Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 2
MORGUISBLAÐIÐ Laugardagur 19. febrúar 1955' 2* ur stU ríkisvalds og v/ð iðnskóla verbi Framsöguræða Gunnars Thoroddsens á þingi í gær. ÞAÐ ER vissulega kominn tími til að setja heildarlöggjöf um iðnskólana og þar á meðal að lögfesta fjárhagslegan stuðning ríkisvalds og sveitarfélaga við þessar nauðsynlegu menntastofn- apir. Því að iðnaðurinn er og verður ein af meginstoðum þjóðfé- lágsins. Með honum geta íslendingar bætt efnahag sinn og lífskjör og haldið uppi menningarlífi. Þannig fórust Gunnari Thoroddsen orð, er hann flutti fram- söguræðu fyrir iðnaðarnefnd Neðri deildar Alþingis varðandi frum- varp um Iðnskóla. ?errans VANDAÐUR UNDIRBÚNINGUR j Gunnar lýsti aðdraganda þessa j Jfumvarps, sem er alllangur og úndirbúningur á ýmsan hátt j vandaður. En milliþinganefnd um | skólamál, sem starfaði á árunum 1945—47 samdi frumvarp til laga um iðnskóla og var það flutt á 1948 af menntamálanefnd Neðri deildar og aftur á þingi 1949 af lögfesta ákvæði um verkeíni iðn- skólanna, um inntökuskilyrði, um stofnun skólanna, hvaða aðilar geti haft forgöngu um slíkt, um skólanefndir, greiðslu stofnkostn aðar og reksturskostnaðar um framhalds-iðnskóla o. fl. Einna þýðingarmest er að sjálf sögðu ákvæðið um stofnkostnað, en þar er svo fyrir mælt að ríkis- sjóður skuli greiða helming stofnkostnaðar en bæjar-, sýslu- og sveitarsjóðir hinn helming- inn. IIANDÍÐASKÓUINN Iðnaðarmálanefnd óskipt gerir nokkrar breytingatillögur við frumvarpið. Auk þess gerir meirihluti hennar m. a. þá breyt- ingartillögu að listiðnaðardeild handíða- og myndlistarskólans í Rvík, njóti rekstursstyrks frá ríkissjóði. Skúli Guðmundsson, einn iðn- aðarnefndarmanna stóð upp og kvaðst vera mótfallinn því að Handíða- og myndlistarskólinn fengi lögfestan slíkan styrk. Ekki j gaf hann aðra ástæðu fyrir því | en þá að þeir sem Ijúka námi við listiðnaðardeildina hafa engin I réttindi iðnaðarmanna. STJÓRN Landssambands ísl. út- vegsmanna gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum s.l. fimmtudag: L.Í.U. lítur mjög alvarlegum augum á ummæli brezka sendi- herrans í yfirlýsingu, sem hann birti í dagblöðunum og ríkisút- varpinu 10. þ.m., þess efnis, að brezkum og íslenzkum sjómönn- um muni virðast svo, „að skipum og skipshöfnum sé hættara við óveðrum í opnu hafi vegna þess, að reglurnar frá 1952 geri bæði íslenzkum og erlendum skipum erfiðara að leita landvars, þegar stormar nálgast“. Reglunum um rétt útlendra og innlendra botnvörpuskipa til að leita landvars undan veðri var ekkert breytt árið 1952, þegar flóar og firðir voru friðaðir fyrir botnvörpu- og dragnótaveiðum og landhelgin færð út um eina sjó- mílu til verndar fiskistofninum. Að áliti íslenzkra togaraskip- stjóra hafa þær reglur, sem gilda u.m rétt skipa til að leita land- , vars undan veðri, aldrei orðið til neinnar hindrunar því, að hægt væri að gera það, þegar þess var þörf. Framangreind ummæli sendi- herrans verða því, án þess að til þess væri ætlast, til þess að ýta undir þann róg, sem íslendingar eru bornir í brezkum blöðum, í sambandi við hin hörmulegu sjó- slvs, sem urðu, er togararnir „LORELLA" og „RODERICO“ fórust. L.Í.Ú. harmar, að sambúð og eðlilegum viðskiptum íslendinga og Breta skuli hafa verið spillt árum saman, af aðilum, sem hafa það að markmiði, að bola íslend- ingum burt af brezka fiskimark- aðinum og hafa gripið til ofbeldis og svívirðilegs rógs, til þess að koma fram þessu áformi sínu, án þess að brezk stjórnarvöld hafi hafist handa til þess að hindra þessar aðgerðir. Skorar L.