Morgunblaðið - 17.02.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. febrúar 1955 MORGUNBLAÐI& II i AUSTAN VID JÁRNTJALD Á ÍSLANDI IGREINARSTÚF þessum verð- ur sagt frá nokkuð söguleg- um fundi er hreppsnefndir á Héraði héldu með sér til að ræða um raforkumál Austurlands. — Verður fundargerðin birt hér með greininni og skýrir hún frá efni fundarins og, niðurstöðum, en nær hins vegar ekki til að greina frá því sögulegasta og athyglisverðasta, er þar gerðist á fundinum og fyrir hann. Hér á Héraði og víðar á Aust- urlandi ríkir mikil óánægja með afgreiðslu raforkumálsins, og þá einkum með hugsaða framkvæmd þess, að láta fjórðunginn bíða í 5 ár að óþörfu eftir því rafmagni, sem honum er fyrst og fremst ætlað að búa við. Nú höfðu flestar hreppsnefndir á Héraði komið sér saman um að halda sameiginlegan fund með sér, til að leita eftir samstöðu um það að óska eftir því við rík- isstjórnina að fá háspennulínuna frá Laxxá lagða fyrst á undan virkjun Grímsár, til að tryggja fjórðungnum raforkuna til afnota fyrr en ella. Var svo ætlunin að leita eftir því við önnur byggðar- lög á Austurlandi hvort þau vildu vera með að biðja um þessa fyrir- komulagsbreytingu. Nú flaug fiskisagan um hinn væntanlega hreppsnefndarfund. Var hún óðara tilkynnt valdhöf- unum yfir Austurlandi, og þeim tjáð að fljótt þyrfti að bregða við til gagnráðstafana. Hófst nú hinn ægilegasti að- gangur í símanum: Öllu heima- varnarliði Framsóknar var boðið út og þegar hafin árás á hrepps- nefndarmenn á Héraði, og hrepps nefndum og oddvitum í öðrum héruðum fyrirskipað að gera samstillta árás á fundinn. Þegar á fundarstað kom á til- settum tíma, var strax auðséð að eitthvað myndi standa til. Þar gat að líta fleiri en boðaðir voru, þar á meðal forustumenn úr heimavarnarliði Framsóknar — bæði innan héraðs og utan, sem sendir höfðu verið á fundinn. Ekki var fyrr búið að setja fundinn, en þetta heimavarnarlið hóf árásir sínar. Byrjaði sýslu- maður með þrálátum fyrirspurn- um um það hver hefði boðað fundinn og í hvers nafni hann hefði verið boðaður (undirskilið með hvers leyfi). Var honum svarað því til, að enn hefði Hér- aðsbúum ekki borizt dagskipan um að fundafrelsi væri afnumið, og til þessa hefðu Héraðsbúar íhlutunarlaust ráðið því sjálfir hvenær þeir efndu til fundahalda innan síns héraðs, og kynnu þar af leiðandi illa sletturekuskap utanhéraðsmanna um slík sérmál Héraðsins, sem innanhéraðsfund- jr væru. Nú komst málshefjandi að með sína framsöguræðu, en strax að henni lokinni skall næsta árás á fundinn; nú með símskeytum úr öllum áttum, og vísast til þeirra í fudnargerðinni. Lengsta sím- skeytið og harðorðasta var frá einvaldanum í Vqpnafirði, og var það lesið upp á fundinum af sendi þingmanni Eysteins; þótti hon- um ekki henta að skila fundin- um því, og sleppur það því við að birtast með hinum skeytun- um. Hófust nú umræður. Neyttu hinir aðkömnu sendimenn óspart þeirra fundarréttinda er þeim hafði af gestrisni verið veitt af fundinum, og héldu uppi málþófi gegn fundinum allan fundartím- ann. Út af hverju eru svo öll þessi læti? Hreppsnefndir í einu héraði koma saman til að ræða nýjasta viðhorfið í rafmagnsmálum Aust- urlands. — Hverjum kemur það við? — Hefur þetta hérað ekki leyfi til að ræða þetta mál og hafa um það sínar skoðanir? —- Og hefur það ekki einnig leyfi til að gera um það ályktanir ef því svo sýnist? Það er án efa einsdæmi í sögu þessa héraðs á þessari öld, að því hafi borizt á fundi sína fyrir- sagnir, mótmæli, dylgjur og allt að því hótanir varðandi af- greiðslu fundarmála sinna frá óviðkomandi aðilum utan Hér- aðsins. Mun ekki ofmælt þó ég segi að flestum fundarmönnum hafi brugðið og runnið í skap við upplestur þessara sendinga, enda kom það berlega fram í