Morgunblaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1955 utiMðfrttt Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vígur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. ■» í lausasölu 1 krónu eintakið. Óþolandi dgangur brezkra togara úti fyrir Vestfjörðum Vélbátaskipstjórar á Subureyri við Súgandafjörð lýsa ástandinu hegar Framsókn og Alþýðuflokkur- inn „lokuðu kaupgetuna inni‘‘ SUÐUREYRI, 14. febr : — Veiði svæði Suðureyrarbáta á yfir- standandi vertíð hefur verið frá Djúpálnum og í vestur út frá Kóp. Undanfarið hafa bátarnir sótt mestan afla sinn út á Hala- kant. Tvo slðustu dagana hefur ekki reynzt gjörlega að róa á; venjuleg mið vegna háttalags brezku togaranna. Afli vélbát- anna fór niður \ XVi tonn í stað 9—13 tonna áður. Eins og að framan segir, hafa ■ bátarnir sótt afla sinn að mestu út á Halakant. Fiskurinn hefur j gengið á sömu mið og áður, en brezku togararnir, sem skipta hundruðum á þessum slóðum, hafa elt bátana og grynnt á sér að sama skapi og þeir með iín- una. MIKILL ÁGANGUR Þangað, ?cm veiði hefur verið góð hjá bátunum einn daginn, er tilganslaust að fara daginn SÍÐAN 1942 hafa Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokk- urinn ekki haft þingmeirihluta og því ekki verið möguleiki fyrir vinstri stjórn“, segir Tíminn í grein fyrir alllöngu síðan. Það er oft auðfundið á Tíman- um, að þungur harmur hefur verið að maddömu Framsókn kveðinn þetta umrædda ár — 1942. Það er engu líkara en höf- ug tregatár hrjóti af hvörmum ritaranna ofan í handritin þegar þeir minnast atburðanna í kosn- ingunum 1942 — þegar vinstri stjórnar möguleikarnir fóru alveg út um þúfur. — Já, það er nú einhver munur á vinstri stjórnar árunum fyrir 1942 eða neyðarúr- ræðunum í ,,íhalds“-samvinnunni núna. Þannig hugsar Hermanns- liðið í Framsóknarflokknum, sem hann er nú að fylkja með kröt- um, kommum og Þjóðvörn, svo að „umbótaöflin" fái sameinazt undir forystu hans. En fróðlegt er nú að líta til baka og rifja upp, hvernig krat- arnir reyndust í stjórnarsam- vinnunni meðan þeir voru þess umkomnir að vera stuðnings- flokkur Framsóknar. í átta ár höfðu þessir flokkar sameiginlega meirihluta á Al- þingi. Þeir unnu kosningar 1934. Þá var mynduð stjórn, — sú fyrsta sem Alþýðuflokkurinn átti sæti í „stjórn hinna vinnandi stétta." Líklega mun öllum koma saman um, að aldrei hafi hag- ur vinnandi fólks til sjávar og sveita verið jafn bágur og þá, — meðan þessi stjórn sat að völdum. Atvinnuleysi var geigvænlegt í öllum kaupstöð- um og þorpum, og fjöldi manns dró fram lífið á furðu- lega lágum tekjum. Verð á afurðum bænda var lágt, þar sem kaupgeta við sjávarsíðuna var svo bágborin, og hagur sveitafólks fór þá líka eftir því. Haldið var uppi ströngum inn- flutningshöftum, því að það var helzta úrræði fjármálaráðherr- ans að „loka kaupgetuna inni“, til þess að fá fólk til að kaupa mjólk, kjöt og kartöflur í stað- inn fyrir innfluttan varning. Svo stranglega var þessum höftum beitt, að dugandi sjómenn og út- gerðarfrömuðir voru sektaðir fyrir að flytja inn fiskiskip. Var þá annað hljóð í strokknum held- ur en í sumar þegar maddama Framsókn gerði sig að stríðshetju í baráttunni fyrir innflutningi nýrra vélbáta. Aftur unnu þessir flokkar kosn ingar 1937. En eftir þær fór sam- búðin fljótlega