Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. febrúar 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 UM NIÐURSUÐU DAGANA 10.—12. febrúar birtu Reykjavíkurblöðin frásagnir af umræðum á Alþingi um niður- suðu. Skýrt var frá því, að ís- lendingar hafi sótt um inngöngu £ norskan niðursuðuskóla. Skóli sá, sem hér mun átt við, er að ollum líkindum niðursuðuskólinn í Stavanger (Hermetikk- og Kon- serveindustriens Fagskole), sem <er eign og rekinn af félagsskap inorskra niðursuðuiðnaðarins (De Norske Hermetikfabrikkers Landsforening) í sambandi við rannsóknarstofnun norska niður- suðuiðnaðarins. Skólinn er þann- £g einkaskóli niðursuðuiðnaðarins <og það eru eigendurnir, sem ráða Iþví hverjir fá skólavist. Útlend- ingar munu ekki vera teknir. — Námstíminn er eitt og hálft ár fyrir verkstjóra, en inntökuskil- yrði er m. a., að maðurinn hafi iunnið í niðursuðuverksmiðju í tvö ár. I N-Ameríku er hins vegar völ á góðum háskólum, sem kenna matvælafræði, og að sjálfsögðu mðursuðu sem hluta af því námi. Námsgrein þessi hefur verið sjálfstæð grein við nokkra há- skóla síðan eftir fyrri heimsstyrj- öld, og þeim skólum fjölgar nú ört, sem bæta við sig þessari fræðigrein. Nokkrir íslendingar hafa á undanförnum' árum stund- að nám í matvælaiðnfræði í Vesturheimi, þeirra á meðal und- irritaðir, og hafa flestir þessara manna notið opinberra styrkja frá Menntamálaráði og Fiski- málasjóði. Það mun hins vegar rétt, að þjálfaðir iðnaðarmenn í niður- suðu eru fáir á íslandi. Skólalær- dómur fyrir slíka menn er góð undirstaða, en þjálfun i starfandi verksmiðju og vinna með vélarn- ar er ekki síður mikilvægt. Eitt af frumskilyrðunum fyrir heilbrigðri þróun í niðursuðuiðn- aði er, að fullkomin verksmiðja sé til í landinu, sem framleiðir dósir undir það, sem sjóða eða leggja á niður. Nokkrir erfiðleik- ar munu hafa verið á útvegun á öllum gerðum af dósum, sem nota þarf við mismunandi framleiðslu, og er enn þann dag í dag flutt inn töluvert af dósum. í Banda- ríkjunum eru það sömu fyrir- tækin, sem framleiða dósir og vélar handa iðnaðinum. Aðallega eru það tvö félög, American Can Co. og Continental Can Co., sem keppa á þessu sviði. Þau eru reiðubúin til þess að veita við- skiptavinum sínum tæknilega aðstoð og hafa í þjónustu sinni íjölda sérfróðra manna í öllum greinum niðursuðunnar. Þau gefa einnig út fjölda bæklinga um niðursuðu, sem viðskipta- vinir þeirra fá án endurgjalds. Félagsskapurinn National Con- ners Association veitir iðnaðin- um einnig tæknilega aðstoð, svo og fjöldi rannsóknarstofnana víðsvegar um Bandaríkin. í þessu sambandi má benda á, að hér á landi vantar rannsóknarstofnun í niðursuðu, stofnun, sem ætti að vera búin góðum tækjum og nægu starfsliði til sjálfstæðra tilrauna. Þær rannsóknir, sem aðallega hafa átt sér stað hér, eru í sambandi við gæðamat, en mat á útfluttum niðursuðuvarn- sngi er þó ekki lögboðið. í sam- bandi við Rannsóknarstofu Fiski- félagsins, sem nú er í stækkun, er hins vegar gert ráð fyrir víð- tækum rannsóknum á niðursuðu ásamt tæknilegri aðstoð við iðn- aðinn. Vísir að þessari þjónustu er þegar fyrir hendi hjá Iðnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans, en sú deild hennar, sem fer með þessi