Morgunblaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland3. í lausasölu 1 krónu eintakið. Hergn ýr á Gula hafi BORG ARAST YR J ÖLDINNI miklu í Kína er langt frá því lok- ið enn. Mao Tse-tung og komm- únistar hans hafa sem kunnugt er náð á sitt vald öllu megin- lands-Kína og stóru eynni Hain- an, suður undir Indó-Kína, en Þjóðernissinnar ráða enn yfir eynni Formósa, Fiskimannaeyj- um og hundruðum smáeyja, sem liggja meðfram allri Suður Kína- strönd mjög skammt undan landi. Meðal þessara smáeyja, sem Þjóðernissinnar ráða enn, er hið öfluga virki Quemoy, sem er að- eins 5 km frá ströndinni í hafnar- mynni Amoy-borgar. Er þar að finna samskonar rifu í járntjald kínverskra kommúnista og Berlín arborg hefur verið í járntjald Austur-Evrópu kommúnista. — Þangað sækir mikill fjöldi flótta- fólks, sem flýr ógnir hinnar kommúnísku herstjórnar. Og það hefur verið kínverskum komm- únistum mikill þyrnir í augum að vitneskja er um það á megin- landi Kína að lífskjör fólks á Quemoy-eyju eru miklum mun betri en undir stjórn kommún- ista. Enn ber að nefna það, að fréttir Peking-útvarpsins bera það með sér að enn séu allöflugir skæruliðaflokkar Þjóðernissinna á ferli í nokkrum héruðum, þó að þeim verði baráttan að sjálfsögðu stöðugt erfiðari. Það er ekkert vafamál að Þjóðernissinnar halda eylendum sínum enn fyrir þá sök eina að þeir hafa ráðið yfir tiltölulega öflugum herskipaflota, sem kommúnistar hafa ekki. — Með honum hafa þeir verið alráðir á hafinu. Að þessu leyti hafa þeir í bækistöðvum sínum á Formósa haft líka aðstöðu og Bretar í síð- ustu heimsstyrjöld og eins hafa þeir vonað að sá dagur kæmi að þeir gætu snúið vörn í sókn yfir sundið. En nú fyrir nokkru gerðist sá atburður, að kommúnistar gerðu út dálítinn innrásarflota til Tac- hen-eyjaklasans, og tóku þar eina smáeyju, en þetta eru nyrztu eyjarnar, sem Þjóðernissinnar ráða yfir. Sennilegt virðist af fréttum, að Þjóðernissinnar hefðu getað brotið þessa landgöngutil- raun á bak aftur, ef ekki hefði komið nýtt atriði í leikinn. Það kom sem sé í ljós, að kommún- istarnir réðu yfir urmul af hrað- fleygum nýtízku þrýstiloftsflug- vélum, bæði orustuflugvélum og sprengj uf lug vélum. Tilkoma þessara nýtízku, stórvirku urápstækja, gerir alvarlegt strik í reikninginn. Flugvélar þessar eru allar smíðaðar í Rússlandi og má segja að það eitt, að Rússar afhenda kínverskum kommún istum slík hergögn í stórum stíl, sé alvarleg íhlutun í kín- versku borgarastyrjöldina. — Með því einu valda Rússar hættu í Asíu, sem ekki v^rður ýkt. Þjóðernissinnar hafa ekki þrýstiloftsflugsveitir, sem geti mætt þessari nýju hættu og er það nú álit hernaðarfræð- inga, að eftir þetta sé þýðing- arlaust fyrir Þjóðernissinna að ætla sér að halda smáeyj- unum við ströndina. Þeir hafa nú þegar ákveðið að yfirgefa Tachen-eyjarnar og hafa þeir fengið aðstoð bandarískra skipa til að flytja herlið og íbúa á brott þaðan. Er það í sjálfu sér enginn stórviðburður, þótt þeir láta lausar nokkrar af smáeyjum þessum. Þær eru