Morgunblaðið - 17.02.1955, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. febrúar 1953
eildurlöggjöf um kostuu
Framh. af bls. 1
STOFNKOSTNAÐARHLUTI
RÍKISSJÓÐS
Og enn segir í 3. gr. frumvarps-
ins:
Ríkissjóður greiðir helming
stofnkostnaðar við heimangöngu
skóla barnafræðslustigs og gagn-
tfræðastigs. Skólastjórabústaði við
heimangönguskóla barnafræðslu-
stigs greiðir ríkissjóður þó að
þremur fjórðu hlutum.
Stofnkostnað heimavistarskóla
barnafræðslustigs og gagnfræða-
stigs svo og húsmæðraskóla greið
ir rikissjóður að þremur fjórðu
Mutum.
Hinn hluta stofnkostnaðar
greiða hlutaðeigandi sveitarfé-
lög. Ef tvö eða fleiri sveitarfélög
— eða hlutar úr þeim — standa
•að sama skóla, þá skulu þau, ef
ekki verður samkomulag um ann
að, greiða sinn hluta stofnkostn-
aðar í réttu hlutfalli við saman-
lagðan tekju- og eignarskatt íbú-
anna eftir meðaltali 5 síðustu ára.
í heimavistarskólum barna-
íræðslustigs og gagnfræðastigs,
svo og húsmæðraskóla, teijast
íbúðir skólastjóra, kennara. nem-
enda og starfsfólks til skólahús-
næðis og byggingarkostnaður
þeirra til stofnkostnaðar. Hverj-
um heimangönguskóla barna-
iræðslustigs skal fylgja íbiið
skólastjóra. Heimavistarskólum
barnafræðslustigs skal einnig
tfylgja íbúð skólastjóra svo og
íbúðir kennara og annars nauð-
synlegs starfsfólks. Ef bú er rek-
ið í sambandi við gagnfræðastigs
skóla, skal bújörð ásamt nauðsyn-
legum húsum til búskapar teljast
til stofnkostnaðar.
Fullnaðargreiðsla á framlagi
ríkisins er bundin því skilyrði, að
mannvirkin séu tekin út af trún-
aðarmanni ríkisins. Skal þess
gætt við úttektina og þegar úr-
skurðaðir eru stofnkostnaðar-
réikningar, að ekki séu samþykkt
ar lélegar byggingar né heldur
íburður eða annar stofnkostnað-
ur fram yfir það, sem ráð er gert
tfyrir í áætlunum þeim, sem stað-
tfestar hafa verið.
FRAMLAG ÚR RÍKISSJÓÐI
TIL KAUPA Á SKÓLABÍL
Þá er að lokum ákvæði um það,
að þar sem svo hagar til við
barnaskóla og gagnfræðastigs-
skóla, að akstur nemenda til og
tfrá skólastað getur komið í stað
heimavistar eða stuðlar að því að
sameina skólahverfi eða fámenna
skóia, skuli greiða framlag úr
ríkissjóði til kaupa á skólabifreið,
«r nemi þremur fjórðu hlutum
kostnaðarverðs.
BÆTT ÚR ÓVISSU
Sú grein er gerð fyrir þessum
ákvæðum, að á undanförnum ár-
Tim hafa ýmsar skólaframkvæmd-
'ir haft það í för með sér, að kröf-
ur á hendur ríkissjóði vegna stofn
kostnaðar hafa að meira eða
minna leyti komið eftir á. Hefur
því skort yfirlit um fjárþarfir í
þessu skyni, kröfur safnazt sam-
an ár frá ári og mjög verið um-
deilt, hvers eðlis þær væru, hvort
þær væru eiginlegar réttarkröf-
ur eða ekki. Úr þessu verður að
ráða bót og viðurkenna að fjár-
veitingarvaldinu sé skylt að
standa við þær skuldbindingar,
sem lögboðin fræðsla leggur því
á h^rðar. Með þetta fyrir augum
erul sett ákvæði um að Alþingi
ákveði fyrirfram í hverjar skóla-
tframkvæmdir skuli ráðizt, enda
sé ríkissjóður ábyrgur fyrir þeim
tframlögum og greiðslum, sem af
þeim stofnframkvæmdum leiðir.
