Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. marz ’55 Afmœliskveöja til Ólafs Jónssonar búnaðar- , ráBunauts á Akureyri Mapi hefur siarfað fyrir Reyfcjavíkurhöfn í 27 ár EG varð höndum seinni í gær að koma afmæliskveðju í blaðið til fornvinar míns og gamals húsbónda. En þar sem mér finnst rétt að geta góðra manna og verka þeirra á merk- um tímamótum ævinnar, langar mig til að leggja orð í belg. Það er of seint að geta manna og mæla þá máli þegár þeir eru all- ir, enda óvíst hver annan grefur, og þá er heldur ekki unnt að segja nema eintóm hrósyrði. Ég kynntist Ólafi Jónssyni skömmu eftir að hann kom heim frá námi við Landbúnaðárháskól- ann, þegar hann hafði tekið við forstjórastörfum hjá Ræktunar- félagi Norðurlands á Akureyri, en þá var það félag á heljar- þröminni. Réðst ég norður vorið 1924 og dvaldist þar sumarlangt. Sumarið var afar kalt og stirt til búskapar, en Ólafur stýrði öllu þegar á rétta leið komst vel í höfn um haustið og úr því blómgaðist hagur félagsins ár frá ári. Við fyrstu kyimi okkar Ólafs tók ég eftir því, hve hann var ósérhlífinn, og síðar reyndi ég hann oft að því, langt umfram (Eysteinn Þórarson ÍR) 74,0 alla aðra húsbændur, sem ég hefýj 2. Skóv Stefáns Gunnarssonar haft. Einkum-er mér minnisstætt síðkvöld eitt, er ég kom úrvinda heim eftir langan dag með enn þreyttari hest í taumi. Þegar ég hafði fengið smáfjressingu var næst að koma hestinum í haga, en þá bar Ólaf að í þeim svif- um. Sagði Ólafur mér að fara inn til að hvílast, og ætlaði hann sjálfur með hrossið. Mér fannst það ekki viðeigandi, að húsbónd- inn sjálfur flytti hross í haga um miðnæturleytið og tók því fjarri, en Ólafur er þrár, þar sem hann tekur því og aíleiðingin varð sú, að við urðum samferða með hestinn upp allar brekkur og suður á Galtalæk. Ég lærði margt nytsamt af Ólafi þetta sumar, og bý ég enn að sumu af því, Vistin var ágæt en kaupið auðvitað lítið, eins og þá var títt en lærdómur er ekki ávallt metinn til fjár á réttan hátt. Ólafur Jónsson hafði verið mesti námshestur í skóla, og við brottfararpróf af Landbúnaðar- háskólanum varð hann annar af meira en hundrað nemendum, ef ég man rétt, og mun enginn ís- lendingur hafa skilizt betur við þá stofnun. Ólafur Jónsson er ræktunar- maður í þess orðs beztu merk- ingu, en mér þykir ekki ótrúlegt, að honum hafi á stundum þótt miða seint í ræktunarmálunum og orðið að horfa á það með óþolinmæði, hve hægt gengi. Minnir mig að hann hafi ein- hverntíma skrifað um slóðahátt manna við að nota þá reynslu, sem af tilraunum hans og rækt- un fékkst og árlega var skýrt frá í Ársriti Ræktunarfélagsins, en því riti hefur hann haldið úti með prýði um 30 ár. Ólafur lét af störfum við gróðr arstöðina á Akureyri er hann hafði starfað við hana í 25 ár. Ég efa að það hafi verið rétt ráð- stöfun, en hann hefur áfram ver- ið framkvæmdastjóri Ræktunar- félagsins. Annars ætti það að vera til athugunar, hvort ekki væri hollt þjóðfélaginu, ef ýmsir rótgrónir dragbítar hættu störf- um einmitt eftir 25 ár. En hvað sem allri ræktunar- menningu líður, þá er það víst, að hún er lengst komin í Eyja- firði. Á Ólafur drjúgan þátt í því, þótt fleiri stoðir renni auð- vitað undir það. Spor Ólafs um Eyjafjörð munu sjást víða og þeirra gæta lengi, svo að eftir atvikum má hann vera harla glaður yfir afrekunum. Þv| fer fjarri, að við Ólafur höfum ávallt verið sammála. Við höfum verið á öndverðum meiði í mörgum málum og deilt um margt. Og ekki vantaði kappið á báða bóga. En samt er það svo, að mér er jafnvel enn hlýrra til Ólafs fyrir þá sök og met hann engu að síður fyrir það, enda kann han.i þá list að ræða málin með rökum og er rökfastur. Ég óska Ólafi til hamingju með þennan merkisdag á æfinni, og óska honum og hinni ágætu konu hans, Guðrúnu Halldórsdóttur alls hins besta í framtíðinni. Hákon Bjarnason. Úrslit firmakeppn! skíðamanna HÉR á eftir fara úrslit Firma- keppninnar, sem haldin var við Skíðaskálann í Hveradölum s.l. sunnudag og sagt hefur verið frá í Mbl. fyrr. Stig 1. Klæðav. Braga Brynjólfss. 