Morgunblaðið - 13.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudágur 13. febrúar 1955 ítmMa Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmllaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fróðleg og ánœgjuleg kvikmyndasýning Forsela og nefiula- ■kjör á líá'oaðar- Eftir fund IMorðurlandaráðsins EINS og kunnugt er stóð fundur Norðurlandaráðsins yfir í Stokkhólmi dagana 28. janúar til 3. febrúar s. 1. Tók hann samtals til meðferðar 75 mál. Mikill meiri hluti þeirra voru tilkynningar og skýrslur frá ríkisstjórnum land- anna um framkvæmd fyrri álykt- ana ráðsins. Aðeins 16 ályktunar- tillögur voru samþ. á fundinum. Norðurlandaráðið er aðeins ráðgefandi samkoma. Alyktan- ir þess eru því fyrst og fremst áskoranir til ríkisstjórnanna um að framkvæma vilja-yfirlýsing- ar þess. Árangurinn af störfum þess veltur þannig fyrst og fremst á því, að stjórnir land- anna starfi í góðri samvinnu við það. Til þess að tryggja slíka samvinnu eiga fulltrúar ríkisstjórnanna sæti á fundum ráðsins og taka þátt í störfum þess. Á þessum fundi voru samþykkt- ar tvær tillögur, sem fyrst og fremst varða ísland. Hin fyrri þeirra var um ráðstafanir til þess að bæta samgöngurnar milli fs- lands annars vegar og hinna Norð urlandanna hins vegar. Samþykkti ráðið að beina því til ríkisstjórn- anna að taka upp nána samvinnu í þessu skyni. Lagði það jafnframt til að athugað yrði um umbætur á afkomuskilyrðum fyrir sam- göngur milli landanna þar sem aukin verzlunarviðskipti hlytu að vera forsenda bættra samgangna. Ennfremur var á það bent, að auk in kynningarstarfsemi væri þýð- ingarmikil í þessu sambandi. f álitsgerð nefndarinnar var það tekið fram, að hún hefði feng- ið vitneskju um að samningar yrðu upp teknir milli ríkisstjórna ís- lands og Svíþjóðar um endurnýj- un loftferðasamningsins milli land anna. í sambandi við umræður um þessa tillögu gafst fulltrúum ís- lands á fundinum tækifæri til þess að skýra sjónarmið íslendinga í þessum málum almennt, og jafn- framt sérstaklega að því er snerti flugsamgöngurnar miili íslands og Norðurlanda, sem mjög hafa verið ræddar undanfarið vegna uppsagnar Svía á ioftferðasamn- ingnum við íslands. Er óhætt að fullyrða, að það hafi verið gagn- legt, þar sem ýmis konar misskiln- ings og rangfærslna hafði gætt í blöðum um þetta mál. Síðustu vik- ur hafa hins vegar bæði sænsk, norsk og dönsk blöð flutt greinar- góðar upplýsingar um eðli þess, þar sem málstaður og sjónarmið Islendinga hafa komið mjög vel fram. Hefur ríkisst.iórn Svíþjóðar nú tekið boði íslenzku stjórnarinn- ar um að hefja viðræður um end- urnýjun loftferðasamningsins hér í Reykjavík á næstunni. Það cr sérs:aklega þýðingar- mikið, að athugað verði í sam- bandi viðleitni til þess að bæta samgöngurnar milli íslands og hinna Norðurlandanna, hvern- ig verzlunarviðskipti milli land- anna verði aukin. Það er marg upplýst mál, sem einnig var bent á, á fundi Norðurlanda- ráðsins, af fulltrúum Islands, að Islendingar kaupa miklum mun meira af frændþjóðum sín um á Norðurlöndum, en þær af okkur. Með því að jafna þessi viðskipti skapast traustari grund völlur bættra samgangna milli landanna. Hin tillagan, sem snerti Island sérstaklega, var tillaga, sem flutt var af sænskum þingmanni, um áskorun til ríkisstjórnanna um að styðja þýðingu íslenzkra og finnskra fagbókmennta á mál hinna Norðurlandþjóðanna. Að sjálfsögðu snertu ýmsar aðr- ar ályktanir, sem ráðsfundurinn gerði, einnig íslenzka hagsmuni. Má þar tilnefna