Morgunblaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 1
42. árgangur 21. tbl. — Fimmtudagur 27. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Togarinn Egill rauði sliandaði við Grænuhlíð
í gær í foráffubrimi — Ovíst um mannbjörg
Líklegt að tveir brezkir tegarar hafi farizt með aSlri dhöfn
Björgua ai Agli rauða
eltikM möguleg ai sjó
*
Bförgunarsveit frá Isa-
firði á leið á strandstað
IjRJtJ ÆGILEG sjóslys urðu hér við land í gærdag. Fyrir
* miðaftan höfðu borizt fregnir um að tveir brezkir tog-
arar myndu hafa farizt með allri áhöfn, milli 40 og 50 mílur
norðaustur af Horni. Þar var mannskaðaveður og hafrót.
ísafjarðar-radíó hafði tekið á móti síðustu neyðar-
skeytum þessara tveggja skipa. Og um klukkan 6.45
í gærkvöldi barst þriðja neyðarkallið frá togara, sem
var í yfirvofandi hættu. — Var það „Egill rauði“ frá
Neskaupstað, sem þá var strandaður undir snarbrött-
um hlíðum Grænuhlíðar í Jökulfjörðum. Þegar þetta
er skrifað, voru fregnir af strandi „Egils rauða“ enn
nokkuð óljósar, en þó var Slysavarnafélaginu og
strandgæzlunni fullkunnugt um, að björgunarstarf
væri mjög örðugt á þessum stað sökum óveðurs. —
Nokkrir íslenzkir togarar voru nærstaddir, er „Egill
rauði“ strandaði. Gerðu skipverjar á togurunum allar
hugsanlegar tilraunir til þess að koma hinum nauð-
stöddu mönnum til hjálpar, en skömmu eftir að tog-
arinn strandaði, munu báðir björgunarbátar hans hafa
brotnað.
EGILL RAUÐI STRANDAR
Fréttaritari Mbl. á ísafirði, Jón
Páll Halldórsson, símaði klukk-
an 10 í gærkvöldi: Togarinn
„Egill rauði“ hefur strandað við
innra horn Grænuhlíðar eina sjó-
mílu fyrir utan Sléttutanga.
Klukkan hálf átta 1 kvöld
höfðu togarinn „Austfirðing-
ur“ og ísafjarðarradió sam-
band við loftskeytamanninn á
„Agli rauða“. Síðan hefir ekki
náðst samband við skipið.
Loftskeytamaðurinn sagði, að
sjór væri kominn inn í klefa
hans. Rafmagn til senditækj-
anna fergi hann frá geymi, þar
eð ljósavélar voru stöðvaðar.
Togararnir „Eliiði“, „Austfirö-
ingur“ og „Neptúnus“, svo og
hrezki togarinn „Andanes" fóru
þegar á strandstaðinn. Björgunar
bátar voru settir út frá togurun-
um og gerð tilraun til að komast
að „Agli rauða“. Tilraunir þessar
mistókust þar eð foráttu brim
var á strandstaðnum og með öllu
ófært, en samfara hinu mikla
brimi var mjög hvasst.
Togararnir voru að undirbúa,
er síðast fréttist, björgunartil-
raunir með flekum, sem átti að
láta reka upp að flaki „Egils
rauða“.
Klukkan liálf tíu lagði björg-
unarsveit Slysavarnafélagsins
af stað frá ísafirði. — Fór hún
með vélbátnum „Heiðrúnu“. Var
búizt við að báturinn yrði kom-
inn á slysstaðinn um miðnætti í
nótt.
BJÖRGUN AF SJÓ
ÓFRAMKVÆMANLEG
Klukkan 11 í gærkveldi sím-
aði fréttaritarinn á ísafirði,
að björgunarbátar þeir, er
settir voru út frá togurunum,
sem bíða við strandstaðinn,
Framh. á bls. 2
Umboð Ikes
samþykkt í öld-
ungadeildinni -
Washington, 26. jan.
• UTANRÍKIS- og hermála-
nefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings samþykkti i dag
með 26 atkvæðum gegn tveimur,
að Eisenhower forseti fengi um-
boð til að beita herstyrk, að svo
miklu leyti, sem hann áliti nauð-
synlegt til varnar Formósu og
öðrum eyjum á valdi þjóðernis-
sinna.
• Fulltrúadeildin hafði þeg-
ar á þriðjudag fallizt á með
409 atkvæðum gegn þremur að
veita Eisenhower slíkt umboð.
• John Sparkman, þingmað-
ur demókrata, skýrði svo
frá, að yfirhershöfðingi banda-
ríska hersins, Matthew Ridgway,
væri í aðalatriðum samþykkur
því, að Eisenhower væri veitt
þetta umboð. Ridgway tjáði hins
vegar hermálanefndinni, að hann
áliti, að umboð þetta ætti ekki
að ná yfir eyjar nálægt megin-
landi Kína.
• Ridgway hefur lýst sig
mótfallinn því, að banda-
rískir herir yrðu settir á land á
meginlandi Asíu og telji hann
Quemoy hluta af meginlandinu.
— Reuter-NTB.
