Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. febrúar 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 H afnarfjarð arbréf ★ Verður samstarf um byggingu hraðfrysti- húss — Rafmagn hækkað — Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks og kommúnista ræddu ekki f járhagsáætlunina — Útsvörin stórhækka — Mikið tap hjá Bæjarútgerðinni, ÞAÐ HEFUR margur.rennt augunum til Hafnarfjarðar og viljað fá fréttir þaðan, og þá einkum úr hinu pólitíska lífi, eftir eð Emil Jónsson ruddi veginn fyrir Alþýðuflokksmenn til sam- starfs við kommúnista hér í bæ um samstarf í stjórn bæjar- málanna. SAMSTJORN ALÞ.FL. OG KOMMA RÆDDI EKKI FJÁRHAGSÁÆTLUNINA Það var fyrst á fundi bæjar- stjórnar 14. des. s.l, að fjárhags- áætlun fyrir Hafnarfjarðarkaup- stað var lögð fram til fyrri um- ræðu og jafnframt voru lagðir fram reikningar ársins 1953, en þeir voru ekki tilbúnir fyrr og er það ekkert nýtt hér í bæ. Og alltaf er afsökunin fyrir þessu seinlæti sú sama, þ. e. að hinir löggiltu endurskoðendur haldi reikningunum svo lengi hjá sér. Þegar fjárhagsáætlunín var tekin til síðari umræðu og endan- legrar afgreiðslu i bæjarstjórn 11. þ. m. höfðu borizt margar breytingartillögur og sumar stór- ar, bæði frá Sjálfstæðismönnum og samstjórnarflokkunum, Al- þýðuflokknum og kommúnistum. Lagði bæjarstjóri fram allar þessar tillögur ásamt fjárhags- áætluninni, algerlega hlutlaust, enda er hann ekki bæjarfulltrúi. Þá tók til máls bæjarráðsmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi S. Guðmundsson, og flutti fram- sögu fyrir breytingartillögum Sjálfstæðismanna og skýrði sam- eiginlegar tillögur bæjarráðs. — Þegar ræðu hans lauk kvaddi enginn sér hljóðs og sátu Alþýðu- flokksmenn og komminn sem fastast og var þá umræðum lokið og gengið til atkvæða um fjár- hagsáætlunina og breytingartil- lögur. Voru allar tillögur Sjálf- stæðismanna felldar, en tillögur meirihlutans samþykktar. Vakti það sérstaka athygli, enda eins- dæmi hér í bæ, að meirihluti bæjarstjórnar ræddi ekki fjár- hagsáætlunina og breytingartil- lögur sínar við hana, hvorki við fyrri né síðari umræðu. HÆKKUN ÚTSVARA Samkvæmt hinni nýju fjár- hagsáætlun hækka útsvörin úr kr. 7.7 millj. í kr. 8.8 millj. eða um 14.5%. Má gera ráð fyrir að útsvarsstiginn verði að hækka talsvert til þess að ná þessari upp hæð. En eins og kunnugt er þá var útsvarsstiginn s.l. ár mjög hár hér í bæ, einkum á fjölskyldu fólki og má t.d. geta þess að hjón með 3 börn og 35 þús. kr. tekjur báru 600.00 kr. útsvar í Reykjavík en 1800.00 kr. í Hafnarfirði. Bendir þetta til þess, að full ástæða hefði verið til þess að reyna að stilla útsvarsupphæð- inni meira í hóf, en gert hefur verið, enda var það hægt án þess að draga úr þeim verklegu fram- kvæmdum, sem nauðsynlegar eru fyrir bæjarbúa. ENGIN ÁKVEÐIN UPPHÆÐ Á FJÁRHAGSÁÆTLUN TIL HAFNARGERÐARINNAR Eitt af aðalbaráttumálum Sjálf stæðismanna í Hafnarfirði, hefur verið bygging hafnarinnar og skapa sem bezt skilyrði til af- greiðslu, bæði fyrir fiskiskip og flutningaskip. Gegn þessu hefur Alþýðuflokkurinn unnið eftir megni undir forustu Emils Jóns- sonar, vitamálastjóra, enda hefur hann sagt að það væri alltof dýrt að byggja höfn í Hafnarfirði. En óttinn við kjósendur knúði hann cg flokk hans þó til að láta nokk- uð undan siga og fyrir það er hafnargerðin komin það áleiðis, sem raun ber vitni. Og enda þótt unnið hafi verið á