Morgunblaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. jan. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
Hvernig á að gera
ísland að ferða-
mannalandi?
Athyglisverðar tHtögur
Ferðamálafétagsins
5‘réttir úr Súðavík:
Slysfarir — Sjósókn og búskapur hald-
ast í hendur — Vinnsla togarafisks —
Hvalveiðar Horðmanna
HÉR fara á eftir í fjórum lið-
um, ásamt stuttlegri greinar-
gerð, tillögur Ferðamálafélags-
ins, um hvaða leiðir beri að
fara, ef gera á ísland að ferða-
mannalandi.
SXJÓRN Ferðamálafélagsins er
þeirrar skoðunar, að annað
hvort beri hinu opinbera að
hætta nú þegar landkynninga-
Btarfsemi ríkisins þ. e. að minnsta
kosti þeim þætti hennar, er snýr
að því að laða ferðamenn til lands
jns, eða snúa sér að því tafar-
laust að bæta úr því vandræða-
og ófremdarástandi, sem nú ríkir
í hótelmálum landsins og öðru
því, er lítur að móttöku erlendra
ferðamanna.
Ekki verður annað séð, en að
núverandi ríkisstjórn og margar
undanfarnar ríkisstjórnir hafi
verið þeirrar skoðunar að stuðla
bæri að því, að ísland gæti orðið
ferðamannaland og að þannig
mætti skapa landinu álitlegar
gjaldeyristekjur. Mun ísland að
ýmsu leyti hafa margvíslega
möguleika á þessu sviði umfram
önnur lönd, sem m. a. hafa þegar
verið þrautkönnuð árum saman
af milljónum ferðamanna.
Á ÍSLAND AÐ VERÐA
FERÐAMANNALAND?
Eigi ísland að verða ferða-
mannaland verður hins vegar að
gera annað og meira en að halda
uppi upplýsingastarfsemi um
fegurð landsins. Má vissulega
segja, að í þessum málum hafi að
ýmsu leyti verið farið aftan að
hlutunum og byrjað á endanum.
Að réttu lagi á öflug landkynn-
ingastarfsemi fyrst að koma til,
þegar búið er að undirbúa alla
móttöku ferðamanna og það
þannig, að landið geti kinnroða-
laust boðið ferðamönnum heim.
í fyrsta lagi ber að athuga, að
nægilegur farkostur sé fyrir
hendi, jafnt í lofti sem á legi til
þess að koma ferðamönnum til
landsins og frá því aftur á skipu-
legan hátt. Á þessu sviði höfum
við Islendingar, að ýmsu leyti,
komið málunum í mjög sæmilegt
horf og má þá fyrst og fremst
þakka flugfélögunum, að á þessu
hafa skapazt miklir möguleikar í
sambandi við flutning ferða-
manna.
í öðru lagi þarf að sjá ferða-
mönnum fyrir gistihúsum, nægi-
lega mörgum og víðs vegar um
landið. Nú er það svo að víða á
landinu eru ágæt og vönduð
skólahús, sem nota má í sambandi
við móttöku erlendra ferða-
manna á sumrin og hefur það
verið gert. Auk þess hafa sum
byggðarlög sýnt mikið framtak
1 hótelmálum t.d. Mývatnssveit,
en þar er nú að minnsta kosti
hótel við Reykjahlíð.
„HÓTELMÁL
REYKJAVÍKUR“
í Reykjavík eru hótelmálin
hins vegar í megnasta ólestri, og
hefur ekkert nýtt hótel verið
byggt síðan 1930 og á þessum
tíma hefur annað stærsta hótel
bæjarins brunnið, Hótel ísland,
og annað verið lagt niður, Hótel
Hekla. Er því óþarft að fara um
það fleiri orðum, að hótelkostur
í Reykjavík er algjörlega ófull-
nægjandi, og þar sem allir ferða-
menn verða að koma um Reykja-
vík og fara þaðan aftur, er aug-
ljóst, að tilgangslaust er að tala
um ferðamál fyrr en bætt hefur
verið úr þessu ástandi.
