Morgunblaðið - 17.03.1955, Page 6
0
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. marz 1955
Þjóðleg skóldmennt
og söngSist á íslnndi
HÁSKÓLINN í Erlanger í,
Þýzkalandi bauð Hallgrími
Helgasyni að halda fyrirlestur um
ofangreint efni þann 23. febrúar.
— Blöðin minnast kvöldsins ítar-
lega. Fara hér á eftir ummæli
hínna helztu.
Erlanger tageblatt (Alþýðulist
Sþrottin af rótum hetjuljósins)
segir m. a.: „Fyrirlestur íslenzka
tónvísindamannsms, dr. Hall-
gríms Helgasonar, um þjóðlega
skáldmennt og sönglist á íslandi,
opnaði áheyrendum, sem í
ánægjulega stórum hóp voru sam
an komnir í orgelsal kirkjutón-
listarstofnunar háskólans, innsýn
í nær ókunnan en ótrúlega að-
laðandi heim. Kvöld þetta var
áhrifamikið, ekki aðeins vegna
margra hljómandi dæma úr al-
þýðumúsik og listmúsík, heldur
miklu fremur vegna þeirrar stað-
reyndar, að á þessari stóru eyju
norður við heimskautsbaug eru
gömul söngleg og skáldleg list-
form ekki aðeins rykfallnir safn-
gripir eins og hjá okkur, heldur
lifa þau áfram meðal fólksins.
Eldur og ís einkenna landslag
íslands, sem fyrst var numið af
frelsisunnandi víkingum á 9. öld.
Norðgermönsk menning og ó-
skráðar bókmenntir stóðu í mikl
um blóma um þessar mundir, er
meginlandið laust að mestu kristn
um áhrifum. Á eylandinu öðluð-
ust þessar geymdir ný heimkynni,
þar sem þær hafa varðveitzt og
vaxið óhindrað fram til þessa
dags. Þjóðleg sönglist fslands á
því að baki sér óslitna þróun, allt
frá tímabili Edduljóðanna, gegn-
um blómaskeið rímnakveðskap-
arins og fram á 19. öld. í sinni
upprunalegustu mynd er laglín-
an forneskjuleg, blandin þrá-
látum endurtekningum, líkast
einskonar „lítaníu“. Við hátíðleg
tækifæri voru hetjuljóðin sungin
tvírödduð: fimmundin bættist við
aðalröddina. „Hinn harði og kröft
ugi kvinthljómur er mesta eftir-
læti íslandinga. í fornsögum sín-
um dá þeir hreina og sterka liti,
og í söng sínum taka þeir þéttan,
fullan hljóm fram yfir sætlega
sönglínu", sagði fyrirlesarinn.
Nokkur dæmi upptekin á segul-
band staðfestu þessa umsögn.
Fyrst á 19. öld koma með róman-
tísku stefnunni tónkyn nútímans
og þríundabygging til sögunnar.
Jafnhliða þeim þrífst hinn forni
listsmekkur áfram, setur mót sitt
á margvíslega nýsköpun þjóðar-
innar og forðast refilstigu list-
páfakenninga og listrænna sér-
trúarflokka.“
ERLANGER NACHRICHTEN
(Þúsund ára arfleifð, er fyrir
sögnin) lætur svo um mælt: „Sá
einn, er hefir nána þekkingu á
sögulegri og landfræðilegri sér-
stöðu íslands, getur til fulls skil-
ið hlutverk landsins", svo fórust
dr. Hallgrími Helgasyni orð í
upphafi erindis síns um ljóðlist
og söngiðkun á íslandi um tíu
alda skeið.
Til kvölds þessa efndu kirkju-
tónlistarstofnun og tónvísinda-
stofnun háskólans ásamt rann-
sóknarstofnun germanskra mál-
vísinda. Þátttaka hinna fjölmörgu
áheyrenda sýndi ljóslega, að þetta
litla land við útjaðar Norðvestur-
evrópu, sem er svo ríkt að menn-
ingargeymdum og fornum „leynd
ardómum", býr yfir sterku að-
dráttarafli.
Fyrirlesarinn benti á, að þýzk-
ir málvísindamenn voru meðal
þeirra fyrstu, er luku upp fjár-
sjóðum íslenzkrar arfleifðar og
undirstrikuðu gildi þeirra fyrir
samgermanska menningu, t. d.
Jaeob Grimm, sem Grimmsæfin-
týrin eru kennd við. Af miklum
lærdómi rakti dr. H. Helgason
þró'un ljóðs og lags í hinum fræði-
lega hluta erindis síns. Á sérstæð-
an hátt og nær án framandi
áhrifa hefir á íslandi haldizt ó-
breytt tunga sú, fornvesturnor-
ræn, er víkingarnir fluttu með
sér til landsins á landnámsöld,
874—930. Hér liggur rótin að
miklum auð fornra ljóða og tóna.
