Morgunblaðið - 25.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurútiit í dag: SA og A kaldí. Crkomvilítið. Hiti um frostmark. 46. tbl. — Föstudagur 25. íebrúar 1955. Zhukov Sjá grein á bla3síðu 8. Afmælisrit helgað próf. Ólafi Lárussyni 353 lögfræðingar og laganemar standa að því ÞAÐ er skemmtilegur vottur um þá virðingu og þakklæti, sem Ólafur Lárusson prófessor nýtur, að í dag á sjötugsafmæli hans standa rúmlega 350 lögfræðingar og lögfræðinemar að útgáfu ■afmælisrits. En í ritið skrifa nokkrir nafnkunnir fræðimenn um lögfræðileg og íslenzk sagnfræðileg viðfangsefni. En afmælisrit þetta er mjög vandað. Þórðarson dr. jur., Einar Arnórs- son di*. jur., Einar Bjarnason aðalendurskoðandi, Friðjón Skarp héðinsson bæjarfógeti, Gunnlaug- ur Þórðarson dr. jur., Hjálmar Vilhjálmsson skrifstofustjóri, Ól- afur Jóhannesson próf., I'heodór B. Líndal prófessor, Þórður Eyj- Islenáir inðrekendur á fundi LÆRIFAÐIR LÖGFRÆÐINGA- STÉTTARINNAR Það hefst með því að skráð eru nöfn 353 lögfræðinga og logfræði- Iiema, sem viljað hafa sýna hug sinn til þessa vinsæla háskóla- kennara. Enda má segja að próf. ólafur Lárusson hafi verið læri- faðir velflestra lögfræðinga hér á Jandi og stundar hann enn kennslustörf við Háskólann. I»EIR SEM RITA CREINAR Þeir sem rita greinar í afmælis- ritið eru: Ármann Snævarr próf., Benedikt Sigurjónsson fulltrúi þorgardómara, Bjarni Benedikts- eon dómsmálaráðherra, Björn | ólfsson hæstréttardómari og Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður. RITSICRÁ PRÓF. ÓLAFS Að lokum er í afmælisritinu skrá yfir þau rit og ritgerðir sem próf. Ólafur Lárusson hefur sam- ið. Ritið er gefið út af Hlaðbúð. Sjúkrahúsinu í Keflavík gefið veglegf bókasafn ITILEFNI af 50 ára afmæli Rotaryhreyfingarinnar ákvað Rotaryklúbbur Keflavíkur að gefa sjúkrahúsinu bókasafn til afnota fyrir sjúklinga og starfs- fólk. Til þess að safnið mætti verða sem mest að vöxtum og gæðum, ákvað hátíðanefnd klúbbsins að leita til bæjarbúa um framlag til bókasafnsins. Var ýmsum skrifað umburðarbréf í því skyni. 1000 BÆKLTR Þessi málaleitan bar svo góðan árangur að á skömmum tíma söfnuðust langt yfir 1000 góðar bækur, allar innbundnar og fjöl- breyttar að efni. Söfnun þessi fór langt fram úr björtustu vonum og eru félagar Rotaryklúbbsins rnjög þakklátir fyrir góðar undir- tektir bæjarbúa. AFHENT Á AFMÆLI ROTARY Bókasafnið var svo afhent sjúkrahúsinu á 50. afmælisdegi Rotary, s.l. miðvikudag. Karl G. Magnússon héraðslæknir, nú- verandi forseti Rotaryklúbbs Keflavíkur afhenti gjöfina með ræðu; viðstaddir voru hátíða- nefnd og stjórn klúbbsins, stjórn sjúkrahússins og nokkrir aðrir gestir. Héraðslæknir skýrði störf og sjónarmið Rotary og tilgang klúbbsins, með forgöngu að stofn un þessa bókasafns, sem vafa- laust á eftir að vaxa ennþá, sjúk- lingum og starfsfólki til ánægju. Valtýr Guðjónsson bæjarstjóri, og formaður sjúkrahússtjórnar veitti safninu viðtöku og þakk- aði Rotaryklúbbnum forgöngu hans og framkvæmd við stofnun bókasafnsins. ALLT í SPJALDSKRÁ Þórarinn Ólafsson húsasmíða- meistari gaf vandaðan bókaskáp undir safnið, sem fyrst um sinn verður í skrifstofu sj úkrahússins. Frú Fríða Sigurðsson, kona sjúkrahúslæknis, gerði spjaldskrá