Morgunblaðið - 17.02.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 17.02.1955, Síða 7
Fimmtudag'ur 17. febrúar 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7-’ IHROTTIR Loftvogio spóir batnnndi veðri M Vatnsból viða frosin með öllu Traustur is á öllu Lagarfljóti Hákon Vestesson Birgitta Ljungren Rolf Junefelt Keppnin liklega tvísýnni en nokkru sinni fyrr Þrír sænskir sandmeœn heim- sækja íslenzbt sundfálk NÚ HEFUR endanlega verið ákveðið hverjir verða hinir erlendu gestir á sundmóti Ægis og Ármanns, sem fer fram 1. og 2. marz eins og áður hefur verið minnst á. Koma hingað til lands með flugvél Loftleiða frá Gautaborg 2 sænskir sundmenn og 1 sundkona. Dvelja þeir hér í vikutíma en halda síðan flugleiðis heim 6. marz. GESTIRNÍR Mótsnefnd Ægis og Ármanns hefur nú f mgið bréf frá sænska sundsambandinu, þar sem skýrt er frá því, að sambandið hafi valið þá, er í íslandsferðina fara. Eru það Hr.kon Vestesson, skrið- sundsmaður. Birgitta Ljungren, bak- og skriðsundskona og Rolf Junefelt, bringusundsmaður. SKRIDSUNDTB Skriðsundsmaðurinn Vestesson er 21 árs að aldri. Hann er gam- all kunnmgi Péturs Kristjánsson- ar frá norrænum unglingamót- um. Áttu þeir í erfiðleikum hvor með annan enda tímar svipaðir. Bezti tími Vestesson á 100 m er 58,7, en sambandið segir, að nú syndi hann vegalengdina á 59,5— 60,0 sek. ísL met Péturs er 59,4 sek. — svo um úrslitin verður engu spáð. t 100 metrunum kepp- ir Ari Guðmundsson einnig og er nú aftur í góðri æfinu. Vestesson keppir einnig í 400 m skriðsundi, en tími hans þar er 5:02,5 mín. Keppinauturinn verður Helgi Sigurðsson Æ, en ísl. met hans á vegalengdinni er 5:01,4 mín Þá getur verið, að Vestesson keppi einnig í flug- sundi. KVENNAKEPPNIN Birgitta Ljungren er 17 ára, en mjög alhliða sundkona. Tími hennar í 100 m skriðsundi er um 1:13,0 og í 100 m baksundi 1:20,0. Hún er einnig mjög lið- tæk í bringusundi. Aðalkeppi- nautur hennar hér verður Helga Haraldsdóttir KR, en beztu tím- ar hennar — eða íslandsmetin .— eru í skriðsundi 1:13,2 og í bak- sundi 1:20 2 Svo enn er engu hægt að spá um úrslir. BRINGUSLNDID Bringusundsmaðurinn sænski er kemur, er aðeins 16 ára gam- all, en mjög efnilegur sundmað- ur. Hann hefur synt á tíma, sem er lítið eitt lakari en met Sig- urðar Þingeyings, en sambandið sænska segir nú að hann syndi öruggiega undir 2:50,0 mín. Hans helzti keppinautur hér verður Keflvíkingurinn Magnús Guð- mundsson sem er 17 ára og í stöð- ugri framför. Hann náði á s.l. vori 5:53 mín. — og er vafalaust orðinn steikari nú. L'kurna" benda því heldur til þess að Svíinn 16 ára, Rolf .Tune- felt, si"ri — en enginn skyldi ætla að sigur hans verði auð- veldur. Magnús er harður í horn að taka eins og fleiri Keflvík- ingar. En hvað um það. Það er víst að keppnin á sundmótinu verður afarjöfn — kannski tví- sýnni en nairkru sinni áður og er þá langt ci) jafnað. SKRIÐUKLAUSTRI, 10. febrúar: — Loksins er loftvogin stigin. 1 dag er fyrsti stillti dagurinn frá því í fyrstu viku ársins. Var heið- rikja og skínandi sólskin, en þó talsvert frost. En norðan og norð- vestan hvassviðri er búið að vera hér lengst af síðast liðinn hálfan mánuð. Lítils háttar snjókoma og’ frostlítið var nokkra daga um mánaðamótin síðustu, og veður- hæð þá oftast 8—9 vindstig. En undanfarna viku hefur verið sam- felld frostharka, lengst af 10—12° og komizt hæst í 15°. Snjólaust má heita hér í daln- um, en storkulag liggur víðast yf- ir og því haglítið nema þar, sem grasþeli er talsverður. Hefur því beit lítið verið notuð fyrir sauðfé, enda sjaldan að kallast gæti beit- Jarveður. Vatnsskortur er víða orð- inn tilfinnanlegur. Vatnsból víða frosin af með öllu, annars staðar frosið í vatnsleiðslum, enda er frost orðið geysimikið í jörð, þar sem hún hefur alltaf verið snjó- laus. Frostsprungur eru að koma í jörð hér og hvar. Hreindýr hafa talsvert verið hér niðri í byggð undanfarið og komið alveg heim að bæjum. Hafa það mest verið ung dýr. Á JEPPA Á LAGARFTJÓTI Lagarfljót er nú lagt traustum Ferðir verða héðan á Holmenkollenmóiið Máti'ð hefst 27. feb. og íýkur 6. marz HIÐ MIKLA skíðamót að Holmenkollen í Noregi verður háð dagana 4.