ræðum manna hversu mikla fyr- irlitningu og viðurstyggð menn höfðu á þessu framferði, ekki sízt þar sem þekkja mátti sömu fingraförin á öllum skeytunum. Menn fundu jafnframt til með- aumkunar með þeim aðilum, sem láta hafa sig að ginningarfíflum, með því að senda frá sér til fundar annars héraðs, mótmæli og dylgjur um væntanlega af- greiðslu fundarins á tilteknu máli. Líklegasta skýringin á þessu háttalagi er sú, að sá sem fingra- förin á, sé farinn að eiga við kukl og særingar og eigi þessar sær- ingar að slá ótta á fólkið. En svo vildi oft fara í gamla daga að uppvakningurinn varð kuklaran- um yfirsterkari og jafnvel gekk að honum dauðum. Öll þessi læti stafa af því einu, að þingmennirnir finna og vita um hina almennu óánægju með afgreiðslu raforkumálsins fyrir Austurland. Þeir vita upp á sig skömmina og óttast sinn eigin verknað. Til hvers eru öll þessi dreifibréf send út um allar Múlasýslur Eysteins- bréf og Páls-bréf (Afsökunarbréf in eins og þau eru kölluð). Af hverju ærast þeir þótt eitt hérað haldi fund um málið? Af hverju eru áróðursmenn sendir á fund- inn úr fjarlægum héruðum? Af hverju eru vesalings hrepps- nefndir og oddvitar kúgaðir til simskeytasendinga og gerðir að athlægi? Ekki virðist það trúlegt að svo fjölþættar gagnráðstafanir séu gerðar gegn engu. Nei, svo er heldur ekki. Þeim er beitt vitandi vitns gegn almenningsálitinu á Austurlandi í raforkumálum. Almenningur á Austurlandi vill fá raforkuna í fjórðunginn svo fljótt sem hægt er, en það er með háspennulínunni frá Laxá. Þessa kröfu eru þingmennirnir hræddir við, af því að öll heil- brigð skynsemi mælir með henni. (Skynsömustu leiðirnar eru ekki leiðir Framsóknar-leiðtoganna. Það vitum við bezt Austfirðingar, sem búum undir þeirra einveldi í pólitík og verzlun). Þess vegna verjast þeir því með oddi og egg að slík krafa komist á framfæri. Og það er gert með því að reyna að kúga menn af sannfæringu sinni. Málefnaleg vörn Framsóknar- manna á fundinum (þingmanns- ins og sýslumannsins) gegn á- minnztum breytingum í fram- kvæmd málsins er þessi: Ef línan frá Laxá yrði lögð fyrst, þá verður Grímsárvirkjun aldrei gerð. Aðspurðir á hverju þeir byggðu slíka ályktun (eftir að þeim hafði vafizt tunga um tönn), svöruðu þeir: Ja, við vilj- um ekkert eiga á hættunni. Að- : jspurðir, hvort nokkuð væri að eiga á hættunni, þó sú eina breyt- ing yrði gerð að línan yrði lögð fyrst. Svar: Við treystum engu. Ekki sjálfum okkur. Aðspurðir: Hvort þetta hvorttveggja, áhætt- an að vera á eftir og vantraustið á sjálfum sér og öðrum, gildi þá ekki líka fyrir línuna frá Laxá. Svar: Nei, það gildir allt öðru máli, því að línan er hjartans mál sérfræðinganna. Aðspurðir: Eru þá sérfræðingarnir ekki með Grírrtsárvirkjun. Svar: Ekkert. Með þessum og fleirum rök- þrotum sínum, hafa þeir sjálfir sannað trúleysi sitt á gildi Gríms árvirkjunar. Hún þolir varla um- ræður svo að henni sé ekki hætt, t jafnvel þótt pabbarnir styðji við hana. Hún er talin af, ef hún yrði færð í framkvæmd aftur fyrir línuna. Þessi Grímsárvirkjun er skil- getið afkvæmi Framsóknarþing- manna Múlasýslna og getið í óþökk rafmagnsnefndar Austur- lands og alls almennings á Aust- urlandi. Þeim er því nokkur vandi á höndum með þennan vanburða vesaling, það gildir þingmanns heiður þeirra, að þeir standi svo utan um þetta af- kvæmi sitt, að kuldanepjan frá Sveinn Jónsson almenningi nái ekki til að slökkva á þessu jólakerti þeirra. Verður því að leita allra ráða til að halda almenningi niðri með skoðanir sínar í málinu. Er því gripið til flokksvaldsins og verzl- unarvaldsins. Ekki efast ég neitt um, að það dugi þeim ekki, nú sem endranær. Reyndar stóð þessi fundur bet- ur af sér árásina en búast hefði mátt við, svo vel sem til hennar var