að kólna. Leið ekki á löngu þar til Alþýðu- flokkurinn dró ráðherra sinn út úr stjórninni og lét maddömuna eina við stýrið. Fór svo fram um hríð. Þá sendi Framsókn út sitt mikla neyðar- kall. Og þótt undarlegt sé, var því ekki fyrst og fremst beint til hins vinstri sinnaða Alþýðu- flokks, óskamagar maddömunn- ar, heldur til Sjálfstæðisflokks- ins. Þegar í nauðirnar rak var þrautalendingin að koma til þess flokks, sem vinstri arm- ur Framsóknar þreytist aldrci á að úthúða og atyrða, svo sem hann á orðaforða til. Upp úr þessum SOS-sending- ' um Framsóknar var svo þjóð- stjórnin mynduð. Alþýðuflokk-1 urinn drattaðist að vísu með af því að þá hafði hann ekki með öllu dregið sig út úr stjómmál- um. En ekki stóð sá stuðningur lengi. í ársbyrjun 1942 dró Al- þýðuflokkurinn ráðherra sinn út úr stjórninni í annað sinn. Það er þessi samstarfsflokkur, sem Framsókn saknar sárast. Það er hennar heitasta ósk og hug- ljúfasti draumur að hann verði aftur nógu stór og nógu sterkur til að lyfta hinum mikla veiði- manni í valdastólinn. En vegna þess, hve illa horf- ir fyrir Alþýðuflokknum hef- ur „hálfur kommúnistaflokk- urinn“ og Þjóðvörn jafnframt verið beðin aðstoðar við myndun „vinstri stjórnar“. — Enda þótt kommúnistar séu í bili önnum kafnir við að und- irbúa eyðileggingu íslenzks efnahagslífs munu þeir áreið- anlega taka þessu tilboði feg- inshendi. Um pólitísk verhföll „ÞJÓÐVILJINN“ hefur lagt mik- ið kapp ó það undanfarið að breiða yfir þau ummæli eins þing manns kommúnista á Alþingi fyrir skömmu, að verkfallinu í Vestmannaeyjum væri ekki beint gegn útgerðinni þar, heldur gegn ríkisstiórn landsins. Hefur blaðið um leið látið að því liggja, að eig- inlega telji kommúnistar það frá- leitt að efna til pólitískra verk- falla. Svona taumlaus er hræsni Moskvumálgagnsins á íslandi. Svona blind er trú þess á gleymsku og vanþekkingu al- mennings. Allir íslendingar vita nefnilega, að kommúnistar hér á landi hafa allt írá upphafi flokks síns talið pólitísk verkföll sjálf- sögð og eðlileg. Til sönnunar því mætti herma fjölda ummæla úr blöðum þeirra. Skulu hér aðeins tilfærð ein þeirra. í einu málgagni kommúnista var fyrir nokkrum árum komist að orði á þessa leið: „Samband ungra kommún- ista verður að leggja áherzlu á að koma af stað smáverk- föllum meðal einstakra hluta verkalýðsæskunnar, til þess þarmeð að geta dregið aðra hluta hennar með og leggja áherzlu á að leiða þessa bar- áttu yfir í pólitíska baráttu og þarrneð undirbúa hin pólitísku múgverkföll“. I þessum ummælum er ekki verið að skafa neitt utan úr fyrir- ætlunum kommúnista. Fyrst á að hefja „smáverkföll", sem leiða á yfir í „pólitíska baráttu og þar með undirbúa hin pólitísku múg- verkföll". Svo segjast kommúnistar nú vera mótfallnir pólitískum verk- föllum.M Hver getur treyst slíkum hræsnurum? VeLk andl óhrijar: Svar til Þ. J. H. SÉRA Jakob Jónsson hefir beðið mig fyrir athugasemd þá, sem hér fer á eftir: „Velvakandi! Gerið svo vel að birta eftirfar- andi bréf í dálkum yðar. Þakka yður hér með fyrirfram fyrir þann greiða. Kæra Þ. J. H. Síðastliðinn sunnudag senduð þér Velvakanda ávítur á ríkis- útvarpið, vegna þess, að dagana 9. og 10. febr. hefðu verið endur- teknar morgunbænir, sem áður hefðu verið fluttar í útvarpinu. Þér segið, að með þessu