Morgunblaðið - 17.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfli! í dag:
N gola eða kaldi, víðast létt-
skýjað.
<rogpunMatii&
39. tbl. — Fimmtudagur 17. fcbrúar 1955
Formosa
Sjá grein á bls. 9.
Fanga bjargað úr
logandi lögreglustöð
Lögreglusföðin í Keflavík skemmdist
af eldi í gærkvöldi.
KEFLAVÍK, 16. febrúar.
UM KL. 8 í KVÖLD kom upp eldur í lögreglustöðinni og fanga-
geymslunni hér, sem eru í 14 ára gömlum herskála. Einum
fanga, sem var lokaður inni í fangaklefa, var bjargað. Slökkvi-
liði Keflavíkur tókst skjótt að ráða níðurlögum eldsins.
Hvammsfjörður ísi lagður.
Um kl. 8 í kvöld varð fangi í
ífangageymslu lögreglustöðvarinn-
ar hér þess var, að kviknað var í
stöðinni. Gat fanginn skiljanlega
ekkert aðhafst, þar eð hann var
inni í læstum klefa. Einn lögreglu
þjónn var á vakt, en var að sinna
útkalli, þegar fanginn varð eldsins
var og því enginn á stöðinni, er
slökkt gæti eldinn.
FANGANUM VAR HLEYPT tT
Það sem bjargaði þó Iífi hins
nauðstadda fanga var, að annar
I lögregluþjónn kom til vinnu
sinnar á stöðina rétt í þessu og
hleypti fanganum út og hringdi
síðan á slökkviliðið. Var eldur-
inn þá orðinn nokkuð magnað-
ur og tekinn að loga upp eftir
þekjunni. Slökkviliðið kom
brátt á vettvang og tókst því
auðveldlega að ráða niðurlögum
eldsins. Var þá fangageymslan
það mikið brunnin, að hún mun
tæplega vera nothæf nú.
Lögreglustöðin er kynnt upp
með tveimur hráolíuofnum og mun
hafa kviknað í út frá öðrum þeirra.
NAUÐSYN Á NÝRRI
LÖGREGLUSTÖÐ
Það kemur fyrir, ekki ósjaldan,
að lögregluþjónar þurfa að yfir-
gefa lögreglustöðina og skilja
hana eftir gæzlulausa og læsta og
það jafnvel þótt fangageymsla
hennar sé fullskipuð. Má það vera
hverjum manni ljóst, hve hætta er
í því fólgin, sérstaklega þó ef lit-
ið er á hin lélegu húsakynni. Er
það ótækt að það sé bein lífshætta
fyrir fanga að þeir séu geymdir ’
í fangageymslu lögreglunnar. Það ]
er því augijóst mál, að nauðsyn ]
er orðin brýn á því að byggð verði
ný löreglustöð hér, eigi að byrgja
fyrir það, að stórslys eða mann- ,
tjón hljótist af því að geyma
fanga í fangageymslunni í skemri
eða lengri tíma, Er því vissulega I
kominn tími til að mál þetta verði
alvariega athugað og framkvæmd-
ir hafnar. — Ingvar.
Myndin hér að ofan var tekin úr lofti í gærmorgun og er af Hvammsfirðinum. Er fjörðurinn allur
ísi lagður fram fyrir Staðarfell, en myndin er tekin fremst í firðinum. Veður á Breiðafirðinum í gær
var bjart, en talsverður strekkingur og frost; stillur hafa samt verið þar undanfarna daga.
(Ljósm. Har. Teits.)
Helmingi meiri ofli í Sond-
gerði en ó snmn tímn í fyrrn
Meðalafli í róðri er Jbó nokkuð minni nú
Sandgerði, 16. febrúar:
CÆFTIR voru ágætar hjá Sand-
gerðisbátum frá 1. til 15.
febrúar. Almennt fór hver bátur
16 róðra þannig að enginn dagur
hefir fallið úr. Alls voru farnir
225 róðrar af 17 bátum.
