Morgunblaðið - 17.02.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. érgangur 39. tbl. — Fimmtudagur 17. febrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsim Yopnin iiuli síðasta spöiinn. Heildarlöggjöf um kostnað ríkissjóðs af skólahaldi Merkilegl frumvarp Bjarna Benedikfssonar um greiðslu kostnaðar við skóia, sem rekn- ir eru sameiginiega af ríki og sveilarféi. -«> Brottflutningur herliðs þjóðernissinna af Tachen-eyjum er nú lokið. Á myndinni sjást hermenn Chiang Kai-sheks flytja síðustu vopnabirgðir sínar á Tachen-eyjum um borð í flutningaskip. Loftvarnir Breta að næturlagi betri en í nokkru ööru landi ★ LONDON, 16. febr.: — Brezka stjórnin hefir gefið út skýrslu um ■ loftvarnir landsins og styrkleik I flughersins. Segir í skýrslunni, að | varnir Breta gegn loftárásum séu ' nægilega sterkar til að hrinda ^-öflugum árásum. Séu Bretar út- búnir betri vörnum til að hrinda loftárásum að nóttu til en nokk- ur önnur þjóð í heiminum. ★ Nýjustu gerðir þrýstilofsflug- véla Breta eru búnar vopnum, sem eiga engan sinn líka í neinu landi. Þrýstiloftsflugvélar þessar geta skotið tíu sinnum meira magni af sprengiefnum á sek- úndu en rússnesku MIG- þrýstiloftsflugvélarnar. í ná- inni framtíð munu Bretar leggja mesta áherzlu á fram- leiðslu fjarstýrðra flugvéla. Pineau tekur að sér tilraun til stjórnarmyndunar Býst váð að gefa lagt ráðherra- lista sinn fyrir þingið á morgun Hlendés-France afþakkar sæti i ráðuneyti hans PARÍS, 16. febr. — Reuter — NTB PINEAU úr flokki jafnaðarmanna gekk í dag á fund Coty forseta og tjáði sig reiðubúinn til að reyna að mynda stjórn í Frakk- landi. Pineau hefir undanfarna daga rætt við forustumenn stjórn- málaflokkanna. Vonast hann tii að geta lagt ráðherralista sinn fyrir þingið á föstudag. Dulles oudvígui uppgjöf fleiri eyvirkju NEW YORK, 16. febr. ^ JOHN FOSTER DULLES, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir því í dag, að hann væri andvígur frekari brottflutningi herliðs þjóðernissinna af eyjum úti fyrir meginlandi Kína. Duil- es nefndi ekki eyiarnar Quemoy og Matsu með nafni, en hélt því fram, að vafasamt væri, að fram- sal bækistöðva þjóðernissinna við sterndur kínverskra alþýðulýð- veldisins í hendur kommúnistum þjónuðu á nokkurn hátt málstað friðar og frelsis. ^ Kvaðst utanríkisráðherrann jafnframt vona, að kínverska al- þýðuiýðveldið hefði ekki END- ANLEGA vísað frá þátttöku í umræðum um Formósu-málið í öryggisráði SÞ. ^ Kommúnistar beittu fýrstir ofbeldi á Formósu-sundum, sagði DuIIes. Þeir hafa lýst yfir því, að þeir hyggist hernema For- mósu með ofbeldi. ^ Lagði utanríkisráðherrann áherzlu á, að Bandaríkjamönnum bæri engin skylda til að verja aðrar eyjar þjóðernissinna en Formósu og Pescadores, en bætti því við að uppgjöf annarra eyja auðveldaði kommúnistum her- nám Formósu. Stoppunál í hjarta hennar CHRISTCHURCH, Nýja Sjálandi — 22 ára stúlka var nýlega skor- in upp til að taka mætti stoppu- nál, er stungizt hafði í hjartastað henni. Stúlkan er nú óðum að ná sér. ★ NÝTUR FYLGIS TÆPLEGA HELMINGS ÞINGMANNA Taldar eru talsverðar líkur á því, að Pineau megi takazt að mynda stjórn, enda þótt hann njóti fylgis