Morgunblaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 27. jan. 1955 Sextugur i dag: Jén EF ég man rétt verður Jón Ey- þórsson veðurfræðingur sex- tugur í dag. Og ég finn hvöt hjá mér til þess að senda honum kveðju mína héðan að austan úr fjarlægðinni, og þakka honum fyrir gamalt og gott og árna hon- Um heilla. Æviminningu hans Bkrifa ég hvorki nú né síðar, en þakkir vil ég færa honum fyrir þau nær þrjátíu ár, sem liðin eru síðan við sáumst fyrst, í Bergen, vorið 1925. Síðan hef ég metið hann flestum mönnum fremur, og þó æ meir eftir því sem lengur leið. Fyrir þrjátíu árum var Jón Starfsmaður Vesturlands-veður- stofunnar norsku, og hafði þá dvalið alllengi erlendis, fyrst við háskólanám í náttúruvísindum 'í Kaupmannahöfn og síðan í Nor- egi. Fyrstur allra íslendinga gerði hann veðurfræðina að aðalnáms- grein sinni, og þeirra hluta vegna hvarf hann til Noregs til fram- haldsnáms, því að þar var sá frægi maður Wilhelm Bjerknes, sem var orðinn heimsfrægur fyr- ir nýmæli ýms í veðurfræði og kerfi það á veðurathugunum, sem síðar var kennt við hann. Gerð- ist Jón lærisveinn þessa meist- ara og dvaldi í Noregi nokkur ár. Vinir hans heima voru farnir að óttast, að hann mundi ílendast erlendis, og ég spurði hann við fyrstu samfundi okkar, hvort þetta væri tilfellið. „Ég fer heim undireins og ég fæ eitthvað að gera þar, en ekki fyrr“, sagði Jón. Veðurathuganir á fslandi voru þá í bernsku, og þótti goðgá að verja fé til slíkra hluta. Fyrsti veðurstofustjórinn var látinn annast löggildingu mælitækja fyrstu árin, til þess að geta spar- að við hann útgjöldin við veður- athuganirnar. Á Björgvinarárum sínum var Jón oft með annan fótinn uppi í fjöllum, einkum í seli veður- stofunnar á Fanar’ken, vestur af Jötunheimum. Nokkru eftir þetta fluttist Jón heim og gerðist starfsmaður veð- urstofunnar og fer bráðum að gerast þrítugur í því embætti. En það var fleira en veðrið eitt, sem verkahringur Jóns náði til. í raun og veru var ekkert, sem snerti náttúru íslands, honum óviðkomandi. Og einkanlega voru það jöklarnir, sem hugur Jóns beindist að, enda má segja, að þeir séu ailra náttúrufyrirbæra nátengdastir veðrinu. Jón varð fyrstur manna til þess að leggja skipulagðan grundvöll að mælingum íslenzkra jökla, hreyfingum þeirra og breyting- um eftir veðráttunni. Það er mik- ið og merkilegt starf, sem liggur eftir Jón í þessari grein. Nú er svo komið, að greinilegt yfirlit er til um hreyfingar flestra skrið- jökja á undanförnum áratugum. í hinum merkilega Vatnajökuls- leidangri þeirra Jóns og H. W. Ahlmanns prófessors fékkst mikil vitneskja um ,,búskap“ jöklanna, — hve mikilli úrkomu þeir taka á móti frá ári til árs, hvg miklu þeir skila aftur í jökul- árnjar, og hvað verður um af- garjginn. Með því að grafa í jök- uliijm má lesa hjarnlög hvers árs, ein? og árhringi í trjábol, og sjá hve mikið hefur safnazt fyrir á hverju ári. £,oks réðst Jón i það stórvirki fyrjr nokkrum árum, að mæla þyÉkt Vatnajökuls allvíða, svo að nú jná gera sér nokkra grein fyrir landslaginu undir jöklinum. Er jökjUllinn ailvíða miklu þykkari en ,menn gerðu sér í hugarlund. Þessum mælingum verður eflaust halilið áfram, þannig að hægt ver^ður að gera sér nokkurnveg- inn glögga hugmynd um landslag ið undir jöklinum. — Allt þetta er stórvirki, unnið af áhugamanni í hjáverkum frá hinu eiginlega starfi hans, og má heita undra- vert hve miklu hefur verið af- kastað, þrátt fyrir ýmsa örðug- leika, ekki sízt vöntun á fé til að gera út leiðangra. En Jón er mikill afkastamað- ur. Hann er ritfær í bezta lagi og hefur komið áleiðis útgáfu ýmsra þarfra bóka, og minnist ég þar