„ísland er sú ljóssins lind, sem
mesta birtu hefir breitt yfir gjör-
valla Germaníu“, segir Friedrich
Stroh, ordinaríus fyrir málvísindi
við háskólann í Erlangen.
Sérstaka eftirtekt meðal áheyr
enda vöktu dæmi, sem fyrirles-
arinn með hljómplötu, segulbandi
og eigin rödd fléttaði inn í er-
indi sitt. Hið kraftmikla, forn-
lega tóneðli þessarar þjóðlistar
heillar hvern og einn, sem í fyrsta
sinni heyrir hana, t. d. ævafornu
Eddu-lög, dansa, rímnalög og
nýrri þjóðlög, sem dr. H. Helga-
son sjálfur hefir skráð í afskekkt-
um landshlutum.
Mikinn fögnuð vöktu nokkrir
gamlir tvísöngvar, er fyrirlesar-
inn ásamt tónlistarstjóra háskól- i
ans, próf. Georg Kempff, höfðu
sungið á segulband. Hér andaði
harka víkingaaldarinnar og jarð-
föst gleði hins tærasta, sjálfstæð-
asta samhljóms.“ j
ERLANGER V OLKSBLATT
(undir fyrirsögninni: ísland án
erlendra orða) segir svo frá: „Dr.
Hallgrímur Helgason frá Reykja-
vík skýrði síðasta miðvikudag
frá þróun alþýðlegs skáldskapar
og söngmenntar á íslandi. í víð-
faðma yfirsýn kynnti hann gest- !
um í tvo tíma samfleytt hinn sér-
kennilega og mörgum Vestur-
evrópubúum alveg óþekkta heim
gamallar norðgerðmanskrar
menningar.
Dr. H. Helgason fór fyrst nokkr
um orðum um sögu landsins og
lýsti út frá henni þjóðarskáld-
skap og sönghefð: Víkingar voru
fyrstu landnámsmenn á leið sinni
í vestur, er þeir nokkru síðar
fundu Grænland og Vínland.
Þúsundir frelsisleitandi Norð-
manna fluttu milli 874 og 930 til
íslands, til þess að losna undan
oki hins norska stórkonungs Har-
alds hárfagra. Landnámsmenn-
irnir héldu tryggð við fornar
venjur og trú, iðkuðu ljóð um
hetjur og goð í hinum nýju heim-
kynnum. Þannig varðveittist frá
einni kynslóð til annarrar forn-
norræn menning ómenguð meðal
íslendinga, ljóðlist og sagnalist,
sem enginn annar germanskur
þjóðstofn frá þessum tímum hefir
fram að bera.
Málverndartilfinningin er enn
svo rík í fari íslendingsins, að
hann forðast eftir fremsta megni
að taka útlend orð upp í mál sitt.
Þannig eru nútíma hugtök eins
og „telefon“ og „radio-speaker“
táknuð með gömlum orðum úr
Eddu: sími og þulur.
Dr. H. Helgason greindi ítar-
lega frá innihaldi og gildi Eddu
kvæðanna, sem gefa svo óvenju
góða hugmynd um trú og heims-
skoðun hinna fornu íslendinga.
Frásagnir af guðunum, kappaljóð
og almenn lífsspeki er aðalefni
þeirra, flutt með einskonar
„meðalrödd“, vox media, sem
liggur milli venjulegrar talradd-
ar og söngraddar. Nokkur lög við
þessi kvæði hafa geymzt.
Bein mótsetning við braghætti
Eddu eru skáldakvæðin (820—
1220). Hér skiptir mestu list í
leik orða: vandkveðið form, mál-
skraut og torrætt mál er yndi
fornskáldanna. Þau fjarlægjast
málfar alþýðuifnar. Hálfsöngur
Eddu-kvæðanna verður hjá skáld
un.um æ meir að hreinum flutn-
ingi talkvæðis.
Ró og staðfesta í stíl einkenn-
ir fornsögurnar, þessa gömlu ís-
lenzku frásagnarlist, sem er einn
hinn veigamesti skerfur landsins
til germanskrar menningar. Á
sannfærilegri undirstöðu bárust
Framh. á bla. 12
Ásta Kr. Árnadóttir Norman
D. 4. febr. 1955
ASTA MÁLARI, en svo var
hún jafnan kölluð hér, var
fædd 3. júlí 1883 í Narfakoti í
Gullbringusýslu. Foreldrar henn-
ar voru Árni Gíslason bóndi og
barnakennari og kona hans Sig-
ríður Magnúsdóttir. Ásta var
næstelst af 10 systkinum, og þeg-
ar hún var 17 ára andaðist faðir
hennar, en þá var hún farin að
heiman til að vinna fyrir sér í
vistum og við saumaskap, en það
var svo til sú eina atvinna, er
konur áttu þá kost á.