mál, þ. e. gerladeildin, er til húsa hjá Fiskifélaginu. íslendingar gera sér ef til vilí ekki ljóst, að langsamlega stærsti iðnaður Bandaríkjanna er mat- vælaiðnaðurinn og niðursuðuiðn- aðurinn stærsta grein hans (e.t.v. fyrir utan ný matvæli). Niður- soðin matvæli eru ódýr og í flest- um tilfellum ódýrari en fryst matvæli. Hér er um stórkostlega fjöldaframleiðslu að ræða („mass production") og er samkeppni mjög hörð. Svipað mun vera í Noregi. Við getum því ekki vænzt þess að verða samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum nema að I takmörkuðu leyti, ef við förum ekki inn á fjöldaframleiðslu og tökum í notkun fljótvirkar vinnu vélar og flutningsbönd. — Smá- framleiðsla, með mikilli hand- löngun og seinvirkum vélum, getur því aðeins skilað ágóða, að um sé að ræða dýra og eftir- sótta vöru, þar sem framboðið er lítið. Rétt er einnig að gera sér grein fyrir því, að íslendingar eru lítt þekktir á heimsmarkaði með nið- ursuðuvarning, en til þess að vinna nýja markaði þarf að reka mikla og dýra auglýsingastarf- semi. Eins og niðursuðuiðnaður- inn er rekinn, eru engin sölu- samtök og enginn nógu sterkur aðili til að kosta dýra markaðs- leit. Gott dæmi um slík sölusam- tök eru samtök frystihúsanna, þ. e. Sölumiðstöð hraðfrystihús- ! anna og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Sennilegt er, að mörg frystihús ættu erfitt upp- dráttar, ef þau ættu sjálf að sjá um sölu á afurðum sínum á frjálsum markaði. Að lokum viljum við drepa á ! nauðsyn þess að koma á fót tækniskóla í matvælaiðnaði. Mat- vælaiðnaðurinn er okkar stærsti og þýðingarmesti iðnaður og á honum veltur hagur þjóðarinnar. Það ér því ekki vammlaust, að enginn íslenzkur skóli skuli veita fræðslu í þessari grein. í íandinu eru margir menn með reynslu og sérþekkingu á sviði matvæla- framleiðslu og fleiri eru væntan- legir heim. Ætti því vart að verða skortur á starfsliði. Iíalldór Helgason Hjalti Einarsson matvælaiðnfræðingar. Er dýrkun lýginnar að fá heiðursæti hjá „verndara smáþjóðanna" í vsð- skiptum við íslendinga á Sfokkseyri STOKKSEYRI, 16. febr.: — All- miklir þurrkar hafa verið hér undanfarið og einnig nokkur frost. Farið er að bera á talsverð- um vatnsskorti á Stokkseyri, vegna þessa, og hefur vatn þrotið í nokkrum brunnum, en aðrir vatnslitlir. Kemur þetta sjaldan fyrir, og ekki nema eftir langvar- andi þurrka. Ekki hafa þó nein veruleg vandræði hlotizt af vatns skortinum enn sem komið er. — Magnús. Sextugsafn SUNNUDAGINN 13. febr. var haldin á Blönduósi hátíðamessa af prófastinum síra Þorst. B. Gíslasyni í Steinnesi, í tilefni þess að kirkjuhúsið varð fyrir skömmu 60 ára. Jafnframt var þá afhjúpuð ný altaristafla, máluð af meistaranum Kjarval, og sýn- ir hún Emausgönguna. Fyrir nokkrum árum var stofnaður sér- stakur áheitasjóður kirkjunnar, ! ætlaður til að prýða hana, og var | altaristaflan keypt fyrir fé úr ! þeim sjóði ásamt tveimur nýjum ' númeratöflum, gerðum af Birni 1 Einarssyni trésmíðameistara á Blönduósi og Kristófer Kristófers syni meðhiálpara. I Kirkjan fékk einnig í afmælis- gjöf 10 fermingarkirtla frá kven- félaginu Vöku á Blönduósi og aðra fjóra frá kvenfélagi Torfa- lækjarhrepps, enda hefur sókn- I arnefndin ákveðið að láta ferm- ingarbörn safnaðarins