fyrst og fremst Ferðabókar Sveins Pálssonar læknis, eins hins merkilegasta af gömlum rit- um íslenzkum um náttúrufræði. Sú útgáfa er einkar vönduð og smekkleg. Ágrip af veðurfræði fyrir almenning hefur Jón einnig gefið út, mjög aðgengilegt, og ásamt Pálma Hannessyni safn af íslenzkum frásögnum um ferða- lög og hrakninga. Þá er það enn ótalið, sem ekki er minnst um vert, að Jón hefur búið flestar af árbókum Ferðafélagsins undir prentun, en það hefur oft verið mikið verk og vandasamt. Og margt er enn ótalið, af bókaút- gáfu Jóns. Það var einkum í sambandi við Ferðafélagið, sem ég átti margt saman við Jón að sælda, fyrrum daga. Hann varð snemma einn af ötulustu starfsmönnum þess og er enn; hefur verið ritari þess síðan 1936 en áður hafði hann verið formaður um skeið. Betri samferðamann en Jón er ekki hægt að hugsa sér, fróðan um allt sem fyrir augun ber, úr- ræðagóðan ef óvæntir erfiðleik- ar steðja að, léttari á fæti en margan tvítugan, og aldrei skap- betri en í ausandi slagveðri. Ég minnist hans skoppandi á undan hópnum 1 foráttuslagveðri ofan að Jökulhálsi niður að Arnar- stapa, eða hlaupandi upp skriður austur í Hengii, eitthvað „út í veður og vind“, léttan eins og styggan sauð á afrétti. Ég bið Jón að afsaka samlíkinguna, en í þessu tilfelli finnst mér hún geta staðist. Jón Eyþórsson er öfundsverð- ur maður fyrir það, hve miklu honum hefir tekizt að afkasta um æfina. Hann er einn af þessum mönnum, sem sýnast aldrei flýta sér, og sjaldan kemur það fyrir, að Jón segir „ég má ekki vera að því“, þegar hann er beðin ein- hvers. Hann hefur eitthvert undravert lag á þvi að nýta tím- ann vel. Eg held að ég mæli fyrir munn margra, er ég þakka Jóni inni- lega fyrir liðnu árin og óska hon- um góðra daga og mikils árang- urs af starfi hans í framtíðinni. Skúli Skúlason. Frú Guðrún Júlía Sörensen—minning f. í Keflavík 8. nóv. 1884 d. í Lundúnum 3. jan. 1955. FRÚ Guðrún var sproti af sterk- um meiði, dóttir Ólafs Norðfjörð, verzlunarstjóra hjá Ficher, og konu hans frú Júlíu Petríu f. Benediktsen, af Hítardalsætt. Á æskuskeiði fluttist hún hing- að til Reykjavíkur og dvaldi hér síðan, utan síðustu árin, að hún dvaldi langdvölum á heimili dótt- ur sinnar í Lundúnum, og þar lézt hún úr hjartaslagi á þriðja degi þessa árs. Árið 1910 giftist Guðrún dönsk- um manni, Gunnari Sörensen, vélstjóra, er lengi starfaði hjá Eimskipafélagi íslands, frumherji í siglingaöld íslendinga hinni nýju. Eignuðust þau hjónin tvö börn: Börge, stúdent, búsettur hér Reykjavík, og Brynhildi, er starfað hefur við Sendiráð ís- lands í Lundúnum frá stofnun þess. Bændaást Framsóknar 'Jt' eftir Viking Guðmundsson Grundarhóli á Hólsfjöllum Frú Guðrún var umhyggjusöm móðir og mikil húsfreyja. Hún var að eðlisfari fálát og ótal- hlýðin, þekkti fáa en batt órofa- tryggð við þá, sem henni kynnt- ust. Hún var dama aldamótaár- anna, háttvís, hreinskiptin, — en hress og hýr á góðra vina fundi. Söngelsk og söngvin var hún svo af bar, og til hinstu stundar átti hún til að grípa til gítarsins og syngja „gamlar minningar“ af svo frábærri innlifun og næmni, að gömul hjörtu slógu ung í ann- að sinn. Það voru ómar frá voröld íslands, þegar fólk lagði eitthvað upp úr því að „kunna sig“ og temja sér kursteisi og fágaða framkomu. Frú Guðrún var góð- ur fulltrúi þess tíma, og bar svip- mót hans og reisn til æviloka. Hún var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 14. þ.m. og flutt til hinstu hvílu við hlið ættingja sinna í Gamla kirkjugarðinum. Blessuð sé minning frú Guð- rúnar Sörensen. S. Kartakórinn á Ólafs- Höfðaborg 25. jan. — Strijdam forsætisráðherra Suður-Afríku