hafi ver- ið farið kæruleysislega með við- kvæmt efni. Ég tel mér skylt að gera grein fyrir því, hvernig þetta atvikað- ist, svo að ekki verði úr því leið- inlegar ásakanir á saklaust fólk. Eins og flestum útvarpshlust- gndum mun vera kunnugt, hefir það farið mikið í vöxt á undan- förnum árum, að útvarpsefni sé tekið upp á þráð eða plötur, og á þetta einnig við um morgunbæn- irnar. Nú hefir það fallið í minn hlut undanfarna daga að flytja morgunbænirnar, og þykir mér auðvitað vænt um, að þér og aðr- ir fylgist með þeim. Vegna veikindaforfalla. EN í tvo daga var ég forfallað- ur vegna veikinda frá því, að hafa tilbúið það efni, sem annars var gert ráð fyrir. Þegar svo ber undir, taka starfsmenn útvarps- ins venjulega það ráð, að endur- taka bænir, er áður hafa verið fluttar, í þeirri von, að hlustendur misvirði það ekki. Var svo gjört í þetta sinn. — Það má auðvitað um það deila, hvort ekki væri persónulegra, að bænir væru ekki teknar upp á plötur, en úr því að þetta á sér stað á annað borð, er erfitt að skilja, hvers vegna sama bænin getur ekki oftar en einu sinni hjálpað til þess að leiða hug hlustendanna inn í bænarinnar heim. Sömuleiðis má auðvitað um það deila, hvenær maður er svo alvarlega lasinn, að það eigi að teljast forföll. En um hitt ættu allir að geta verið sammála, að jafnan er réttast og sanngjarnast að gera ekki ráð fyrir kæruleysi og hirðuleysi, fyrr en séð er, hvort ekki eru til aðrar ástæður fyrir misfellunum. Og af margra árááaá váiðkynningu við starfs- menn ríkisútvarpsins, get ég ekki borið þeim annað, en að þeir hafi fullan hug á að rækja störf sín sem bezt, einnig þau, er snúa að helgiþjónustu kristinnar kirkju. Aðalatriðið að biðja sjálfur með. EKKI skal ég um það dæma, hvenær bænaflutningurinn í útvarpinu er aðeins „orðin tóm“. Því er miður, að mannshugurinn er oft „veikur að trúa“. En þegar allt kemur til alls, verður það ekki aðalatriðið, að „hlusta á“ aðra flytja bænir, heldur að biðja sjálfur með. Rv. 14. febr. 1955. Jakob Jónsson. Á skautum eftir 10 ár ÆJA, Velvakandi góður, nú fór ég á skauta í gær. Veðrið var svo gott, stjörnubjart og norðurljós um allan himininn. — Það eru eitthvað um 10 ár síðan I ég setti síðast á mig skauta, en það var nú samt mesta furða hvað ég hafði lítið „riðgað“ á þessum tíma. Eitt var það, sem vakti athygli mína og það var hve fáir unglingar stunda skauta- íþróttina. Á Tjörninni voru til- tölulega fáir, eitthvað um 200 gizka ég á, og það voru nær ein- göngu börn yngri en 14 ára. — Þegar ég var á skautum fyrir tíu árum þá var svo mikið af ung- lingum á aldrinum 13—17 ára, en nú sáust varla unglingar á þeim aldri. Hvar eru þeir? — Spyr sá sem ekki veit. En ef til vill eru þeir á börunum og kaffi- húsunum? . Og annað var það og, börnin kunnu yfirleitt ákaflega lítið á skautum, sem vonlegt er. Ég gaf mig á tal við 3 telpur 12 ára og benti þeim á, að þær gætu ekki náð neinum verulegum hraða á skautum með því að ýta sér áfram með broddunum. — Guð minn! veinuðu þær, heldurðu að við viljum skauta eins og strákar! Varasamar sprungur IDAG (laugardag) verður skautamótið. Ekki verður það nú amalegt fyrir keppend- urna að sýna hæfni sína og hraða. Keppnisbrautin verður vel skaf- in og ný sprautuð — engin sprunga. En hvering er það með aðalsvellið? í því voru í gær ótal sprungur, djúpar og varasamar. Og er það ekki svona í fleirum sviðum íþróttanna: Það er allt búið í haginn fyrir þá sem setja eiga metin, en hinir sem stunda íþróttirnar af hreinum áhuga, sér til ánægju, þeir verða iðulegast að búa við verri aðstæður. Því segi ég það, að við megum ekki leggja of mikla áherzlu á keppn- ir og met, aðalatriðið er að sem flestir stundi íþróttirnar, það verður farsælast fyrir alla aðila.