Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. febrúar 1955 uttMaMfr Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 fi mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Gunnar Gunnarsson: Sorgarsaga Hornin til vinstri — vnxnndi EINU sinni var landafræðikenn- ari, sem gaf nemendum sínum eftirfarandi reglu um ný og nið: Hornin til vinstri — vaxandi. Á þessu áttu lærisveinarnir að þekkja það, hvort tunglið væri vaxandi eða minnkandi. Ef horn- in snúa til vinstri, er það vax- andi. Formaður Framsóknar- flokksins og fylgilið hans virð- ist hafa gert þetta að sinni pólitísku lífsreglu — eða máske mætti heldur kalla hana pólitíska trúarjátningu. Ef Framsóknar-Skjalda snýr hornum sínum til vinstri, þá mun hún fitna og dafna og gera fullt gagn, alveg á sama hátt og tunglið stækkar með degi hverjum, þegar hornin snúa til vinstri. ★ Þessi pólitíska trúarsannfær- ing Framsóknarformannsins kem ur glögglega í ljós þegar hann talar eða skrifar um nauðsyn vinstri stjórnar. Hvað á þessi vinstri stjórn að gera? í hverju eiga ,,umbótaöflin“ að láta til sín taka, þegar þau verðá öll komin í eina sæng skötuhjúin, kommar og framsókn, kratar og þjóð- vörn? Hverju ætlar maddaman að koma í verk á stjórnarheim- ilinu, sem hún getur ekki unnið að nú í samstjórn með Sjálf- stæðismönnum? — Þarf hún að jafna hallann á ríkisbúskapnum? Nei, það sýnir fjárhagsafkom- an hjá ríkisstjórn Ólafs Thors. Er hún líkleg til að auka frelsi í viðskiptum? Nei, kratar krefj- ast þess að settar verði á stofn einkasölur og tekinn upp skömmtun. Er trúlegt að vinstri stjórn Hermanns hækki afurðaverð landbúnaðarins? Nei, því að vinstri flokkarnir hafa alltaf kennt „stórbændunum" um dýr- tiðina. Á að mynda vinstri stjórn til að auka lán og hækka framlög til sveitanna? Nei, þetta hefur aldrei verið ríflegra heldur en á stjórnartíma Sjálfstæðisflokks- m s. Ætlar vinstri stjórn að af- nema bátagjaldeyrinn? Nei, því að vinstri blöðin segja að lækkun hans sé svik við útgerðina. Þarf að mynda vinstri stjórn til að rafvæða landið? Nei, því að engin ríkisstjórn hefur haft stórfelldari framkvæmdir í því efni á prjónunum heldur en stjórn Ólafs Thors. ★ Svona mætti halda lengi áfram að spyrja. Svarið verður alltaf á einn veg. , T'ermann og hans fólk hefur ekki bent á eitt ein- asta framfaramál, sem „umbóta- öflin“ eru líkleg til að vinna bet- ur að heldu" en núverandi ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem Framsókn styður af illri nauð- syn, eftir því sem Tíminn segir. Þá verður að nefna hér eitt mál, sem maddaman hampar ó- spart framan í vinstri flokkana. Það er eitt hlutverk, sem hún segir að þeir eigi að hjálpa sér til að rækja. Hún ætlar að láta þá styðja sig til að afnema milli- liðagróðann. Já, hvað er að heyra. Hvar er nú SÍS og kaupfélögin með allar sínar hugsjónir og varasjóði og Vilhjálm Þór og æskurjóðu for- stjórana? Njóta þau sín ekki svo vel með öll sín sérréttindi í frjálsri sam- keppni við kaupmenn og heild- sala, að þau geti afnumið milli- liðagróðann? Ótrúlegt er annað. Ef hér er um að ráeða ofháa á- lagningu, óeðlilegan hagnað ein- staklinga, sem við verzlun og við- skipti fást, þá eiga kaupfélögin að geta komið og sagt við neyt- endur: Kaupið okkar ódýru vör- ur, og leggið hagnaðinn af verzl- uninni í ykkar eigin sjóð. Til þess þarf ekki að mynda neina vinstri