ályktanir er varða ýmis sameiginleg menn- ingarmál Norðurlandanna allra, aukna samvinnu á sviði útvarps og sjónvarps, menntunar og at- vinnu iækna, tannlækna, lyfja- fræðinga og hjúkrunarkvenna. — Um umferða- og tollmál voru og gerðar ályktanir, sem miða að auk- inni samvinnu hinna norrænu þjóða á því sviði. Á sviði félags- mála er einnig unnið markvíst að samræmingu löggjafar og sköpun möguleika þess, að allar þjóð- irnar geti notið gagnkvæmra fríð- inda samkvæmt henni hver hjá annarri. —■ i Fundir NorSurlandaráðsins bafa aldrei áorkað neinum stór virkjum. En á þeim er mark- víst unnið að því að færa þess- ar náskyldu þjóðir saman og bæta aðstöðu þeirra til þess að finna raunhæfan árangur af samstarfi þeirra. I því samstarfi blýtur íslenzku þjóðinni að vera ljúft að eiga sinn þátt. KVIKMYNDASYNINGIN, sem Landsmálafélagið Vörður gekkst fyrir, þar sem sýnd voru ýmis verk hinna gömlu meistara i málaralistinni, tókst ágætlega. Bjarni Guðmundsson, blaðafull- trúi, skýrði að nokkru myndirn- ar og sagði frá æviatriðum hinna gömlu snillinga. Var fróðlegt að heyra hvað Bjarni hafði að segja um þá og málverk þeirra — Á- horfendur voru eins margir og húsrúm leyfði. ' Sýndar voru 7 stuttar kvik- myndir og var hver um sig helg uð list ákveðins meistara eða tímabils. — Fyrsta myndin sýndi áhrif hollenskrar menningar á iist og listsköpun endurreisnar- timabilsins á Ítalíu, og því til skýringar voru sýndar myndir eftir Botticelli og Rafael. Næsta kvikmynd fjallaði um meistar- ann Sandro Botticelli, sem fædd- ur var í Flórens 1444. — Þriðja í röðinni var málverk eftir Rap- hael, The Young Immortal. — Þá kom mynd eftir Rembrandt, The Night Watch. — 5. myndin var Light in the Window eftir Vermeer, en hann var hollenzk- ur máiari, 1632—1675. — Þá kom mynd eftir Degas, Curtain Call (1834—1917). Málarinn De- gas var einn af frumherjum hinn ar nýju listastefnu, impressjónis mans. — Sjöunda og síðasta myndin hét Joy of Living og var eftir Auguste Renoir (1841— 1919). Hann var franskur og í hópi mestu málara síðari tíma. AKRANESI, 12. febr. — Tuttugu bátar voru á sjó hér í gær og mun afli þeirra hafa verið ;:am- anlagður 150 lestir. Sami bátafjöldi var á sjó í dag. Ekki er vitað um aflabrögð. — Margir bátanna komu að kl. 11 til 12, en þeir verða að tínast að allt fram undir morgun. Er mjög langróið. Sumir róa allt vestur í Kolluál. Hingað komu tveir togarar í dag, Bjarni Ólafsson með 270 lestir eftir 6 daga útivist og Bjarni riddari með 330 lestir eft- ir 11 daga. —Oddur. VeU andi áhrij^ar: Á S. L. HAUSTI, skömmu eftir formannaskiptin í Alþýðuflokkn- um, var stofnað hér í Reykjavík Málfundafélag jafnaðarmanna. —- Var það myndað af nokkrum fylg- ismönnum hins nýfallna formanns. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins gengu í félagið, þeir Hannibal Valdemarsson og Gylfi Þ. Gísla- son. Félag þetta hefur leynt og ljóst unnið að því að grafa undan Al- þýðuflokknum. Jafnhliða hefur það barizt fyrir samvinnu við kommúnista. Hefur það m. a. náð þeim árangri að feila Alþýðuflokks mann frá kjöri í bæjarráð Reykja- víkurbæjar. Var það afrek unnið af Alfred Gíslasyni lækni, öðrum bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. — Eru kommúnistar honum ákafiega þakkiátir fyrir það verk og lofa hann hástöfum í blaði sínu. Annað höfuðafrek þessa Mál- fundafélags jafnaðarmanna var, að senda tvo „áheyrnarfulltrúa" á landsfund þjóðvarnarflokksins. — Flutti annar þeirra þar kveðjur og árnaðaróskir. Nú