Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. febrúar 1955 MORGLiSBLAÐlÐ & D jilas og nýjan SKÖMMU áður en Tító lagði af stað heimleiðis frá Austur- Asíu eftir 12 vikna heimsókn þar, fékk hann óvænt skeyti frá skrif- stofu sinni, sem upplýsti, að þeir Milovan Djilas og Vladimir Ded- ijer hefðu í sameiningu farið þess á leit við forseta Júgóslavíu, að þeir fengju heimild til að mynda nýjan sósíaliskan flokk í Júgó- slavíu. Djilas og Dedijer höfðu ekki látið sér segjast af aðvörun- inni, er beint var til þeirra með nýafstöðnum réttarhöldum. Réttarhöldunum gegn Milovan Djilas og Vladimir Dedijer í Belgrad í Júgóslóavíu er lokið — þeim lauk jafn skyndilega og hávaðalaust og því uppistandi, er Djilas olli innan kommúnistaflokksins fyrir ári síðan. Eftirvænting sú, er gegn- sýrt hefir hugi fólksins í Júgó- slavíu síðan um miðjan desember vegna togstreitunnar milli þess- ara tveggja kommúnistaleiðtoga, Dedijers og Djilas annarsvegar, og núverandi leiðtoga kommún- istaflokksins hinsvegar, hjaðnaði þriðjudagsmorguninn 25. jan., þegar báðir hinir ákærðu yfir- gáfu dómssalinn sem frjálsir menn og gengu heimleiðis í hægð um sínum — og frostnæðan blés um götur Belgrad. ★ MILDIR DÓMAR Báðir sökudólgarnir fengu mjög milda dóma, svo að það hef- ir jafnvel hvarflað að mönnum, að dómarnir kynnu að boða stefnubreyting innan júgóslavn- esku stjórnarinnar, er eitthvað yrði í líkingu við þær umbætur, er Djilas og Dedijer vildu koma á. En ekki er hægt að neita því, að með dómunum hefir júgó- slavneska stjórnin veitt söku- dólgunum ráðningu fyrir að láta opinberlega í ljós gagnrýni á stefnu stjórnarinnar, og jafn- framt beint alvarlegri aðvörun til annarra opinberra starfs- manna um að varast að gera slíkt hið sama. Réttarhöldin yfir Djilas og Dedijer hófust mánudaginn 24. jan. og stóðu í 16 Idst. Voru þeir sekir fundnir um „fjandsamiega áróðursstarfsemi gegn ríkinu.“ Dedijer var dæmdur til sex mán- aða fangelsisvistar, en Djilas var dæmdur til að afplána hálfs ann- ars árs fangelsisdóm. Dómarnir eru mjög mildir, ef miðað er við, að hér er um að ræða kommún- iskt land — og við þetta bættist, að dómarnir voru skilorðsbundn- ir, þ. e. hinir dæmdu yrðu ekki að afplána þá nema við endurtekið brot. ★ ER ENDURSKIPULAGNING í BÍGERÐ Stjórnmálafréttaritarar í Bel- grad, sem margir hverjir eru orðnir gamlir í hettunni, eru þeirr ar skoðunar, að raunverulega sé það markmið kommúnistaflokks- ins í Júgóslavíu — og jafnframt Títós — að endurskipuleggja smám saman júgóslavneska kommúnistaflokkinn, svo að stjórnarfyrirkomulag verði eitt- hvað í áttina við þann sósíaliska lýðræðisflokk, sem Dedijer og Djilas vildu, að settur yrði á laggirnar. Sú yfirsjón er Djilas og Dedijer hafa fyrst og fremst gert sig seka um er að hafa látið skoðanir sín- ar í ljós opinberlega of snemma — að áliti flokksins — það sem verra er að hafa látið þær í ljós í viðtali við erlenda fréttaritara. Enda sagði málgagn júgó slavneska kommúnistaflokksins „Borba“, að Djilas og Dedijer hefðu ekki verið dregnir fyrir lög og dóm vegna persónulegra skoðana þeirra, heldur vegna þess að þeir hefðu látið þær í ljósi við erlenda blaðamenn, og með því v/7 ja sósíaliskan flokk Boða mildir dómar yfir Djslas og Dedsjer hægfara stefnubreyfingu i Júgóslavíu siranninr er- Senfira Farffigla liingað Á myndinni sjást talið frá vinstri: Milovan Djilas, Vladimir Dedijer og Eduard Kardelj. hefðu þeir skert hagsmuni Júgó- slavíu út á við. ★ ERLENDUM FRÉTTA- RITIJRUM VÍSAÐ Á DVR Erlendir fréttaritarar í Bel- grad fengu ekki að vera viðstadd- ir réttarhöldin. Mikill mannfjöldi safnaðis.t saman við dyr dóms- hússins, og nokkrir stúdentar hrópuðu ókvæðisorð til Djilas og Dedijer, er þeir komu þangað í fylgd lögreglunnar. Sumir hróp- uðu: „Föðurlandssvikarar, þrjót- ar!