Morgunblaðið - 09.03.1955, Síða 11

Morgunblaðið - 09.03.1955, Síða 11
Miðvikudagur 9. marz 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 ' lleildverzlun ÁRIM JÚMSSCMAR H.f. Aðalstræíi 7 Símar 5805, 5524, 5508 SÉRLEVFISHAFAR Getum útvegab langferðabifreiðagrindur t.il afgreiðslu strax. yfirbyggðar langferðabifreiðir til af- greiðslu í maí. Leitið upplýsinga Sueima, & ~y)í ueima (/-Jjömóóoyi C9~ ^y^ócjeiróóo'/i SÍMAR: 3175 og 6175. 4. Eru mjög hentug og létt í moðferð. 5. Broína ekki né beiglast. 6. Eru mjög hentug í kæliskápa þar sem inni- haldið tekur ekki í sig bragð eða keim af öðrum mat sem er í skápnum, þar sem ílátin eru loftþétt. íslenzkar húsmæður, sem reynt hafa þessi matarílát, eru sammála um að PLAST-matarílát séu það bezta, hrein- legasta, þægilegasta og ódýrasta sem völ er á. Heildsölubirgðir: FLEX Það sem PLAST matarílát hafa framyfir cnnur matarílát er: 1. Eru með öllu loftþétt og geyma því matinn og matarleifar mikið betur en önnur ílát sem notuð eru. 2. Eru mjög auðveld í hreinsun og þvotti. 3. Skilja ekki eftir matarleifar eða skemmdan mat cftir þvott. Bezt að auglýsa í Mor gunblaðinu „Ævintýri á gönguför" sýnt í Hverager&s LAUGARDAGINN 5. þ.m. frum- sýndi Leikfélag Hveragerðis sjón leikinn Ævintýri á gönguför eftir J. C. Hostrup. Hostrup mun vera mest þekkt- ur fyrir sína stúdentagamanleiki Ginboerne 1844 og Spurr í Tranedans 1846. Ekki er undir- rituðum kunnugt um hvort þessi leikrit hafa verið þýdd á íslenzku, en til gamans má geta þess að Gerboerne voru leiknir á dönsku um eða eftir 1920 á Seyðisfirði. Leikfélag Hveragerðis er ungt að árum en hefir þó ráðist í erfiðustu viðfangsefni svo sem Fjalla Eyvind, Á útleið og Húrra krakki, og nú sem fyrr segir Ævintýri á gönguför, og má segja að það hafi tekizt með þeim ágæt- um sem bezt yerður á kosið bæði hvað leik og söng snertir. 1 Með hlutverk Skrifta-Hans fer Gunnar Magnússon. Gunnar er að gömlu kunnur og hefir farið með mörg stór hlutverk. Gerði Gunnar þessu góð skil og er það dómur þeirra sem sáu að þar hafi Gunnari tekist með ágætum, naut hann sín vel og hafði hylli áhorfanda frá fyrst til síðast. Þá var gerfið mjög gott. i Krans kammerráð lék Ragnar G. Guðjónsson af sinni alþekktu kímni. Hér hefir Ragnar enn einu sinni sýnt að hann er ágætur gamanleikari, enda vakti hann kátínu í hvert skipti sem hann sást. I Helenu konu hans leikur Guð- | rún ívarsdóttir. Gerir hún þessu góð skil, leikur hún af miklum þrótti og myndugleik. Svale assisor er í meðferð Gests Jónssonar heilsteypt og virðuleg persóna, enda er gerfið gott og nýtur hann sín mjög vel. Láru dóttur hans leikur Stein- unn Jóhannesdóttir. Er leikur hennar mjög góður og eðlilegur, er festa og vilji í leik hennar. Með hlutverk Jóhönnu bróður- dóttur hans fer Guðrún Lund- holm. Er þetta stærsta hlutverk hennar og kom.hún mjög á óvart. Var leikur hennar mjög skemmti legur og léttur. Héldust í hendur góð söngrödd og gáski, sem gerði leik hennar mjög góðan. Theodór Halldórsson leikur Ejbæk. Gerir hann þessu góð skil • og er leikur hans eðlilegur og