MAXSÖLUSTAÐIRNIR
í þriðja lagi þarf að koma upp
fjölda góðra matsölustaða, og er
Ferðamálafélaginu það gleðiefni
að geta lýst því yfir, að á þessu
sviði hefur allmikið áunnizt sið-
asta misserið og hefur bæði hið
opinbera og einstakiingar tekið
til greina ýmsar ábendingar
Ferðamáiafélagsins í þessu sam-
bandi. En þó þykir stjórn Ferða-
málafélagsins rétt að taka það
fram, að hér er aðeins um að
ræða sæmilega byrjun og þurfum
við síauknar kröfur til okkar
sjálfra í þessum efnum, ef við
eigum að geta staðizt samkeppni
annarra þjóða í þessum efnum.
FERÐALÖG UM LANDIÐ
í fjórða lagi þarf að sjá ferða-
fólkinu fyrir ferðum um landið
undir leiðsögu sérþjálfaðra, vel-
menntaðra leiðsögumanna. Stjórn
Ferðamálafélagsins hefur beitt
sér fyrir þjálfun leiðsögumanna
og benti á nauðsyn þess. síðast
liðið vor, en því miður létu rétt-
ir aðilar undir höfuð leggjast að
fara að ráðum Ferðamálafélags-
ins og kom það í ljós einu sinni
enn á áberandi hátt síðast liðið
sumar og urðu opinber blaðaskrif
um ófullnægjandi störf leiðsögu-
manna Ferðaskrifstofunnar.
SKEMMTANIR
Auk ferða um landið er nauð-
synlegt að sjá ferðamönnum fyr-
ir skemmtiatriðum í Reykjavík
og þá helzt þannig, að þau séu í
senn skemmtiatriði og fræðslu-
atriði og hafi menningarlegt gildi.
Væri ekki óhugsandi að koma
upp eins konar hátíðarviku eða
vikum á svipaðan hátt og Edin-
borg hefur gert nú um mörg ár
og vísast í því sambandi nánar
til tillagna Ferðamálafélagsins
um þetta atriði.
Tillögur Ferðamálafélags
ins að þessu sinni eru fyrst og
fremst þær, að hæstvirt ríkis-
stjórn undirstriki áhuga sinn á
þessum málum með þvi að gefa
nú þegar frjálsar byggingar í
sambandi við hótelrekstur undir
eðlilegu eftirliti hins opinbera og
stuðli auk þess að því, að feng-
inn verði til landsins maður sér-
menntaður á þessu sviði, er leið-
beint gæti landsmönnum um
hótelrekstur, rekstur matsölu-
staða og um annað það, er snert-
ir móttöku erlendra ferðamanna,
en á því sviði erum við íslend-
ingar mjög fákunnandi vegna
reynsluleysis okkar á þeim mál-
um. aí
Áróður er nauðsynlegur,
en hann verður neikvæður og
skaðar landið, að minnsta kosti
á þessu sviði, ef hann er óraun-
hæfur og ekkert annað en skrum
er á bak við hann.
a-
samkomulag
við Pólland
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til-
kynnti í gær að viðskiptasam-
komulag íslands og Póllands frá
27. janúar 1954, sem falla átti úr
gildi við siðustu áramót hefur
núlega verið framlengt óbreytt til
ársloka 1955.
Framlengingin fór fram með
erindaskiptum milli íslenzka og
pólska sendiráðsins í Osló.
SÚÐAVlK í jan. 1955.
