landi hér á öllum sviðum, þá hljótum við að dást að þrótti og stórhug þjóðarinnar og horfa með örygg- iskennd og bjartsýni fram á veg- inn. Þá ræddi Guðrún nokkuð heimsmálin og friðarhorfur nú, sem hún taldi með betra móti, og jafnframt vék hún að þeim hætt- um, sem þjóðlegri menningu vorri gæti stafað af erlendum áhrifum á þessari öld hraðans, ef ekki væri verið nægilega á verði. Of sterk þjóðerniskennd gæti þó orðið til trafala viðleitn- inni til að koma á friði í heim- inum, því að mennirnir þyrftu að læra að hugsa á alheimsvísu þ. e. líta á sjálfa sig fyrst og fremst sem hluta af mannkyninu í heild. Margt fleiri ræddi Guðrún, en hér er ekki rúm til að rekja það. — Erindi þetta var hið athyglis- verðasta, ágætlega samið og vel flutt. Einsöngur Guðrúnar Þorsteinsdóttur. ÞETTA sama kvöld söng Guðrún Þorsteinsdóttir nokkur lög með pianóundirleik Weisshappels. Guðrún hefur ágæta rödd (mezzo-sópran) sem hún beitir af mikilli smekkvísi, enda fer hún jafnan vel með það sem hún syngur. Á efnisskránni voru tvö íslenzk þjóðlög í útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, norskt þjóðlag, tvö ítölsk þjóð- lög, „Tráume“ eftir Wagner og aria úr óperunni „Samson og Dalila“ eftir Saint-Saens. Einna bezt fannst mér Guðrún syngja þjóðlögin, einkum hin erlendu. sjá höfuðborginni fyrir léttum skemmtunum. Mér finnst, að þið revýuhöfundar og brandarakarl- ar ættuð nú að fara á stúfana á ný. Það hlýtur að vera af nógum efniviði að taka, eftir hléið, sem erðið er á þessari framleiðslu. — Krummi." —5 Hollt er heima hvat. Lesin Ijóð eftir séra Sigurð Einarsson. ' STEINGERÐUR Guðmundsdóttir I las þriðjudaginn 18. þ.m. allmörg kvæði eftir séra Sigurð Einarsson í Holti. Voru kvæðin sérstaklega j vel valin, hvert öðru ágætara, enda er séra Sigurður með síð- ustu ljóðabókum sínum, „Yndi unaðsstunda“ (1952) og „Undir stjörnum og sól“ (1953), kominn í fremstu röð íslenzkra ljóð- skálda. | Steingerður las öll ljóðin prýð- isvel með sinni þýðu og hljóm- I fögru rödd, — nema eitt þeirra, Heilagt blóm, fagurt kvæði, sem hún því miður leysti nokkuð úr böndunum, svo að kvæðið tapaði við það. Þetta sama kvöld flutti Björn Th. Björnsson þáttinn úr heimi myndlistarinnar. Rakti hann í upphafi málsins nokkuð hina al- varlegu deilu, sem risin er meðal myndlistamanna vorra út af sýn- ingunni í Róm, og kunn er al- menningi af vopnaburði lista- mannanna í blöðunum hér. — Þá snéri Björn sér að texta dagsins, listastefnu 18. aldarinn- ar, hinni svokölluðu rokkó-list, er hann gerði grein fyrir á hinn skemmtilegasta og snjallasta hátt. „Börnin og tízkan“. ERINDI það, sem Arngrímur Kristjánsson flutti s.l. miðviku- dagskvöld, var þörf hugvekja, ekki sízt foreldrum og öðrum for- sjársmönnum barna og unglinga. Benti hann á hversu ýmsir siðir, . Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.