Ekki mun þó Ástu hafa fund-
izt að sú leið lægi til fjár eða
frama, því að í marzmán. 1904
eða liðlega tvítug gerðist hún
málaranemi hjá Jóni Reykdal,
en eftir tæpt ár fer hún til N. S.
Bertelsen málara og vann hjá
honum fyrir allgóðu kaupi, eftir
því sem þá gerðist og gat nú
hjálpað móður sinni og yngri
systkinum.
Hún hafði fljótt sterka löngun
til að fara utan til að fullnuma
sig í iðn sinni, en féleysi haml-
aði því.
En haustið 1906 bauðst henni
ókeypis far til Kaupmannahafnar
gegn því að annast veikt barn á
leiðinni. Þurfti hún þá ekki lengi
að hugsa sig um að taka þessu
boði. Ekki átti hún neitt víst
þegar til hafnar kæmi, og ekki
kunni hún dönsku, nema það sem
hún hafði heyrt til meistara síns,
en sjálf hafði hún alltaf talað
íslenzku við hann.
Samt lánaðist henni að fá
ódýran verustað og komast á
málara og teikniskóla, tók sveins-
próf um vorið og hlaut verðlaun,
broncemedaliu, eina af 15, sem
veittar voru, en 64 tóku prófið.
Var Ásta fyrsta konan, er lauk
málaraprófi í Danmörku.
Þá fékk hún einnig loforð um
að komast á teikniskóla um
haustið, en í þann skóla hafði
aldrei áður konu verið veittur
inngangur. Hún fékk undir eins
atvinnu, m. a. við að mála far-
Minningarorð
Á Grundarstig 2
er nýkomið í miklu úrvali:
Kjólaefni, kápuefni, —
greiðslusloppaefni, glugga-
tjaldaefni þykk og þunn..—
Áklæði, rúmteppi, kr. 207,00
dívanteppi, veggteppi kr. 36
til 70,40. Blúndur, milli-
verk. Herra-, kven- og barna
nærföt. Herraskyrtur kr.
78,15. ísaumaðar kvenblúss-
ur kr. 41,00. Blúndudúkar,
hvítir og mislitir kaffidúk-
ar frá kr. 27,60. Kven-
hanzkar kr. 22,75. Púðaver
kr. 16,00. Kvensokkar frá
kr. 9 parið. Flauel kr. 33,15
m. — Auk þessa fást marg-
ar vörur enn undir hálf-
virði, miðað við eldra verð.
Verzlun
Óla fs Jóhannessonar
Grundarstíg 2. Sími 4974.
Hjólbarðar
nýkomnir: —
500x16
525x16
550x16
650x16
700x16
670x15
700x15
760x15
700x20
. 750x20
825x20
900x20
Garðar Gíslason M.
Sími 1506.
þegarúm skipsins „Kong Helge“
og þegar það skip fór til íslands
fékk hún að fljóta með. Heima
vann hún svo allt sumarið og gat.
nú borgað skuldirnar frá vetrin-
um áður. Um haustið hélt hún
til Hafnar aftur á skólann, og
fékk dálitla upphæð af styrlc
iðnaðarmanna, svo að hún gat
með sparsemi komizt af yfir vet-
urinn.
Vorið 1908 var lítið um at-
vinnu í Danmörku, og vinir Ástu
ráðlögðu henni að fara nú heim,
en hún vildi læra meira, og enn
lagði hún upp með tvær hendur
tómar og nú til Hamborgar.
Þýzku kunni hún ekki, en
komst þó að vinnu með full-
komnu kaupi. f Þýzkalandi tók
hún meistarapróf í iðn sinni og
var hún fyrsta konan þar í landi,
og sennilega í öllum heiminum,
sem það gerði. Var mikið skrifað
í þýzk blöð um þessa tápmiklu
íslenzku stúlku og birtar myndir
af henni. Þessi blaðaskrif áttu
eftir að hafa örlagarík áhrif á
ævi hennar síðar.
Árið 1910 kom Ásta svo heim
og tók til óspilltra málanna við
iðn sína. Hún hafði alltaf nóg að
gera, því að menn fundu að það
var óhætt að treysta henni og
nemendur sóttust eftir að komast
til hennar. Meðal þeirra var
Katrín Fjeldsted, sem enn í dag
er eini kvenmálarameistarinn á
Islandi, þær máluðu m. a. nýja
skólahúsið á Hólum. Stundum
var ekki laust við að hrópað væri
til þeirra neðan af götunni, þeg-
ar þær voru að mála húsþök í
Reykjavík, en allt var það
græzkulaust. Einn vel þekktur
borgari hér í Reykjavík sagði við
Ástu þegar hann mætti henni á
götu: „Og þú málar og málar, og
ert þó kvenmaður11. Kannski hef-
ur einhverjum þótt nóg um, þeg-
ar henni var falið að mála Al-
þingishúsið.