“ Ungur skautakarl. eftir, vegna girðingar af togur- um. — Iðulega kemur það fyrir, að bátarnir hliðra sér hjá tog- urunum og leita á ný mið. En samdægurfs hafa brezkir togar- ar fyllt miðin og með ágengni sinni og augljósu skeytingarleysi stofnað mannslífum og bátum i hættu á áberandi hátt, auk þess að þeir eyðileggja veiðarfæri fyrir þeim nærri daglega. Al- þjóðlegar siglingarrcglur eru virtar að vettugi í yfirgangi hinna brezku skipstjóra, enda þótt einstaka undantekningu sé að finna. Togararnir, sem tjón- inu valda, eru eingöngu brezkir, og hafa sjómenn að orði, að þeir séu hræddari við brezkan togara en óveður. Togarar annarra þjóða koma hér ekkert við sögu. Dæmin um siglingarhættuna eru alltof mörg til þess að þes3 sé nokkur kostur að geta þeirra ýtarlega. ITver einasti skipstjóri Vestfjarðabáta hefir sömu sögu að segja. Aðrir vélbátaskipstjórar hafa séð brezka togara strúkast meS fram bátumun og taka með sér lóðir þeirra. Oft hefir hurð skoll- ið nærri hælum og hefir magur skipstjórinn sýnt snarræði, þegar hann kippti bát sínum úr aug- ljósri hættu frá brezkum togur- RETTUR HINS STERKA Skipstjórarnir hafa nú tekið þann kostinn að forða sér sem lengst úr vegi brezku togar- anna, en hættan er engan veg- inn úr sögunni er þeir elta vél- bátana. Skipstjórunum hefir lærzt í samskiptum sínum við togarana, aff þeir virða eingöngu rétt hins scærra, og virðist engu máli skipta, hvað á vegi þeirra verður, er þeir ösla beint áfram af augum með vörpuna úti eða ekki úti. Segja skipstjórarnir, að hættan frá brezku togurunum sé sama, hvort bátarnir eru á ferð eða að leggja lóðir sínar eða draga. Skipstjórar vélbátanna telja mikii tormerki á því, að þeir geti haft hendur í hári spell- virkjanna upp á eigin spýtur. Línan er lögð í myrkri og merkt greinilega með ljósbaujum, en ljósin aftra Bretunum ekki frá því að strjúkast meðfram bát- unum og hirða veiðarfæri þeirra í skjóli næturinnar, sem gerir bátasjómöanum ómögulegt að ná nöfnum þev-ra og númerum. VARÐSKIPIN Varðskipin eru of fátíðir gestir á fiskimiðunum, en um áhrif góðrar varðgæzlu á miðunum má nefna eitt dæmi, sem átti sér stað fyrir skömmu. Einn bátanna sá veiðarfærum sínum hættu búna af brezkum togurum og kallaði á varðskipið Maríu Júlíu á vett- vang. Kom varðskipið mjög skjótt, beindi sterkum ljóskast- ara að togurunum, og brá þá svo við að þeir hurfu þegar í stað á brott. í þetta skipti varð því bjargað verðmætum veiðarfær- um. ASKORUN TIL ALÞINGIS Síðastliðinn sunnudag komu skipstj. vélbátanna héðan sam- an og ræddu hið alvarlega við- horf, sem ^kapast hefur. Gerðu þeir eftirfarandi áskorun til Al- þingis og ríkisstjórnar: „Vélbátaskipstjórar á Suður- eyri við Sugandafjörð, beina þeirri áskorun til Alþingis og rík- isstjórnar, að unninn verði bráð- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.