Morgunblaðið - 13.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1955, Blaðsíða 16
¦HH ' I 36. tbl. — Sunnudagur 13. febrúar 1955. Verkfallib á farmskipunum: Samningar stronduðu á matreiðslu- möhnum sem báru fram nýjar kaup- hækkun arkröfur ílok samningsfundar Samningafundurinn stóð i 35 klst. Verkfallið heldur áfram ÞÆR vonir manna um að verzlunarflotinn myndi geta leyst festar í gær, eftir rúmlega 20 daga verkfall matreiðslu- og i'ramreiðslumanna, brást, þar eð upp úr samningunum slitnaði er samningafundurinn með sáttasemjara ríkisins hafði staðið yfir í S5 klukkustundir. — Þegar samningunum var hér komið, höfðu aðilar náð samkomulagi um svo að segja öll ágreiningsatriðin. — En þá fór allt í strand. Matreiðslumennirnir báru fram nýja kröfu. ÞEGAR SAMNINGAR STRÖNDUÐU Hafði náðzt samkomulag um kaup og dagvinnutíma mat- reiðslumanna, og búrmanna en samningar strönduðu þá á því að krafizt var að útgerðarfélög- in tryggðu þessum starfsmönn- um sínum 30 klst. yfirvinnu- kaup á mánuði, án tillits til þess hvort þær væru unnar eða ekki. -•- Um þetta segir Þjóðviljinn, miðvikudaginn 9. þ. m.: „Miðaði allverulega í sam- komulagsátt á fundi þessum. Náðist þar m. a. samkomulag um kaup og vinnutíma matsveina og flest ágreiningsatriði, sem þá varða, nema tvö". SAMID VIÐ ÞJÓNA Á sáttaiemjarafundinum, sem hófst kl. 5 á fimmtudaginn var og stóð til kl. tæpl. 4 á laugar- dagsmorgun náðist fullt sam- komulag i milli deiluaðila um kjör framreiðslumanna og er sá *amningur tilbúinn til undir- skriftar, en verkfallið heldur áfram þar sem ekki hefur náðst samkomulag um kjör matreiðslu- manna og búrmanna. Enn hefur því fækkað þeim fáu sem stöðva kaupskipaflota íslendinga. Á ÞVÍ STRANDAÐI 0 Eins og áður var sagt hafði náðst samkomulag um kaup mat- reiðslu- og búrmanna en samn- ingar strönduðu á því að útgerð- arfélögin neituðu að verða við kröfunni um að tryggja 30 klst. yfirvinnugreiðslu á mánuði án tillits til þess hvort svo lengi sé unnið eða ekki. Síðasta tilboð matreiðslu- manna var svo að fá grunn- kaupshækkanir, er næmu kr. 150,00—200,00 á mánuði eftir starfsflokkum, umfram það sem áður var búið að samþykkja og atð starfstilhögun yrði þannig háttað að öruggt væri að yfir- vinnustundir yrðu ekki færri en 30 á mánuði. OG VERKFALLID HELDUR ÁFRAM Þessu var algerlega hafnað af útgerðarfélögunum og heldur verkfallið því áfram vegna þess að þeir sem höfðu það sem aðal- kröfu að fá 8 klst. vinnudag við- urkenndan og fengu það fram, heimta nú tryggingu fyrir 9 klst. kaupgreiðslu án tillits til þess hvort þeir vinna svo lengi eða ekki. ÓVANIR SAMNINGAMENN Samningafundir hafa ein- kennzt af því að fulltrúar mat- reiðslumanna og framreiðslu- manna eru gjörsamlega óreynd- ir í slíkum samningagerðum. Sýnt þykir að þeir hafa ekki farið að ráðum sér vanari og gætnari samningamanna svo sem forseta A S.Í., Hannibals Valdi- marssonar, sem tekið hefur þátt í samningunum. Einn starfsmað- ur A.S.Í., Snorri Jónsson, hefur einnig tekið þátt í samningunum. Mun framlag hans í þeim efnum frekar hafa orðið til tjóns en gagns. í gær var ekki vitað nær næsti samningafundur verður haldínn. HLUTAVELT/VHI STARFSFOLK hlutaveltunnar er beðið að mæta stundvíslega kl. 1 í dag i Listamannaskálanum. Skautalandsmótið i Björn Baldursson Akur- eyri setti met á 3000 m. I' SLANDSMÓTIÐ í skautahlaupi hófst á Reykjavíkurtjörn í gær- dag, og var keppt i tveimur fyrri greinunum 500 m og 3000 m skautahlaupi. Eftir fyrri daginn hefur Björn Baldursson Akureyri bezta stigatölu og hann setti nýtt ísl. met á 3000 m vegalengd 5:49,2 en gamla metið var 5:49,8 mín. ÍC URSLITIN Úrslitin í 500 m. hlaupinu urðu: Björn Baldursson 50,2 sek., 2'. Hjalti Þorsteinsson, Akureyri 52,0. 