LONDON: — Margrét Englands-
prinsessa fer bráðlega í heimsókn
til Mið-Ameríku landanna. Sá orð
rómur komst á kreik, að prinsess-
an mundi engar ræður halda, né
heilsa fólki með handabandi eða
aka í opnum vagni. Hefir þessu
nú verið neitað opinberlega fyrir
hönd prinsessunnar.
Á kortinu sést Grænahlíð yzt við ísafjarðardjúp að norðan. „Egill rauði" strandaði við innra horn
Grænuhlíðar, um eina sjómilu utan við Sléttutanga, en á myndinni er settur kross við tangann.
Friður i Formósu-sundunum verður
að byggjast á samningum - ekki ofbeldi
THISTED á Jótlandi: — Fyrir ári
siðan hnerraði fiskimaður svo
ofsalega á veiðum við Suður-
Mols, að gervitennurnar þeyttust
úr munni hans í hafið. Nýlega
fékk hann gervitennurnar sínar
aftur. Annar fiskimaður á krækl-
ingaveiðum dró tennurnar úr sjó
í botnvörup sína. Gervitennurnar
voru óskemmdar.
Formóss-stjóriiin follst
á viólcitni til vopnahlés
Taipeh, Formósa, 26. jan.
ÞJÓÐERNISSINNASTJÓRN-
IN á Formósu tilkynnti í dag,
að flugvélar hennar hefðu hald
ið uppi árásum á eyjar nálægt
meginlandinu á valdi komm-
únista. Var loftárásum þess-
um einkum beint gegn Yi
Kiang-shan, sem kommúnist-
ar hertóku i s.l. viku. Var svo
skýrt frá, að aðalbækistöðvar
kommúnista á eynni hefðu
verið gerðar ónothæfar, og
sökkt hefði verið 15.000 þús.
lesta herskipi kínversku kom-
múnistr. stjórnarinnar.
^ Stjórn Formósa kom saman
til aukafundar í gærkvöldi.
Fréttaritarar hafa skýrt svo
frá, að í dag hafi Formósa-
stjórnin fallizt á, að fluttir
verði burt þeir 20 þús. her-
menn, sem staðsettir eru á
Tachen-eyjunum um 320 km
norður af Formósa og 60 km
frá meginlandi Kína.
Blað þjóðernissinna, „China
Newr,“ hermir, að stjórnin
hefði á aukafundi þessum fall-
ist á, að með tilstilli SÞ yrði
reynt að koma á vopnahlé.
— Reuter-NTB.
Fyrsta skrefið er að koma i veg fyrir,
að bardagar breiðist út, segir brezki
utanrikisráðherrann
London, 26. jan. — Reuter-NTB.
A NTHONY EDEN, utanríkisráðherra Breta, lýsti yfir því
í dag, að brezka stjórnin leggi hvað mesta áherzlu á,
að stöðvaðir verði bardagar milli kínverskra kommúnista og
þjóðernissinna á Tacheneyjaklasanum og í sundunum við
Formósu. Eden kvað lausn málsins ekki vera að beita valdi,
þar sem um væri að ræða mjög crfitt og viðkvæmt vanda-
mál. Einasta færa leiðin út úr ógöngunum væru friðsam-
legir samningar.
★ FYRSTA SKREFIÐ
STÖÐVUN BARDAGA
Sagði Eden, að brezka stjórn-
in hefði undanfarið staðið í stöð-
ugu sambandi við stjórn Banda-
ríkjanna og landa brezka heims-
veldisins vegna þess hættulega
ástands, er skapazt hefði þar
eystra. Kvað utanríkisráðherr-
ann brezku stjórnina hafa bent
viðeigandi aðilum á, að fyrsta
skrefið til úrlausnar væri stöðv-
un bardaganna, þar eð það kæmi
um leið í veg fyrir að bardagar
breiddust út.
Ræddi Eden boðskap Eisen-
howers viðvíkjandi Formósu og
umboð það, er forsetinn bað
þingið um viðvíkjandi beitingu
bandarískra herja til varnar For-
_mósu gegn árás frá meginland-
inu. Kvaðst Eden ekki álíta, að
Eisenhower hef ði ' verið að
gefa til kynna, að Bandaríkin
myndu veita þjóðernissinnum
meiri aðstoð en fælist í þeim
T=tó boðið til Frakklands gagnkvæma varnarsamningi, er
BELGRAD: — Rene Cotv, forseti Formósa og Bandaríkin gerðu
Frakklands, hefir boðið Tító með sér á fyrra ári. En hins veg-
marskálki í opinbera heimsókn ar hefði tilgangur hans verið að
til Frakklands. Framh. á bls. 2
man fjalla «m
Formósa-málin
New YORK, 26. jan.
© ÖRYGGISRÁÐ SÞ kem-
ur sennilega saman í næstu
viku til að ræða, hvernig kom-
ið verði á vopnahléi með kín-
verskum kommúnistum og
þjóðernissinnum.
© Búizt er við opinberri
tilkynningu um fund þennan
á föstudaginn, og listi yfir
dagskrárliði verður sendur
meðlimum ráðsins þrem dög-
um áður en fundur hefst.
O Vestrænar þjóðir eru
sagðar hafa komið sér saman
um á hvern máta málið verði
rætt í öryggisráðinu.