Með ákvæðum fræðslulaganna
Tim" hlutdeild ríkissjóðs í stofn-
kostnaði skóla, ýmist að helm-
ingi eða þremur fjórðu hlutum,
befur ríkið mikilla hagsmuna að
gæta um það, að allt viðhald eign
anna sé í góðu lagi Kostnaðar-
samt hefur það reynzt, þegar
þu^t hefur að endurbyggja skóla
vegna ónógs yiðhalds árum sam-
an. í frumvarpi þessu er gert ráð
fyrir því, að hvor aðili, ríki og
sveitarfélag, viðhaldi sínum hluta
í eigninni, þ. e. greiði viðkalds-
kostnað í sama hlutfalli og stofn-
kostnað. Sama máli gegnir um
greiðslu húsaleigu, ef aðilar geta
ekki byggt, eða ef þeim þykir
hagkvæmara að taka húsnæði á
leigu til skólahaldsins í stað þess
að byggja.
FÖST ÁÆTLUN
Ákvæðum frumvarpsins er
ætlað að miða að því, að í fram-
tíðinni verði farið eftir fastri
áætlun um allar stofnkostnaðar-
framkvæmdir í samræmi við
þarfir á hverjum stað og eftir því,
sem fé verður veitt til slíkra fram
kvæmda. Framhald þeirra skóla-
framkvæmda, sem þegar er byrj-
að á og ekki lokið, falla að sjálf-
sögðu undir ákvæði 3. mgr. 2. gr.
Hitt er svo mál fyrir sig, hvemig
lokið verði greiðslu á þeim kröf-
um, er þegar hafa safnazt fyrir.
í frumvarpi þessu er ákveðið
að skólar lúti yfirstjórn mennta-
málaráðuneytisins, enda þótt ein
stakir skólar geti að sjálfsögðu
heyrt undir önnur ráðuneyti eft-
ir því, sem ákveðið er við starfs-
skiptingu milli ráðuneyta, s. s. nú
er um húsmæðraskóla í sveitum,
er heyra undir landbúnaðarráðu-
neytið.
KENNARAR STARFSMENN
RÍKISINS
í 2. kafla frumvarpsins eru ýtar
leg ákvæði um rekstrarkostnað
við skólahald og skal nú skýrt
stuttlega frá þeim.
Sú aðalregla er kveðin upp að
fastir kennarar við barnaskóla,
gagnfræðastigsskóla og hús-
mæðraskóla eru starfsmenn rík-
isins og taka laun samkvæmt
launalögum.
ÝTARLEGAR ÁKVARÐANIR
UM KENNARAFJÖLDA
Tölu fastra kennara við barna-
skóla skal miða við það, að 40
börn komi á hvern kennara, sem
kennir fulla kennslu í 9 mánuði,
en 5 börnum færra fyrir hvern
mánuð, er hann kennir skemur.
Sérkennurum í sundi og handa-
vinnu skal ætla sem næst helm-
ingi færri börn.
Við sköla gagnfræðastigsins
skal miða tölu fastra kennara í
fyrsta lagi við árlegan starfstíma
skóla, í öðru lagi við nemenda-
fjölda og í þriðja lagi við það
hversu verknámið er mikið. Ýtar
lega er kveðið á um þessa reglu
í frumvarpinu. Er bað aðalregla
að í bóknámsskóla skuli vera 30
nemendur á .kemjara, en. í .Verk-
námsskóla 15'neméndúr. Er'hem-
endatalan stigbreytileg þar á
milli, eftir því hve verknámið er
mikill hluti kennslunnar.
í húsmæðraskóla skal miða
tölu fastra kennara við 1) árlegan
starfstíma skóla, 2) nemenda-
fjölda og 3) hvort skóli er heima-
vistarskóli eða heimangönguskóli.