3. Jón R. Einarsson Þrótti og 4. Guðl. Baldursson Akureyri 53/7. í 3000 m. hlaupinu sigraði Björn sem fyrr segir. Annar varð Þorsteínn Steingrímsson Þrótti á 5:50,1 mín. — 3. Jón R. Einars- son á 6:18,5 og 4. Ing. Ármanns- son Akureyri 6:19,7 mín. . Björn hefur því hagstæðasta stigatölu en næstur kemur Þor- steinn Steingrímsson. Hann var svo óheppinn að detta í 500 m. hlaupinu, annars er hann mjög góður skautamaður og keppni milli hans og Björns hefði orðið mjög spennandi — og getur ef til vill orðið það enn. Eftir fyrri dagínn er Björn með 108,4 stig. Þorsteinn með 114,8 og Jón Ein- arsson með 116,7. — í dag verð- ur keppt í 1500 og 5000 m. hlaupi. KomroúRKiar m- no!a toíiréfSar- RÉTT er að undirstrika, að dómur Hæstaréttar, sem mjög hefur verið rætt um í sam- bandi við Vestmannaeyjadeil- una, var byggður á sérstöku ákvæði í kjarasamningi í Vest- mannaeyjum árið 1951 og þeirri framkvæmd, sem þá var á bátagjaldeyrisfyrir- komulaginu, en sams konar ákvæði var ekki í kjarasamn- ingum annars staðar á Iand- inu, og í Vestmannaeyjum er þetta ákvæði ekki lengur í samningnum og var það ekki heldur s.I. ár. Dóm þennan hefur Þjóð- viljinn mjög misnotað i skrif- um sínum undanfarna daga. Það getur verið lærdómsríkt fyrir sjómenn að kynna sér vel málflutning þess blaðs og kommúnista yfirleitt. HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna, efnir til hlutaveltu í Listamannaskálan- um í dag. Er þetta ?in ; tærsta hlutavelta, sem haldin hefur ver- ið hér í bæ, þar nem vinningar eru 15 þús að tölu. | Að undaníörnu hafa félags- menn unnid mikið undirbúnings- starf að hlutaveltu þcssari. Hef- ur tekizt að útvega óvenjulega mikinn fjölda vinninga, og það sem enn meira er um vert, að óhætt mun að íullyröa, að þar eru mikil verðmæti í boði. Auk þess sem þar er nargt gagn- Iegra muna, þá eru þar ;;tórvinn- ingar, svo sem flugferð til New York, ferð með Gullfossi til á hluta lar á dag Kaupmannahafnar og flugferð- ir innanlands. Hlutavelta þessi er haldin til fjáröflunar fyrir félagið. Er mikil þörf á slíku. Félagið hefur ekki mikil fjárráð, þótt það sé langfjölmennasta æskulýðsfélag landsins, þar sem félagsgjöldum er mjög stillt í hóf. Hins vegar heldur félagið uppi þróttmiklu og fjölbrevttu starfi, svo sem kunnugt er, og þarf til þess nokk ur fjárráð. Þess vegna er það mjög mikilsvert fyrir félagið, að* hlutavelta þessi takist vel. Ætti því allt Sjálfstæðisfólk að styðja að velgengni félagsins með því að sækja hlutaveltuna í Lista- mannaskálanum, sem hefst kl. 2 Járniðnaðarmenn9 vinnið að sigri B-Iistans Kosningu lýkur kl. 6 i dag STJÓRNARKOSNINGIN í Félagi járniðnaðarmanna heldur áfram í dag í skrifstofu félagsins í Kirkjustræti. Kosningin hefst kl. 10 árd. og lýkur kl. 6 síðd. Tveir listar eru í kjöri, B-Iisti sinni, sem ekki kýs, veitir komm- borinn fram og studdur af lýð- únistum óbeinan stuðning. Kom- ræðissinnum og A-listi kommún-' ið snemma á kjörstað og greiðið ista. IB-listanum atkvæði ykkar og