tæplega helmings franska þingsins. Hægrisinnaðir jafnaðarmenn, kaþólski flokkur- inn og róttækir jafnaðarmenn hafa þegar tjáð sig fúsa til að styðja stjórnarmyndun Pineaus. í morgun gekk Pineau á fund Mendes-France og bauð honum sæti í ráðunevti s>nu. Mendes- France hafnaði boðinu og kvað það ekki tilhlýðilegt, að fráfar- andi forsætisráðherra sæti í stjórn eftirmanns síns. Kvaðst hann einnig hafa í hyggju að halda sig utan við skarkala stjórn málanna í nokkra mánuði. Á ÞJÓ’ÚVELDISMENN OG HÆGRI FLOKKARNIR IIAFNA STJÓRNAR- SAMVINNU Þjóðveldismenn og þrír hægri flokkar franska þingsins hafa neitað að styðja stjórnarmyndun Pineaus. Hægri flokkarnir gerðu þá samþykkt með sér, að hver sá af flokksmönnum þeirra,- er dirfðist styðja stjórnarmvndun Pineaus, yrði vísað úr flokknum tafarlaust. Búizt er við, að stjórnmála- stefna Pineaus yrði mjög svipuð stjórnmálastefnu Mendes-France, einkum í utanríkismálum. Muni hann reyna að koma í kring lög- gildingu Parísar-samninganna, um endurhervæðingu V-Þýzka- lands og Saarhéraðið, án nokk- urra frekari breytinga, svo að ekki þurfi að leggja löggildingu samninganna aftur fyrir fulltrúa- deild franska þingsins. í Norður Afríkumálum mun Pineau að öll- um líkindum fylgja þeirri djörfu stefnu, er Mendes-France hefir markað: Aukið sjálfstæði til ,handa Túnis-búum og auknar umbætur í Algier og Marokkó. 250 þús. monns heimilislousir • SUMATRA, 16. febrúar. Um 250 þúsund manns hafa misst heimili sín í miklum flóðum á eyjunni Súmatra, er orsakazt hafa af látlausri rigningu í 10 daga. Talið er, að 35 manns hafi farizt. MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Bjarni Benediktsson, hefur borið fram á Alþingi frumvarp til laga um greiðslu kostnaðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum. Um frumvarp þetta segir m. a. í greinargerð: Árið 1948 voru sett þrenn lög um skóla, sem kostaðir eru sam- eiginlega af ríki og sveitarfélögum, þ. e. lög nr. 34 um fræðslu barna, lög nr. 48 um gagnfræðanám og lög nr. 49 um húsmæðra- fræðslu. Lög þessi höfðu í för með sér miklar breytingar frá því, sem áður hafði gilt um hlutdeild ríkissjóðs í skólakostnaði. Við framkvæmd laga þessara á undanförnum árum hefur komið í Ijós, að ekki er nægilegt samræmi að ýmsu leyti milli laganna um kostnað þann, sem á ríkissjóð er lagður, og að lögin skortir ákvæði um ýmis atriði, sem nauðsynlegt hefur verið að taka af- stöðu til í framkvæmdinni. Hefur af þessum sökum ekki verið unnt að setja fullkomna reglugerð í sambandi við lögin, með því að ýmislegt, sem þar þurfti að ákveða um almenna framkvæmd í þessum efnum, hafði ekki næga eða þá vafasama stoð í lögun- um. Eftir að frumvarp að reglugerð hafði verið samið, þótti ekki verða hjá því komizt að setja ný lagaákvæði, til þess að samræmi næðist um framkvæmd laganna. Ákvæði um fjárhagsatriði, sem ríkissjóð varða, eru á víð og dreif í þessum þrennum lögum, og eru mörg þeirra ekki nægilega skýr. Af þessum sökum þótti rétt, að athuguðu máli, að fella saman í ein lög öll ákvæði áðurnefndra laga um kostnað ríkissjóðs af skólum þeim, sem lögin taka til, ásamt þeim breytingum, sem í frumvarpi þessu felast og