Aðalreglan verði sú, aö í heima-
vistarskóla séu 12—-16 nemendur
á hvern kennara, en í heiman- j
gönguskólum komi 16—-20 nem-
endur á kennara. Húsmæðraskóli
verði ekki starfræktur með færri
nemendum en 15 í deild.
REYNT AÐ TRYGG.7A
SKÓLUM OG NEMENDUM
SEM JAFNASTAN RÉTT
Um þessi atriði, þ. e. tölu nem-
enda á kennara segir m. a. í
greinargerð:
Að því er tekur til gagnfræða-
stigsskóla, þá er í 55. gr. laga nr.
43/1946 ákveðið, að miða skuli
tölu fastra kennara við það, að
20—30 nemendur komi á hvern
kennara, eftir því, hve verknám
er mikið. Nauðsynlegt er að
ákveða þetta nánar, til þess að
samræmi náist milli hinna ýmsu
gagnfræðastigsskóla. Þá er og
ákveðið í nefndri 55. gr. laga nr.
Tugmilljónum króna kastað
á glæ til að standa undir
sukki v/ð Skipaútgerðina
ÞaÖ er skylda Alþingis að láta
rannsaka rekstur hennar og gera
tillögur til úrbóta
REKSTURSHALLI af Skipaútgerð ríkisins fer hraðvaxandi með
hverju ári sem líður. Er fyrirsjáanlegt ef ekkert verður að
gert að ríkissjóður verður að kosta tugmilljónum króna á næstu
árum til Skipaútgerðarinnar vegna lélegs reksturs hennar. Þetta
er svo stórkostlegt vandamál að það er skylda Alþingis að reyna
að finna leiðir til úrbóta.
Þannig fórust Gísla Jónssyni orð er hann flutti framsöguræðu
á Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu um breytta skipan
strandferða.
Tillagan er á þá leið að Alþingi álykti að kjósa tvo menn hlut-
bundinni kosningu í sameinuðu Alþingi til þess að framkvæma á
því athugun, hvort tiltækilegt sé með breyttri skipan á rekstri
strandferða á vegum Skipaútgerðar ríkisins að draga úr kostnaði
af þeim rekstri, án þess að á nokkurn hátt verði skert sú þjónusta,
er strandferðirnar veita landsmönnum nú.
MEIRI HLUTI ÞINGS VILL
RÍKISÚTGERÐ
Gísli Jónsson rakti það að fyrr
í vetur hefði Alþingi fellt tillögu
um að fela Eimskip og SÍS að
annast strandferðir. Þessi tillaga
hefði ekki einu sinni fengið þing-
lega meðferð, þar sem hún var
felld eftir 1. umræðu og ekki einu
sinni tekin til athugunar af þing-
nefnd.
SKYLDA HINS SAMA
MEIRIHLUTA
Með þessu hefði meiri hluti þings
ins sýnt þann vilja sinn að strand
ferðirnar yrðu áfram reknar af
ríkinu. Ef það væri vilji meirihlut
ans, þá réði hann því. En hitt
leiddi af þeirri ákvörðun, að sá
hinn sami meirihluti bæri ábyrgð
og skyldu til að reyna að bæta úr
því ófremdarástandi sem væri á
rekstri skipaútgerðarinnar.
ÞREFALT FRAM ÚR
FJÁRLÖGUM
Gísli kom með það dæmi úr rík-
isreikningi 1953, að þá hefði fram-
lag til reksturs Skipaútgerðarinn-
ar verið áætlað á fjárlögum 3,6
millj. kr. En í stað þess hefðu
þessi útgjöld numið 9,7 milljón
kr. Eða næstum því þrefaldri á-
ætlun á fjárlögum. Aukagreiðslur
hefðu samkv. þessu numið 6 millj.
kr., sem hefði verið greitt utan
fjárlaga.
Endurskoðunarmenn ríkisreikn-
inganna gerðu harðorða athuga-
semd við þetta og spyrja m. a. sér-
staklega um hvort ráðherra hefði
gefið heimild til þessa.