Heildaraflinn nam tæpum 1370
lestum. Mestan afla í róðri hafði
m.b. Víðir frá Garði 9. febrúar
xúmar 17 lestir. Næst bezti dagur-
inn var 10. febrúar. Þá var Smári
með 17 lestir.
Hæstan afla hefir nú Víðir með
278,5 lest í 38 róðrum. Næstur er
Muninn II með 276 einnig í 38
róðrum. Þriðji er Pétur Jónsson
ikteð 238 lestir. Alls er komið á
land í Sandgerði (15. febrúar)
3003 lestir á móti 1653 lestum á
sama tíma í fyrra. Meðalafli var
þó meiri í fyrra, 7 lestir í róðri,
en núna er hann 5,5 lest í róðri.
Nú eru aftur á móti fleiri bátar
©g gæftir betri en þá. — A.J.
Óvísl hvorl um
á Slokkseyri
STOKKSEYRI, 16 febr. — Veiki
sú er kom upp hér í sauðfé í vet-
ur, og álitin var hníslasótt, þótt
það sé ekki fullvíst enn, virðist
beldur vera í rénum. Hafa mjög
fá tilfelli komið fyrir nú um nokk
urt skeið. Ekki er ennþá lokið
rannsókn á því, hvort hér sé um
lmíslasótt eða einhvern annan
sjúkdóm að ræða, þótt margt virð
ist benda til að svo sé. — Magnús.
Vélsljérar í Eyjum
samþykklu, en sjó-
menn og úterðar-
menn felJrfu
VESTMANNAEYJUM, 16. febr.: '
— Torfi Jóhannsson bæjar- 1
fógeti, hélt fund í gærkveldi
með deiluaðilum í Vestmanna- :
eyjadeilunni og Iauk þeim fundi
í morgun. Að fundinum loknum
lagði Torfi fram málamiðlunar- ]
tillögu og voru atkvæði greidd
um hana í dag frá kl. 14—17. Úr-
slit í þeirra atkvæðagreiðslu urðu
þau, að tillagan var felld af út-
gerðarmönnum og sjómönnum,
en vélstjórar samþykktu hana
með naumum meirihluta.
Fundur með deiluaðiljum hófst
að nýju í kvöld kl. 9_Bj. Guðm.
Heimdallur
SAMEIGINLEG kaffidrykkja
verður í Sjálfstæðishúsinu (litla
salnum) í kvöld kl. 8,30. Ræður
fluttar og stjórnmálanámskeið-
inu slitið. — Þátttakendur eru
beðnir að mæta stundvíslega.
★
FUNDUR verður haldinn í full-
trúaráði Heimdallar föstudaginn
18. febrúar kl. 6 e. h. í Sjálfstæð-
ishúsinu (litla salnum). Dagskrá:
Kosning uppstillinganefndar.
Almennt kaup
hækki um 3Ö°/<
VERKAMANNAFELAGIÐ Dags-
brún hefur nú sent Vinnuveit-
endasambandinu þær kröfur sem
félagið gerir til breytinga á hin-
um almenna samningi félagsins
við vinnuveitendur. Kröfur varð-
andi samninga Dagsbrúnar, sem
taka til ýmissa sérgreinastarfa,
hafa ekki borizt.
Dagsbrún geri m. a. þær kröf-
ur varðandi kaupkröfur í al-
mennri verkamannavinnu, að
tímakaupið hækki úr krónum 9,24
í 12 krónur. Er hér um 30%
hækkun að ræða.
Sáttafundur hófst
í gærkvöldi á ný
SÁTTASEMJARI ríkisins,
Torfi Hjartarson, boðaði full-
trúa matsveina og skipafélag-
anna enn á ný til sáttaíundar.
Er blaðið fór í prentun stóð sá
fundur enn yfir og var ekki
vitað hvort einhver árangur
yrði.
Áf slysstað áSur
m lögreglan ktim
TIL Rannsóknarlögreglunnar hef
ur verið kært út af bílaárekstri, j
sem varð aðfaranótt þriðjudags-
ins, suður á Hafnarfjarðarvegi.