Í.Ú. á íslenzk stjórn- arvöld að gera brezku ríkisstjórn- inni Ijóst, hve afdrifaríkar afleið- ingar áframhaldandi afskipta- leysi af hennar hálfu, gagnvart framferði brezkra togaraeigenda, muni hafa á viðskipti og sambúð íslendinga og Breta í framtíðinni. iðnaðarnefnd Neðri deildar. Síð- «n hefur málið verið til meðferð- ar hjá forráðamönnum iðnskól- anna og iðnaðarsamtakanna. Og nú hefur Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra, látið und- irbúá málið fyrir þetta þing, en frumvarpið var m. a. rætt á iðn- þingi 1954 og samþykkt þar í meginatriðum eins og það liggur liér fyrir. ÞRIDJUNGUR LANDSMANNA ÍIEFUR FRAMFÆRI ÁF IÐNADI Gunnar Thoroddsen sagði að um það bil þriðjungur allra lands manna lifði nú af iðnaði og í Reykjavík væru um 40 menn af hverjum 100, sem hefðu lífsfram- færi á einn eða annan hátt af iðnaði. Má af þessu sjá.að undir- búningsmenntun fyrir þau þýð- ingarmiklu störf þarf að vera vönduð. RÚMLEGA 1000 IÐNNEMAR Síðan skýrði hann frá starf- semi iðnskóla hér á landi Þeir hafa verið stofnaðir á ýmsum stöðum og munu nú vera starf- andi á landinu öllu um 15 iðn- skólar. Langstærstur þeirra er iðnskólinn í Reykjavík og næst honum iðnskólinn á Akureyri. ^lðnskólarnir og nemendafjöldi þeirra var sem hér segir s.l. vet- ur (’53—’54): Reykjavík 721 nem. •; 'Hafnarfjörður 41 — Akranes 23 — . Borgarnes 11 — Stykkishólmur 8 — Þingeyri zísafjörður 3 — 15 — Sauðárkrókur 19 — Siglufjörður 22 — Ólafsfjörður 15 — • Akureyri 54 — Neskaupstaður 16 — Vestmannaeyjar 24 — Selfoss 52 — Keflavik 28 — IÐNAÐARMENN HAFA SJÁLFIR STOFNAÐ SKÓLANA Allp- þessir skólar hafa komizt á fót fyrir tilstilli iðnaðarmanna og félagsskapar þeirra. Að sjálf- sögðu5 hefur ríkissjóður og bæj- ar- og sveitarsjóður á hverjum stað veitt nokkurn fjárhagslegan stuðníng, en þó er vissulega tími til kominn að setja lög almennt um iðnskóla og m. a. að lögfesta þar atbeina og fjárhagslegan stuðníng ríkisvaldsins og sveitar- félaga við þessar nauðsynlegu me|intastofnanir, RfKISSJÓÐUR GREIÐI HELMING STOFNKOSTNAÐAR ÚVTeginéfnl'frúrnvafþsirts' 'er áð TÓNLEIKAR SINFÓNlUHUÓM SVEITARINNAR N.K. ÞRIDJlíOii Osilelkari á fiéiifi P@rwaldur jrímsson, eins'öncfvari NÆSTKOMANDI þriðjudag efnir Sinfóníuhljómsveitin til tón- leika í Þjóðleikhúsinu. Mun Þorvaldur Steingrímsson leika • þar einleik á fiðlu og ítalski óperusöngvarinn Primo Montanari syngja aríur úr óperum. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Róbert A. Ottósson. m ÞVOTTAVEL ÆTLU HÚSMÆÐRUIVI í SVEITUM IGÆR áttu fréttamenn fund með Konráði Þorsteinssyni frá Sauðárkróki, en hann hefur nýlega hafið framleiðslu á nýrri gerð þvottatækja í verksmiðju sinni á Sauðárkróki, er nefnist „Létti.“ KOLAPOTTUR GERÐUR AÐ ÞVOTTAVÉL Er tæki þetta ætlað til þess að létta erfiði þvottadaganna fvr- ir þær húsmæður, sem ekki eiga kost á rafmagni. Er tækið mjög einfalt að gerð, búið til úr eir- rörum, krómhúðað. Er það skrúf- að á venjulegan kolakynntan þvottapott, sem þá í einu vet- fangi er orðinn að handknúðri þvottavél. Er þannig hægt að þvo og sjóða þvottinn í einu án mik- ils ez-fiðis og verulegrar fyrir- hafnar. ,, §. IIREYFT EINS OG IIANDDÆLA Þvegið er á þann hátt með ,“Léttf‘, að“ þegar suðair er kom- in upp í pottinum er tekið að hreyfa „léttann" á svipaðan hátt og um handdælu væri að ræða, en á honum er skaft, sem gengur upp úr pottinum. Er með þessu móti