Morgunblaðið - 17.03.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 17.03.1955, Síða 7
Fimmtudagur 17. marz 1955 MORGUJSBLAÐIÐ Þungur refsidómur r Hœsfaréfti Árásarmaður hlýtur 4 ára fangelsi fyrir árás á Árna BJörnsson tónskáld og Tómas Albertsson prentara Myndin hér að ofan var tekin í gærmorgun niður við höfnina í Reykjavík. Til hægri á myndinni er b.v. Marz, en hann kom af veiðum í gærmorgun eftir 5 sólarhringa veiðar og hafði þá aflað rösklega 56 lestir af ísuðum fiski. Fer hann aftur 'á veiðar fyrir hádegi í dag. Til vinstri á myndinni er b.v. Askur, en hann kom af veiðum á mánudagskvöld með yfir 200 lestir af ísfiski. Fór hann aftur á veiðar í gærkveidi. (Ljósm. Har. Teits.) Tillaga sem gæti hiudrað verkföll með rólegri at- hugun fulltrúa deiluaðila En Hannibai vill ekkert nema verkiöll. KARL KRISTJÁNSSON, þingmaður Suður-Þingeyinga, flutíi framsöguræðu í gær í Sameinuðu þingi fyrir þingsályktunar- tillögu, sem hann hefur flutt um skipun samvínnunefndar at- vinnurekenda og verkalýðssamtaka, til þess að finna grundvöll í kaupgjaldsmálum. TJPPLÝSINGA AFLAÐ FRÁ ! ÁRI TIL ÁRS Sú er tillaga Karls í megin- atriðum, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að félagssamtök atvinnu- rekenda og verkalýðssamtökin í landinu skipi fulltrúa í sam- vinnunefnd, er hafi það hlutverk að afla upplýsinga frá ári til árs um afkomu atvinnuveganna og hag almennings í þeim tilgangi að leita megi álits nefndarinnar þegar ágreiningur verður eða ætlar að verða um kaup og kjör. STÓRKOSTLEGT TJÓN ÞJÓÐARINNAR Lýsti Karl því í framsögu- ræðu sinni hve stórkostlegu tjóni verkföll og verkbönn valdi þjóðarbúskapnum. Verk- föll og verkbönn til að knýja fram úrslit í vinnudeilum eru neyðarúrræði, sagði Karl, af þvi að þar ræður aflsmunur en ekki réttlæti. Þær aðferðir skapa aldrei grundvöll fyrir vinnufriði til frambúðar. Hafa íslendingar hvað eftir annað eytt miklum ttma og fjármun- um í verkföll. Taldi ræðumaður, að ef meta ætti sanngjarnt kaup og réttlát kjör, þyrfti rólega athugun og hagfræðilega. Viðunandi kjara- samningar fengjust tæplega nema á slíkri athugun væri byggt og sá skilningur ríkti að þannig ætti að leita grundvall- jarins í þessum málum. ÓLLKKUFUGLINN UMSNÝST AF ILLSKU Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambandsins stóð upp og var mjög fjandsamlegur tillögum Karls. Hann talaði mikið og geyst um það að verkfallsrétturinn væri helgur réttur verkamanna. Síðan kom hann með furðulega samlíkingu, sem var eitthvað á þessa leið: — Ef maður kemur inn í búð og spyr um verð á vöru, þá kaupir hann vöruna ekki nema hún sé nógu ódýr. Alveg eins spyr verkamaðurinn: — Hvað fæ ég mikið í laun og ef honum finnst launin ekki nógu mikil, þá vinnur hann ekki' verkið, heldur leggur niður vinnu. — Alveg eins, sagði Hanni bal að vinnuveitandinn segði, að ef kostnaðurinn yrði of mikill, þá hætti vinnuveitandinn starf- rækslunni. Var þingheimur skelf- ingu lostinn yfir því hugarfari, sem með þessu kom fram hjá þessum manni, sem skipar sæti forseta Alþýðusambandsins. — Þetta virtist í hans augum vera svo sjálfsagt og eðlilegt. — Ósköp einfalt, verkamenn leggja niður vinnu, vinnuveitendur leggja niður starfræksluna. Þar með virtist