10. 11. (Stefán Kristjánsson A) 76.5 3. ísafoldarprentsmiðja (Ásgeir Eyjólfsson Á) 76,7 4. Loftleiðir (Guðni Sigfússon ÍR) 81,5 5. Skartgrv. Konilíusar Jónss. (Grímur Sveinsson ÍR) 83,7 6. Vinnufatagerð fslands (Gunnar Finnsson Sigl.) 83,9 7. Eggert Kristjánsson & Co. (Matth. Sveinsson ísfj.) 84,6 8. Skóv. L. G. Lúðvíkssonar (Guðm. Jónsson KR) 86,5 9. Hvannbergsbræður (Magn. Guðmundss. KR) 87,3 Geir Stefánsson & Co. (Þórir Jónsson KR) 88,0 Þ. Jónsson & Co. (Svanb. Þórðarson ÍR) 88,4 12. Almennar tryggingar h.f. (Sig. R. Guðjónsson Á) 89,2 13. S. Árnason & Co. (Kolbeinn Ólafsson Á) 89,5 14. Vélsmiðjan Sindri (Hilmar Steingrímss. SS) 91,0 15. Sjóvátryggingarfél. fslands (Jakob Albertsson ÍR) 91,2 16. Landssmiðjan (Elfar Sigurðsson KR) 91,6 17. Hans Petersen (Haukur Hergeirsson Á) 91,6 18. Skóbúð Reykjavíkur (Jóh. Ó. Guðmundss. KR) 92,2 19. L. H. Múller (Einar Einarsson SS) 94,1 20. Skartgrv. M. Baldvinss. (Stefán fjallgrímss. Val) 94,5 21. Nói, Hreinn og Síríus h.f. Sveinn Jakobsson Sigl.) 94,9 22. Prentsmiðjan Edda (Jóhann Vilbergss. Sigl.) 96,0 23. Heildv. Haraldar Árnasonar (Óskar Guðmundss. KR) 97,9 Heildverzlunin Hekla (Páll Jörundsson ÍR) 99,3 Haraldarbúð (Þórarinn Gunnarss. ÍR) 101,0 26. Skóverzlunin Hector (Finnb. Guðm.ss. Val) 102,0 27. Vátryggingarskr. Sipf. Sighv. (Úlfar Skæringsson ÍR) 104,7 28. Félagsprentsmiðjan (Sigurður Tómasson ÍR) 105,8 29. Vátryggingarfélagið h.f. (Elías Hergeirsson Á) 113,6 30. Ræsir h.f. (Rúnar SVindórss. ÍR) 116,5 31. Flugfélag íslands (Gísli Jóhannsson Á) 118,7 32. Timburv. Árna Jónssonar (Guðm. Jónss. Hverag ) 123,6 33. Herrabúðin (Leif Gíslason KR) 134,4 34. Trygging h.f. (Ragnar Elentínusson) 134,5 35. Davíð S. Jónsson & Co. (Ragnar Thorvalds. ÍR) 159,2 MYNDIN hér að ofan er af hin-1 um aldna dráttarbát Reykjavík-* 1 urhafnar, Magna, sem starfað hef, ur hér í höfnini s. 1. 27 ár. —' Magni var smíðaður í Hamborg ■ í Þýzkalandi árið 1920 og er 111 brúttó smál með 325 ha gufuvél. Hét hann þá Mina Schupp. Árið i 1928 fóru þeir utan Þórarinn Kristjánsson fyrrv. hafnarstjóri og Geir Sigurðsson skipstj. og festu kaup á bátnum f. h. Hafn- ■ arsjóðs. Þorvarður Björnsson yf- irhafnsögumaður sigldi honum j heim. Var hann þá skírður upp og gefið nafnið Magni. Síðan hef- ur Magni alia tíð verið notaður hér í höfuinni og bjargað mörg- um skipum frá því að stranda í námunda við Reykjavík. Var hann iðulega sendur til hafna úti á landi til þess að draga skip hingað til Reykjavíkur. Einnig hefur hann ætíð verið notaður til þess að brjóta ís þegar þörf hef- ur krafið Hefur Magni gegnt starfi sínu með mestu prýði og reynzt fyllilega eftir því, sem við var búizt af honum. Nú er hann orðinn gamall og hefur ekki haffærisskírteini nema fyrir takmarkað svæði í ná grenni Reykjavíkur. Nú fyrir nokkru var hleypt af stokkunum nýjum dráttarbát hér í höfninni og mun hann verða tilbúinn að taka til starfa með vorinu. Óráð- ið er enn hvað gert verður við Magna gamla. Skipstjórn á hon- um síðari árin hafa hafnsögu- menn annazt, til skiptis sína vik- una hver. (Ljósm. Har. Teits.) Sennilega eitthvnð í íæðinn ekkar sem framkallor krabbamein 24. 