hægt að þvo og sjóða þvott- inn án þess að snerta á honum með höndum. Þá var einnig mjög fljótlegt að taka „léttann“ af pott inum ef nota á hann til annars en hann er lauslega festur með skrúfum til beggja enda. TVÆR GERÐIR Konráð framleiðir tvær stærð- ir ,,léttanna“ á verkstæði sínu. Er verð þeirra kr. 500.00. Mun tæki þetta ekki koma í verzlanir til að byrja með, en hægt að. panta það hjá framíerfranda,---j Tónleikarnir hefjast á „Spán- ai'sinfóníu” Lalos (Symphonie Espagnole) fyrir einleiksfiðlu og fer Þorvaldur Steingrímsson með einleikshlutverkið. Er það í fyrsta sinn, að Þorvalduf kemur fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni. Þorvaldur er mjög kunnur hér á landi fyrir fiðluleik sinn, bæði í útvarpi og á fjölmörgum hljóm- leikum, sem hann hefur komið fram á. Hann hefur verið 1. fiðla í Sinfóníuhljómsveitinni frá stofnun hennar. NAM í LONDON Árið 1937 lauk Þorvaldur prófi í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en þar lærði hann hjá Hans Stephanic. Stundaði hann síðan fiðluleik um nokkur ár hér í Reykjavík, en árið 1946 fór hann til Englands og nam fiðluleik hjá David Martin, en það er kunnur fiðluleikari í Englandi og kenn- ari við Royal Academy í London. Dvaldi Þorvaldur þar u. þ. b. í eitt ár, en hvarf þá að nýju til íslands. Hefur hann síðan, sem fyrr segir, spilað á fjölmörgum tónleikum og iðulega komið fram í útvarpi. Hann hefur verið form. Fél. ísl. hljóðfæraleikara s. 1. 2 ár. Höfundur Spánarsinfóníunnar, Lalo, er Frakki af spönskum ætt- um, og er sinfónían erfið en mjög skemrntileg og víðkunn. Sinfóní- unni verður útvarpað beint frá Þjóðleikhúsinu en annað á tón- leikunum verður tekið upp á hljómband og útvarpað síðar. MONTANARI KENNIR SÖNG IIÉR Einsöngvarinn með hljómsveit- inni verður Primo Montanari óperusöngvari, en hann hefur dvalið hér á landi síðan í haust og kennt söng á vegum Tónlistar- skólans. Hafa þar stundað nám hjá honum 25—30 manns, þar á meðal Magnús Jónsson, Jón Sig- urbjörasson,- Guðrún-Á. Símonar, Árni Jónsson og fjöldi ar.nara víðsvegar að af landinu. HEFUR SUNGIÐ VÍÐA UM HEIM Montanari fór ungur frá Ítalíu til Bandaríkjanna og var þar í 7 ár. Hóf hann þar nám í söng, en fór síðan til ítalíu aftur sam- kvæmt ráðleggingum Carúso. Montanari hefur sungið í óperum víða í Evrópu, Ástralíu, Nýj z Sjá- landi og víðar og haldið hljóm- leika um alla Evrópu. Hanr mun fara héðan til Ítalíu í maí-júní. Óráðið er enn hvort hann kem- ur aftur á hausti komanda. Montanari mun syngja ar'ur úr óperunum „Werther“ og „Carm- en“„ Síðasta viðfangsefnið á efnisskránni verður hið snjalla Scherzo „Lærisveinn galdrameist arans“ eftir Paul Dukas. KIELLAND VÆNTANLEGUR 28. FEBRÚAR Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar verður Róbert A. Ottós- son en hann mun ekki stjórna henni oftar að sinni, þar eð Kiel- land er væntanlegur til íslands 28. febr. og mun hann þá taka við stjórn Sinfóníuhlómsveitar- innar. Hljómleikarnir verða ekki endurteknir. AKUREYRI 18. febr. — Ungfrú Guðrún Kristinsdóttir hélt píanó tónleika á vegnm Tónlistarfélags Akureyrar í Nýja bíói s.l. fimmtif dag. Voru þetta fyrstu hljóm- leikar félagsins á þessu ári. Viðfangsefni voru eftir Bach, Mozart, Beethoven, Bela Bartok, Debussy og Chopin. Ungfrúin fékk sérstaklega góðar undir- tektir og bárust margir blóm- vendir. Var hún margkölluð fram, og varð hún að leika auka- lag. —H. Vald. -......... ......‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.