dreifðar með- fram 2000 km strandlengju og því ákaflega óhægar til varnar. Bandaríkjamenn hafa ekki far- ið dult með það, að þeir láta sig þessa atburði í Kína, miklu máli skipta, eftir að átökin fóru að snerta eyjarnar. Enda er þess skemmst að minnast að Banda- ríkin urðu að heyja harða styrjöld um gervallt Kyrrahaf til að bægja ófriðarhættu frá dyrum sínum. Sérstaklega tóku Bandarík- in að veita þessum málum nákvæma eftirtekt síðan út- þenslu- og ofbeldisstefna kín- verskra kommúnista varð lýð- um ljós, í Kóreustyrjöldinni og fleiri athöfnum þeirra. — Hafa forustumenn þeirra síð- an lýst því itrekað yfir, að þeir muni ekki sitja hjá að- gerðalausir, ef kommúnistar geri tilraunir til að ráðast á Formósu. Þessi afstaða Banda- ríkjamanna er byggð á því sjónarmiði, að hér sé um að ræða öryggismál allra þjóða Austur-Asíu, Ástralíu og Kyrrahafssvæðisins og um leið sé þetta alheimsvandamál, þar sem ásókn kínverskra kommúnista er aðeins einn lið urinn í heimsveldisstefnu kommúnismans. Það er kunnugt úr heimsfrétt- unum, að á stundum þegar kín- verskir kommúnistar hafa verið framhleypnastir eða sært sið- ferðisvitund umheimsins með villimannlegum aðgerðum, hafa heyrzt háværar raddir í Banda- ríkjunum um að grípa verði í taumana. Er þess t.d. skammt að minnast að Knowland, öldunga- deildarþingmaður, krafðist þess að hervaldi yrði beitt til að knýja fram iausn flugmannanna ellefu, sem réttarglæpur var framinn á. Hin ábyrga ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur hins vegar jafnan verið hófsamari í aðgerðum sín- um eins og sást bezt af því að hún setti ekki hafnbann á Kína, á sama tíma og yfirgangur kommúnistanna var þó mestur í Kóreustyrjöldinni. Það hefur verið nokkuð ó- ljóst á undanförnum árum hve langt Bandaríkjamenn munu ganga í ákvörðun sinni um að stöðva útþenslu kommúnista á þessu svæði. En í byrjun þess- arar viku hafa þeir loks kveð- ið upp úr með það, að vernd þeirra mun ná til Formósu og Fiskimannaeyja. Þessi ákvörð- un sýnir enn að sú stefna er enn ráðandi í Washington að fara hóflega í málið. Það er ekki ætlun Bandarikjamanna að stofna að fyrra bragði til árekstra. En það er kostur að stefna þeirra liggur nú ljós fyrir í öllum meginatriðum. Iðnaðarmannafélðg Akureyrar 50 ára Indriði Helgason heiðraðnr AKUREYRI, 25. jan. — Laugar- daginn 22. þ. m. minntist Iðnað- armannafélag Akureyrar 60 ára afmælis félagsins með hófi að Hótel KEA. Ræður fluttu for- maður félagsins, Karl Einarsson, f" rakt.i sógu félqgsins eg skýrði frá hverjir hefðu verið hvata- . menn að stofnun þess. I Jóhann Frímann mælti fvrir minni Akureyrar og Albert Sölvason fyrir minni fósturjarð- arinnar. Aðrir ræðumenn voru: : Jónas Rafnar, alþm, Indriði ! Helgason, Kristján S. Sigurðsson og Jón Sigurgeirsson. Þá var Indriði Helgason gerð- ur heiðursfélagi og honum af- hent skrautritað ávarp. Indriði var í fjölda ára formaður féiags- ins, og hefur setið á 16 þingum Landssambands iðnaðarmanna, eða allt frá stofnun þess. Þá hef- ur hann átt