yfir bækurnar, flokkaði þær og kom þeim fyrir. Var það mikið verk og vel af hendi leyst. ★ Rotaryklúbbur Keflavíkur minnist afmælisins með sam- kvæmi á laugardaginn, sem haldið verður í Tjarnarlundi. — Formaður hátíðarnefndar er Al- freð Gíslason, bæjarfógeti, fyrr- verandi umdæmisstjóri Islenzka Rotry-umdæmisins. — Helgi S. 110 þús. kr. sölnuðus! í Rvík ú fjúröflunurdegi Rauðu Krossins Algjörf merkjamef á einum degi í Reykjavík SÖFNUN Rauða Kross íslands á öskudaginn, hér í bænum, gekk afburða vel. Komu inn fyrir merki yfir daginn rúml. 110 þús. krónur, sem ekki er aðeins algjört met hjá félaginu, heldur er það etærsta söfnun á einum degi, sem átt hefur sér stað í Reykjavík fi am til þessa með merkjasölu. í fyrra söfnuðust þennan dag 90 þús. kr. Formaður Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands, séra Jón Auðuns dómprófastur, skýrði Mbl. frá þessu í gær og einnig því, að söfnun víða út um land liefði gengið mjög vel, og jafnvel betur en í fyrra. Heildartala yfir eafnanir alls staðar á landinu var ekki komin. ÓMETANLEG AÐSTOÐ Séra Jón Auðuns hefur beðið blaðið að flytja öllum þeim, sem j aðstoðuðu við fjársöfnunina þennan dag, bezta þakklæti. —' Mynd þessi- var tekin um síðastliðna helgi, er Félag íslenzkra iðnrekenda hélt ársþing sitt í Þjóðleik- húskjallaranum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) stíilka hlýtur námsslyrk Rolary- ’dfibknna TILKYNNT var í miðstöð Rotary klúbbanna í Evanston í Banda- ríkjunum á fimmtíu ára afmæli þeirra á öskudaginn, að styrk- þegar klúbbanna yrðu að þessu sinni 108 að tölu. Einn styrkþegi var Islenzkur, ungfrú María Sigurðardóttir, til heimilis að Bergi við Suðurlands- braut. Er hún fyrsti kvenmaður- inn, sem lýkur hér á landi prófi í viðskiptafræðum. Var það vorið 1953. Námsstyrkir þeir, er Rotary- klúbbarnir veita, eru miðaðir við, að styrkþegarnir geti staðið straum af ferðalaginu að heiman og heim aftur og af dvalarkostn- aði árlangt við nám sitt. Heyrzt hefur að María ætli að stunda nám sitt í Þýzkalandi, byrja næsta haust. Þeir, sem njóta þessara styrkja, mega gera ráð fyrir, að þeir njóti margs konar fyrirgreiðslu Rotary klúbbanna, sem starfandi eru á námssvæðunum. *I1 r intaxi i Sœgur togara kominn á mið Snœfellsnesbáta Hafa begar valdið veiðarfæratjóni SEM kunnugt er liefir afli Snæ- í’ellsnesbáta verið nijö" góður að undanförnu, en nú virðist þung- lega horfa fyrir fiskibútum þaðan, þar 8cm erlendir togarar liafa hónast á mið þeirra. í gær og í dag misstu Ólafs- víkur- og Grundarfjarðar-bátar allmikið af lóðum vegna ágangs togaranna, sem ekkert skeyttu uni línu bálanna. Gamall skipstjóri, sem stundað hefir róðra í 15—20 ár, kveðst aldrei hafa séð þvílíka mergð skipa. Til að sjá er togaraskarinn eins og upplýst borg, þegar skyggja tekur. Lagarfljót nú bezta sam- gönguleið ausftan lands Kvað hann börnin, sem seldu merkin, eiga þar sérstakar þakk- ir skyldar fyrir framúrskarandi dugnað, svo og námsmeyjar í efstu bekkjum Kvennaskólans, og námsmeyjar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og Hjúkrunar- kvennaskólanum, og ennfremur læknanemar, sem hefðu innt mikið starf af hendi við afhend- ingu merkjanna. Kvikmyndahúsin í Reykjavík hafa