ÞAÐ bar til tíðinda á 2. dag jóla í
barnaskólahúsinu hér, við guðs-
þjónustu hjá séra Sigurði Krist-
jánssyni, sóknarpresti á Isafirði,
sem nú þjónar ögurþingum, að
rúmlega sextiu ára gömul kona,
Jóhanna Hallvarðsdóttir frá
Horni, fékk skyndilega mjög aukna
sjón á vinstra auga, sem verið
hafði sjónlítið frá fimm ára aldri
hennar. Vakti atburður þessi all-
mikla athygli og umtal hér, og var
af sumum líkt við lækningu lam-
aðs vistmanns á elliheimilinu
Grund i Reykjavík fyrir nokkrum
árum, er mikið umtal vakti á sín-
um tíma. Bar það til með svipuð-
um hætti, að öðru en því, að þar
var það lömunarsjúklingur, er
hlustaði á messugerð í gegnum út-
varp, sem skyndilega fékk nýjan
þrótt í máttvana limi sina.
HÖRMULEGT SI.YS
! Þá vekur og umtal hér jafnhliða
skelfingu hið hörmulega slys, er
varð 12. þ. m., þegar brezkur tog-
ari sigldi niður fiskibát út af Súg-
andafirði, með þeim afleiðingum,
að tveir sjómenn fórust. Var ann-
ar þeirra héðan úr þorpinu, Hörð-
ur Jóhannesson, Jónssonar Val-
geirs, er lengi bjó rausnarbúi í
Súðavík og nafnkunnur var á
sinni tíð fyrir þrek sitt og dugn-
a.ð. Hörður heitinn var aðeins lið-
lega tvítugur aö aldri, hinn mesti
efnispiltur, og er að honum mikill
mannskaði.
Hann lætur eftir sig aldraðan
föður og fósturforeldra og það sem
sárast er, unga unnustu. Það eru
hinir ungu, sem eiga að erfa landið
og því er svo átakanlegt að sjá þá
falla fyrir aldur fram, og það með
þessum hætti.
Það er lítt hugsanlegt, að hér
hafi verið um annað að ræða en
hina vítaverðustu vanrækslu og
aðgæzluleysi á hæsta stigi af hálfu
hinna brezku togaramanna, þar
sem hábjartur dagur var á og 1
km skyggni, að því er fregnir
herma.
KÓLNAR í VEÐRI
Hinir tveir síðustu mánuðir árs-
ins 1954 voru um tíðarfar mjög
með sama svipmóti og allur siðari
hluti þess árs, að því undanskildu,
að oftast var hlýrra í veðri en
vænta hefði mátt eftir árstíðinni.
Aftur á móti var sumarið kalt allt
á haust fram. Snjókoma var því
lítil siðasta hluta ársins, en tíð
mjög óstöðug með regni, slyddu og
þrálátum vindum af landátt. Um
áramótin brá til hægrar sunnan-
áttar með 5—6 stiga hita. Rann
þá sú litla fönn, sem fyrir var,
niður eins og mjöll á maídegi. Var
þá um tíma alautt í byggð, en
snjóalög nokkur á háfjöllum. Um
þrettándaleytið gerði norðanátt,
sem undir miðjan mánuðinn varð
allköld með 10—13 stiga frosti og
dálítilli snjókomu eða snjóéljum
endrum og eins. Snjóþungi er þó
nú (16. ian.) enginn hér um Álfta-
fjörð, aðeins grátt i rót, líkt og á
haustdegi, en svellalög eru nokkur
og jörð freðin.
Þetta veðurlag, sem verið hefur
það sem af er vetri, er sérlega
hagstætt sauðfiárbændum, þar
sem beita má fé nálega dag hvern
og spai'a stórlega heygjöf með
notkun fóðurbætis, sem nú er mik-
ill siður.
MARGIR EIGA SAI ÐFÉ
Fiáreigendum hér í þorpinu,
sem eru allmargir, en flestir smá-
ir, notast þó eigi hin góða tíð til
beitar jafnvel og ætla mætti. Veld-
ur því hvorutveggja, lítið og lé-
legt beitiland sem og hitt, að þeir
eru sjómenn og verkamenn í frysti-
húsunum og hafa því eigi tóm til
að halda fé sínu til beitar, þó að
jörð sé. Hjá þeim er því eigi um
annað að raeða en þrotlausa inni-
stöðu fjárins, unz dregur að vor-
dögum. Þeir hafa flestir þann hátt
á að láta ærnar bera snemma,
og mun fyrr en bændur gera al-
mennt, enda sleppa þeir fénu þeim
mun fyrr á vorin.