sæti í skólanefnd Iðnaðarmannafélagsins og verið formaður þess í mörg ár. Hófið fór fram með miklum myndarbrag. — H. Vald. 100 millj. franka fi líknarstarfa PARlS, 26. jan.: — Franska stjórnin hefur hafizt handa um ýmsar ráðstafanir til hjálpar bág- stöddu fólki, er beðið hefur tjón af völdum hinna geysi miklu flóða, er hafa hrjáð Frakkland undan- farið. M. a. verður um 100 milljón- um franka varið til líknarstarfa. Flóðin fara nú óðum sjatnandi alls staðar í Frakklandi nema í ná- grenni Rhone-fljótsins. Stefán Kristjánsson í svigkeppni Fyrsta skíðamót ársins um næstu heSgi FYRSTA skíðamót vetrarins fer fram um næstu helgi, ef veður og aðstæður leyfa. Er það hið svonefnda „Stefánsmót" og fer það fram við Skíðaskálann í Hveradölum. Á mótinu verður keppt í svigi 11 fyrir rétti LONDON, 26. jan.: — Ellefu mönnum var stefnt fyrir rétt í dag í London og ákærðir fyrir þátt töku í óeirðum þeim, er áttu sér stað fyrir utan þinghúsið í gær- kveldi. Múgurinn mótmælti endur- hervæðingu V.-Þýzkalands. Tveir mannanna voru sektaðir, aðrir tveir sýknaðir. Hinir voru látnir lausir gegn ábyrgð. Brezka friðar- nefndin stóð fyrir óeirðum þess- um. Nefndin er félagsskapur kommúnista. Vefud andi óhripar: Heyrt á hárgreiðslustofu RÍTUG móðir skrifar eftirfar- andi: j „Er ég sat á hárgreiðslustofu um daginn, var ég rækilega minnt á, hversu kjarnyrt íslenzk- an getur verið. Þar var fyrir önn- ur kona, sem vissi kynstrin öll um náungann — og helzt það, Isem miður fór. Notaði hún mikið af blótsyrðum frásögn sinni til áherzlu. Það kom einnig í ljós, að , hún var húsmóðir og móðir. Kona þessi leit vel út, sennilega eitt- hvað yfir þrítugt. Er hægt að búast við því betra? MUNNSÖFNUÐUR konunnar vakti mig til úmhugsunar —. ég fór að hugsa um hvernig munnsöfnuður nútímabarna er — og af hverju, og hvernig blöskrazt er yfir uppeldisleysi þeirra, Þá skaut þessi spurning upp kollinum: Er hægt að búast við öðru af þeirri kynslóð, sem við erum að ala upp? Ekkert barn virðir foreldri, sem sýnir óvirðu- leik og stráksskap í framkomu á einn eða annan hátt og það hlýð- ir því þar af leiðandi ekki. Meira að segja ómálga barn getur skilið tón og fas foreldranna. Með uppeldi barna er hægt að hafa áhrif á framtíð þjóða, góð eða ill eftir því, hversu til er stofnað. | Foreldrar, lítið í eigin barm, hversu er uppeldi barna yðar hátt að, hvað hafið þið fyrir þeim sjálf? — Þrítug móðir“. Mikilvæg staðreynd. i ijIN unga móðir vekur hér máls H á efni, sem margt og mikið ! hefir verið um fjallað fyrr og siðar. Margir vitrir menn hafa í ræðu og riti leitt almenningi það fyrir sjónir, að í hverju þjóðfé- lagi, þá er það heimilið, sem er undirstaðan. Þetta liggur raunar svo í augum uppi, að merkilegt er, hve margir láta sér sæma að líta algerlega fram hjá þessari mikilvægu staðreynd. Það er ánægjulegt að heyra þessa rödd frá ungu konunni, bréfritara mín- um. Henni er sýnilega ljóst, hvaða þýðingu fordæmi foreldr- anna hefir fyrir börnin þeirra, heimilið — og þjóðfélagið. — Foreidrar, sem