Árið 1913 gekk Ásta í Kven-
réttindafélag íslands og það sýnir
hvaða traust konur báru til henn-
ar að á þeim fundi ritar hún
fundargerð og á næsta fundi er
hún kosin ritari félagsins fyrir
það ár.
Ég kynntist frú Ástu dálítið
meðan hún dvaldi hér heima 4
nokkra mánuði ásamt seinni
manni sínum árið 1953. Þá sagði
hún mér m. a. hvernig það at-
vikaðist að hún fór til Ameríku.
Eins og áður er getið var
skrifað um hana í þýzk blöð þeg-
ar hún tók meistaraprófið. Með-
al þeirra, sem lásu þetta var
ungur Svisslendingur, Jakob
Thöni áð nafni. Hann hafði á-
huga á íslenzkum fræðum og
hugsar að nú geti hann komizt
í samband við ísland með því
að skrifa þessari ungu stúlku,
og upp frá því skrifuðust þau á.
Oft hafði hann ráðgert að koma
til að hitta hana en ekkert varð
af því. Svo flytst hann til Was-
hingtonfylkis í Bandaríkjunum
og því var útséð um að hann
kæmi til íslands. Nú skrifar hann
áð hún verði að koma til að hitta
sig. Útþráin er enn rík hjá Ástu
og fyrrihluta vetrar 1920 fór hún
til Ameríku en ætlaði sér þá ekki
að ílendast þar.
Um miðjan desember hittust
þau og giftu sig á gamlársdag.
„Og svo var ég í Paradís í þrjú
ár,“ sagði hún og brosti angur-
vært. Þegar maður hennar and-
aðist snögglega eftir þriggja ára
hjónaband höfðu þau eignazt
eina dóttur og hjá þeim var líka
sonur hennar. Þá kom sér vel
að geta tekið upp aftur sína fyrri
atvinnu. Tveimur árum siðar
gekk hún að eiga seinni mann
sinn, Jóhann Norman, ættaðan
úr Skagafirði. Hann var þá
ekkjumaður og átti sjö börn af
fyrra hjónabandi. Þau eignuðust
tvö börn, svo að alls urðu börn-
in ellefu. Þá kom sér líka stund-
um vel að húsmóðurin gat brugð-
ið fyrir sig penslinum.
1934 brakk hús þeirra hjóna
og allir innanstokksmunir, en
með aðstoð barna sinna og
tengdabarna byggðu þau strax
upp aftur. Fyrsta veturinn vannst
ekki tími til að klæða húsið að
innan en Ásta strengdi þá striga
á veggina og málaði myndir á
hann. Tókst það svo vel að þau
hálfsáu eftir að verða að taka
það niður aftur.
| Lengi hafði hana langað til að
fást við listmálun, en það var
ekki fyr en hún var komin á
sjötugsaldur og börnin farin að
sjá fyrir sér sjálf, að hún gat
leyft sér að ganga á listaskóla,
og fór nú að mála landslags-
myndir. Seinustu árin lagði hún
aðallega stund á að mála and-
litsmyndir og fékk mikið hrós
fyrir þetta hvorutveggja. Nær
þrjátíu ár lifði hún í ástríku og
hamingjusömu hjónabandi með
seinni manni sínum í Pont Ro-
berts í yndisfögru landslagi á
strönd Kyrrahafsins, en þó átti
ísland alltaf hug hennar og
hjarta. Þegar hún var hér heima
seinast, sagði hún stundum: „Ég
hef séð margar fallegar borgir,
en Reykjavík er yndislegust af
þeim öllum.“ Hún hafði mælt
svo fyrir að aska hennar fengi
að hvíla í íslenzkri mold,. og nú
er hún komin heim.
Héðan að heiman eru sendar
innilegustu samúðarkveðjur til
| harmþrungins eiginmanns og
annara ástvina.
Ásta Árnadóttir var hamingju-
söm kona. Æfi hennar er lýsandi
fordæmi um það hvernig sigrast
! verður á efnahagsörðugleikum
þegar táp og dugnaður er fyrir
hendi. Blessuð sé minning henn-
r. —
Sigríður Jónsd. Magnússon.
IMýjar dragtir
Garðastræti 2. Sími 4578.
Hengilásar
Smekklásar
Skúffuskrár
Skápsskrár
Smekkláslyklar
QeaZiMMent
afvuitla