lýsti því yfir á þingi í dag í sam- bandi við vantraust, sem fram er komið á stjórn hans, að engar ráðstafanir myndu verða gerðar til þess að slíta Suður-Afríku úr tengslúm við brezka heimsveldið og gera hana á því þingkjörtíma- bili, sem nú stendur yfir, að lýð- veldi. ÓLAFSFIRÐI, 25. jan. — Þriðju- daginn 25 janúar komu nokkrir menn saman i fundarsal bæjar- stjórnar til að endurvekja karla- kórinn „Kátir pilta>-“. Kórinn hefur ekki starfað s. 1. fimm ár. Má því með sanni segja að tími hafi verið kominn til að vekja kórinn af værum svefni. Það var Gísii Magnússon múr- arameistari sem hafði forgöngu í þessu mikla menningarmáli. í kórinn gengu níu nýir félagar og verður þvi kórinn skipaður 26 söngmönnum. t stjóin kórsins voru kosmr: formaður Gísli Magnússon, ritari Magnús Magnússon gjaldkeri Guðmund- ur Þorsteinsson. í varastjórn voru kosnir: Sigurður R. Guð- mundsson, Sigurður Guðjónsson og Gunnlaugur Magnússon. Söng stjóri hefur verið ráðinn Guð- mundur Jónannsson. —J. Ág. ISLENZKI bóndi, ég elska þig. Ég ann þér hugástum. Ég vil þjóna þér og lúta þér í hvívetna eða hefi ég ekki gert það frá upp- hafi tilveru minnar. Og þó að ég hafi hlaupið útundan mér öðru hverju, er ég reiðubúin að bæta fyrir það aftur eins og góðri unn- ustu sæmir. Já, kæra Framsókn, ég viður- kenni að ég var dálítið skotinn í þér fyrst í stað, en með árunum hefur þér láðst að halda þér nægilega vel til fyrir mér, svo sem henda vill marga maddöm- una þegar til hjúskapar er komið. Svo er ég ekki frá því að ást þín sé ofurlítið blandin sjálfselsku og | jafnvel iævi. Eða hvað hefur þú i gert fyrir mig, sem hefur ekki fyrst og fremst verið fyrir þig. Huh, þú ert í meira lagi ósvíf- inn. Hefi ég ekki stofnað fyrir þig kaupfélög um allt land, sem þú átt svo sjálfur og ræður alveg yfir, og .... Augnablik. Þá má ég víst selja þau ef mér geðjast ekki að þeim eða vantar aura til að auka búið. Nei, það er ekki hægt. Auðvit- að áttu þau bara svona í „gamni“, ég meina þetta er sko þín stofn- un. Þú átt sko stofnsjóðinn og það er raunar alveg sama. Hvernig stendur þá á því að stofnsjóðurinn er ekki meira en ca. einn tuttugasti af verðmæti fyrirtækisins? Það kemur til af því að fast- eignir eru metnar á miklu lægra verði en þær eru virði og svo eru þær afskrifaðar. Já, og svo þegar er búið að afskrifa þær niður í einn eyri, þá fæ ég einn eyri þegar ég dey. Nei, blessaður, þú færð miklu miklu meira. En þú greipst fram í fyrir mér. Ég stofnaði líka Sam- bandið fyrir þig til þess að þú gætir fengið góðar og ódýrar vörur. Já, einkum og sér í lagi ef ég á heima norður á ströndum eða austur á fjörðum, þar sem sam- keppnin er yfirunnin. Ja, það þýðir nú lítið að liggja með dýru vörurnar suður í Reykjavík, þar sem heildsala- skríllinn á nógar ódýrari vörur. Þar trúir enginn að okkar vörur 1 séu betri til kaups þó að þær séu , dýrari en það eru þær nefnilega. Nú, það var skrítið. Já, Sjáðu nú til. Því dýrari sem varan er því meira fer í stofn- sjóðinn og þá græðir þú. Já, það þykir nú ekki mikill maður sem ekki á í sjóði, eða ekki var það í mínu ungdæmi. Já, og svo sér SÍS alveg um að ávaxta sparifé sveitafólksins. Það þarf ekkert nema að leggja aurana sína, ef einhverjir eru, inn í kaupfélagið sitt og svo sendir kaupfélagið SÍS þá. Já, þarna er þér rétt lýst, maddama Framsókn. Þú getur hælzt um yfir þinni svívirðilegu moldvörpustarfsemi. Þú grefur hægt og rólega undan fjárhags- legu sjálfstæði sveitanna með því að láta kaupfélögin skara saman sparifé sveitanna og flytja það til Reykjavíkur eða nota það til eigin þarfa. Svo ef bóndi þarf að fá peninga til búreksturs