ár eftir ár haft ókeypis kvikmyndasýningu fyrir börnin, j sem selja merki, og er þeim ekki hvað sízt fluttar þakkir fyrir það. F’LUGVELIN „Gunnfaxi" flaug í gær til Meistaravíkur á Græn- landi, og fhitti þangað 2 farþega og tæp 2000 kg af vörum, mat- væli o. fl. Frá Meistaravík flutti „Gunn- faxi“ 2 fa.vþega og um Vz tonn af vörum. Veður í Meistaravík var ágætt, heiðskírt og 32 stiga frost. Flug- stjóri var Snorri Snorrason. Siýrisútbúnaöur bilaði og bíHinn valf BORG í Miklaholtshreppi, 20. febr. — S. 1. föstudag fór fram að Miklaholti útför Halldóru Ágústínu Gísladóttur frá Rauð- kellsstöðum. í þann mund, er séra Þorst. L. Jónsson sóknarprestur í Söð- ulsholti, var að koma að Mikla- holti, er hann átti eftir ófarinn stuttan kafla að túninu, vildi það óhapp til að stýrisútbúnað- ur á bíl hans bilaði með þeim afleiðingum, að bíllinn valt á hliðina og skemdist talsvert. j í bílnum hjá presti voru kona hans og dóttir ásamt Kristjáni Jónssyni á Snorrastöðum. Þær mæðgur meiddust dálítið, en ekki Ákústínu Gísladóttur frá Rauð-1 SKRIÐUKLAUSTRI, 20. febr. KONUDAGURINN er bjartur og brosandi, glampandi sólskin, varla skýjatása til á loftinu og blaktir naumast hár á höfði. Kalt er þó í veðri og var 11 stiga frost í morgun og þótt sól sé þetta tekin að hækka, að réttur mán- uður sé til jafndægra, þá sézt naumast að nokkursstaðar vikni í jörð. Enda rnáttu heita sam- felldar frosthörkur allan febrú- ar. Hlákan brást á dögunum. Varð aðeins frostlaust tvær dag- stundir um síðustu helgi. Komst í Grænlandshrakn- ingum 1405—1410 PRÓFESSOR Jón Jóhannesson flytur fyrirlestur í hátíðasal Há- skólans sur.nudaginn 27. febrúar n. k. kl. 2 t. h. stundvíslega, er hann nefnir: „í Grænlandshrakn- ingum 1406—-1410“. Árið 1405 stóð til að Eiríkur konungur af Pommern heim- sækti Noreg í fyrsta skipti síðan hann varð myndugur og var ætlun hans að brúðkaup hans yrði haldið í Björgvm. Fóru þá margir íslendingar til Noregs að hitta konung. Sumir þeirra ætl- uðu heim aftur 140-3 en rak til Grænlands og voru þar í 4 ár. Þar lentu þeir m. a. í galdra- brennu. Sumir, ef ekki allir, komust loks heim til íslands 1413 eftir 8 ára fjarveru. Þetta var síðasta sinn, sem liruggar sögur fara af skipkomu frá Græn landi meðan íslenzk tunga var þar töluð. Öllum er heimill aðgangur. hiti þá sem snöggvast í 5 stig án þess að nokkuð klökknaði á jörð. Haglaust má heita að verið hafi um allan Fljótsdal í febrúar, einkum er það þó til dalanna, sem allt er undir svellstorku. Snapir eru helzt hér um miðjan dal. Hagar munu vera um Efri Jökuldal en litlir sem engir utar. Þorrablót var hér í samkomu- húsinu að Valþjóísstað í fyrra- kvöld. Skemmtu menn sér þar meðal annars með spurninga- þættinum: Já eða nei. Fjárræktarfélag var stofnað ! hreppnum á öndverðum vetri. Stofnendu.r voru 10. Páll Sigur- björnsson, ráðunautur, aðstoðaði við val fjárins. Meðalþungi ánna, sem teknar voru í félagið mun hafa verið um 56 kg. Bezta samgönguleiðin hér á upphéraði er nú eftir stáltraust- um ísi á Lagarfljóti. Ekki munu þó aðrir bíiar en jeppar hafa ekið eftir því. — J. P. ABCDEFGH AUSTURÐÆR ABCDEFGH VESTURBÆR 13. leikur Austurbæjar: Bc8—g4. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.