Morgunblaðið - 25.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 25. febr. 1955 1 l EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY Framhaldasagan 30 að Eric. „Þið getið verið hérna ein, ég skal reka alla út, ef þið aðeins viljið — látið mig bara vita.“ Ungfrú Pollinger varð æst bæði vegna hósta Morgans og vegna þess að þessir drukknu gestir fóru nú að gefa þeim nán- ar gætur, og umfram ailt vegna þess hvað Eric hafði sagt. Hún hafði orðið fyrir vonbrigðum, hún hafði búist við einhverju meira. En hverju hafði hún búist við? Hverju í raun og veru? Þegar Morgan hafði náð sér, svo að hann mátti mæla, sagði hann: „Ég held að hérna séu eng- ir frá lögreglunni." „Gerard!" hrópaði ungfrú Poll- inger, en setti höndina fyrir munnirtn í mesta flýti. „Gerard, j)ér hefur ekki svelgst á, þú varst að leika þér að þessu!“ „Auðvitað, en vertu ekki svona hávær og reið, Margaret! Það, sem þér hafið sagt okkur, Brurin- er, er mjög merkilegt. Maður getur aldrei dæmt eftir upplýs- ingum einum. Þér hljótið að hafa reynt að komazt að því, hver ég var, þegar Matejka nefndi nafn mitt við yður. Það gerði ég líka, þegar Margaret stakk upp á því, að ég hitti þig. En trúið því, sem þér viljið, ég komst ekki að neinni niðurstöðu eftir upplýsing- arnar. Sumir sögðu að þér væruð línukommúisti en aðrir sögðu, að þér væruð draumóramaður, róm- antískur, og einmana maður, sem væri í flokknum, en vissi ekki, hvernig hann hefði komist þang- að.“ „En hvað haldið þér?“ spurði Eric. „Ég hef varla nokkra skoðun“, sagði Morgan, „en það getur ekki verið, að þér hafið sagt Matejka, að Kral mundi aldrei ganga í þjón ustu innanríkisráðuneytisins, jafnvel ekki í framtíðinni?“ „Matejka hefur ekki spurt mig að því, en þér hafið rétt fyrir yður, ég hefði aldrei sagt honum það.“ Ungfrú Pollinger var nú alveg að missa þolinmæðina. Þeir töl- uðu um allt annað, en hún vildi vita. „Herra Brunner, mundi það vera frekt, ef ég spyrði yður, hvers vegna að þér segðuð að Kral væri eigingjarn jafnvel í sambandi við kjördóttur hans, sem nú er alvarlega veik af berklaveiki og hefur ekki neina peninga?“ Eric hugsaði sig um stundar- korn, en ekki um eigingirni Kral bcldur um fjóluilminn, sem barst í'rá ungfrú Pollinger. „Ég veit ekkert um þessa Joan nema það, að hún er ekki kjör- dóttir hans.“ Ungfrú Pollipger hrökfc við, en Morgan lyfti brúnum. „Ég er sannfærður um, að þessi Joan er raunverulega veik, en ég er ekki viss um, hvort Kral vill komast til Ameríku vegna stúlk- unnar eða vegna þess, að honum líður hér ekki eins vel. Fvrir stríðið, þegar hann var orðinn leiður á Olgu, kom harmleikur fyrir í Frakkiandi, einhver kona varð ófrísk af hans völdum og seinna stvtti hún sér aldur —“ „En Margaret — herra Brunn- er,“ sagði Morgan, „er okkur e kki sama um þessi einkamál? En ef þér getið sagt mér hvar og hvern- ig Kral kvnntist Jan Masarvk eða liver borgaði fyrir ferðina frá Rvíþjóð til Ameríku eða hvort ICral þekkir fÖður Joans, þá skal ; éi hlústa á það. Ég gét ekki og ég vil ekki spyrja Kral beint að þess- um spurningum." „Um hvað ertu að tala, Gerard? Faðir Joan var tekinn af lífi, þegar Kral í Ameríku“, hreytti Margaret út úr sér. „Hann var ekki tekinn af lífi“, greip Eric fram í. „Herra Brunner, ég er orðin alveg rugluð“, sagði Margaret og reyndi að vera róleg. „Fyrirgefið, þótt ég segi það, en það er býsna erfitt að trúa sögum yðar. Um hvaða frönsku # konu og hvaða sjálfsmorð eruð þér að tala um?