stjórn. „Umbótaöflin" hljóta að geta notið sín innan „hagsmuna- samtaka fjöldans11 — kaupfélag- anna. Hér ber allt að einum og sama brunni. Forsendan fyrir „vinstri stjórn“ er ekki til í hagsmunabaráttu fólksins. — Hún byggist á pólitískri triiar- játningu vinstri mannanna í Framsóknarflókknum, sem þannig hljóðar: Hornin til vinstri — vax- andi nyt í Framsóknar- Skjöldu. Eru þeir að ganga af frúnni! KOMMÚNISTABLAÐIÐ birtir s.l. fimmtudag grein um stjórn- arskiptin í Frakklandi og for- sætisráðherraskiptin í Kreml. — Kveður það sama fótakeflið hafa orðið þeim Malenkov og Mendez- France að falli, þ. e. a. s. samn- ingana um endurvopnun Vestur- Þýzkalands. Vegna þeirra hafi Mendez-France misst meirihluta í þinginu. Malenkov hafi hins vegar orðið að játa að sú stefna hans að auka neyzluvörufram- leiðsluna á kostnað þungaiðnað- arins hafi verið röng. Vegna end- urvígbúnaðar Vestur-Þýzkalands þurfi Rússar fyrst og fremst að auka vígbúnað sinn og þungaiðn- að. Þetta segir blaðamaðurinn, sem ritar hið erlenda fréttayfirlit blaðsins í upphafi greinar sinnar. En í lok hennar fullyrðir hann hins vegar að auka þurfi þunga- iðnaðinn til þess að framleiða ræktunarvélar og auka landbún- aðarframleiðsluna!! Þannig rekur eitt sig á annars horn í þessari grein. En athyglis- verðast í henni er þó það, að greinarhöfundur fullyrðir, að ómögulegt hafi reynzt að auka framleiðsluna á samyrkjubúum rússneska landbúnaðarins. Þar sé hvorki hægt að auka framleiðslu á korni eða kvikfjárafurðum. Hvað sanna nú þessi ummæli sjálfs kommúnistablaðsins? Ekkert annað en það að hið kommúniska skipulag landbún- aðarins í Rússlandi, einu frjó- samasta landi Evrópu, hefur geng ið sér til húðar. Valdhafarnir hafa gefið upp alla von um aukn- ingu framleiðsjunnar á samyrkju búunum. En eins og dr. Benjamín Eiríksson benti á í hinum merku greinum sínum um Rússland hér í blaðinu fyrir nokkru síðan velta lífskjör Rússa fyrst og fremst á afköstum landbúnaðarins. Er nú svo komið að jafn- vel blaðamenn „Þjóðviljans“ séu að ganga af trúnni á hið kommúníska skipulag? VIÐBRÖGÐ Englendinga, þá er við íslendingar færðum út hóflega, enda varla til fullrar þarfar, landhelgislínuna og þar með svæði það, sem friðhelgt er talið og varið, svo sem geta leyf- ir, gegn ágengni þeirri og rán- yrkju, sem óforsjálum veiði- mönnum er titt að beita á fiski- miðum, þar sem til nær, er með slíkum ódæmum, að skyggnast verður alla leið aftur í miðald- ir til að finna nokkuð þvílíkt á friðartímum i samskiptum vin- veittra þjóða, er enda hafa með sér sérstakt bandalag til land- varna. Framkoma Breta í máli þessu hefur frá upphafi og fram úr ver- ið þann veg, að ekki hefur mátt í milli sjá fólsku og flónskap- ar. Samt brá svo við nýverið, að Jón boli færði sig betur upp á skaftið. Harmar geta svifið sárt að, það er satt og víst. En að láta sak- lausa menn og það þjóðarheild gjalda æru við missi ástvina af völdum náttúrunnar, er svo óheyrilegt, að öndvegisþjóð á borð við Breta ætti ekki að láta sig slíkt henda. Það sem gerzt hefur í land- helgismálinu er almenningi hér gagnkunnugt og því óhætt að stikla á stóru. Þegar við íslend- ingar, að dæmi Norðmanna fengnu, réðumst í að færa út verndarsvæðið, varð svar Engla ekki það sjálfgefna, að sætta sig við orðinn hlut, eða að öðrum kosti stefna okkur fyrir alþjóða- dómstól. Er hverjum