annan hátt að þeim framkvæmdum en e. t. v. hagkvæmast hefði orðið, þá hef- ur það sannast, sem Sjálfstæðis- menn sögðu, að hér væri hægt að byggja höfn og að bygging hennar yrði mesta lyftistöngin undir athafna- og framfaralíf i bænum. FRAMKVÆMDIR STÖÐVAÐAR En þó að sýnt sé, að bætt að- staða við höfnina auki atvinnu- lífið í bænum, þá er þó hugur Emils og félaga hans, og nú hafa kommúnistar bætzt í hópinn, óheill hvað áframhaldandi fram- kvæmdir snertir við hafnargerð- ina. Nokkrum mánuðum eftir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar var vinna við byggingu hennar alger- lega stöðvúð og síðan hafa sam- stjórnarflokkarnir, Alþ.fl. og kommúnistar, fært sig upp á', skaftið og fellt út af fjárhags- áætlun ákvcðið fé til hafnargerð- arinnar, sem þar hefur verið und- anfarin mörg ár. í stað þess er stofnaður „Framkvæmdasjóður (til hafnargerðar o. fl.)“ og lagt í hann nokkurt fé til frjálsrar ráð stöfunar bæjarstjórnar síðar á árinu, en meirihlutinn þorði ekki annað en geta hafnargerðarinnar í sambandi við þann lið, en hug- u’-inn mun þó vera sá, að reyna að svipta hma öllu framlagi og stöðva bvggingu hennar í bili. Enda lýsti Fmil Jónsson þvi yfir á bæjarstjórnarfundinum, við at- kvæðagreiðsht um málið. að það hefðu engar nætlanir verið gerð- ar um áframhaldandi fram- kvæmdir við höfnina — og því væri ekki þörf á að taka ákveðið fé á fjárhagsáætlun til þeirra i framkvæmda. MIKIÐ TAP HJÁ BÆJARÚTGERÐINNI Reikningar bæjarsjóðs og bæj- arfyrirtækja voru lagðir fram til annarrar umræðu og teknir til afgreiðslu 11. þ.m. Voru þeir sam þykktir með 5 atkv. Alþ.fl.manna og kommúnista. Mætti margt um reikningana ræða og verður ekki annað sagt, en að ýmsar stofnanir bæjarsjóðs séu nokkuð þungar á pyngju bæjarbúa. Viðhald fast- eigna bæjarins hefur t. d. orðið kr. 200.000,00 en tekjur ekki nema 53.400,00. Gjöld vegna reksturs á sundhöllinni hafa orðið kr. 196 þúsund, en tekjur ekki nema kr. 65 þús. Gjöld vegna reksturs gróðurhúsa, án nokkurra vaxta eða afskrifta, eru færð kr 158 þús. en tekjur eru færðar kr. 133 þús. Mun gjaldahliðin vera vægt talin og ýmsu komið á stofnkostn- að. Bæjarbíó skilar 58 þús kr. hagnaði og mun vanta ca. helm- ing upp á, að það skili öllum skemmtanaskattinum, en það er undanþegið slíkum skatti. En al- varlegast hefur það þó gengið hjá Bæjarútgerðinni, því hún hefur tapað um kr. 830 þús. án þess að færa nokkra krónu til afskriftar á skipum sínum. Lét Emil Jóns- son þau orð falla i sambandi við reikninga Bæjarútgerðarinnar, að ekki væri hægt að halda þess- um rekstri áfram á svipuðum grundvelli og verið hefði. RAFMAGNSHÆKKUN Á bæjarstjórnarfundinum 11. jan. s.l. var samþykkt hækkun á rafmagni hér í bæ og bar ekki á öðru en að kommúnistinn í bæj- arstjórn væri mjög áfram um að hækkunin kæmist í kring. Hefur það þó ávallt verið. þar til að hann komst í samstarfið við Alþ. flokkinn, að hann hefur verið á móti rafmagnshækkun og talið hana óþarfa. En nú er komið ann- að hljóð í strokkinn. ÁIIUGI FYRIR BYGGINGU HRAÐFRYSTIHÚSS Mikill áhugi hefur verið fyrir því að koma upp hraðfrystihúsi hér í bænum og var mikið rætt um það við síðustu bæjarstjórn- arkosningar. Lét þá Alþ.fl. birta teikningu af hraðfrystihúsi, sem Bæjarútgerðin átti að byggja og helzt átti að byrja á grunninum fyrir kjördag. Af því varð nú ekki og fullvíst er talið, að aldrei verði byggt eftir þeirri