Fjármálaráðherra hefur ekki
svarað þeirri fyrirspurn. Hið eina
sem hann gerir skv. þessari at-
hugasemd er að leggja fram bréf
frá Skipaútgerðinni, sem gefur
enga skýringu á þessari framúr-
greiðslu, hvað þá að þær séu til-
lögur til úrbóta.
ÞARF AÐ RANNSAKA
REKSTURINN
Þessi dæmalausa aðferð við fjár
reiður Skipaútgerðarinnar sýnir,
svo ekki verður um villzt, að það
verður að rannsaka ofan í kjölinn
rekstur þessarar ríkistofnunar og
koma með raunhæfar tillögur til
úrbóta. Hefði það verið mjög til
bóta ef tillagan um að Eimskip
og SÍS tælci strandferðirnar að
sér, hefði að minnsta kosti kom-
izt í nefnd svo að þar mætti þá
rannsaka reksturinn. Kvaðst Gísli
sérstaklega undrast það að Jörund
ur Brynjólfsson sem er endurskoð
unarmaður, skyldi greiða atkvæði
á móti því á sínum tíma.
Gísli Jónsson rakti í ræðu sinni
gang strandsiglinganna. — Kom
hann víða við og var ræða hans
fróðleg og mjög athyglisverð.
RÁÐSLAG
SKIPAÚTGERÐARINNAR
Hann sýndi mönnum margt
furðulegt við ráðslagið og sukkið
við stjórn Skipaútgerðarinnar. —
Skýrði hann t. d. frá því að við
Skipaútgerðina hefði verið starf-
andi eftirlitsmaður með vélum og
verkfærum og hefði hann haft 45
þús. kr. laun á ári. En rétt um
sama leyti og landhelgisgæzlan
var tekin frá Skipaútgerðinni og
verkefni eftirlitsmanns minnkaði,
var sú undarlega ákvörðun tekin
af forstöðumönnum Skipaútgerðar
innar að bæta öðrum eftirlitsmanni
við, sem hefur 40 þús. kr. árslaun.
Nú skyldi maður halda að í þessa
stöðu til eftirlits með vélum hefði
verið valinn tæknilega kunnandi
maður. En það var öðru nær. í
það var skipaður gamall kaupfé-
lagsst.ióri utan af landi. Það er
ekki að furða þótt reksturshalli
Skipaútgerðarinnar sé mikill og
fari vaxandi ef ráðslagið er slíkt
á fleiri sviðum.
FRAMSÓKNARÞINGMAÐUR BER
AÐ ÓSANNINDUM '
Skúli Guðmundsson (hinn aftur-
haldssami þingmaður Vestur-Húna
vatnssýslu), tók til máls með gusti
miklum. Hann kvaðst ætla að
kveða niður staðhæfingu Gísla. um
að Skipaútgerðin hefði orðið að
greiða skaðabætur vegna spreng-
ingar í olíuflutningaskipinu Þyrli.
En Gísli hafði lesið upp greinar-
gerð frá forstjóra Skipaútgerðar-
innar um þetta, þar sem þessi op-
inberi starfsmaður efaðist um að
dómur Hæstaréttar í þessu máli
væri rétturU
Skúli sagði að hér væri rafigt
með farið hjá Gísla. Hér væri um
að ræða, skaðabætur í sambandi
við kaup á Þyrli.
Gísli svaraði því þá aftur með
því að lesa orðrétt ummæli forst.iór
ans. Bauð hann að lána Skúla
skýrsluna til lestrar, svo að hann
væri elcki að fleipra um það sem
hann hefði ekki hugmynd um.
48/1946, að ríkissjóður greiði
styrk til stundakennslu hlutfalls-
lega fyrir þá nemendur, sem um-
fram eru þá tölu, sem ætluð er
föstum kennurum, en í fram-
kvæmdinni hefur ríkissjóður ver-
ið látinn greiða alla stunda-
kennslu að hálfu. Ákvæði 7. og
10. gr. frv. miða að því að mynda
fastar reglur um þessi efni í sem
fyllstu samræmi við ákvæði 55.
gr. laga nr. 48/1946.