vera eftir- leiðis skrýdd kirtlum við ferm- ingarathafnir. I Blönduóskirkja hefur fengið mörg áheit, innan héraðs og utan, ! og orðið vel til. | Kirkjunni hafa áður borizt ýmsar góðar gjafir, þar á meðal fyrir nokkru stór skírnarfonts- skál úr silfri, mikill dýrgripur, er Guðbr. ísberg sýslumaður gaf til minningar um konu sína, frú Árnínu J. ísberg. — K. ÞAÐ hefur verið talið vænlegt ' til árangurs í átökunum um þjóðarsálirnar að hamra nógu oft á sömu fullyrðingunum, hvort , sem þær væru réttar eða rang- ar, því þá mundu fcser sá sínu eitraða fræi, smátt og smátt og bera tilætlaðan árangur. Sérstaklega hefur verið talið, að leiðtogar einvalds og ofbeldis- stefnu hagnýttu mjög þessar að- ferðir, bæði til að vinna málstað sínum fylgi, meðal sinna eigin | | þjóða og einnig á styrjaldartím- um, til að vekja hatur og óvild til annarra þjóða, ef þurft hefur I að gera ofbeldisárásir á þær. | Aldrei eru þessar aðferðir eins ' vænlegar til árangurs og þegar i í hlut eiga þjóða hópar, sem eru illa menntaðar, en aftur á móti ^ erfiðara um árangur þegar um vel menntðar þjóðir er að ræða. Því verður ekki á móíi mælt, að á undirbúningsárum seinustu heimsstyrjaldar voru þessar að- ferðir mjög notaðar, með allt of góðum árangri. Það er öllum nú- lifandi mönnum allt of kunnugt til þess að hægt sé að mótmæla því. Ein af höfuð þjóðum hins vestræna heims, hefur marglýst því yfir, að hún hefði viðbjóð á slikum aðferðum og jafnframt lýst því yfir, að hún teldi það vera sitt æðsta og helgasta hlut- verk að vernda smáþjóðirnar gegn hverskonar árásum, því þær ættu að eiga fyllsta rétt til að búa að sínu í fullu öryggi gegn hverskonar ásælni sér stærri þjóða. Þessi þjóð sem allt til þessa dags hefur verið talin ein af öndvegisþjóðum heimsins, eru Bretar, eða réttara sagt Englendingar, sem þó óneitan- lega hafa unnið sér þann sess með styrjöldum og ofbeldi, sem sagan sannar á undangengnum öldum, en það voru tímar annars hugsunarháttar, en nú er á yfir- borðinu viðurkenndur samboð- inn siðuðum þjóðum. Við Islendingar trúðum þess- um yfirlýsingum Englendinga og aáðumst að þeim og að hinni frábæru þrautseigju, er öll brezka þjóöin sýndi í hinni ný- lega afstöðnu heimsstyrjöld. •— Sérstaka aðdáun okkar vakti það að hún lét ekki bugast, þegar allt virtist tapáð, á árinu 1940, þegar algjör ósigur var orðinn í Frakklandi og aðeins björguðust leyfar brezka hersins, yfir til heimalandsins. Við reyndum og að líta saun- hæfum og vinsamlegum augum á þær miður þægilegu aðgerðir Englendinga, þegar þeir með vopnavaldi ruddust inn í land okkar. Við tókum gildar þær skýr- ingar þeirra, að þetta væri gert af illri nauðsyn, vegna öryggis þeirra sjálfra og okkar einnig, því þeir ætluðu sér nú í eitt skifti fyrir öll að sigrast á öll- j um illræðisöflum, þeim er ógn- j uðu framtíð heimsins og frelsi ! mannkynsins og hefðu dýrkun lyginnar sem 1. boðorð í fram- sókn sinni. j Við gerðum og meira. Við J settum' í. gang allt sem mögu- ^ legt var af vinnuafli, þessum markmiðurn til framdráttar og ekki mun vera um eitt einasta dæmi að ræða, að neitt hafi ver- ið gert er ti) óþurftar gæti talist fyrir Englendinga á meðan þeir dvöldu hér. Það er því með full- um rétti hægt að segja, að við höfum verið