þessum ólukkufugli allt vera í lagi. Hinn helgi rétt- ur verkamanna og vinnuveit- enda að stöðva allt starf og at- vinnulíf þjóðarinnar kom þann- ig fram í allri dýrð sinni. Þess- vegna var Hannibal á móti til- lögu Karls Kristjánssonar um að láta fara fram hlutlausa rann- sókn á kaupi og kjörum. ALGEF MISSKILNINGUR HANNIBALS Karl Kristjánsson svaraði þessu lítillega. Hann sagði að Hannibal misskildi tillöguna gersamlega. Þar væri á engan hátt stefnt að því að afnema verkfallsréttinn, heldur aðeins að láta góða og gegna menn rannsaka lífskjörin fræðilega og vera samninganefndum til ráðuneytis. Með þessu móti mætti hindra hin skaðvænu verkföll með samkomulagi deiluaðila. En slíkt vill ó- lukkufuglinn ekki heyra á minnzt. í stað þess að játa misskilning sinn, sat hann þögull í sæti sínu. HAFNARFTRÐI — Á þriðjudág- inn var spuuð næst síðasta um- ferðin í sveitakeppni Bridgefé- lagsins, og siðasta umferðin verð- ur spiluð a þriðjudaginn kemur Síðast vann sveit .Tóns Guðmunds sonar sved Reynis E> jólfssonar, Ólafs Guðmundssonar Alberts Þorsteinssonar, Sigmars Björns- sonar Péturs Auðunssonar, Guð- mundar Atlasonar svéit GísTa Hildibrand",sonar. Staðan er þannig nú: Sveit Jóns hefir 24 stig, Reynis 23, Ól- afs 17, Guðm. 12, Al'oerts 9, Sig- mars 9, Péturs 5 og Gísla 5. •— Tvímenningskeppni hefst að sveitakeppninni lokinni. •—G.E. HÆSTIRÉTTUR kvað fyrir nokkru upp dóma yfir tveimur mönn- um fyrir líkamsárásir og fjártöku af meðvitundarlausum manni. Hlaut annar þessara manna, Jón Sigurðsson, fjögurra ára fangelsi og hinn, Sveinn Einarsson, sex mánaða fangelsi skil- crðsbundið. Eru báðir frá Raufarhöfn. Yar refsing hækkuð í Hæstaréttardómi frá því sem ákveðið hafði verið í héraðsdómi. Það þótti sannað að ákærði Jón Sigurðsson hefði eina og sömu nótt ráðizt á tvo menn án saka, þá Tómas Albertsson préntara og Árna Björnsson tónskáld. Hlutu þeir slík líkamsmeiðsl, að Tómas var frá vinnu í eina viku. en Árni beið slíkt tjón á líkama og sál, að hann mun aldrei bíða þess bætur. Mál þetta var mjög viðamikið. Tók rannsókn langan tíma með fjölda vitnaleiðsla og er dómságrip nær 100 vélritaðar síður. Því er ekki hægt hér að lýsa vitnisburðum manna til neinnar hlýtar, heldur verður hér s'agt í stuttu máli frá málsatvikum, eins og Hæstiréttur telur sannað að þau hafi verið. Að kvöldi hins 13. júní 1952 var í húsi Tónlistarfélagsins Þrúðvangi við Laufásveg, haldin gleði nokkur fyrir þýzka tón- listarmenn. er verið höfðu í heim sókn hér, cn ætluðu utan næsta morgun. Þarna voru m. a. staddir Tómas Albertsson prentari og Árni Björnsson tónskáld. Var þarna ölteiti. KOMU AF HENDINGU í SAMSÆTIÐ Hinir ákrerðu í þessu máli, Jón Sigurðsson og Sveinn Einarsson, höfðu þetta sama kvöld setið að drykkju um borð í Lagarfossi, á Reykjavíkurhöfn. Fóru þeir það- an einhvern tíma alllöngu eftir miðnætti og skildu við samferða fólk sitt við Miðstræti 10. •— Skömmu siðar virðast þeir hafa lent af hondingu í samsætinu á Þrúðvangi Þar kveðst Sveinn hafa * gefið sig á tal við Árna Björnsson, er hann hafi kannazt lítið eitt við og þegar samsætinu lauk kl. að ganga 5, virðast hinir ákærðu hafa fanð heim til sín í Miðstræti 10 og Árni hafi fylgt þeim þangað. Þar munu þeir hafa dvalizt