vandað. Aðeins eitt atkvæði úr Norður-Múlasýslu fékkst gegn tillögunni. Á frjálsum fundar- vettvangi hreppsnefnda á Héraði hefðu 37 atkvæði fallið með til- lögunni en 9 á móti. Ég hef gert þennan fund og þessi átök að umræðuefni, af því þau sýna svo góða mynd af hinu pólitíska og verzlunarlega ein- ræði hér í fjórðungnum. Pólitík og verzlunarviðskipti eru svo ná- tengd lífi manna og lífsafkomu, að hvar sem þessir aðilar hafa náð einræðisaðstöðu, Verður fólk- ið þeim svo óeðlilega háð og þarf allt undir þá að sækja. Það er því létt verk að beita þessari aðstöðu við fólkið, þegar þeir telja sér það henta málefnalega. Það þarf því engan að undra, þó málefnum fjórðungsins sé ráð- ið gegn vilja fólksins, og því í óhag, það er ekki aðspurt. Og vilji það hafa sína skoðun og fá einhverju breytt sér í hag, er því mætt eins og á þessum umgetna fundi. Það þarf því ekki að leita langt til skýringar á því fyrir- brigði að menningar og atvinnu- líf dregst æ meir og meir aftur úr á Austurlandi. Ekki er annað sýnna en svo muni fara um raf- væðingu fjórðungsins. — Fólkið verður látið sætta sig við að verða allra landsmanna síðast að njóta þeirra gæða. Lífið á Austurlandi er Fram- sóknarlíf. Egilsstöðum 30. jan. 1955. Sveinn Jónsson. FUNDARGJÖRÐ ÁR 1955. Þann 25. janúar komu saman til fundar að Egilsstöðum allar hreppsnefndir úr hreppnum á Fljótsdalshéraði að undanskil- inni hreppsnefnd Jökulsárhlíðar- hrepps. Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, boðaði fundinn í umboði flestra hreppsnefnda á Fljótsdalshéraði. Á fundinum mættu hrepps- nefndir úr eftirtöldum hreppum: Úr Hjaltastaðhreppi, allir að ein- um undanskildum. Úr Eiðahreppi allir að einum undanskilduin. Úr Egilsstaðahreppi allir. Úr Skriðdalshreppi allir hrepps- nefndarmenn. Úr Fljótsdalshreppi allir að ein- um undanskildum. Úr Fellshreppi allir að einum undanskildum. Úr Tunguhreppi allir. Úr Jökuldalshreppi allir að ein- um undanskildum. Fundarstjórar voru kosnir Þorsteinn á Sandbrekku og Sveinn á Egilsstöðum. Nefndu þeir til fundarritara þá Stefán Sigurðsson Ártúni og Helga Gíslason, Helgafelli. Fundurinn samþykkti í einu hljóði að alþingismenn og menn úr rafmagnsnefnd Austfirðinga, sem mættu á fundinum, hefðu þar málfrelsi og tillögurétt. Var nú gengið til dagskrár og tekið fyrir eina málið, sem á dagskrá var: Rafmagnsmál Aust- urlands. Framsögu hafði Sveinn Jóns- son, Egilsstöðum. Skýrði hann það viðhorf margra manna á Fljótsdalshéraði að rétt væri að fara fram á við ríkisstjórnina að haga framkvæmdum í rafmagns- málum Austurlands á þá leið að fyrst verði hafizt handa um línu- lögn norðan frá Laxá í Þingeyj- arsýslu, eða það verði gert áður en Grímsá kemur til virkjunar. En það er nú ákveðið af ríkis- stjórn að byrja á Grimsárvirkjun en leggja síðan línuna frá Laxá. Benti ræðumaður á að með því móti fengist rafmagnið fyrr til notkunar fyrir Austurland. Þá barst fundinum svohljóð- andi símskeyti frá Borgarfirði: Fundarstjórinn, fundi að Egils- stöðum um rafmagnsmál. Höfum frétt um fundarboðun um rafmagnsmál Austurlands stopp. Erum mótfallnir að fram komi fundarsamþykkt um að breytt verði ákvörðun ríkisstjórn arinnar í rafmagnsmálum Aust- urlands. Álítum rafmagnsmálið hags- munamál alls Austurlands og því ótilhlýðilegt að nokkrir hreppar geri tilraun til að spilla gengi málsins. Treystum ríkisstjórn og raf- orkumálastjóra að gera hið bezta í þessu máli. Hreppsnefnd Bor garf j arðarhrepps. Einnig barst fundinum annað skeyti svohljóðandi frá Vopna- firði. Stefán Einarsson, útibússtjóri, Egilsstöðum. Góðfúslega komið á framfæri eftirfarandi orðsendingu raf- magnsfund Egilsstöðum morgun stop. Mótmælum harðlega fund- arsamþykkt sé gerð Laxárlínu undan Grímsárvirkjun. Sam- mála öllum þeim sem að fram- göngu málsins hafa unnið og krafizt virkjunar fyrst vegna öryggis. Rafmagnsmálið er sam- eiginlegt hagsmunamál alls Aust- urlands. Því ótilhlýðilegt nokkr- ir hreppar geri tilraun fá breytt ákvörðun ríkisstjórnar. Slíkt get- ur aðeins stefnt framkvæmdum í hættu. Sigurður Gunnarsson oddviti. Enn skeyti til fundarins frá Seyðisfirði. Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku, Egilsstöðum. Til fundar er haldinn er að Egilsstöðum um rafmagnsmál Austurlands stopp. Hreppsnefnd Seyðisfjarðarhrepps er mótfallin öllum þeim samþykktum er gerð- ar k/nnu að verða og brjóta* myndu í bág við íyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í rafmagns- málum Austurlands. F. h. hreppsnefndar. Jóhann Jónsson^ oddviti. Að framsöguræðu lokinni hóf- ust umræður um málið og tóku þátt í þeim auk hreppsnefndar- manna þeir Vilhjálmur Hjálm- arsson alþm. og Lúðvíg Ingvars- son sýslumaður, sem sæti á í rafmagnsnefnd Austurlands. Um- ræður urðu miklar og ýmis sjón- armið komu fram. Eftirfarandi tillaga kom fram frá Sveini Jónssyni; Fundurinn fer þess eindregið á leit við hæstvirta ríkisstjórn, að hún geri þá breytingu á ákvörðun sinni í raforkumálum Austurlands að í stað þess áð byrjað verði á rafvirkjun í Grímsá á komandi vori, verði byrjað á línulögninni frá Laxá og áherzla lögð á að því verði hraðað, svo að því rrtætti ljúka á næsta sumri. Væntir fundurinn þess að rík- isstjórnin verði vel við þessari beiðni, þar sem með því geti Austfirðingar fengið rafmagn til afnota fyrr en ella. Tillagan var samþykkt með 16 atkv. gegn 15. 7 greiddu ekki atkvæði. Pétur Jónsson bar fram svo- hljóðandi tillögu, er ekki kom til atkvæða, en tillögumaður óskaði eftir að bókað yrði. Fundur hreppsnefnda Fljóts- dalshéraði haldinn að Egilsstöð- um 25/1 1955, harmar að horfið var frá fjórðungsvirkjun í Lag- arfossi, eins og búið var að gefa vonir um. Nú er ákveðið að hefja virkjun frá Grímsá á sumri komanda og lofað hefur verið rafmagnslínu frá Laxá í Þing- eyjarsýslu næst á eftir. Fundur- inn getur ekki fellt sig við þenn- an drátt og skorar því á ríkis- stjórnina að láta leggja linuna jafnhliða Grímsárvirkjun, svo rafmagnið geti komið til fullrar notkunar eigi síðar en á haustinu 1956. Fleira ekki gert. Fundarbók lesin. — Fundi slitið. Þorsteinn Sigfússon. Sveinn Jónsson. Stefán Sigurðsson. Helgi Gíslason. Húsavík, 14. febrúar. KVENFÉLAG Húsavíkur, sem er eitt af elztu kvenfélögum landsins, er sextíu ára á morgun. Félagið stofnuðu tólf konur og skipuðu fyrstu stjórn þess Elísa- bet Jónsdóttir, Herdís Jakobs- dóttir, Kristrún Bjarnadóttir og Sveinbjörg og Guðrún Laxdal. STARFAÐ AÐ MENNINGARMÁLUM Hefur félagið starfað ötullega á liðnum áratugum og haft for- göngu um ýmis menningar- og líknarmál Húsvíkinga. Má í því sambandi meðal annars geta þess að félagið hefur gefið allan ljósa- útbúnað í Húsavíkurkirkju cg fleiri kirkjumuni. Þá hefur það einnig séð um hreingerningar kirkjunnar frá þvi að hún var byggð árið 1907. Er sjúkrahúsið hér var byggt, gaf kvenfélagið mestan hluta innbús í sjúkra- stoíurnar. BARNALEIKVÖLLUR Um áratugi hefur félagið hald- ið jólatrésskemmtanir og boðið til þeirra öllum börnum bæjar- ins á aldrinum 2—14 ára, og nú síðustu árin, hefur félagið séð um rekstur barnaleikvallar í Húsavík. 35 ÁR í STJÓRN Frú Þórdís Ásgeirsdóttir hefur setið í stjórn félagsins í 35 ár, þar af 25 ár sém formaður fé- lagsingf í tilefni af afmælinu og sem vott virðingar og þakklæt- is, hefur félagið í dag kosið hana heiðursfélaga. Núverandi stjórn Kvenfélags Húsavíkur skipa: Þuríður Her- mannsdóttir formaður, Arnfríð- ur Karlsdóttir, Aðalbjörg Jóns- dóttir, Árnína Einarsdóttir og Guðrún Karlsdóttir. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.