25. BEZT AÐ AUGLÝSA 1 MORGVNBLAÐUSV 4 ISÍÐASTA hefti Fréttabréfs um heilbrigðismál er skýrt frá skráningu krabbameinssjúklinga í Landsspítalanum á síðastl. ári. í spítalanum voru samtals skráð- ir 281 krabbamein, 160 konur og 121 karlar. Þetta er þó hvergi nærri heildartala, því að ekki hafa borizt tölur um skráð krabbamein í Landakotsspítala eða frá Akureyri. Þykir Frétta- bréfinu ekki of hátt að áætla skráningu krabbameins 1954 hafa farið yfir 300, ef allt kæmi fram, sem læknar vita um, og væru þá ótalin þau mein, sem þeir vita ekki um, sumpart vegna þess, að sjúklingarnir geta ekki þekkt öll krabbamein, vegna þess hve mörg þeirra eru falin og gefa lítil einkenni, segir blað- ið. STAÐFESTING FÆST Um skráningu þessa ritar rit- stjórinn, próf. Niels P. Dungal, allítarlega grein, og þar segir hann m. a.: Þessi skráning staðfestir það, sem áður var vitað, nl. að megin- þorri meinsemdanna er bundinn við tiltölulega fáa staði. Hjá karlmönnum er það fyrst og fremst maginn. sem verður fyrir barðinu á krabbameininu. Af þeim 121, sem skráðir eru með krabbamein, hafa 47 meinsemd- ina í maganum, eða 47%. í Eng- landi er krabbamein í lungum orðið algengara en í maga hjá karlmönnum og í endagörn er það þar álíka algengt og í maga. Hér eru skráð 7 mein í lungum og aðeins eitt í endagörn, Á ís- landi tekur maginn á sig svo að segja öll krabbamein meltingar- færanna, en víðast hvar annars staðar er skiptingin á milli ýmsra hluta meltingarfæranna jafnari, einkum þannig að meira kemur á ristil og endagorn. Sennilega er eitthvað í fæði okkar, sem fram- kallar krabbamein og verkar þegar það kemur ofan í magann, en klofnar eða leysist upp i maga og mjógirni, svo að það verkar yfirleitt hvorki á ristil né enda- görn. Konurnar sleppa sennilega betur vegna þess að þær borða minna. - segir Fréttabréf um heilbrigðismál við allpjgun á nær 300 krabbatilfellum Mikilsvert væri að vita hvað það er í fæði þjóðarinnar, sem slík hætta getur stafað frá, en um það verður ekkert fullyrt. í SVEITUM OG KAUPSTÖÐUM Þá gerir ritstjórinn samanburð á krabbameini í sveitum lands- ins og kaupstöðum, og þar segir m. a.: Á áratugnum 1940—49 höfum við reiknað út hve margir dóu úr krabbameini í maga af hverj- um 100 manns, sem lifandi voru samkvæmt manntalinu 1940 og voru fertugir og eldri. Það yfirlit lítur þannig út: sem heldur sig meira inni, og verða því fyrir meiru af því sem kann að vera krabbameinsert- andi í matnum. Ekki er vert að vera með neinar getgátur um hvað það kann að vera í fæði sveitafólksins, sem felur í sér krabbameinshættuna, eða hvort munurinn er eingöngu fólginn í því að karlmenn í sveit neyta meiri matar en karlmenn í kaup- stöðum og fá því frekar krabba- mein í magann. Ýmsir hafa illan bifur á steiktri feiti og steiktum mat yfirleitt, en naumast getur það verið orsökin hér, þar sem j sveitafæðið hefur miklu frekar I verið soðið en steikt, og oft ekki KRABBAMEIN I MAGA Fólksfjöldi Yfir 40 Dóu úr krabbame alls ára % i maga % Rvík: Karlar 17704 4776 27 97 2,0 — Konur 20564 6230 30,3 97 1,6 Sveit: Karlar 24707 7468 30,3 188 2,5 — Konur 22277 7870 35,3 95 1,2 Hér kemur fram það sama og skráningin sýnir, nl. að krabba- mein í maga gerir mest vart við sig hjá karlmönnum í sveit. Þeir borða mun meira en kvenfólkið, Sýslufumliir Sfcap- ur yf!r SAUÐÁRKRÓKI, 23. marz — Sýslufundur Skagafjarðarsýslu var settur kl. 13 í dag. Er búizt við að fundurinn standi þessa og næstu viku. Veður er milt og gott og er aðkomufólk farið að setja svip sinn á Sæíuvikuna. —Guðjón. einu sinni soðið, þar sem skyr, hræringur og mjólkurmatur, ásamt kjöti og fiski, hefur verið aðaluppistaðan í daglegu fæðj. En þó að fæðið hafi breytzt nokk- uð í seinni tíð, skiptir það ekki máli í þessu sambandi, því að við verðum að gera ráð fyrir því, að þau krabbamein, sem nú eru að koma fram, sé afleiðingin af fæðinu, sem neytt var fyrir 20— 30 árum síðan. Járnbrautir bana elgdýrum Oslo — Upp á síðkastið hafa járnbrautarlestir í Noregi banað meir en 100 elgdýrum. Þykja þetta vandræði. Elgirnir fælast í skógunum, þegar lestirnar nálg- ast og hlaupa snögglega út á teinana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.