“ I „Hlustið nú á“, greip Morgan fram í. „Sérhvert okkar hefur á- huga á mismunandi efni. Brunn- er hefur aðallega áhuga á eigin- ' girni Krals, Margaret hefur aðal- lega áhuga á konunum í lifi Krals og nú þessa stundina hef ég áhuga á föður þessarar veiku Joan. Dreptu mig ekki með þessu augnaráði, Margaret, mæltu þér heldur mót við Brunner og bjóddu þá engum öðrum, svo að þið getið talað um þetta. En ég sem fulltrúi Bandaríkjanna vildi fá að heyra eitthvað frá þessum föður Joan Kapoun.“ „Kapoun? Hver er það?“ spurði Margaret undrandi. „Hver? Hver gæti það verið fiéma þessi skjólstæðingur vinar okkar Kral. Hún heitir Kapoun, en það þýðir, að hinn raunveru- legi faðir hennar heitir Kapoun, og mér er sagt, að hann heiti Alois Kapoun. Er ekki svo, herra Brunner?" „Herra Morgari, Matejka sagði mér, að yður tækist að hafa allt upp úr fólki án þess að það gerði sér það ljóst, og nú sé ég, að hann hefur rétt fyrir sér.“ ! „Hvað í ósköpunum eruð þið að tala um?“ spurði Margaret og var nú bæði undrandi og reið. Eric titraði allur. „Getur það verið, að þér álítið Matejka skyggnan, herra Morgan?" I „Ég hef aldrei séð manninn, svo að ég get ekkert um það sagt, en þér eruð dæmalaust óvarkár, herra Brunner, og ef — ég get mér þess aðeins til, ef þér hafið sagt Matejka, að Kral hafi hitt Kapoun einhvers staðar, þá hafið þér komið mörgum í vandræði." „Gerard, ef þú segir mér ekki strax, hver þessi Kapoun er, tek ég pjönkur mínar og fer heim.“ „Kæra Margaret, Alois Kapoun er skrítinn fugl. Hann var einu sinni vel metinn húsateiknari, góður eiginmaður og fyrirmynd- ar faðir Joan litlu dóttur sinnar. Hann hafði aðeins einn veikleika: honum þótti of vænt um peninga. Þegar Þjóðverjarnir komu hing- að, vildi hann komast héðan, en samt ekki með tvær hendur tóm- ar. Þess vegna sendi hann konu sína og dóttur til Vín og norski sendiherrann Olav Arnesen — sem ég ráðlegg þér enn að leita upplýsinga hjá, Margaret — hjálpaði þeim að komast til Oslo. f Osló hitti móðir Joan v,in okkar Kral. Þú veizt það, sem á eftir kom, en á meðan var faðirinn tek inn til fanga í Prag og var eitt ár í fangabúðum. Það má ham- ingjan vita, hvað þeir hafa gert við hann þar, en svo mikið var víst, að er hann kom þaðan var hann orðinn harðsvíraður með þeim, hver þumlungur af honum. „Alveg þar til stríðinu lauk vann hann með Gestapo, en eng- um tókst að sanna neitt á hann eftir á. Þegar byltingin varð, flýði hann til Þýzkalands. Og þótt ein- kennilegt megi virðast, komst hann fljótt í vinfengi við þýzku kommúnistana, og það var sagt að honum hefði komið vel við þá þegar í fangabúðunum. En skyndilega hvarf hann frá Þýzka- landi. Það er allt og sumt sem ég vissi, en herra Brunner hefur komið þeirri