Þetta gefur góða raun í meðal-
vorum og þaðan af betri, þvi að
ávallt grær snemma, ef snjór er
ekki til tafar í hinum grýttu og
skriðurunnu fjallahlíðum. I snjóa-
vorum, eins og t. d. 1949, er þetta
auðvitað mjög erfitt og geysi fóð-
urfrekt búskaparlag, þegar sauð-
burður fer allur fram í húsi og
gróðurlaust er fram um fardaga
eða lengur. En slikt heyrir til sér-
legra undantekninga á hlýviðra-
skeiði því, sem nú er og verið hef-
ur siðustu 3—4 áratugi.
AÐALATVINNAN
BUNDIN VIÐ SJÓINN
En þrátt fyrir það, að allmargir
heimilsfeður meðal þorpsbúa eiga
fáeinar kindur og smá matjurta-
garða til heimilsnota, ásamt kúm,
þeir sem jarðnæði eða jarðarafnot
hafa, þá er þó aðalatvinna lang-
flestra bundin við sjóinn og það,
sem úr honum fæst. Það er sama
sagan og með önnur þorp Vest-
fjarða og raunar landsins alls, að
undanteknum þeim fáu stöðum, er
teljast mega hrein sveitaþorp.
Þau eru tiltölulega nýtt fyrirbæri
í íslenzku þjóðlifi. Þó að þjóðin
hafi verið bændaþjóð í þúsund ár,
voru búnaðarhættir lengstum slík-
ir, að myndun þorpa eða byggða-
hverfa i sveitum var ekki nauð-
synleg' og komust þau því hvergi
á nema sem hjáleigu- eða kotbú-
skapur umhverfis höfuðból ein-
stakra auðmanna. Þar á móti eru
sjávarþorpin gömlu í hettunni að
stofni til. Ilér vestra hafa þau
undantekningarlitið risið á legg á
gömlum verzlunar- eða verstöðum.
Svo mun og vera viðast hvar ann-
ars staðar um land.
Hér í Súðavík mun að vísu
aldrei hafa verið eiginleg verstaða
og ekki verzlunarstaður heldur,
fyrr en á siðai hluta 19. aldar. En
utantil við Súðavik, i landi Arnar-
dals, í svo nefndum Höfnum, var
verstaða nokkuð fram á þessa öld.
Voru það aðallega bændur úr
innri hluta Álftaf jarðar, er þaðan
reru haust og vor og jafnvel líka
á vetrum. Frá jörðunum Súðavík,
Tröð, Saurum og Eyrardal, sem
allar liggja þar sem nú
er Súðavíkurþorp, var heimræði,
þ. e. bændur þessara jarða réru
heimanað frá sér úr eigin upp-
sátri og verkuðu fiskinn hver við
sinn bæjarlæk. Þá var allur fiskur
saltaður og fullverkaður heima til
útflutnings.
HVAIVEIÐAR NORÐMANNA
En rétt eftir 1880 komu Norð-
menn i Álfafjörð og reistu hval-
veiðistöð á Langeyri. Um alda-
mótin hættu Norðmenn hvalveið-
um hér vestra vegna veiðibrests,
sem mun hafa stafað af ofveiði,
enda var þá hvalnum nálega út-
rýmt hér við land um langt skeið.
Með brottför Norðmanna af Lang-
eyri féll atvinnurekstur þar niður
um fullan áratug eða meir, og reis
eigi upp aftur fyrr en á árum
hinnar fyrri heimsstyrjaldar. Var
þá um næstu tvo áratugi rekin þar
allumfangsmikil útgerð og fisk-
verkun, ásamt sildarsöltun þau ár,
sem síldveiði var hér um slóðir.
Var það einkum á árunum í kring-
um 1920, og var þá einnig rekin
allmikil síldarverkun á Dverga-
steinseyri og Hattareyri.