Bíllinn U-257 ók á bíl héðan úr
Reykjavík. Meðan beðið var eft-
ir lögreglunni til þess að fjalla
um málið var U-bílnum ekið af
slysstað. í gærkvöldi hafði rann-
sóknarlögreglan fengið uppl um
að eigandi þessa bds. sem ber
skrsetningarmerki Múlasýslu, sé
búsettur hér í Reykjavik. Það
þykir þegar nægilega sannað að
sá sem ók U-bíInum hafi verið í
órétti. Að vísu var honum ekið
eftir Hafnarfjarðarvegi, sem er
aðalbraut, en hann ók á Reykja-
víkurbílinn sem beið við gatna-
mót Álfhólsvegar í Fossvogi, eftir
að U-bíllinn færi framhjá, en í
stað þess ók hann á hægri hlið
Rey k j a víkurbílsins.
Enn sami mokaflinn
i
á bátana frá Olafsvík
Bæll hafnarskilyrði þar meira aðkallandi
en Rifshafnaræfintýríð.
ÖLAFSVÍK, 16. febr.
SAMFELLDAR gæftir hafa nú verið hér hjá okkur um hálfs-
mánaðar skeið. Bátarnir farið í eins marga róðra og þeim var
mögulegt. Er nú svo komið, að hæstu bátar eru með 270 lesta
afla frá áramótum, enda hefur dagaflinn verið 12—20 lestir.
HAFA TAPAÐ RÓÐRUM
Ef hafnarskilyrðin væru betri
hér i Ólafsvík, myndi afli bát-'
anna vera talsvert meiri. En
vegna þess hve þau eru slæm,
hafa bátarnir iðulega tapað róðr-
um.
Kvefsótt og hettu-
sótt skæðastar
í SKÝRSLUM frá skrifstofu borg
arlæknis um heilsufar Reykvík-
inga að undanförnu eru það eink-
um kvefsótt og hettusótt, sem
herja í bænum. í vikunni 30. jan.
til 5. febr. eru hettusóttartilfell-
in talin vera 168, voru 156 vikuna
á undan og kvefsóttartilfelli eru
248 og hafði þeim fækkað nokk-
uð. Mislingarnir virðast vera
gengnir hjá í bili a.m.k. og voru
átta tilfelli skráð 30. jan. til 5.
febr.
Géður alll
í Slykkishélmi
STYKKISHÓLMI, 16. febr.: — f
gær var afbragðs sjóveður og all-
ir bátar á sjó. Afli var 7—12 lest-
ir. í dag er einnig mjög gott sjó-
veður og réru bátarnir snemma í
morgun. Er ekki vitað um afla
þeirra ennþá.
Mikil vinna er hér í land: við
nýtingu aflans, sem er bæði fryst-
yr og hertur. Er hér allmargt að-
komufólk, og mikið að gera í
flóðasvæðin.
BETUR VARIÐ í ÓLAFSVÍK
Væri allt það fé, sem fer í
hreina „Bakkabræðravinnu“ i
Rifshöfn, betur varið, ef höfnin
hér yrði lagfærð. Með því að
lengja bryggjuna upp í 45 m.
gætu farmskipin komið í þetta at-
hafnasama pláss, þar sem fjöldi
fólks vinnur dag hvern langt
fram á nótt við framleiðslustörf-
in.
JÖKULFELL AÐ BRYGGJU
Um daginn kom SÍS-skipið
Jökulfell hingað upp að bryggju,
en það er í fyrsta skipti sem svo
stórt skip leggur að hinni rúm-
lega 20 ára gömlu bryggju okkar.
Sýnir þetta og sannar að önnur
skip flotans, sem hingað til hafa
ekki talið sig örugg um að leggja
að brvggjunni, geta það ef aðeins
er vilji til þess. Um flóð flaut
Jökulfellið og öll hleðsla þess hér
gekk mjög að óskum. — EB.
AUSTURBÆR 1
ABCOBFGH ’
ABCDEFGH
VK8TURBÆR f
10. leiknr Vesturbæjar:
* d2—d4 i
N
\
i