sláið barnið ykk- ar á munninn fyrir ljótt orð, sem því varð á að segja, orð, sem það hafði heyrt sjálfan pabba eða mömmu segja í gær eða í dag, eða rétt áðan — gerið þið ykkur samt von um góðan árangur af uppeidisaðferðum ykkar? HI Jarðarfarir og útvarpið. VERNIG stendur á því — spyr K. K. — að kirkjuat- hafnir við útfarir, sem útvarpað er eru aldrei kynntar fyrirfram? Hlustendur vildu mjög gjarnan fá að vita, hvern er verið að jarð- syngja í það og það skiptið. Ef til vill er það einhver, sem ég eða þú hefir þekkt til, ef til vill ekki. En hvað um það, hví má ekki kynna jarðarfarirnar eins og hvert annað útvarpsefni? Ég á ekki við, að þær séu auglýstar fyrirfram í hinum föstu dagskrár- auglýsingum, heldur um leið og þær hefjast, hverju sinni. Vildi ekki Ríkisútvarpið taka þessa at- hugasemd til vinsamlegrar athug- unar eða eru einhverjar sérstak- ar ástæður fyrir því, að þessi háttur er hér hafður á? — K.K.“ Enginn er garð ur án illgresis. — öllum flokkum karla og kvenna. Meðal keppenda í A-flokki karla má nefna Ármenningana Ásgeir Eyjólfsson og Stefán Kristjánsson, ÍR-ingana Eystein Þórðarson, Guðna Sigfússon og Þórarinn Gunnarsson, og Magnús Guðmundsson KR. Af þeim er hér hafa verið upp taldir eru þrír núverandi íslandsmeistarar í ein- hverri grein skíðaíþróttarinnar. í öðrum flokkum er og búist við mikilii þátttöku. BrunaJrygs ignar í Vík lækka að mun HREPPSNEFND Hvammshrepps í Vestur-Skaftafellssýslu hefur fyrir nokkru gert samning við Samvinnutryggingar um bruna- tryggingar á öllum húsum í Vík í Mýrdal, og lækka allar húsatrygg ingar í Vík um 40%, þegar samn- ingurinn gengur í gildi 15. okt. 1955. Er Víkurkauptún þar með örðið fyrsta kauptúnið eða kaup- staður á íslandi, sem notfærir sér heimild laganna, sem sett voru á síðastliðnu ári þess efnis að sveitaríélög utan Reykjavík- ur mættu semja við hvaða aðila, sem þeim þóknast, um bruna- tryggingar. Jafnframt var samið um bruna tryggingar húsa í Hvammshreppi, sem eru utan kauptúnsins, og fengu þau öll 16—25% lækkun, enda voru tryggingariðgjöld í sveitum miklu lægri en í kaup- túnum, og ríkti í þeim efnum óeðlilegt ósamræmi, þar sem brunavarnir í sveitum eru engar, en slökkvitæki til í flestum eða öllum kauptúnum og kaupstöð- um. UndtrbúniRgsnám- skelð fyrir Norræna sumarháskólann NÁMSKEIÐ til undirbúnings þátttöku í Norræna Sumarhá- skólanum, er haldinn verður að þessu sinni að Ási í Noregi, hefst í byrjun febrúar n.k. Námskeið þetta er að venju ætlað jafnt stúdentum sem kandidötum, og verður því hagað með svipuðu sniði og gert verður í öðrum há- skólabæjum á Norðurlöndum. Þeir, sem kynnu að óska eftir þátttöku í námskeiðinu, eru beðnir að snúa sér fyrir 1. febr. n. k. til Ólafs Björnssonar, pró- fessors, eða Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings, sem gefa allar nán- ari upplýsingar. Þátttakendur í undirbúnings- námskeiðinu sitja fyrir um styrki sem fást kynnu til dvalar á Sum- arháskólanum. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.