eru sum- ar þeirra mjög þýðingarmiklar, eins og nánar verður gerð grein fyrir. Með því að hafa um þessi efni einn lagabálk vinnst það, að betri yfirsýn fæst um þessi ákvæði og framkvæmdin verður auðveldari. ÁKVÖRÐUN UM FRÆÐSLUHÉRUÐ í 1. kafla frumvarpsins er rætt um stofnkostnað skóla. Þar segir að Menntamálaráðuneytið ákveði fræðsluhérað og skólahverfi barnafræðslu og gagnfræðaskóla stigs ag fengnum till. fræðslu- málastj., námsstjóra og hlutaðeig- andi fræðsluráðs eða skólanefnd- ar. Þá ákveður ráðuneytið einnig að fengnum tillögum fyrr- greindra aðilja, hvort stofna eða reka skuli heimangöngu eða heimavistarskóla í hverju skóla- hverfi fyrir sig. Með þessum ákvæðum er ætlazt til að unnið verði markvisst að því að koma þeirri skipan á skólahverfin, að stærð skóla og deildaskipun verði þannig að tryggður sé sem hag- kvæmastur rekstur. Til athugun- ar kemur að sameina unglinga- fræðsluna barnafræðslunni, þ.e. að skólaskyldan fari öll fram í einum og sama skóla, barnaskól- anum, eða í sérstökum unglinga- skólum í fjölbýlinu, svo sem nú er í Reykjavík í tveimur skólum. SKIPTING STOFNKOSTNAÐAR MILLI SVEITARFÉLAGS OG RÍKISSJÓÐS Þá koma ákvæði um það hvern ig stofnkostnaður skiptist milli sveitarfélags og ríkissjóðs. Segir um það í 2. gr. frum- varpsins: Hlutaðeigandi sveitarfélög leggja til á sinn kostnað lóðir og lendur til barnaskóla, gagnfræða- stigsskóla og húsmæðraskóla, eft- ir því sem þörf krefur, svo sem undir skólahús, íþróttahús, sund- laugar, leikvelli, bústaði skóla- stjóra, kennara og starfsmanna, svo og undir önnur þau mann- virki, sem skólanum eru nauð- synleg. Ríkisframlög til skóla eru bund in þeim skilyrðum, að mennta- málaráðuneytið hafi samþykkt ^kólastaðinn, að skólalóðin sé eign skólahverfisins eða afnota- réttur hennar tryggður með óupp segjanlegum ieigusamningi og að fullnaðarteikningar mannvirkj- anna og nákvæm kostnaðaráætl- un hafi hlotið samþykki mennta- málaráðuceytisins og húsameist- ara rikisíns. ALÞINGI ÁKVEÐUR BYGGINGAE SKÓLA Alþingi ákveður hverju sinni, til hvaða skólaframkvæmda stofn kostnaðarframlög eru veitt, og er ekki heimilt að hefja framkvæmd ir, fyrr en fyrsta fiárveiting er fyrir hendi. Nú hefur Alþingi samþykkt slíka fjárveitingu, og ákveður það þá einnig, hvernig greiðslu framlaga skuli háttað framvegis. En skylt er ríkissjóði þó að hafa lokið greiðslu fram- laga til hverrar frámkvæmdar, miðað við upphaflega kostnaðar- áætlun, innan 5 ára frá því, er fyrsta framlag var innt af hendi. Síðastnefnt ákvæði tekur þó að- eins til framlaga, sem ákveðin eru, eftir að lög þessi taka gildi. Ef hafnar eru framkvæmdir, án þess að framantöldum skilyrð- um sé fullnægt, er stofnkostnað- ur ríkissjóði óviðkomandi. Framh. á bls. 2 ★ LONDON, 16. feþr. Scelba, for sætisráðherra Ítalíu, og Martino, utanríkisráðherra Ítalíu, komu í gær í opinbera heimsókn til London. í morgun ræddu þeir vandamál A-bandalagsríkjanna, fyrirhugað V.-Evrópubandalag og ástand í alþjóðamálum við Eden, utanríkisráðherra Breta. og gengu síðdegis fyrir Elízabetu drottningu. í kvöld munu þeir sitja boð Churchills.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.