þarf hann að fara til Reykjavíkur og I biðja sér ásjár þar. En það er því skilyrði háð að hann eigi þar efnaðan vin sem vill skrifa uppá fyrir hann. Ella verður hann bara að herða sultarólina á sér og börnum sinum. En elsku góði, ekki getur þú borgað svona háa vexti eins og SÍS. Þetta er gömul grýla hjá þér, Framsókn góð. Ég get borgað full komna vexti. Geti ég það ekki, er það af því að þú hefur svikist um að gæta þess að ég fengi rétt verð fyrir mína vöru. Raunverulega skaðast ég ekki nema eitt prósent á því að nota lánsfé til búrekst- urs miðað við að nota mitt eigið fé. Ef búreksturinn borgar mér ekki fulla inniánsvexti af mínu fé þá skaðast ég á honum. En það er ef til vill þinn vilji? Nei, elskan mín, það vil ég ekki, en gamalt máltæki segir: „Þangað leitar klárinn sem hann er kvalinn mest“, og ég er hálf hrædd um að þú verðir mér af- huga ef ég fer alltof vel með þig. Þetta er nokkuð rétt athugað hjá þér, kæra. Líklega er fátækt- in hvergi á íslandi meiri en norð- austan og austanlands, og þar er þitt fylgi öruggt. Þetta er lýgi og ósvinna. Það er ekki mér að kenna þó að bændur norðaustan og austanlands séu fátækir. Það er að kenna fjár- pestum og harðindum. Bændur sunnanlands hafa feng ið að kenna á rigningu á slættin- um og þurft að aka töðunni sinni í flög eða forir. Þeir hafa heldur ekki farið varhluta af sauðfjár- pestum. En þeir hafa ekki misst búin niður í ekki neitt í mörg ár vegna lánsfjárskorts og ein- okunarviðskipta. Já, en nú græða bændurnir fyrir austan á hreindýrakjötinu. Það er nokkuð til í því. Ég hefi heyrt að það væri selt á 46.00 kr. kg. í Reykjavík. Og ekki ætti flutningskostnaðurinn að austan að vera svo stór liður. Annars er það dálítið skrítið hvað dilka- kjötið er farið að skipa lágan sess með þjóð vorri. Kaupfélögin og SÍS geta ekki greitt nema 10 kr. pr. kg. fyrir það í haust, en bændur fengu frá 18 og upp í 23 kr. pr. kg. fyrir kálfskjötið í sumar. Það vill svo til að öll aðal nautgriparæktarhéruðin eiga Sjájfstæðismann á þingi. Það skyldi þó ekki vera neitt sam- hengi þar á milli? Nei, nei! Þeir eru allir leiguþý heildsalanna og gera ekkert fyrir bændur nema ljúga í þá fyrir kjördag. En hvernig stendur á því að kaupfélögin þurfa að fá 130 kr. fyrir að koma dilkskrokknum að austan og til Reykjavíkur fyrir utan sölukostnað? Þau þurfa þess ekki, en það vill þó nokkuð kjóttlast upp svona í hitt og þetta, og afgangurinn fer í stofnsjóðinn og hina sjóðina. En hvernig stendur á því að allir kaupfélagsstjórar og Sam- bandsforstjórar, þjónar okkar bændanna, eru svo ríkir menn, sem raun ber vitni. Hafa þeir gott kaup? Já, og svo eru þeir mjög spar- samir. En ávaxtar SÍS ekki aurana þeirra? Ja, jú; óbeinlínis. Þeir eru hlut- hafar í ýmsum fyrirtækjum Sam- bandsins og konkúransfyrirtækj- um þess. Jæja, maddama góð. Þessi fyr- irtæki eru náttúrlega ekki þitt afsprengi heldur ert þú þeirra af- sprengi. Þú ert áróðursvélin sem berst fyrir einokunaraðstöðu SÍS og kaupfélaganna. Þið eruð óaf- látanlega eitt og hið sama. í hverju éinasta kaupfélagi er rekinn miskunnarlaus áróður fyrir þér og þinni aðstöðu. Og einmitt þar sem fólkið er þér háðast á viðskiptasviðinu þar verður þér bezt ágengt. Já, en hvað hefði orðið um bændur fyrir norðan og austan ef kaupfélögin hefðu ekki verið? Ef kaupfélögin þyrðu að berj- ast á jafnréttisgrundvelli, mundi fljótlega lítill sproti skjóta rót- um við hlið hinnar stóru eikur, og vaxa ört. Já, en það væri tap fyrir þig. Kaupfélögin taka vöruna verð- lausa, selja hana fyrir þig og skila þér svo öllum þínum aurum. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.