—6. marz næstkomandi. í mótinu taka þátt allir beztu skíðamenn Noregs og fjöldi erlendra. ísi, og hefur verið ekið á jeppa eftir ísnum innan fyrir Brekku og- út á móts við Egilsstaði. En snjór er talsverður og ört vaxandi, þegr ar út eftir Héraðinu dregur, og mikill snjór á fljótinu, þegar kem- ur út um Vallanes, nema á rönd meðfram vesturlandinu, þar seru. rifið hefur af ísnum. En bilfært er ekki hér eftir vegum nema spöl og spöl vegna þverskafia á nokkr- um stöðum, og sem fyrr segir ört vaxandi snjór yzt í Fljótsdal og út Fellin. Heilsufar hefur verið sæmilega gott í vetur. LOFTVOGIN En nú er loftvogin sem sagt stigin og gefur fyrirheit um betri daga á næstunni og hláku. Vonast menn eftir hláku hér, einkum þeir, sem sífellt þurfa að berja klaka og bera vatn. Ég vil að lokum geta þess, af því að ég hef minnzt á loftvogina, að mín reynsla er, að ávallt sé nauðsynlegt að hafa loftvogina til hliðsjónar við veðurspána, og ef mér virðist veðurspáin og loftvog- in ekki í samræmi, virðist mér betur mega treysta loftvoginni. Segi ég þetta þó á engan hátt til að rýra gildi veðurspánna. En hvort tveggja virðist mér nauð- synlegt. J. P. Ánægjuleg þorravaka í MMm Tiðarfar, fénaðarhöld, heilsufar o.fl. Mótið verður tvískipt, það er norska Kandahar-mótið við Röd- kleiva og Norefjell, dagana 27. febr. og 2. og 3. marz. En sjálft Holmenkollenmótið hefst. eins og fyrr segir, 4. marz og lýkur’ með „Holmenkollendagen“ þann 6. marz. Nánari tilhögun verður sem hér segir: Föstudaginn 4. marz: 15 km. kappganga (fyrir sérflokka og fyrir alla flokka sameinaða) frá Holmenkollen-hæðinni. Kapp- gangan byrjar kl. 0900. Laugardagur 5. marz: 50 km. kappganga frá Holmenkollen- hæðinni, hefst kl. 0900. 10 km. kappganga fyrir konur frá Holm- enkollen-hæðinni, hefst kl. 0900. Stökkkeppni fyrir alla flokka sameiginlega á Holmenkollen- hæðinni. Keppnin hefst kl. 1400. Sunnudagur 6. marz: „Hclmen- kollen-dagur“. Sérkeppni í stökk um verða haldin fyrir 2 flokka, yfir 20 ára, og 18 og 19 ára. á Holmenkollen-hæðinni. Keppnin hefst kl. 1315. Þar sem talsverður áhugi er hér fyrir þessu móti, heíir Orlof h.f. ákveðið að gangast fyrir ferð héðan með flugvél þann 2. marz til Osló, en komið vei'ður aftur til Reykjavíkur 10. marz, þannig að öll ferðin tæki 9 daga. Gisting, aðgangur að mótinu, fæði og flug- far er allt innifalið í þátttöku- gjaldinu, Allar nánari upplýsing- ar verða gefnar næstu daga i Or- lof h.f. Ekki er enn vitað, hvort íslenzkir skiðamenn taka bátt í sjálfri keppninni, en líkindi eru þó til að svo verði. <S>- GITH/UIKASPÁ UM næstu helgi fer fram 5. um- ferð bikarkeppninnar og fara þá fram 8 leikir. Helzti leikurinn er leikur Úlfanna gegn Charlton, sem nú berjast einnig um meist- aratitilinn í 1. deild. Charlton i hefur með tilstyrk hinna mörgu Suður-Afríkana sinna, unnið sig upp í forystusæti í 1. deildinni. Tottenham gistir Yrk City úr 3. deild, en það lið sló m. a. út Blackpool, sem Tottenham sigr- aði á laugardag. Enn eru eftir 6 lið úr 2. deild, hið 7., Doncaster á enn eftir að leika til úrslita gegn Aston Villa. Hin 6 lið, sem þegar eru komin í 5. umferð leika öll heima og hafa því mikla möguleika á að kom- ast 1 gegn. í deildakeppninni eigast við í 2 leikjum 4 neðstu liðin, og hafa þeir