hefur sú fregn spurzt, að Gylfi Þ. Gíslason hafi sagt sig úr þessum félagsskap. Mun prófess- ornum hafa fundist uggvænlegt sálufélagið á þessum slóðum. Er áiitið að hann hafi verið orðinn smeykur við að frjósa þar inni og því viljað forða sér í tæka tíð. — Ríkir mikil gremja ýfir brottför hans hjá þeim er eftir sitja. Er ekki laust við að þeim hafi fundizt hann svíkja sig í tryggðum. En prófessorinn vill ógjarnan veðja á vitlausan hest. Hefur hann því í biii talið klókt að yfirgefa ann- exíu kommúnista og þjóðvarnar og fiytja að nýju heim til föður- húsanna. Alfred læknir og hinn fallni formaSur sitja hins vegar eftir meS sárt ennið og snúa ásjón- uir. sínum enn í austurátt. — „Vítt sjá þeir land og fagurt“, enda þótt sjálfur „ÞjóSviIjinn11 hafi lýst því yfir að Iivorki korn rækt né kvikfjárrækt fái bless- ast á samyrk.jubúum Kreml- manna I! j Frá sveitakonu í Árnessýslu. SVEITAKONA í Árnessýslu hefur skrifað mér á þessa leið: „Velvakandi góður! Ég hef oft haft aðstæður til að hlusta að staðaldri á dagskrá út- varpsins og þá kemur vel í ijós, að þar kennir margra góðra j grasa. í vetur fannst mér dásamlegt að byrja daginn á því að hlusta á séra Jón Auðuns, er hann flutti af eldmóði sínar fögru morgun- bænir. Síðan tóku aðrir prestar i við og þó að séra Jóns væri sakn- , að, varð auðvitað að taka því vel. i Mörgum hefur sjálfsagt þótt gott að hlýða á ritningargreinar upp- lesaranna og viðeigandi ljóð, er fvlgdu. Ef til vill hefur líka ein- hverjum þótt heillaráð að nota þessa iitlu morgunstund sér til áminningar og uppbyggingar, er rifjuð voru upp boðorðin í réttri röð. F; Farið kæruleysislega með viðkvæmt efni N finnst ekki flestum of mikið af því góða — þó að góð vísa sé ekki of oft kveðin — þegar sömu ritningarorðin og ijóðin, er hlustandi þessa morgunþáttar heyrði einhverntima í vetur, eða í fyrra, eru ekki einasta lesin einn morgun, heldur tvo í röð, h. 9. og 10. febr. s.l. Þá finnst mér að minnsta kosti „plötu- slátturinn" ganga full langt. — Þarna er, að minni hyggju, farið kæruleysislega með viðkvæmt efni, hlustendum til mikilla von- brigða. Dýrmæt stund, sem ætti að vera lifandi eins og efni standa til, verður öldungis orðin tóm, spiiuð af gömlum grammófón- plötum. — Þ.J.H.“ Hvað væri ég . . . ? SKÝJAGLÓPUR hefur orðið: „Já, mörgum finnst nóg komið af frosti og kuida og þurr- viðri og ákalla regn og hlýju í sífellu. Það heíur jafnvel hvarfl- að að mér sjálfum — og þó — þegar ég horfi á kvöldhimininn aisettan blikandi stjörnum og bragandi norðurljósum — bá er mér ölium lokið. Ég hefst upp í æðra veldi, mér finnst ég ekki lengur heyra jörðinni til. Vildi ég skipta á þessari himnadýrð og ofurlítið meiri hlýju á minn jarðneska búk ásamt grettum og grámyglulegum himni? Ekki þar fyrir, að mér þyki ekki líka vænt um himininn, þeg- ar hann er hulinn skýjum. já, svörtum torráðnum skýjum, sem hnykkla sig og teygja og breiða úr sér á víxl í óendanlegum ingi Á FUNDI búnaðarþings í gær- morgun fór fram kjör varafor- seta þingsins og var kosinn fyrri varaforseti Pétur Ottesen alþm., og annar varaforseti Gunnar Þórðarson. — Skrifarar þingsins voru kosnir Páll Pálsson, Þúfum, og Hafsteinn Pétursson, Gunn- steinsstöðum. Því næst var kosið í eftirtaldar fastanefndir: Fjárhagsnefnd: — Guðmundur Jónsson, Einar Ólafsson, Helgi Kristjánsson, Jón Sigurðsson, Páll Pálsson, Garðar Halldórsson, Benedikt Grímsson. Jarðræktarnefnd: — Ásgeir Bjarnason, Þorsteinn Sigfússon, Bjarni Bjarnason, Hafsteinn