Ákvæði frv. um kennaralaun
úr ríkissjóði eru sniðin í sam-
ræmi við ákvæði núgildandi laga
um það efni, en reynt að tryggja
skólum og kennurum sem jafn-
astan rétt hlutfallslega, miðað við
árlengan starfstíma og nemenda-
fjölda. Jafnframt eiga ákvæði
frv. ag tryggja það, að ekki sé
farið út fyrir þau takmörk um
hlutdeild ríkissjóðs í greiðslu
kennaralauna sem lögin gera ráð
fyrir. Meðal annars eiga ákvæði.
frv. að koma því til vegar, að
greiðsla kennaralauna úr ríkis-
sjóði, þegar um fámenna skóla er
að ræða, verði aðeins hlutfallsleg,
miðað við nemendafjölda og
starfstíma. r-
SÉRSTÖK STÖRF OG
FORFALLAKENNSLA
Næst koma ákvæði um það að
skólanefnd geti með samþykki
menntamálaráðuneytisins, að
fengnum tillögum fræðslumála-
stjóra, námsstjóra og fjármála-
eftirlitsmanns skólans ákveðið að
kennurum séu falin sérstök störf
í þágu skólans, þar með talin um-
sjónarstörf í heimavistarskólum
gegn því að lögboðnum kennslu-
stundum þeirra sé fækkað sem
því nemur.
Þá er ákvæði um það að þegar
fastir kennarar eru færri en nem-
endafjöldinn segir til um, en nem
endafjöldi þó minni en svo, að
skólinn eigi kröfu á kennara til
viðbótar og má þá greiða úr ríkis-
sjóði fyrir stundakennslu í réttú
hlutfalli við þann nemendafjölda,
sem umfram er. Kostnað við for-
fallakennslu greiðir ríkiss.jóður
vegna þeirra kennara er hann
launar í sömu hlutföllum og laun
þeirra.
LAUN NÁMSSTJÓRA
Ríkissjóður greiði að öllu leyti
laun námsstjóra og kostnað af
námseftirlitinu. Laun fræðslufull
trúa í Reykjavík greiði ríkissjóð-
ur að hálfu og endurgreiði l.ostn-
að af störíum hans sem náms-
stjóra að fjórða hluta. Laun ráðs-
konu í heimavistarskólum gfeiðir
ríkissjóður að öllu leyti.
SKIPTING
VIDHALDSKOSTNAÐAR
Ákvæði er um það, að þegar
húsnæði er tekið á leigu til skóla-
halds skuli húsaleiga greild af
ríkissjóði og sveitarfélögum í
sama hlutfalli og stofnkostnaður,
Ríkissjóður og sveitarfélög greiði
viðhaldskostnað á eignum skól-
anna í sömu hlutföllum og stofn-
kostnað. Áætla skal viðhalds-
kostnaðinn og leita samþykkis
menntamálaráðuneytisins um all
ar viðhaldsframkvæmdir, sem
áætlaðar eru yfir 20 þús. kr. Ef
þessum skilyrðum er ekki full-
nægt, er viðhaldskostm,'hirinn
ríkissjóði óviðkomandi.
UPPIIITUNARKOSTNAÐ UR
Þá er ákvæði um það, að þegar
heimavistarskóli gagnfræ'ðastigs
eða húsmæðraskóli nýtur ekkí
jarðhita til upphitunar, þá greiði
ríkissjóður % hluta upphitunar-
kostnaðar.
Að lokum er svo kveðið á að
sveitarfélög greiði annan kostn-
að af barnaskólahaldi en hér hef-
ur verið talinn, en ríkissjóður
endurgreiði þeim fjórða hluta
kostnaðarins. En annan kostnað
af skólahaldi gagnfræðastigs-
skóla og húsmaeðraskóla greiðir
ríkissjóður að hálfu en sveitar-
félög að hálfu.
I