einum í lófa lagið að geta sér til um á- stæðuna fyrir því, en ekki ósenni- legt, að þeir hafi óttast að tapa málinu fyrir okkur ekki síður en Norðmönnum. Efnaleg kúgun og rógur um ágengni af okkar hálfu varð fyr- ir valinu. Önnur eins bolabrögð munu fátíð í samskiptum siðaðra þjóða, en vart með öllu ókunn, þar sem um er að ræða frum- býlinga og frumstæðar þjóðir eða þjóðabrot. En frumbýlingar erum við að vísu, og frumstæðir í sumu, svo sem þrákelkni í að láta ekki troða okkur um tær í heimahúsum og halda í sjálfsögð mannréttindi. Afstöðu af því tagi skyldi mað- ur ætla að Englendingar myndu skilja og kynnu að meta, þeir, sem allra þjóða einbeittastir hafa staðið gegn ofbeldi og sem allur hinn frjálsi heimur stend- ur í óbættri þakkarskuld við. Hlýtur það því að teljast með ólíkindum, að einmitt þeir, í alda- gömlum skiptum sínum við ör- litla nágrannaþjóð, fátæka og, að því er þeir virðast ætla, fá- kæna eða jafnvel fáráða, töldu kúgunarleiðina færa og, að ætla má, farsæla til sigurs. Slíkt er sorgarsaga, og þó ekki enn sögð að fullu. í tveim ægi- styrjöldum hafa íslendingar lagt sig alla fram um að styðja Breta VeLL ancll óhrijar: Hi i Kvillar og farsóttir. EIMILISFAÐIR“ vekur at- hygli á eftirfarandi: „Mikið hefir verið að undan- ( förnu — og er enn — um allskon- ar kvilla og farsóttir hér í i bænum. Kíghósti, mislingar, hettusótt, rauðir hundar — með meiru, hafa sótt á fólk og valdið ama og leiðindum eins og alltaf, þegar veikindi koma til. Það verður að taka því eins og hverju öðru mótlæti. En mér datt eitt í hug í þessu sambandi: — væri það ekki heppilegt og vel til fundið undir slíkum kringum- stæðum, að borgarlæknir gæfi út til almennings, t. d. í dagblöðum bæjarins, smá upplýsingabálk í sambandi við kvillana, sem eru að ganga, hvernig þeir haga sér á byrjunarstigi, hvernig skyn- samlegast verði brugðið við, eða hvað sé helzt hægt að gera til að forðast þá. Margur maðurinn 1 með fullt hús af börnum — eða i reyndar hver sem er, myndi telja í sér töluvert hald og öryggi í slíkum upplýsingum og fræðslu og vildi ég mælast til, að þessi i tillaga mín verði tekin til greina 1 af hlutaðeigandi aðilum. Vinsamlegast — Heimilisfaðir." Rykið á Miklubrautinni. ÞURRVIÐRIÐ að undanförnu hefir haft í för með sér ó- venjulega mikið ryk á götum bæj arins af þessum tíma ársins að vera. Hvimleitt er það og leiðin- legt í meira lagi. Einn sem býr á Miklubrautinni ber sig illa. Hann segir: „Á fáum götum er jafnmikil bílaumferð eins og á Miklubraut, enda er hver þurrviðrisdagur stórplága fyrir þá, sem búa við þessa götu, sökum hins gífurlega göturyks, sem þar ríkir. Það sit- ur í sköflum á tröppum og stétt- um, smýgur inn í allar íbúðir og mettar loftið, án þess að gluggar séu opnaðir. Vinsamleg tilmæli. NÚ eru það vinsamleg tilmæli okkar, sem búum við þessa götu, að bæjaryfirvöldin fari að hefjast handa um að malbika eða gera ðrar ráðstafanir til að losna við rykið af þessari miklu um- ferðarbraut. Ég veit, að ég mæli ekki aðeins fyrir munn okkar Miklubrautar- búa, heldur einnig Hlíðahverfis- búa hér fyrir sunnan okkur, því að oftast er þurrkáttin norðan- átt. — Miklubrautarbúi“. K Tilmæli til Þjóðleik- hússins. ÆRI Velvakandi! Mig langar til að beina þeim tilmælum til Þjóðleikhússins, að það taki til sýningar einhverja óperu með Maríu Markan í aðal- hlutverki. Mér