teikningu, sem birt var. En þegar kjördagur var liðinn dofnaði yfir áhuga Alþýðu flokksins að koma upp frystihúsi. Mánuðir liðu og lítið sem ekkert var gert. LÝSI & MJÖL H.F. TEKUR MÁLID AÐ SF.R Þá er það, að seint á s.l. sumri, að Lýsi & Mjöl h.f. fer að athuga möguleikana á því að koma upp hraðfrystihúsi í bænum. Leit fyr- irtækið svo á, að farsælasta lausn in á málinu yrði sú, að stórút- gerðin í bænum sameinaðist um að koma upp fiskiðjuveri, með þvi yrði það bezt tryggt að fyrir- tækið kæmist upp og jafnvel væri hægt á þeim grundvelli að fá fleiri togara til að leggja hér upp afla sinn en nú eru staðsett- ir í bænum, með því að þeir gerð- ust aðilar að, slíku fyrirtæki. Væri*hð því ómetanlegur stuðn- ingur fyrir bæjarfélagið. SKRIFAD TIL FYRIRTÆKJA Þessar viðræður fóru í fyrstu fram óformlega, en nú hefur stjórn Lýsi & Mjöl h.f. samþykkt að skrifa þeim aðilum, sem við hafði verið rætt og ganga form- lega í það mál að sameina fyrr- nefnda aðila um myndarlegt átak í þessum efnum. Bæjarútgerðin hefur nokkuð verið að leita fvrir sér um lánsmöguleika erlendis í þessum efnum fyrir sjálfa sig, en ekki er vitað að hún hafi ennþá gefið Lýsi & Mjöl h.f. svar við þeirri málaleitan að sameinast annarri stórútgerð hér í bænum og fleirum til að koma upp mynd- arlegu frystihúsi. BÆJARBUAR VILJA AUKIÐ ATIIAFNALÍF Bæjarbúar vilja aukið athafna- líf og þessvegna er mikill áhugi fvrir bví að koma upp frystihúsi til viðbótar í bænum. En sá áhugi er ekki bundinn við formið, held- ur það eitt, að um sem mvndar- legast átak verði að ræða til efl- inear atvinnulífinu. Þeir hafa góða revnslu af því, að bær og einstaklingar tóku höndum sam- an um að koma Lýsi & Mjöl upp, en það fyrirtæki hefur reynzt bæjarbúum vel og veitir nú stór- um hóp manna stöðuga og góða atvinnu, auk bess. sem það skan- ast geysimikil útflutningsverð- mæti, sem að mestu leyti fara um Hafnarfjarðarhöfn og auka bann- ig tekjur bæjarins og bæjarbúa. Það fordæmi verður því ekki til að fæla frá víðtæku samstarfi i frystihúsmálinu, heldur hið gagn- stæða. — P. V. D. 113 listamönnum veittur styrkur HÉR BIRTIST skrá yfir úthlutun fjár til skálda, rithöfunda og listamanna 1955. — Úthlutunarnefndina skipuðu Þorsteinn Þorsteinsson formaður, Þorkell Jóhannesson ritari og Helgi Sæm- undsson. — Úthlutað var til 113 af 230 umsækjendum. 17.500 KRÓNUR: Asgrímur Jónsson Davíð Stefánsson Guðmundur G. Hagalín Halldór K. Laxness Jakob Thorarensen Jóhannes S. Kjarval Jóhannes úr Kötlum Jón Stefánsson Kristmann Guðmundsson Tómas Guðmundsson Þórbergur Þórðarson 10.500 KRÓNUR: Ásmundur Sveinsson Elínborg Lárusdóttir Finnur Jónsson Guðmundur Böðvarsson Guðmundur Daníelsson Guðmundur Einarsson Guðmundur Frímann Gunnlaugur Blöndal Gunnlaugur Scheving Jón Björnsson Jón Engilberts Jón Þorleifsson Júlíana Sveinsdóttir Kristín Jónsdóttir Magnús Ásgeirsson Ólafur Jóh. Sigurðsson Ríkharður Jónsson Sigurjón Jónsson Sigurjón Ólafsson Steinn Steinarr Sveinn Þórarinsson Þorsteinn Jónsson 6.200 KRÓNUR: Eggert Guðmundsson Friðrik Á. Brekkan Guðmundur Ingi Kristjánsson Guðrún Árnadóttir frá Lundi Heiðrekur Guðmundsson Jóhann Briem Jón Leifs Jón Nordal Karl O. Runólfsson Páll ísólfsson Sigurður Einarsson Sigurður Sigurðsson Sigurður Þórðarson Snorri Arinbjarnar Snorri Hjartarson Stefán Jónsson Svavar Guðnason Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Þorvaldur Skúlason Þórarinn