Pét- ursson, Kristinn Guðmundsson, Egill Jónsson. Búfjárræktarnefnd: — Baldur Baldvinsson, Jóhannes Davíðs- son, Kristján Karlsson, Eggert Ólafsson, Sigurður Snorrason, Sigmundur Sigurðsson. Allsherjarnefnd: — Benedikt Líndal, Guðmundur Erlendsson, Gunnar Guðbjartsson, Ketill Guðjónsson, Sveinn Jónsson, Jón Gíslason. Reikninganefnd: Guðmundur Jónsson, Jóhannes Davíðsson, Þorsteinn Sigfússon. margbreytileik. Er nokkuð til, sem örvar betur hugarflugið og ímvndunargáfuna heldur en all- ar þessar kynjamyndir í skýjafari himinsins? Hvað væri ég, ef ég gæti ekki lyft höfði mínu til himins — til stjarnanna, norður- Ijósanna og skýjanna? — Ég ■— minn aumi jarðarormur! Skýjaglópur ‘. Faðir flytur þakkir sínar. KÆRI Velvakandi! Végna heimsóknar Sinfóníu hljómsveitarinnar í Melaskólann fyrir skömmu síðan, langar mig til að koma nokkrum línum á framfæri. Eftir frásögn barna, sem þarna voru, mun létt sinfón- ísk tónlist hafa verið flutt fyrir börnin ásamt skýringum og kynningu á hljóðfærunum. Ef- laust hefur jarðvegur verið nokk- uð misjafn hjá þessum áheyr- endahóp eins og öðrum, en mér er kunnugt um, að mörg börn höfðu af þessú hina mestu unun. Ég álít ómetanlegt, að börnun- um séu kynnt þau menningarverð mæti, sem náð geti hug þeirra, áður en allar þær auðvirðilegu og auðsóttu skemmtanir, sem mest eru á boðstólum hafa spillt smekk þeirra. — Vil ég því senda útvarpsstjóra og tónlistarmöiin- unum bezta þakklæti í von um, að þeir láti hér ekki staðar num- ið. — Faðir“. y_^Y)®6^_5 Sá ‘er ei lífsins verðugur, sem lifir aðeins sjálfum sér. Framh. af bls. 7 „vinur hafsins“, að lokum og leit á myndir er stóðu á ofnhillunni. Þar voru myndir af börnum hans og barnabörnum — og hópurinn sá er orðinn stór. ★—O—★ Ellert Sshram og kona hans Magðalena, fylgdu okkur út á tröppurnar. í þessu húsi hafa þau átt heima í 41 ár, en í haust áttu þau 60 ára hjúskaparafmæli. Við viljum vera í Vesturbænum, sagði frú Magðalena. Um skeið fluttum við upp á Bergstaða- stræti, en hurfum hingað vestur eftir aftur og hér höfum við verið síðan — eða í 41 ár. Þegar við vorum að ganga frá húsinu kallar skútuskipstjórinn í okkur og segir: — Þið viljið kannski líta á garðinn okkar hjónanna, og gengur með okkur vestur með húshliðinni. Þarna voru gömlu trén hans. Sjómaður, sem á tré heima í húsagarðinum sínum hlýtur oftar að hugsa heim en hinn, sem engan húsa- garðinn á. Svo kvöddum við Vesturbæinginn níræða, sem er ánægður með hvað lífið veitti honum — með börnin sín, en einkum þó með konuna sina. A. St. — Minning Framh. af bls. 7 ánægjulegt. Hann naut umhyggju af hendi barna sinna, var mikið samvistum við bræður sína, Gísla og Ólaf, var mjög vinsæll af sam- starfsmönnum og naut hylli hús- bænda sinna sakir dugnaðar, trúmennsku og hagvirkni. Og að vetrinum var störfum hans þann- ig háttað, að hann hafði mikið tóm til að leggja stund á sín hugð arefni, iðkaði þá útskurð og bjó til margt haglegra muna, Hann var og glaður og æðrulaus, og fram til þess síðasta var hann sjáifum sér samkvæmur um það að hugsa sízt meira um sjálfan sig en aðra. Seinustu vikurnar, sem hann iifði, var mjög að heilsu hans sorfið, en mér virtist hann þá hugsa meira um heilsu og iíðan Gísla, bróður síns, en heilsu far sjálfs sín. Og það var yfir honum friður og heiðríkja þess, sem ekki kvíðir því, sem hann veit, að í vændum er og ekki verður umflúið. Þannig var og svipur hans látins. Guðm. Gíslason Hagalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.