heilsteyptur. | Með hlutverk Herlöv fer Gest- ur Eyjólfsson. Er hann léttur og i lipur sem Herlov. | Vermund leikur Sigurjón Guð- mundsson. Fer hann vel með hlut verk sitt, svipbrigði góð og söng- ur, enda hefur Sigurjón leikið mörg ár. j Jóhannes Þorsteinsson leikur Pétur bónda og ferst það prýði- lega. 1 Leikstjórn hafði á hendi Indriði ÍWaage og ber leikurinn þess glögg merki að um góða leik- j stjórn var að ræða. I Leiktjöldin málaði Höskuldur Björnsson og er það unnið af frábærri vandvirkni og smekk- vísi. ! Er þessi sýning Leikfélaginu til mikils sóma og hefir þeim | bætzt góður hlekkur í starfsemi ' sína. 1 Var sýningunni forkunnarvel tekið og leikendur ákaft hylltirj að leikslokum. Georg B. Michelsen. Hvg. STJÓRN Styrktarsjóðs stúkunn-j ar Fróns nr. 227 efndi til skemmtij samkomu í Templarahöllinni s. 1.! fimmtudagskvöld til ágóða fyrirj hana. Var þar fjölmenni, enda varð fjárhagslegur árangur góð-i ur. Það var auðséð, að samkomu-' gestir höfðu gert sér fulla grein; fyrir mannúðarstarfi því, er þarna er unnið. Auk ánægjunn- ar, sem því fylgir að leggja góðu málefni lið, nutu menn þar og ágætra skemmtiatriða. Skemmtunin hófst á því, að tvær kornungar stúlkur, þær Edda Eyfeld og Hanna María Tómasdóttir, lásu kvæði og gam- ansögur. Leystu þær báðar verk-; efnin vel og smekklega af hendi, og var þeim þakkað með lófa- taki. Þá kom það skemmtiatriðið, sem beðið hafði verið eftir með mestri eftirvæntingu, en það var einsöngur Guðrúnar Á. Símonar. Er ekki að orðlengja það, að hún söng sig þegar inn í hjörtu áheyr- enda, með hinni yndislegu rödd sinni, frábæru raddbeitingu og; túlkun og fáguðu framkomu, enda ber hún þegar flest eða öll sérkenni hinna þroskuðu, há- menntuðu söngkvenna á söng- pallinum. Eftir að söngkonan hafði lokið hinni prýðilega sam- settu söngskrá, varð hún að' syngja aukalög. Listakonuna að- stoðaði hinn bráðsnjalli og vin- sæli undirleikari, Fritz Weiss- happel. Að sjálfsögðu var slfk- um listamönnum ákaft fagnað, en kosið hefðu áheyrendur, að þessi heillandi ánægjustund hefði mátt vara nokkru lengur. Var nú sezt að kaffiborðum, og köku- og matarbögglarnir, sem samkvæmisgestir höfðu keypt fyrr um kvöldið, á hinu vel heppnaða bögglauppboði, opnaðir, og skemmtu menn s-ér við fjörugar samræður. Er staðið var upp frá borðunt, var sýnd bráðskemmtileg kvik- mynd. Eftir það hélt hver heirn til sín, glaður og ánægður. Var samkoma þessi í alla staði : hin náægjulegasta, og stúkunni Fróni til sóma. Samkvæœisgestur. öé8ur gl!i í Homaf. HÖFN í Hornafirði, 2. marz: — í Hornafirði voru gæftir góðar í febrúar. Samanlagt fóru 5 bátar 83 róðra og var heildarafii þeirra 482 smálestir. Frá áramótum hafa þeir samanlagt farið 151 róður og er heildaraflinn 872 lestir af slægðum fiski með haus. Frá ára; mótum er aflinn þannig: Hæstur er Gissur hvíti með 225 lestir í 36 róðrum, Helgi með 207 lestir í 36 róðrum, Sigurfari með 181% lest í 34 róðrum. Hvanney með 158 lestir í 25 róðrum og Hrollaugur með 101 lest í 20 róðrum. Er meðaltal 5% lest í róðri. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.