er kunnugt um, að það er ósk margra, að hinni ágætu söngkonu sem hefir borið hróður landsins víða, sé veitt tækifæri til að koma hér fram í einhverju hlutverki af hinum mörgu, sem hún hefir sungið í erlendum leikhúsum. — P.P,“ *__ Að hika er sama og tapa. og bæta úr raunum þeirra' með því að ferja til þeirra, á kostnað lífs og lima, það sem til vannst af fiskmeti ýmiss konar. Á þann einn hátt var þessi litla, vopn- og varnarlausa þjóð fær um að leggja af mörkum sinn skerf til viðhalds frelsi og réttar í válegri veröld. Samtímis opnuðust á veg- um vísindalegra rannsókna augu manna fyrir þeirri staðreynd, að fiskimið þau, er svo vel höfðu dugað þjóðunum báðum á styrj- aldartímum — og raunar ekki síður friðar, öld eftir öld — myndu áður varir verða uppurin fvrir ágengni óprúttinna og skammsýnna veiðimanna, ef ekki yrði að gert, Englendingum til gagns, ekki síður en okkur sjálf- um. En þá hófst óvart sá Ijóti léikur, er við þekkjum nægilega. Og er þó ekki allt talið, svo sem þegar var sagt. Skrif enskra blaða, þar sem okkur íslendingum er gefin sök á hörmulegum afdrifum áhafna tveggja enskra togara og þjóðin í augum brezkrar alþýðu að morðingjum ger, fer svo langt fram úr öllu mannlegu og sið- samlega hófi, að varla er orðum að eyðandi. Einkum þar sem Bretum færi betur, að fitja ekki að fyrra bragði upp á hjali um ágengni á íslenzkum djúpmiðum og þótt nær landi sé. Um leið virðist gleymt og grafið, að ís- lendingar hafa öldum saman lagt sig í hættu og líftjón til að bjarga úr háska nauðstöddum skips- höfnum af fleytum, er þjóffiskað höfðu vikum saman, stundum heill floti, rétt utan við land- steinana og einmitt á heimamið- um bjargarmannanna. Loks má geta þess. að af kunn- ugum er talið, að framkoma brezkra veiðimanna hér við land hafi upp á síðkastið harðnað svo, að óþolandi megi teljast. Og beinu manntjóni hefur ógætni þessara sjálfdæmdu og orðhvötu óaldarseggja þegar ollað okkur, sem um margar aldir höfum ekki gert Bretum nema gott eitt, þar á meðal bjargað mörgu mannslífi brezku, óbeint oftast nær, en einnig beint og með átökum, er seint verða til ragmennsku talin. Enda munu íslendingar ekki kúgast láta, hvað sem yfir dynur, nema hernaður komi til og ofur- efli. Sem þó mun vart talið henti- samt á friðartímum. Fámenn þjóð í örðugnýttu landi verður að una því viðmóti, er voldugur nágranni telur sér sæma að sýna henni, enda framkoma Breta við nálæg eylönd einkamál, þar, sem alþjóðadómi verður ekki við komið. En það hefði verið nógu gaman að sjá skrif þeirra brezku blaða, sem hæst lætur í um hrottaskap fslendinga, hefðu samskipti þau, sem að framan er lýst, farið fram á milli okkar og — segjum Rússa, Ætli að þá hefði ekki kveðið við annan tón? En sem sagt: þeir um það. Að svo miklu leyti sem lög ná ekki yfir illmælin, — sem vert væri að athuga. Bretar eru manna hörundsárastir og harðdæmir, svo að lofsvert má telja, gegn öllum þeim, er víkja óverðskuldað að æru náungans. Líklega er þó of mikil bjartsýni að ætla, að íslenzka þjóðin, bor- in óbótasökum, geti náð rétti sín- um lagaleiðina. En sómi lands og þjóðar er eign, sem ekki má fara óvarlega með. — Þeim verð- mætum er teflt í voða, komist „vinaþjóð“ upp með að beita okk- ur bolabrögðum af því tagi, sem að framan hafa rakin verið. Gunnar Gunnarssen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.