hugmynd inn hjá mér að það gæti skeð, að Kapoun hefði komið til Prag, í fyrsta lagi til að hitta dóttur sína, og í öðru lagi til þess að komast í samband við kommúnistana hérna. Ef svo Jóhann handfasfi ENSK SAGA 115 að slíta hann í sundur lifandi í kvalatækjum sínum, ef að hann þrjózkaðist og segði ekki eins og væri. Við það gugn- aði veslings barnið, því að hann var ekki nema ellefu ára gamall og játaði að húsbóndi sinn væri konungurinn af Englandi. Allt þetta fengum við að vita seinna. En á meðan þessu fór fram, sátum við rólegir í eldhúsi gistihússins og vorum að ræða um veiðar með fálkum og datt engin ill ráð í hug Allt í einu heyrði ég hófadyn úti. Ég spratt upp og leit út um gluggann og sá þá að húsið var umkringt hermönnum. Foringi þeirra var aðalsmaður. Hann var alvopnaður, klædd- ur síðri yfirhöfn, hárauðri að lit. Hann steig af baki og sá ég þá framan í hann. Það var Leópold af Austurríki. Ég þaut til konungs og sagði: „Fljótt, herra! Felið yður. Við erum í gildru.“ Konungur leit snöggt í kring um sig eftir felustað, en sá engan og greip þá gamlan frakkagarm, sem einhver ræfill hafði átt og skilið eftir á eldhúsgólfinu. Hann fleygði frakkagarminum yfir sig, laut yfir eldinn og fór.í óðaönn að snúa eldhana á steikarteini, eins og hann væri mat- reiðslumaður. Ég fylgdi dæmi hans. Ég stóð við gluggann og horfði út og raulaði lag letilega, eins og mér væri manna- ferðin óviðkomandi. Nú var eldhúshurðinni hrundið upp og Leópold gekk inn og á eftir honum hópur forvitinna hermanna og borgara. Ég leit undrandi til hans eins og ég skildi ekki hvað öll þessi læti ættu að þýða. Hann horfði rannsakandi um eld- húsið og sagði svo lágt við mann, sem hjá honum stóð: '„Yður skiátlast. Ekki er hann hér.“ T**To* 3VISSNESK HÓTELMENNING ER HEIMSÞEKKT Tex-Ton súpur eru framreiddar á flestum sviss- neskum hótelum. Tex-Ton súpur fást í loftþéttum smásöluumbúðum, og einnig í sérstökum umbúð- um fyrir hótel. Heildsölubirgðir O. JOHNSON & KAABER Mér er kalt á tánum ég segi Jboð satt... Nú er gólfkuldi víða. — En við höfum alltaf eitt- hvað nýtt. — Þýzkir rafmagns- fótahitara eru komnir. Nauðsynlegt er fyrir eldra fólk, sem hefur miklar kyrrsetur og sömuleiðis fyrir alla þá, sem sitja við vinnu þar sem gólfkuldi er. Rafmagnseyðsla er sára- Íítil. Komið og skoðið. Kostar aðeins kr. 170.00 með snúru Sendum heim. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN h.t. Bankastræti 10. Símí 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. • ■■■■■■■■■••■■•■■■■■•■■••••■■■■••■■■■••■■■JOI Suðurnesjamenn athugið! Höfum opnað benzínafgreiðslu, smtirstöð og bílaverkstæði við vegamótin til Keflavíkurflugvallar. — Vér bjóðum yður allar fáanlegar Shell-bifreiðaolíur og feiti. Látið okkur smyrja bifreiðar yðar. Fljót og örugg þjónusta. Virðingarfyllst, Yjjar&víbut' Lf. 3ja — 5 herbergja nýtízku íbúð, óskast sem fyrst til leigu fyrir viðskiptafulltrúa þýzka sendiráðsins Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 7375, eftir kl. 1,00 í dag og á morgun. Jón Þ. Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.