skamma stund. Héldu þeir nú aftur út, gengu út á Skálholtsstíg, upp þá götu og áfram Bjargarstíg. Einhvers- staðar á þessari leið hittu þeir Tómas Albertsson. En þarna á Bjargarstígnum, milli Grundar- stígs og Bergstaðastrætis, gerðust nú þeir atburðir, sem eru þunga- miðja málsins. Er ýmislegt óljóst um þá, en eftirfarandi telur Hæsti réttur þó sannað með vitnileiðsl- um og öðrum rannsóknum: ÁRÁS Á TÓMAS ALBERTSSON Það þykir sannað með vætti vitna og að nokkru leyti með játningu Jóns Sigurðssonar sjálfs, að hann veittist tilefnislaust með hnefahöggum að Tómasi Alberts- syni prentara, sem var maður hálf sextugur og gat lítið viðnám veitt. Greiddi Jón Tómasi nokk- ur andlitshögg unz hann hneig niður. Meðan hann lá fallinn á götunni laust ákærði hann enn höfuðhögg eitt eða fleiri. Þá er og leitt í Ijós með vætti vitna, að er Tómas reyndi að kalla á hjálp, vafði Jón frakka hans um höfuð honum, til að kæfa köll hans. Vegna meiðsla af þessari árás var Tómas vikutíma frá störfum. Þykir árásin varða við 217. gr. hegningarlaga. ÁRÁS Á 4rna björnsson Rétt í þessari sömu andrá varð Árni Bjömsson tónskáld fyrir stórkostlegum meiðslum og tekur Hæstiréttur það til athugunar með eftirfarandi orðum, hver hafi verið valdur að þeim áverkum: — Telja verður Tjóst af vqttT orði Bj&ma læknis Bjarnasonar, svo og þegar litið er til innri jáverka og ninna miklu blæðinga, sem Árni hlaut, að hann hefur orðið fyrir miklum höggum í andlit, sem senriilega hafa verið greidd honum með krepptum hnefa, enda styðst það við álit læknaráðs. Að einhverju leyti kunna áverkar hans að stafa af hörðu falli, sem leitt hafi af árásinni. Eftir því, sem leitt er í ljós um feril Árna umrædda nótt, getur engum öðrum verið til að dreifa um árásina en ákærðu, Jóni og Sveini, í máli þessu. — Þegar nú litið er til aðfara ákærða Jóns gagnvart Tómasi Albertssyni í sömu andrá, stilli- legrar framkomu Sveins að vætti vitna, þess framburðar hans, að ókærði Jón hafi undið sér að Árna og haf; sér virzt hann slá hann, enda hafi hann kastazt út af gangstéttinni og Toks, þegar virt er sú játning ákærða Jóns ,,að vera megi, að hann hafi slegið Árna“ og að hann gæti „vel trúað því, að hann hafi lagt eitthvað til hans“, þykir ekki varhugavert að telja nægilega í ljós leitt, oð það hafi verið Jón en ekki Sveinn, sem greiddi Árna högg þau, er hinir miklu áverka hans stafa beint eða óbeinlínis af. Árás þessi á Árna, sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér og var því varn- arlaus með öllu, var gerð án nokkurra saka af hans hálfu. ALVARLEGIR ÁVERKAR Meiðsli þau, sem Árni Björns- son hlaut af þessari árás, voru þessi: Hann hafði fleiður efst á enni vinstia megin, bólginn á báðum kinnum undii kinnbein- um og á hægri kinn, sáust tveir litlir tveir blóðhlaupnir blettir. Var hann fluttur á spítala, var þá sljór og gat ekkert sagt, en virtist þó vita gf sér. Virtist hann alveg lamaður hægra megin. Við frekari sjukdómsrannsókn töldu læknar mega ráða, að hann hefði fengið ma: á heilann vinstra megin. sem orsakaðí máttleysi og málleysi. Eftir langa dvöl á sjúkrahúsi i Kaupmar.uahöfn og aðrar lækn- isaðgerðir, gaf læknir það vott- orð um heilsufar Árna 18. nóv. 1954, að hann geti gengið