traustur bandamað- ur í þeim ógnarátökum, sem áttu sér stað og hefðum því :nátt vænta vinsamlegra samskipta af hinni virðulegu brezku þjóð, er hafði margoft gefið út yfirlýs- ingar um hinn helga rétt smá- þjóðanna og allra þjóða til að ráða sér sjálfar og einnig lýst yfir viðbjóði sínum á dýrkun I lyginnar, til forheimskunar þjóða 1 og einstaklinga. En því var mjög eftir Þorkel Sigurðsson vélsfióra haldið fram, að einræðisherrar og þjóðir þeirra notuðu það mjög til framgangs sínum sjónarmið- um. En því miður varð reynzlan sú, að annað eru orð og yfirlýs- ingar en athafnir og efndir. Styrjöldinni lauk með algjör- um sigri Engilsaxnesku þjóð- anna. Strax að henni lokinni fylltust öll veiðisvæði hér við land af erlendum veiðiskipum. Að lokum fór svo að til algjörrar fiskþurrðar horfði, ef ekki yrði neitt gert til verndar. Það end- aði svo með því að hin marg- umtöluðu fiiðunarlög voru gefin út, sem þó engan vegin eru nægi- lega víðtæk þjóðhagslega skoðað. Nú reyndi fyrst á hið marg- yfirlýsta helga hlutverk „Vernd- ara smáþjóðanna", það er Eng- lendinga. Trúir sínu helga hlut- verki, hefðu þeir brugðist vin- samlega við og viðurkennt rétt- mæti og nauðsyn þessar aðgerða, sérstaklega þó þegar athugað er, að þær gengu í engu lengra, en hliðstæðar aðgerðir frá Norð- mönnum, sem þeir voru þá ný- lega búnir að fá viðurkendar fyr- ir Alþjóðadómstólnum i Haag. En það var nú eitthvað annað, en að viðbrögðin yrðu vinsam- leg. Hin hatramasta áróðursvél var sett í gang. Þar sem íslend- j ingar voru bornir hinum verstu sökum og virðast engin rök duga til að draga þar úr. Við íslendingar höfum allt til; þessa mánaðar reynt að komast hjá nokkrum þeim skrifum, frá j okkur, er spillt gætu hugsanlegu samkomulagi en nú er tíminn hinsvegar að leiða í ljós að lítil von virðist bættrar sambúðar, nema síður sé. Fyrst reyndu þeir að svelta okkur inni, með því að útiloka sölu ísvarins fiskjar írá okkur til Bretlands. Marga hefftr furð- að á að slíkar aðgerðir skuli leyfðar þvert ofan í gerða verz'i- unarsamninga. Þessar aðgerðir snérust hir.svegar þannig, að stór þjóðhagslegur gróði varð að í mjög auknum útflutningsverð- mætum. Enda er alþjóð kunnugt, að undantekningarlítið hefur verið rekstrartap á ísfiskveiðum togaranna +yrir brezkan markað og því ekki úr háum söðli, að detta. En þegar þessi bolabrögð dugðu ekki til að setja okkur á kné, virðist svo að til annarra ráða eigi að grípa. Það mun vera um 1 ár, eða rúmlega það, síðan að einn togaraskipstjóri brezkur sagði: „Til helvítis með íslenzka sjómenn og íslendinga". Þó þessi ummæli séu bæði heimskuleg og illgjörn, þá munu ílestir háfa litið á þau sem vanhugsuð orð í gremju töluð, en ef horft er til baka á þau atvik sem átt hafa sér stað of oft á þessum vetri, þá virðist svo sem þau geti vakið nokkurn ugg um það að þau hafi verið annað og meira en orð í fljótræði töluð. Ég sem þessar línur rita er búinn að vera togarasjómaður í 38 ár, en aldrei hef ég vitað til þess að íslezkum fiskibátum hafi verið nokkur hætta búin af er- lendum togurum, en á þessum vetri bregður svo við að íslenzk- ir bátar að veiðum verða aftur og aftur fyrir mjög áberandi ágengni af enskum togurum og aðeins með mjög miklum við- bragðsflýti tekist