“ Dedijer lét sem hann heyrði ekki ópin, en Djilas sneri sér við í dyrunum og sagði: „Kush!“ Á júgóslavnesku er crðið r.otað til að sveia hundum. Jafnvel júgóslavneskir biaða- menn, er höfðu fengið aðgarsg, yfirgáfu réttarsaiinn, þegar ákæruskjalið hafði verið lesið upp. Þeir sögðu, að réttarhöldin ættu að fara fram fyrir lokuðum dyrum samkvæmt tilmælum sak- sóknara ríkisins, Atanaekovie, er sagði, að samband við önnur lönd kæmi til umræðu í yfirheyrsl- unum. Máiafærslumenn hinna ákærðu mótmæltu, en það var ekki tekið til greina. I ákæruskjali dómsforseta, Milivoje Seratiic, kom það fram, að Djilas, er áður var varaforseti 1 Júgóslavíu, var floklíaður sem „á | eftii'launum". Dedijer virðist ekki, gegna neinum sérstökum störf- um. Hann var áður aðalritstjóri málgagns stjórnarinnar, „Borba“ og formaður utanríkisnefndar þingsins. ★ . ... STEYPTUR í MÓT STALINISMANS .... Dedijer hafði látið svo um- mælt í blaðaviðtali við frétta- menn New York Times, London Times og fréttavikurritsins Time, að eftirlitsnefnd kommúnista- flokksins heíði á ólöglegan hátt og án heimildar reynt ao komast eftir stjórnmálaskoðunum hans. Taldi hann þetta vera runnið af rótum áhrifa erlends ríkisvalds — Ráðstjómarríkjanna. Djilas hafði gagnrýnt flokkinn fyrir meðíerðina á hans gamla vini, Dedijer, og haldið því fram, að júgóslavneski kommúnista- flokkurinn væri að staðna og verða steyptur um of í mót stalin- ismans, en slíkt gerði honum ó- kleift að taka framförum stig af síigi og taka að lokum upp lýð- ræðislegt stjórnarfar. Djilas kvaðst því hafa tekið að hafa orð á því, að máí væri til kcmið að stofna nýjan sósíaliskan flokk, er unnið gæti að því, að kcmið væri á laggirnar lýðræðislegra skipu- lagi í Júgóslavíu. ★ LYDRÆBISLEGRI REIKNIS- SKÍL í JÚGÓSLAVÍU Samt sem áður kemur ýmis- legt fram í gangi mála Djilas og Dedijers, er geíur tilefni til að draga greinileg mörk milli sams- konar innanílokks reiknigsskila í RáðstjórnarnKjunum og lepp- ríkja þeirra annars vegar og hins vegar Júgóslavíu, er á sínum tíma var rekið úr Kominform. Það er venja í Ráðstjórnarríkj- unum; að garnlh' flokksbræður, er komast í ónáð hjá stjórninni. Og ef til nokkurra réttarhalda kem- ur, hafa einræðisherrarnir töglin og haglairnar, og sjá jafnvel söku dólgunum fyrir iðrunarfullum játningum, er taka sig. vel út í málgögnum stjórnarinnar. Ákær- urnar eru venjulega lagaðar éftir hagsmunum ríkisins, og fólkinu er talin trú um, að ríkið hafi bjargað þvi úr þeirri miklu hættu er „villutrúarmennirnir“ hefðu stofnað þjóðinni í. ★ ★ ★ í Júgóslavíu hafa reikningsskil- in verið mun lýðræðislegri. Haust ið 1953 tók Djilas að gagnrýna kommúnistaflokkinn í málgögn- um flokksins, og í upphafi voru margir nægilega hugdjarfir til að tjá sig samþykka gagnrýni Djilas. Ganiail flokksmaður sagði, að kommúnistaflokkurinn væri nógu iangt á veg kominn til að þoia opinbera gagnrýni, og sjálf- ur Tító sagði við Djilas, að hann gæti haldið gagnrýni sinni áfram, þó að Tító væri honum ekki sam- þykkur í öilu. En umburðariynd- ið sprakk með háum livelli: er Djilas tók að reyna að koma fyr- irætlunum sínum í framkvæmd. 1 grein, sem hann kailaði „Ivrufn- ing siðfræðinnar“, réðst hann á gæðinga flokksins, þar sem þeir — og konur þeirra — höfðu hegð- að sér ókurteislega gagnvart hinni ungu kcnu Ðapevies, cfursta. Kona lians er Milena Vrsajkov, kvikmyndaleikkona, og var liún útskúfuð ór samkvætnis* lífi fíokksins. Milena er mjög falleg og mikil- hæf á s:nu sviði og átti þarfað leiðandi marga öfundarmenn, er fundu henni það einkum til for- áttu, að hún var ekki gömul i hettunni sem skjaldmær flokks- ins. En rneðan baráttan gegn Þjóðverjum stóð sem hæst var hún aðeins 13 ára. Djilas var einnig svo cgætinn að áfellast „gæðingana" fyrir óhóflegan lifnað. Kvað hann þá búa í glæst- um „villum“, aka í nýtíxku bif- reiðum og haida aýrlegar veizlur. Framh. á bls. 12 AÐALFUNDUR Farfugladeild- ar Reykjavíkur og Banda- lags íslenzkra farfugla var ný- lega haldinn í Reykjavík. Starf- semi Farfugla á árinu var með svipuðum hætti og undanfarin ár, nema hvað aukin skipti hafa verið við erlenda faríugla. Farnar voru lengri og-skemmri ferðir um allar helgar yfir sum- armánuðina, með fjölda þátttak- enda. Um hvítasunnuna var far- in hin venjulega skógræktarferð í Þórsmörk, en þar hafa Far- fuglar fengið hið svonefnda Sleppugil til umráða fyrir skóg- rækt sína. Unnið var við að grisja gamlan skóg og gróðursetja ung- plöntur í skjóli hans. Vilja Far- fuglar biðja ferðafólk að ganga varlega um gilið og gæta að ung- viðinu, því enn vantar aðvörun- armerki við þetta svæði. Auk þessara íerða, var farinn fjöldi ferða í skála Farfugla, Heiðarból við Selfjallsháls og Valaból við Valahnjúka, en við Heiðarból er skíðafæri oft gott á vetrum. Þá gerðu Farfuglar út ferð á reiðhjólum um Noreg og. Dan- mörku, með allmörgum þáttfak- endum. í skála Farfugla, Heiðarból og Valaból, hafa komið 732 gestir á árinu, og þar hefur verið gist 373 nætur. Auk þess gistu erlend- ir Farfuglar hér 161 nótt í gisti- heimilinu í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu, en hluta af þeim skóla íengu Farfuglar til umráða yfir sumarmánuðina til að koma þar upp gistiheimili fyrir er- lenda Farfugla. GTSTIHF.IMILI VANTAR Húsnæðismálin eru nú mesta vandamál íslenzkra Farfugla og verður að leysa þann vanda með einhverjum ráðum áður en langt líður, því stöðugt fjölgar þeim út- lendingum, sem óska eftir að fá gistingu hér út á erlend Far- fuglaskírteini, en sem kunnugt er gilda íslenzk félagsskírteini sem gistiheimildir að öllum gisti- heimilum Farfugla í flestum löndum heims. Margir íslendingar hafa notað sér þetta, því á árinu 1953 gistu íslendingar 683 nætur á erlendum Farfuglaheimilum. í stað 306 nátta árið 1952. Við yiljum þó benda á þá staðreynd, að miklu fleiri gætu notað sér þetta hag- ræði á ferðnm sínum erlendis, og sparað með þvi dýrmætan gjald- eyri, auk þess að á gistiheimilum þessum kynnast menn fólki hvað anæva að úr veröldinni. sér og. því til gagns og gamans. En þessi hlunnindi gera það, að við höfum skyldum að gegna við erlenda Farfugla, sem hingað koma. Þess vegna er það nauð- svn að koma upp gistiheimilum hér, einkum í Reykjavík og á Akureyri. Þessum má’.um hefur ekki verið nægur geumur gefinn af þeim, sem um ferðamál okkar fjalla. Þetta fólk gistir ekki. á dýrum gistihúsum og gerir ekki háar kröfur. Ti! bess heíur það ekki auraráð. Það vill ferðist á eigin snýtur, sem allra ódýrast, því aðaláhugamál þess er að kvnnast landi og þjóð af eigin raun. UNESCO hefur tekið þessi mál t-öJuvert ti! meðferðar, op í bvéfi til A!þióðas"mbands Farhigla (International Youth Ilostel Federation), dags. 25. febr. 1953, óskar síofnunin eftir samvinnu við Alþjóðasambandið og ein-. stakar deildir þcss, samvinnu um að stofna flrfiri gistiheimi’i, einkum í höfúðhorgrfm hoi-ra landa. er aðild. eiga að Alþjóða- bandalaginu. r ENDT’? FARFUGLAR I Í’EÍMSÓKN Á gistiheimili Farfugla við Lindargötu gis+u útlendingar 161 nótt á síðastliðnu sumri (í stað 54 sumarið 1953), sem skiptast þannig eftir þjóðernum: Ástralía 3 nætur Austurríki 33 — Bandarikin 2 — Belgía 4 — Danmörk 6 — England 24 — Finnland 12 — Frakkland 8 — írland 18 — Ítalía 15 — Skotland 13 — Sviss 3 — Svíþjóð 3 — Holland 7 — Þýzkaland 10 — Eins og sjá má af þessu, er mjög vaxandi straumur erlendra Farfugla hingað, og ef dærna má eftir þeim fyrirspurnum, sefn þegar hafa borizt hingað, mun hann aukast á komandi sumri. Það má því ekki dragast öllu lengur, að íslenzkir FarfugMr komi sér upp gistiheimili í Reykiavík óg félagsheimili fyrir starfsemi sína. I.EITAÐ TIL SKÓLANNA f sumar munu Farfuglar reyna að fá léðar tvær til þrjár skóla- stofur í einhverjum skóla bæj- arins, og koma þar fyrir rúm- stæðum með teppum, til gisting- ar fyrir erlenda Farfugla, þótt slíkt sé auðvitað aðeins bráða- birðaráðstöfun. Nokkuð hefur verið unnið að undirbúningi að byggingu fé- lags- og gistiheimilis Farfugla í Reykjavík. Ekki hefur þó enn. fengizt fjárfestingarleyfi fyrir byggingunni, en Reykjavíkurbær hefur gefið félaginu vilyrði fyrir lóð, á góðum stað í bænum. Þing Alþjóðasambandsins, og alþjóðlegt mót í sambandi við það, verður i Noregi um miðjan ágúst í sumar. Dvalio verður í tjaldbúðum miklum í grennd við Osló. Ekki er enn ákveðið hi’ort gerð verði sérstök ferð héðan á mótið. Stjórn Farfugladeildar Revkja víkur er nú þannig skipuð: Ólafur B. Guðmundsson. for- maður, Ari Jóhannesson, Helga Þórarinsdóttir, Helga ICristjáns- dóttir, Páll Jörundsson, Ragnar Guomundsson, Þorsteinn Magnús son og til vara: Guðmundur Er- lendsson og Þórður Jónsson. m k aupsysiu- mkfurt memi VEGNA ört vaxandi viðskipta íslendinga við V-Þýzkaland, munu margir kaupsýslumenn skoða hina miklu vörusýningu sem fyrirhuguð er í Frankfurt dagana 6.—10. marz, að því er ferðaskrifstofan Orlof, seni hér hefur umboð fyrir vörusýning- una, hefur tjáð Mbl. Hér er um alþjóðlega vörusýn- ingu að ræða með þátttöku fjölda þjóða og sjálfir munu ÞjóðVerjar ekki láta sitt eftir liggja við að kynna framleiðslu sína á hvers- konar neyzluvarningi, sem verða mun skipt rúðui / yfir 20 deildir. Meðal þess sem Þjóðverjarnir sýna er karlmannafatnaður,ikjól- ar og barnafatnaður úr gerfiefn- um og plasti. * C t VÉLSTJ ÓRAFÉLAG ÍSL*4ndS hefir gert eftirfarandi samb ’kkt: „Félagið lýsir undrun sin n og megnustu vanþóknun á skrifum brezkra blaða, um sjóslysin.fyrir Vesturlandi og skorar á f-íkis- stjórnina að fá hlut íslenzku þjóð arinnar réttan í þessu máli.“ ,,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.