Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1955næsti mánaðurin
    mifrlesu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 27.01.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 27.01.1955, Síða 1
42. árgangur 21. tbl. — Fimmtudagur 27. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Togarinn Egill rauði sliandaði við Grænuhlíð í gær í foráffubrimi — Ovíst um mannbjörg Líklegt að tveir brezkir tegarar hafi farizt með aSlri dhöfn Björgua ai Agli rauða eltikM möguleg ai sjó * Bförgunarsveit frá Isa- firði á leið á strandstað IjRJtJ ÆGILEG sjóslys urðu hér við land í gærdag. Fyrir * miðaftan höfðu borizt fregnir um að tveir brezkir tog- arar myndu hafa farizt með allri áhöfn, milli 40 og 50 mílur norðaustur af Horni. Þar var mannskaðaveður og hafrót. ísafjarðar-radíó hafði tekið á móti síðustu neyðar- skeytum þessara tveggja skipa. Og um klukkan 6.45 í gærkvöldi barst þriðja neyðarkallið frá togara, sem var í yfirvofandi hættu. — Var það „Egill rauði“ frá Neskaupstað, sem þá var strandaður undir snarbrött- um hlíðum Grænuhlíðar í Jökulfjörðum. Þegar þetta er skrifað, voru fregnir af strandi „Egils rauða“ enn nokkuð óljósar, en þó var Slysavarnafélaginu og strandgæzlunni fullkunnugt um, að björgunarstarf væri mjög örðugt á þessum stað sökum óveðurs. — Nokkrir íslenzkir togarar voru nærstaddir, er „Egill rauði“ strandaði. Gerðu skipverjar á togurunum allar hugsanlegar tilraunir til þess að koma hinum nauð- stöddu mönnum til hjálpar, en skömmu eftir að tog- arinn strandaði, munu báðir björgunarbátar hans hafa brotnað. EGILL RAUÐI STRANDAR Fréttaritari Mbl. á ísafirði, Jón Páll Halldórsson, símaði klukk- an 10 í gærkvöldi: Togarinn „Egill rauði“ hefur strandað við innra horn Grænuhlíðar eina sjó- mílu fyrir utan Sléttutanga. Klukkan hálf átta 1 kvöld höfðu togarinn „Austfirðing- ur“ og ísafjarðarradió sam- band við loftskeytamanninn á „Agli rauða“. Síðan hefir ekki náðst samband við skipið. Loftskeytamaðurinn sagði, að sjór væri kominn inn í klefa hans. Rafmagn til senditækj- anna fergi hann frá geymi, þar eð ljósavélar voru stöðvaðar. Togararnir „Eliiði“, „Austfirö- ingur“ og „Neptúnus“, svo og hrezki togarinn „Andanes" fóru þegar á strandstaðinn. Björgunar bátar voru settir út frá togurun- um og gerð tilraun til að komast að „Agli rauða“. Tilraunir þessar mistókust þar eð foráttu brim var á strandstaðnum og með öllu ófært, en samfara hinu mikla brimi var mjög hvasst. Togararnir voru að undirbúa, er síðast fréttist, björgunartil- raunir með flekum, sem átti að láta reka upp að flaki „Egils rauða“. Klukkan liálf tíu lagði björg- unarsveit Slysavarnafélagsins af stað frá ísafirði. — Fór hún með vélbátnum „Heiðrúnu“. Var búizt við að báturinn yrði kom- inn á slysstaðinn um miðnætti í nótt. BJÖRGUN AF SJÓ ÓFRAMKVÆMANLEG Klukkan 11 í gærkveldi sím- aði fréttaritarinn á ísafirði, að björgunarbátar þeir, er settir voru út frá togurunum, sem bíða við strandstaðinn, Framh. á bls. 2 Umboð Ikes samþykkt í öld- ungadeildinni - Washington, 26. jan. • UTANRÍKIS- og hermála- nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti i dag með 26 atkvæðum gegn tveimur, að Eisenhower forseti fengi um- boð til að beita herstyrk, að svo miklu leyti, sem hann áliti nauð- synlegt til varnar Formósu og öðrum eyjum á valdi þjóðernis- sinna. • Fulltrúadeildin hafði þeg- ar á þriðjudag fallizt á með 409 atkvæðum gegn þremur að veita Eisenhower slíkt umboð. • John Sparkman, þingmað- ur demókrata, skýrði svo frá, að yfirhershöfðingi banda- ríska hersins, Matthew Ridgway, væri í aðalatriðum samþykkur því, að Eisenhower væri veitt þetta umboð. Ridgway tjáði hins vegar hermálanefndinni, að hann áliti, að umboð þetta ætti ekki að ná yfir eyjar nálægt megin- landi Kína. • Ridgway hefur lýst sig mótfallinn því, að banda- rískir herir yrðu settir á land á meginlandi Asíu og telji hann Quemoy hluta af meginlandinu. — Reuter-NTB. LONDON: — Margrét Englands- prinsessa fer bráðlega