að forðast ásiglingu af enskum togurum, sem ekki hafa vikið hársbreidd af stefnu sinni en farið með veiðarfæri bátanna veg allra veraldar. Einnig má minna á það, að nýjum báti af fullkomnustu gerð var sökt við bryggju af enskum togara og fyrir sérstaka mildi varð ekki manntjón og nokkru síðar var annar bátur sigldur í kaf út á veiðisvæðunum og 2 menn drukknuðu. Þegar þessi atvik eru athuguð með fyrr- greindum ummælum í huga og þess gætt að þau eru algjörlega ný, í fiskiveiðasögu okkar, þá hlýtur að vekja ugg hversu slík atvik eru tið, jiú á stuttu tíma- bili. Þá kem ég að seinasta við- bragði Englendinga, eftir hinn hörmulega mannskaða er varð, er tveir enskir togarar fórust og 1 íslenzkur Þá er nú sagt í brezkum stórblöðum að við ís- lendingar séum ábyrgir, fyrir þessu manntjóni, þar sem við bönnum erlendum botnvörpung- um að leita vars, í íslenzkum fjörðum, aema með búlkuðum veiðarfærum. Allt eru þetta hin herfilegustu ósannindi og rang- færsla á staðreyndum. Öllum skipum er frjálst að leita vars í fjörðum inni, bæði erlendum og íslenzkum. En það er annað mál, að enginn óvitlaus skipstjórnar- maður lætur ógert að binda föst netin við skjólborð skipanna og taka inn toghlera íil öryggis fyr- ir skipið, þegar hann heldur skipi sínu til lands vegna ofsaveðurs. Að mjög gefnu tilefni er skylt að taka það fram að enginn ís- lenzltur togarasjómaður álítur að lífshætta beirra hafi aukist við 1 mílu útfærslu landhelginnar fyrir Vestfjörðum eða Norður- landi. Að halda slíku fram cr ekkert annað en tilraun til að afsaka ofstækisfullan ósannan óhróður um íslenzku þjóðina. Vægast sagt má það teljast mjög ómakleg viðbrögð hjá ábyrgum enskum aðilum að gera tilraun tii slíks, í stað þess að kcma á f \ ..færi afsökunarbeiðni, fyrir hinar ómaklegu árásir á íslenzku þjóðina. Einnig má og geta þess, að friðunarlögin með einnrar mílu útfærslu sinni fyrir Vestfjörðum, breyta í engu um öryggi íslenzku togaranna, því þeim hefur verið haldið á djúphafsveiðum fyrir Vestfjörðum, 35 til 50 milur úti í hafi, síðan árið 1923, á sama tíma og enskir togarar hafa ver- ið að plægja upp grunnmið vest- firskra fjarða og miklu oftar verið fyrir innan ensk-dönsku landhelgis’ínuna, en ástæða er til að ætla, eftir fjölda þeirra til- fella, sem lög náðu til þeirra, fyrir brot beirra. En það verður að undirstrika það, að ef ekki kemur fram opin- ber vfirlýsing og afsökunarbeiðni frá brezku stjórninni til ísienzku þjóðarinnar og leiðrétting frá henni á bessum aðdróttunum, í ábyrgum brezkum blöðum, þá verður ekki hægt annað en að álíta að hún hafi tekið upp dyrk- un lyginnar í þjónustu sina í sam skiptum sírum við íslendinga, þó þeir hafi á þeim tímum er geigvænleg hætta ógnaði þeim sjálfum, marglýst yfir viðbjóði sínum á slíkum starfsaðferðum. En hvað má þá segja um hinn. bætta heim, sem þeir þóttust berjast fyrir og allt samstarf hirtna vestrænu þjóða og öll hin fögru fyrireit í sambandi við það. Þcrkell Sigurðsson, vélstjóri. SAIGON — S.l. föstudag létu Frakkar formlega af hendi yfir- ráð sín yfir Suður-Vietnam. — Stjórn Suður-Vietnam undir for- ustu Ngo Dinh Diem hefur nú tekið við allri yfirstjórn lands- ins og alls hers þar í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.