staf- laust, rati talsvert um bæinn, svo að hann getur farið út án umsjár. Hunn man betur nöfn og atburði en áður og áttar sig á tímatalinu Hann kann hvorki að lesa né skrifa, en þekkir alla stafi og getur stautað einföldustu orð. Skilningur hans og hugs- un nær ekki út fyrir það allra einfaldasta og framkoma hans líkist mesc framkomu 2—3 ára barns. Eru engar líkur til þess, að Árni nái bata sem neinu nem- ur fram yfir þetta. Þá er þess og getið, að Árni hafi orðið blindur á vinstra auga við áverkann. Ávérkar þessir eru slíkir sem um ræðir : 218 gr. hegningarlaga. RÆNDU “20,00 KR. Þeir Jóri og Sveinn hjálpuðust nú við að draga Tómas Alberts-' son meðvitundarlausan eða með-, vitundarlitinn að bifreið, sjera stóð í námunda á götunni. Ekþt er vitað í hvaða skyni þeir gerðu það. En litlu síðar stakk Sveirili upp á því við Jón, hvort þeir ættu ekki að ræna Tómas, éða eitthvað á þá leið. Er Jón háfði samþykkt það, fór ákærði Sveinn. í vasa Tómasar og tók þaðan. veski hans og úr því þá peninga, sem í því voru kr. 220.00. Að því búnu stakk hann vesxinu aftur í vasa Tómasar. Með þessari fjártöku hefur Sveinn gerzt sekur um brot gegii 244. gr. hegningarlaganna. Skv. þessu dæmdi Hæstiréttur Jón Sigurðsson í 4 ára fangelsi og Svein Einarsson í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Námskeið um alþýðu fræðsiu á Norður- löndum. hrem boðið DAGANA 5.—25. júní næstkom- andi verður haldið námskeið á vegum UNESCO-nefnda Dan- ánerkur, Noregs og Svíþjóðar. Namskeiðið mun sérstaklega fjalla um alþýðufræðslu á Norð- urlöndum. Fjórtán þjóðum er boð ið að senda þátttakendur, þrjá frá hverri þjóð. Námskeiðið mun verða méð þeim hætti, að fyrst er fjögurrá daga undirbúningsnámskeið á lýð skóla i Danmörku Síðan verður þátttakendum skipt í þrjá hópa. Mun einn hópurinn ferðast um Danmörku, annar um Noreg óg sá þriðji um Svíþjóð Þessi ferðá- lög munu taka vikutíma, en að þeim loknum koma allir þátt- takendur saman á lýðháskóla í Noregi og dveljast þar frá 16.--25. júní. Islendingum er boðið að serida þrjá þátttakendur á námskeíðiS. Væntanlegir þátttakendur verða sjálfir að greiða fargjöld til Káup mannahafnar og heim aftur frá Osló, ennfremur f.irgjölc’ v á Kaupmannahöfn til Noregs c'vr Sviþjóðar. Dvalarkostnaður c'a önnur ferðalög í sambandi \ 13 námskeiðið greiða UNESÖO- [ nefndir landanna þriggja. | Frekari upplýsingar um nám- skeið þetta veitir menntamalá- ráðuneytið, en umsóknir um þátt töku verða að hafa borizt ráðú- neytinu fyrir 26. þ.m. í umsókri- um skal greina nafn, stöðu’og’ menntun umsækjenda. (Frá menntamálaráðuneytinu) Ungir helmiliKtofn- > endur vfofna fólag NÆSTKOMANDI sunnudag vérð ur stofnfundur haldinn að félagi ungra heimilisstofnenda hér í bænum. | Tilgangurinn með stofqun þessa félags er að ungir heimil-, isstofnendur geti sameinast gm raunhæfar athuganir. til lausnar á húsnæðisvandræðum þeir.ra, sem' og önnur sameiginleg mál- efni. i Ætlunin er að á fundinum máeti ungt fólk, sem er í þann vtg- inn að stofna heimili svo og þeir, sem þegar hafa stofnað heiiriili ■ en hafa ennþá ekki tryggt hús- næði. Fundurinn hefst kl. 2 e:' h. ,í Aðalstræti 12. i BEZT AÐ AUGLÝSA t MOHGUmLAÐtm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.