leikir því veruleg áhrif á það, hvaða 2 lið koma til með að falla niður í vor. Arsenal stend- ur bezt að vígi, en sigur fyrir Leicester gerði baráttuna tví- sýnni, og Blackpool ætti ekki að fara með minna en 1 stig úr leik sínum gegn Sheff. Wed., sem verður að taka miklum stakka- skiptum, ef það á ekki að fara niður aftur. Liverpool — Huddersfield lx Luton — Manch. City 1 2 Framh. á bls. 12 Suður-Dölum, 10. febrúar. ÁRIÐ 1955 byrjaði með hláku og hlýindum og allt að 10 st. hita, er varaði fyrstu viku janúar. í annarri viku brá til bjartviðra og kulda, frost varð mest um 20 stig. Þriðju vikuna var mikil snjókoma mest af suðvestan átt, en með vægu frosti. Eftir það voru smáblotar, þiðnaði lítið on bræddi snjó niður í svell, og klamma svo haglaust varð með öllu fram til dala, en á láglendi er nær dregur sjó, eru allgóðir hrosshagar og ganga þau víða úti enn, sem komið er. Sauðfé hefur yfirleitt staðið inni síðan um jól, nema fyrstu viku ársins Það sém liðið er af febrúar, hefur verið stillt og bjart veður, nær úrkomulaust en frost allt að 18 stigum. Agæt sauðfjáriiöld Sauðfjárhöld erú hér ágæt, og ekkert hefur komið í Ijós enn þá að útbreiðsla sé á „mæðiveik- inni“ í vestur hluta Dalasýslu, þar sem hún kom upp s.l. haust. Mikil von er því um, að út- breiðsla veikinnar verði lítil fyrst um sinn. IIEILSUFAR GOTT Héraðslæknir telur að heilsu- far fólks hafi yfirleitt verið gott í vetur, ongar farsóttir náð út- bi'eiðslu enda lítið um mann- fundi og skemmtisamkomur vegna íólksfæðar. Ungmennafél. Miðdæla efndi þó til smó leik- þáttar á 3. dag jóla, svo var spurn ingaþáttur á eftir, er séra Eggert Ólafsson á Kvennabrekku, stóð fyrir og þótti góð uppbót og mikil glaðværð í sambandi við svörin hvort sem rétt votu eða röng. ÞORRAVAKA í MIBDÖLUM Laugardaginn 29. jan. að kvöldi var þorravika Miðdælinga haldin að Kvennabrekku. Komu þar saman um 100 manns, ungir og gamlir. Sr. Eggert Ólafsson setti samkomuna og bauð gesti vel- komna og hélt uppi skemmtan að ýmsu leyti ásamt konu sinni. Kvenfélagskonur hafa gengist fyrir því, að samkomur þessar væru upp teknar, skipuleggja hvað gestir komi með af mat- föngum, t.d. hangikjöt, flatbrauð, smjör, osta o. fl., kaffi, sykur og brauð. Gestir afhenda konunum mal sinn um leið og þeir koma og húsfreyjurnar framreiða mat- inn með listfengum höndum, svo að úr verður lostætt veizluborð, er hver gestur gengur að og neýt- ir eftir vild. Allar húsfreyjur sveitarinnar sýndust vinna að þessu eftir því, sem þörf var til, en nokkrar höfðu aðalumsjón. Samkomu- gestir skernmtu sér með írjálsu móti, söng, rímnakveðskap, gömlum leikjum, spilum, allt frá lönguvitleysu til bridge, samræð- um og dans inn á milli og stund- um margt senn, því rúmgott er í prestseturshúsinu og margar vistarverur, er prestshjónin Igtu allt velkomið til notkunar. Þarna kom saman fólk frá öll- um bæjum í sveitinni, nema tveimur, af mörgum heimilum allt fólkið, nokkrir gamlir sveit- ungar, er flutt höfðu í aðra hreppa, og héraðslæknir ásamt konu sinni, en þeim hafði sér- staklega verið boðið á samkom- una. Allir virtust skemmta sér vel og vera innilega ánægðir með þessa „þorravöku“, enda :"ór hún fram með prýði. Þar hafði held- ur enginn vin um hönd, enda fyrsta skilyrði til að kurteisi og ánægja ríki meðal allra við- staddra. — J. S. S. Ténlis!arféla<| sfolri- að á Mranes! AKRANESi, 11. febrúar — Mið- vikudaginn 10. þ. m. var stofn- að Tónlistarfélag á Akranesi. Voru stofnendur 55, karlar og konur. í stjórn voru kosnir: Jón Sigmundsson formaður, Geir* laugur Árnason, Haukur Krist- jánsson læknir og píanóleikararn ir frú Friða Lárusdóttir og frú Anna Magr.úsdóttir. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.