í heimsókn til Mið-Ameríku landanna. Sá orð rómur komst á kreik, að prinsess- an mundi engar ræður halda, né heilsa fólki með handabandi eða aka í opnum vagni. Hefir þessu nú verið neitað opinberlega fyrir hönd prinsessunnar. Á kortinu sést Grænahlíð yzt við ísafjarðardjúp að norðan. „Egill rauði" strandaði við innra horn Grænuhlíðar, um eina sjómilu utan við Sléttutanga, en á myndinni er settur kross við tangann. Friður i Formósu-sundunum verður að byggjast á samningum - ekki ofbeldi THISTED á Jótlandi: — Fyrir ári siðan hnerraði fiskimaður svo ofsalega á veiðum við Suður- Mols, að gervitennurnar þeyttust úr munni hans í hafið. Nýlega fékk hann gervitennurnar sínar aftur. Annar fiskimaður á krækl- ingaveiðum dró tennurnar úr sjó í botnvörup sína. Gervitennurnar voru óskemmdar. Formóss-stjóriiin follst á viólcitni til vopnahlés Taipeh, Formósa, 26. jan. ÞJÓÐERNISSINNASTJÓRN- IN á Formósu tilkynnti í dag, að flugvélar hennar hefðu hald ið uppi árásum á eyjar nálægt meginlandinu á valdi komm- únista. Var loftárásum þess- um einkum beint gegn Yi Kiang-shan, sem kommúnist- ar hertóku i s.l. viku. Var svo skýrt frá, að aðalbækistöðvar kommúnista á eynni hefðu verið gerðar ónothæfar, og sökkt hefði verið 15.000 þús. lesta herskipi kínversku kom- múnistr. stjórnarinnar. ^ Stjórn Formósa kom saman til aukafundar í gærkvöldi. Fréttaritarar hafa skýrt svo frá, að í dag hafi Formósa- stjórnin fallizt á, að fluttir verði burt þeir 20 þús. her- menn, sem staðsettir eru á Tachen-eyjunum um 320 km norður af Formósa og 60 km frá meginlandi Kína. Blað þjóðernissinna, „China Newr,“ hermir, að stjórnin hefði á aukafundi þessum fall- ist á, að með tilstilli SÞ yrði reynt að koma á vopnahlé. — Reuter-NTB. Fyrsta skrefið er að koma i veg fyrir, að bardagar breiðist út, segir brezki utanrikisráðherrann London, 26. jan. — Reuter-NTB. A NTHONY EDEN, utanríkisráðherra Breta, lýsti yfir því í dag, að brezka stjórnin leggi hvað mesta áherzlu á, að stöðvaðir verði bardagar milli kínverskra kommúnista og þjóðernissinna á Tacheneyjaklasanum og í sundunum við Formósu. Eden kvað lausn málsins ekki vera að beita valdi, þar sem um væri að ræða mjög crfitt og viðkvæmt vanda- mál. Einasta færa leiðin út úr ógöngunum væru friðsam- legir samningar. ★ FYRSTA SKREFIÐ STÖÐVUN BARDAGA Sagði Eden, að brezka stjórn- in hefði undanfarið staðið í stöð- ugu sambandi við stjórn Banda- ríkjanna og landa brezka heims- veldisins vegna þess hættulega ástands, er skapazt hefði þar eystra. Kvað utanríkisráðherr- ann brezku stjórnina hafa bent viðeigandi aðilum á, að fyrsta skrefið til úrlausnar væri stöðv- un bardaganna, þar eð það kæmi um leið í veg fyrir að bardagar breiddust út. Ræddi Eden boðskap Eisen- howers viðvíkjandi Formósu og umboð það, er forsetinn bað þingið um viðvíkjandi beitingu bandarískra herja til varnar For- _mósu gegn árás frá meginland- inu. Kvaðst Eden ekki álíta, að Eisenhower hef ði ' verið að gefa til kynna, að Bandaríkin myndu veita þjóðernissinnum meiri aðstoð en fælist í þeim T=tó boðið til Frakklands gagnkvæma varnarsamningi, er BELGRAD: — Rene Cotv, forseti Formósa og Bandaríkin gerðu Frakklands, hefir boðið Tító með sér á fyrra ári. En hins veg- marskálki í opinbera heimsókn ar hefði tilgangur hans verið að til Frakklands. Framh. á bls. 2 man fjalla «m Formósa-málin New YORK, 26. jan. © ÖRYGGISRÁÐ SÞ kem- ur sennilega saman í næstu viku til að ræða, hvernig kom- ið verði á vopnahléi með kín- verskum kommúnistum og þjóðernissinnum. © Búizt er við opinberri tilkynningu um fund þennan á föstudaginn, og listi yfir dagskrárliði verður sendur meðlimum ráðsins þrem dög- um áður en fundur hefst. O Vestrænar þjóðir eru sagðar hafa komið sér saman um á hvern máta málið verði rætt í öryggisráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 21. tölublað (27.01.1955)
https://timarit.is/issue/109606

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

21. tölublað (27.01.1955)

Gongd: