Morgunblaðið - 25.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.1955, Blaðsíða 9
Föstudegur 25. febr. 1955 MORGVISBLa&IÐ 9 Dr. juris í DAG á einn merkasti fræði- bg menntamaður þessarar þjóðar, prófessor Ólafur Lárusson, sjö- tugsafmæli. Hann er fæddur 25. febrúar 1885 í Selárdal í Arnarfirði Voru foreldrar hans sr. Lárus Bene- diktsson og kona hans, Ólafía Ólafsdóttir, hin gagnmerkustu hjón. Ólafur Lárusson lauk stúdents- prófi árið 1905 og heimspekiprófi við Hafnarháskóla ári siðar. Árið 1905 til 1908 stundaði hann þar nám í náttúrufræði og landa- :fræði. Hvarf hann síðan frá því og hóf nám í lögfræði í laga- skólanum hér heima. Lögfræði- prófi frá Háskóla íslands lauk hann síðan árið 1912 og gerðist þá þesar málflutningsmaður við Yfirr'éttinn. En snemma árs 1915 var hann settur prófessor í lö'g- um við Háskólann og skipaður í það embætti nokkru síðar Síðan hefur starfssvið dr. Ól- afs Lárussonar að mestu leyti verið innan vébanda Háskóla fs- lands. í um það bil 40 ár hefur hann annazt kennslu í lagadeild skólans. Rektor Háskólans hefur hann verið tvívegis. Þá hefur hann og oft verið settur dömari í Hæstárétti. Ólafur Lárusson hefur ekki að- eins verið frábær kennari og leið- beinandi nemenda sinna. Hann hefur og sjálfur skrifað fjölda ágætra kennslubóka í fræði- greinum sínum. Meðal þeirra má nefna: Eignarrétt, Kafla úr kröfu rétti. Veðrétt, Víxla og tékka, Sjórétt og réttarsögu. Auk þessa hefur hann frá upphafi safnað til og séð um útgáfu Lagasafnsins. Öll kennslustörf Ólafs T.árus- sonar hafa mótazt af víðtækri þekkingu hans og glöggum skiln- ingi á 'vísindagrein sinni og rétt- j arsögu þjóðarinnar. Samvizku- ! semi hans og nákvæmni hafa i áreiðanlega orðið mörgum nem- endum hans rík hvatning til þess að leggja sig fram við námið og hagnýta sér dýrmæta vizku og óþrjótandi þekkingu kennarans. Framkoma Ólafs Lárussonar í kennarastóli lagadeildarinnar hefur vakið virðingu og aðdáun hinna ungu stúdenta. Grandvar- leiki hins mikilhæfa kennara hef- ur einnig örvað nemendur hans til þess að taka á viðfangsefnum sínum af fyllstu alvöru. Lárusson sjötui Nær 30 mismunandi til- raunir gerðar í tilrauna- stöðinni á Akureyri s.l. ár Verba heyfyrningar notaðar til ræktunar holdanauta ? Dr. phi!. & juris ÓLAFUR LÁRUSSON prófessor En dr. Ólafur Lárusson hefur ekki aðeins samið fjölmörg vís- indarit og riteerðir um lögfræði- leg efni. Bókmenntastarf hans hefur engu síður, og jafnvel í enn ríkara mæli beinzt að sögu lands- ins og þjóðlegum fræðum, svo að þar munu fáir hans líkar. Hefur hann ritað fjölda greina um þessi efni í innlend og erlend rit. Bæk- ur hans: Landnám í Skagafirði, 1940, og Landnám á Snæfellsnesi, 1944, og Safn ritgerða, er út kom 1944, og nefndist Byggð og saga, bera fróðleik hans og gerhyggli á þessu sviði bezt vitni. Það sem fyrst og fremst ein- kennir dr. Ólaf Lárusson í starfi og dagfari er rík réttlætiskennd, hófsemi og samvizkusemi. Hann leitar fyrst og fremst sannleik- ans í hverju máli, hvort sem hann ritar um sagnfræðileg efni, lög- vísindi eða flytur fyrirlestra fyr- ir lagastúdenta. Menn vita alltaf að orð og ályktanir Ólafs I.árus- sonar eru byggðar á einlægri sannleiksleit gáfaðs, fjölfróðs og samvizkusams vísindamanns. Þessi skoðun á hinum merka fræðimanni hefur skapað honum mikið traust og virðingu meðal þjóðar hans. Réttdæmi hans treysta allir. ★ Það er mikil gæfa fyrír Há- skóla íslands og lagadeild hans að hafa svo að segja frá upphafi notið starfskrafta slíks manns. !>að hefur átt ríkan þátt í að skapa festu í starfsháttum deild- arinnar og virðingu hinna ungu stúdenta fyrir þeirri fræðigrein, sem þeir hafa hafið nám í. Dr. Ólafur Lárusson hefur átt óskipta hollustu lærisveina sinna. Góð- vild hans og umhyggjusemi gagn- vart ungum mönnum hafa skap- að traust tengsl rmlli kennara og nemenda. Mun óhætt að full- yrða að áhrif gerhygli hans og lærdóms hafi orðið mörgum ung- um lagastúdent drjúgt veganesti og holl kjölfesta, þegar út í lífið kom. ★ Dr. Ólafur kvæntist árið 1922 Sigríði Magnúsdóttur, hinni ágæt ustu konu. Lézt hún árið 1952. Mikill fjöldi nemenda og vina prófessors Ólafs Lárussonar sam- fagnar honum í dag sjötugum. Islenzkir menntamenn hylla hann sem einn lærðasta og mikilhæf- asta fræðimann þjóðar sinnar. S. Bj. ® • • ftfý Sæki iyrir agoarg- unarsveifiána á Isalirði „Hraunprýði" i Hafnarfirði gefur 10 jbús. kr. til kaupa á tækjunum Ný nælon björgunartæki hafa nú verið send til björgunarsveit- arinnar á ísafirði, áscmt öðrum nauðsynlegum björgunarútbún- aði, þar á meðal talstöð, sem björgunarsveitin getur notað til viðskipta annað hvort við skip eða flugvélar og svo loftskeyta- stöðina á ísafirði. En flest björg- unartæki sveitarinnar eyðilögð- ust við hina frækilegu björgun áhafnarinnar af b.v. Agli rauða. Hin nýju nælon tæki eru af allra fullkomnustu gerð og kosta um 20 þúsund krónur. Kvennadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði hefur gefið krónur 10.000.00 til kaupa á þessum tækj- um. Formaður deildarinnar írú Rannveig Vigfúsdóttir kom 9 þm. í skrifstofu Slysavarnafélagsins og afhenti ofangreinda peninga- upphæð í þessu skyni, -en maður hennar Sigurjón Einarsson ckip- stjóri á Jörundi og Einar sonur þeirra stýrimaður, tók þátt í þess- ari björgun í þessu sambandi er rétt að geta þess, að kvenna- deildin Hraunprýði í Hafnarfirði var nýbúin að halda aðalfund sinn og afhenti þá glysavai-na- félaginu kr. 37.948.16 sem fram- lag deildarinnar til félagsins sam kvæmt íélagslögunum, en árs- tekjur deildarinnar námu 1954, samtals kr. 50.911.81, sem ter með afbrigðum góður árangur. — Kvennadeildin i Hafnarfirði var stofnuð 7. des. 1930. Frú Rann- veig Vigfúsdóttir hefur verið for maður deildarinnar síðan 1937. Með henni í stjórn deildarinnar eru nú Elín Jósepsdóttir, ritari, Sigríður Magnúsdóttir, gjaldkeri, Solveig Eggertsdóttir varafor- maður, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, vararitari og Hu'lda Helgadóttir varagjaldkeri. Deildin teiur nú á áttunda hundrað félagskonur. Fé- lagsstarfið hefur alltaf gengið vel, enda deildin átt því láni að fagna að Hafnfirðingar hafa stutt hana i starfi og ávallt sýnt henni sér- stakan velvilja. „Fundur haldinn í Slysavarna- deildinni Hraunprýði í Hafnar- firði, harmar hin ómaklegu skrif í brezkum blöðum um hið sorg- lega slys, er tveir brezkir togarar fórust hér við land hinn 27. f.m., þar sem þeir jafnvel ásaka ís- lendina að þeir séu valdir að hinu hörmulega slysi. Fundurinn væntir þess, að rík- isstjórn íslands heimti leiðrétt- ingu og afsökunar á þessum skrifum". (Frá SVFÍ) BLAÐIÐ átti nýlega tal við Árna Jónsson, tilraunastjóra við Til raunastöðina á Akureyri, en hann hefur dvalizt hér í Reykjavík á fundum Tilraunaráðs jarðræktar undanfarna daga á- samt öðrum tilraunastjórum. Hafa þeir borið saman ráð sín og at- hugað árangur þeirra tilrauna, sem gerðar voru s. 1. ár. Ennfrem- ur hefur verið rætt um og grund- völlur lagður að tilraunastarfsem- inni á þessu ári. — Ræktunarfélag Norðurlands átti tilraunastöðina á Akureyri lengi og rak hana, en nú er hún rekin af Tilraunaráði jarðræktar með fjárframlögum frá Alþingi. Þrjár aðrar stöðvar heyra undir tilraunaráð jarðrækt- ar, Reykhólar, Skriðuklaustur og Sámsstaðir. ÞRÍÞÆTT STARFSEMI — Hvað er að segja um starf- 1 semina í Akureyrarstöðinni s.l. ár? — Það má segja, að starfsemin sé þríþætt. í fyrsta lagi alhliða , jarðræktartilraunirnar, í öðru lagi , ræktun á útsæðiskartöflum á veg- ! um Grænmetisverzlunar ríkisins og svo í þriðja lagi húrekstur með nautgriparækt. KORMD ÞROSKAÐIST UM MIDJAN SEPTEMBER I ár voru gerðar 29 mismunandi tilraunir, sagði Árni Jónsson. Þar af voru tilraunir varðandi túnrækt 24. Ennfremur tilraunir með kart- öflur, bæði með mismunandi á- burðarmagn, tilraunir með saman- burð á kartöfluafbrigðum, vaxtar- rými o. fl. — 1 kornrækt hefur verið gerður samanburður á nokkrum bygg- og hafra-afbrigð- um. 1 korntilraununum var sáð 27. apríl s. 1. Er það mjög óvenju- legt, að geta sáð svo snemma, enda var apríl mjög góðviðrasamur og jörð var klakalaus að mestu í apríllok. Annars voru allir sumar- mánuðirnir nema maí fyrir neðan meðalhita. September var hins vegar einhver kaldasti mánuður, sem komið hefur síðan mælingar hófust á Akureyri. Kornið þrosk- aðist frá 10.—15. sept. Hins vegar var mjög erfitt um þurrkun þess vegna kulda og síðar meir snjóa og frosta síðast í september. ,.KJARM“ STENZT FULL- KOMLEGA SAMANBURÐ — Megin viðfangsefni túnrækt- artilrauna er að gera tilraunir með einstakar tegundir áburðar og mismunandi áburðarmagn. Enn fremur að gera samanburð á ein- stökum áburðartegundum, og þar á meðal var gerður samanburður á „Kjarna“ og tveimur þekktum erlendum köfnunarefnisáburðar- tegundum. Af þeirri tilraun virð- ist Kjarni standast fullkomlega samanburð við þær tegundir köfn- legast sé að hafa fræblöndur sam- settar, bæði með tilliti til þess að fá sem mesta uppskeru og ehn- fremur að fá ætilegt hey. Tilgang- urinn með því að gera samanburð á einstökum grastegundum er að- allega fólginn í því að fá það upp- lýst, hvernig varanleiki þeirra er og ennfremur hversu mikla upp- Árni Jónsson, tilraunastjóri. skeru þær gefa. Síðast liðið sumar var gerður samanburður á 34 mis- munandi grastegundum og stofn- um. TILRAUMR Á HÓLSFJÖLLUM OG I AXARFIRÐI Jafnframt því sem meginhluti tilraunanna er gerður i tilrauna- stöðinni, hefur tilraunastöðin fengið leigt land á nokkrum stöð- um til þess að gera á ákveðna til-> raunaflokka. Síðast liðið sumar voru t. d. gerðar tilraunir á Gríms- stöðum á Hólsf jöllum með vaxandi magni af tilbúnum áburði, þar sem stærsti skammturinn af köfn- unarefni var 180 kg., 160 af kalí og 120 af fosforáburði, allt miðað við hrein efni. Sams konar tilraun var ennfremur gerð á tveimur stöðum í Axarfirði, á sandlendi og mólendi, og ennfremur á mýr- lendi í Hrafnagilshreppi í Evja- firði. TILRAUNARÁÐ JARÐRÆKTAR — Hvernig kynnið þið árangur tilrauna? — Tilraunaráð jarðræktar gef- ur út tilraunaskýrslur annað hvert ár, þar sem birtar eru nið- urstöður allra tilrauna frá til- raunastöðunum. Ennfremur ertt gefnar út einstakar tilraunir eða tilraunaflokkar, þegar þeim er lokið. I Seinni hlutann í vetur kemur út unarefnisáburðar, sem notaðar yfióitsskyrsla um arin 1953 og hafa verið hér að undanförnu. 1954’ °* vertSur, hun P>'entnð Sumar þessar áburðartilraunir Akuleyri tse eS UU1 utgafu hafa staðið allt að 17 árum, og heuuur- seFÍr Amj. má segja, að nauðsynlegt sé, að , Skyrslur Þessar eru gefnar ut margar áburðartilraunir standi 1 sama formi rit Atvmnudeild- mörg ár, sérstaklega þegar á að ar,nnar' ,Það ma >vj «®-Ía> að rannsaka kali og fosfatsýru Þá bændur ’ands.ns, raðunautar og hafa verið reyndir í tilraunum aðrir áhugamenn um tilraunir geti mjög stórir áburðarskammtar með fylarzt með bvI 1 ^n um bessar það fyrir augum að fá upplýsing- skvrslur> hvaða verkefni tilrauna- ar um, hversu mikla uppskeru stbðvaruar vinna með og hver ár- megi fá af hverri flatareiningu., an«ur verður frá ári t!1 árs' Og jafnframt að athuga, hvar hin hagfræðilegu takmörk séu varð- STOFNRÆKTUN Á KARTÖFLUM andi notkun áburðar. GRASFRÆBLÖNDUR — Á tilraunastöðinni er svo- kölluð stofnræktun með þrjú kart- --------------- , öfluafbrigði. Eru þau þessi: gull- I — Þá voru allvíðtækar tilraun- auga, ólafs-rauður og Ben Lo- ir, sagði Árni, með grasfræblönd- mond. Tilgangurinn með þessari ur og samanburð á einstökum stofnrækt er að fá hrein og góð grasfrætegundum og stofnum. afbrigði og heilbrigð. Þetta stofn- IMeð grasfræblöndunum er verið (útsæði, sem tilraunastöðin fram- ' að leita eftir því, hvernig heppi- Framh. á bla. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.