Járnsmiðir, vinnið ötullega að tryggið með því sigur hans. sigri B-listans. Hver sá lýðræðis- I Munið x B-Iistinn. Operurnar í 20. og síoasta skipti í kvötd IKVÖLD sýnir Þjóðleikhúsið óperurnar „I Pagliacci" og „Cav- alleria rusticana" í 20. og síðasta sinn. Þær hafa hlotið feyki- mikla aðsókn og vinsældir, og hafa ekki færri en um 11 þús. manns sótt sýningar á þeim, síðan þær hófust um jólin. ÁNÆGJULEG STAÐREYND Síðan sænska óperusöngkonan, Stina Britta Melander hvarf héð- an, hefur Þuríður Pálsdóttir far- ið með hlutverk hennar, svo að allir óperusöngvararnir eru nú íslenzkir. Ánægjuleg staðreynd. „FÆDD I GÆR" — MIKIÐ SÓTT Hinu nýja gamanleikriti, „Fædd í gær", hefur verið afburða vel tekið, húsfyllir á öllum þremur sýningunum hingað til, en sú þriðja var í gærkvöldi. Er þegar sýnt, að leikritið muni ná óvenju- lega miklum vinsældum. Löggæzlu þarf á Tjarnarísnum MARGIR menn hafa vakið at- hygli Mbl. á nauðsyn þess að lög regluvarzla sé stöðug á Tjörn- inni, þar sem hundruð barna og unglinga leika lausum hala og hlysahætta virðist mikil. Er ekki aðeins skautafólk sem ekki sýn- ir næga varkárni, heldur eru unglingar þar á ferli á reiðhjól- um og skellinöðrum og ráða lítt við þau á hálkunni. Taka þessir unglingar ekki leiðbeiningum fólks og því full þörf og óverj- andi annað, en þar sem slíkur mannfjöldi er, að hafa þar ör- ugga lögæzlu. Benda má og á aðsúg þann sem gerður var að konunni á Tjörninni í fyrradag, gjörsamlega að tilefnislausu. Er þessum óskum borgaranna hér með komið á framfæri við lög- regluyfirvöldin. Þuríður Pálsdóttir í hlutverki „Neddu" í „I Pagliacci". Skipkrot&nanna- skýli sekkor í sand HELGI EIRÍKSSON Fossi á Síðu hefur farið í umsjónar- og eftir- litsferð fyrir Slysavarnafélag ís- lands í nokkur skýli austur á Söndum. M.a. fór hann að skýl- inu á Kálfafellsmelum, sem er eitt afskekktasta skipbrotsmanna skýlið hér á landi og byggt var af vitamálastjórninni á sínum tíma á sama stað og skýli, sem þýzki konsúllinn Detlan Thom- sen lét byggja rétt eftir aldamót- in. Segir hann að skýlið sé nú sokkið í sand, svo aðeins sér á þak þess og tómur vatnselgur í kringum það. ÁrsháSfS Orafora SÚ nýbreytni var tekin upp 1 fyrra að tilstuðlan þáverandi stjórnar Orators að halda sér- stakan iiátíðisdag og varð 16. febr. fyrir valinu, — stofndagur; íslenzks hæstaréttar. Mikill áhugi ríkir með laga- nemum fyrir því, að áfram verði haldið á sömu braut og því mun verða efnt til sérstakra hátíða- halda næstkomandi miðvikudag. Kl. 10 að morgni munu laganem- ar fjölmenna upp í hæstarétt og hlýða á málflutning og síðan flytur Þórður Eyjólfsson, hæsta- réttardómari, erindi um sögu hæstaréttar. Að kvöldi þessa dags verðufl efnt til fagnaðar í Nausti. Theo- dór B. Líndal, prófessor, flytuo ræðu og nýbökuðum lögfræði- kandötum verða afhent heiðurs- skjöl til minningar um dvöi þeirra í lagadeild. Margt er það, sem stjórnir Ora- tors hafa faerzt í fang. Gefið hef- ur verið út blaðið Úlfljótur, mál- flutningar haldnir, slegin sér- stök merki fyrir laganema og skikkjur gerðar, bæði fyrin pórfessora og laganema til notkunar við próf og málflutn- ing. f Núverandi formaður Oratora er Örn Þór. ,' AUSTURBÆR ] ABCDEFGH > li-ip P#fc mAmtmAmA "1 B ABCDEFGH TSSTUBBÆR ) AUSTURRÆR: Nei, við erum hvergi hræddir og leikum Rd7—b6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.