Á krenpuárunum, nokkru eftir
1930, féll enn niður atvinnurekst-
ur á Langeyri og stóð svo um
nokkur ár, unz K.í. lét byggja
þar lítið hraðfrystihús árið 1942—
43, sem starfað hefur síðan. Um
sama leyti eða litlu fyrr tók til
starfa annað lítið hraðfrystihús
úti í Súðavík, eign hlutafélagsins
Frosta.
Um nokkur næstu ár gengu tveir
15 lesta bátar og stærri frá hvoru
þessara húsa um sig. Var þá mikil
atvinna hér í þorpinu um sinn og
hagur manna yfirleitt góður. En
eftir 1947 fór fiskafli hraðminnk-
andi og tap ofan á tap hlóðst á út-
gerðina. Skuldaskil voru reynd, en
brátt sótti aftur í sama horf afla-
leysis og þar af leiðandi skulda-
söfnúnar. Þessir erfiðleikar út-
gerðarinnar, ásamt ýmsúm fleir-
um ollu þvi, að ungir menn, er
gert höfðu sjómennsku að atvinnu
sinni og lífsstarfi, leituðu burt til
annarra staða, þar sem betur gekk,
og bátunum fækkaði. Um lcið
minnkaði atvinna landverkafólks,
og hefur það eðlilega þær afleið-
ingar, að það leitar einnig burt
þangað, sem betur lætur. — S. 1.
vetur var þó veruleg atvinnuaukn-
ing að löndunum togara, oð það,
sem af er þessum mánuði, hefur
verið nær óslitin vinna við togara-
fisk í frystihúsi Frosta h.f. 1 haust
og fram um hátíðar var vinnsla
togarafiskjar aftur á móti ekki
mikil, enda sigldu þá mörg skip
með fisk á þýzkan markað.
Jóhann.
Vinningar í happ-
dræiii íslsnzkra
geirauna
HINN 9. desember fóru fram
leikir þeir er voru á happdrættis-
seðli ísl. getrauna. Úrslit urðu
bessi:
Blackpool — Hudderfld 1—1 x
Cardiff — Burnley 0—3 2
Charlton — Bolton 2—0 1
Chelsea — Leicester 3—1 1
Everton — Sheff. Utd 2—3 2
Manch. iCty — Prestan 3—1 1
Newcastle — Arsenal 5—1 1
Portsm. — Manch. Utd 0—0 x
Sheff. Wed. — Wolves 2—2 x
Tottenh. — Aston Villa 1—1 x
W.B.A. — Sunderland 2—2 x
Blackburn — Fulham 3—1 1
Alls voru vinningar 201 —
samtals 76.500 krónur og féllu
á eftirtalin nr.:
50 bús. kr.
4402
830 krónur:
28 2215 4403 4406 4414
4432 4445 4453 4454 4476
4482 4523 4645 4889 5130
5859 11055 17524 24085 43860
55 krónur:
29 32 40 58 71
79 80 102 108 149
271 514 757 1488 2216
2219 2227 2236 2245 225ÍB
2266 2267 2289 2295 245ÍI
2701 2944 3672 4377 438Í
4385 4391 4401 4404 4405
4407 4411 4412 4413 4417
4419 4426 4429 4430 443Í
4433 3649 4657 4675 4688
4696 4697 4719 4725 4766
4S61 4890 4893 4901 4919
4932 4940 4962 4968 5009
5131 5134 5142 5160 10948
10972 19074 10993 11012 11020
11033 11054 110S6 11297 1154Í
11785 12514 13243 15337 17525
17528 17536 17554 17567 1757Í5
17576 17598 17604 17645 1776V
18010 18254 18982 19712 21898
24086 24089 24097 24115 24128
24136 * 24137 24159 24165 24206
24328 24571 24905 25635 30645
37206 39394 41674 43747 43753
437.74 43776 43785 43798 438lV
43825 43859 43871 44103 44346
44497 45226 50328 56983