Jónsson Þórunn Elfa Magnúsdóttir 4.000 KRÓNUR: Agnar Þórðarson Árni Björnsson Árni Kristjánsson Björn Ólafsson 1 Elías Mar Eyþór Stefánsson Halldór Sigurðsson (Gunnar Dal) Hallgrímur Helgason Helgi Pálsson Höskuldur Björnsson Jakob Jónsson Jón úr Vör Jón Þórarinsson Jórunn Viðar Karen Agnethe Þórarinsson Karl ísfeld Kristján Einarsson frú Djúpa- læk Kristinn Pétursson Magnús Á. Árnason Ólafur Túbals 1 Rögnvaldur Sigurjónsson Sigurður Helgason Þorsteinn Valdimarsson Þórarinn Guðmundsson Þóroddur Guðmundsson 3.600 KRÓNUR: 1 Ármann Kr. Einarsson Baldvin Halldórsson Benedikt Gunnarsson . 1 Bragi Sigurjónsson Einar M. Jónsson Filippía Kristjánsd. (Hugrún) Friðfinnur Guðjónsson Gísli Ólafsson Guðlaug Benediktsdóttir Guðmundur L. Friðfinnsson Guðrún Indriðadóttir Guðrún Jóhannsdóttir Gunnfríður Jónsdóttir Gunnþórunn Halldórsdóttir Halldór Helgason Hannes Pétursson Hannes Sigfússon Hildur Kalman Hörður Ágústsson Jóhannes Jóhannesson Jón Óskar Kári Tryggvason Loftur Guðmundsson Margrét Jónsdóttir Nína Tryggvadóttir * Ólöf Pálsdóttir 1 Pétur Fr. Sigurðsson Ragnheiður Jónsdóttir Róbert Arnfinnsson Rósberg G. Snædal Sigurður Róbertsson Valtýr Pétursson Vilhjálmur Guðmundsson frá Skáholti Örlygur Sigurðsson. 1Výja Bíó á Æk- ureyri 30 ára AKUREYRI, 1. febr.: — í dag er elzta starfandi kvikmyndahús á Akureyri 30 ára gamalt. Er það Nýja Bió, sem stofnað var 1925. Aðalhvatamaður var Jón Þór, málarameistari, en á heimili hans var stofnfundurinn haldinn 1. febrúar. Fyrstu stjórn félags- ins skipuðu auk Jóns sem var formaður, þeir Aðalsteinn Tryggvason rafvirjíi og Jón Sig- urðsson myndasmiður. Stofnend- ur auk stjórnarinnar voru- Vil- hjálmur Þór bankastjóri, Krist- | ján Karlsson bankaritari og Jó- hannes Jónasson verzlunarmað- i . i ur. I Hin fyrstu ár starfaði kvik- myndahúsið í Skjaldborg, en hinn 15. jan. 1928 var ráðizt í byggingu nýs kvikmyndahúss, og ^ var það fullgert í nóv. 1929. Tók sýningarsalur þessi 415 manns í sæti og var útbúinn svo vel, sem verða mátti. Var það fyrsti al- menningssalurinn er gerður var með föstum sætum hér í bæ. | Fyrstu árin voru aðeins sýnd- ar þöglar myndir, en siðar breyttist þetta, svo sem kunnugt er. Var sá háttur hafður á, að píanóleikari lék á meðan sýn- 1 ingu stóð og annaðist það verk um langt skeið Lovísa Frímanns. En árið 1931 komu svo talmynda vélarnar og var það merkasti þátturinn í sögu kvikmyndahúss- ins, og raunar einn merkasti þátt ur í skemmtanalífi bæjarbúa. Stjórnin var 1931 orðin mikið breytt, félagsmönnum fjölgað og aðrir teknir við störfum hinna eldri. — 1945 seldu svo hluthaf- ar Nýja Bíós flesta hluti sína Gamla Bíói h.f. í Reykjavík. Var þá kosin ný stjórn, og áttu sæti í henni Garðar Þorsteinsson, Hafliði Halldórsson og Þór Björns son, en hann hafði á hendi fram- kvæmdastjórn kvikmyndahúss- ins um langt skeið. í dag skipa stjórnina, Hafliði, Hilmar Garð- ar og Hreinn Þ. Garðars, sem jafnframt er framkvæmdastjóri. Nýlega hafa eigendur gert miklar endurbætur á húsinu, sett í það nýjar sýningarvélar, sem eru mjög fullkomnar, og nýtt sýningartjald, svo nefndt breið- tjald og fleira. Ótalinn er hinn mikli menn- ingarauki, sem að kvikmvndahús inu hefur verið í þau 30 ár. sem það hefur starfað. — Lengi var það eina kvikmyndahúsið, sem rekið var hér á staðnum, en nú hin síðari ár hefur það átt í sam- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.