Morgunblaðið - 25.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Hakon Stangerup — Finnland nútímans Áhlaupamaöurinn á skákboröi íinnskra stjórnmála FORSÆTISRÁÐHERRA Finn- lands, Urho Kekkonen, er maður andstæðnanna. Einmitt þess vegna á ágætlega við hann i'ð standa i fylkingarbrjósti þess 1 lands, er hefur mótað aðstöðu Finna sem einasta ríkis alger- lega innari áhrifasvæðis Rúss- lands, en er jafnframt frjálst, fullvalda, vestrænt lýðræðisríki. Urho Kekkonen er nú forsætis- ráðherra í 5. sinn eftir styrjald- arlok. Har.n er af tveimur, sem koma til greina við forsetakosn- ingarnar, er standa fyrir dyrum á næsta ári Hann er alls ráðandi í flokki sinum, bændaflokknum, og hafði þegar fyrir síðustu heims Styrjold verið ráðherra mörgum sinnum. Allt í embættisferli hans ber vott um persónuleika, sem stendur föstum fótum í miðdepli þjóðar sinnar og flokks síns og samt er U”ho Kekkonen eins mikil mótsetning við meðalmann- inn og hægt er að hugsa sé, svo langt frá því að vera samnefn- ari nafnlausra alþýðumanna og kjósenda. Hann er óalþýðlegur höfðingi, sem viðurkennir sér- lyndi sitt.Hann hefur ekki sigr- að með því að laga sig eftir öðrum, heldur með því, að neyða aðra til að viðurkenna sig. — Vopnin, sem hann hefir beitt eru: Hnittni, skop, kaldhæðni, leik- andi og stríðnisfullir vitsmunir, ögrandi sjálfstraust, er þess þurfti með Ekki sérlega snjall, hr. Mirabeau! hefir löngum ver- ið örlögþrungið orðatiltæki gáf- aðra stjórnmálamanna í öllum löndum, nokkurs konar ógnar- gríma, er gerði þeim kleift að taka á sig gervi úlfs í sauðar- gæru. Urho Kekkonen hefir ögr- að ekki aðeins með því að vera of snjall -- heldur einnig með því að vera sér þess meðvitandi. Háðsglott hans hefur gert and- stæðingana hans frávita af reiði, en það heíur ekki fælt flokks- bræður hans frá því að vera hon- um dyggilega fylgispakir. Hann er nú valdameiri í finnskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr. Svo valdamikill, að hann þarf ekki að óttast liðhlaup í flokki sínum, er hann gerir þau snöggu óvæntu áhlaup, sem hon- um eru eiginleg. * ÁHLAUPAMABURINN FINNSKUM STJÓRNMÁLUM Því að hann er áhlaupamaður- inn — riddarinn — á tafl- borði finnskra stjórnmála. — Leið hans er óræð gáta. Hann tvínónar ekki við eitt hliðarspor, ef það er skil- yrði fyrir því, að geta tekið tvö skref fram á við. Já, jafn- vel tvö hliðarspor mundu ekki halda íyrir honum vöku. — Hann sefur yfirleitt mjög vel, ánægður með sjálfan sig, en það he!ar hann fulla ástæðu til að vera, er hann lítur yfir farinn veg og metur aðstæð- ur líðandi stundar. Urho Kekkonen ec formaður þess flokks, er aflar nýrra þing- manna og lgósenda nær eingöngu úr liði hialeigubænda og smá- bænda, flokkurinn á engu fylgi að fagna borgunum. Næstur honum innan flokksins gengur hinn þrekni, hnellni, Kyösti Kallio, sem á rætur sínar í finnskri mold, stjórnmálamaður uppalinn meðal kjósenda sinna. Þeir eru eins ólíkir og gerst getur. Hann er grannur og glæsi- legur, áberandi spjátrungslegur í klæðaburði og framkomu, heims maður. Er hann tók undir sig „stökk“ út í stjórnmálin, hafði hann áður iðkað þá íþiótt og varð tviáVar finnskur methafi í lang- og hástökki. Þar að auki er hann háskólagerginn, ekki aðeins lög fræðingur heldur fékk hann einn ig doktonnafnbót fyrir mark verða ritgerð. Engan skyldi undra, að óvinir hans og smeykir Rætt viö Kekkonen forsætisráöherra um stefnu Finnlands i innanrikis- og utanrikismálum og einkum rætt um afstöö- una til Rússlands og Noröurlanda andstæðingar innan flokks hans kalla hann „asfaltbóndann". Þessi „asfaltbóni'" hefir komið á aga innan flokks síns með harðri hendi og gert hann bezt skipu- lagða og íraustasta stjórnmála- flokk Finr.a. Kommúnistar hafa reynt að útbreiða áhrif sín í Finnlandi með skipulagðri ,cellu‘ starfsemi Jæja Kekkonen hefur sett á laggirnar samsvarandi „cellu“-ke’fi, „Cellur" bænda- flokksins, :nenn og konur, eru fengin til Helsirgfors, þjálfuð og send heim í hrepp sinn, sem póli- tískir framheriar lýðræðislega bændaflokksins. í nokkrum hér- uðum Norður-Finnlands eru bændaflokkurinn og kommúnist- ar allt að því einir um stjórn- málabaráttuna Sveitir Kekkon- ens eru ekki verr vígbúnar. ★ SAGAN ER RITUÐ AF SIGURVLGURUNUM Kekkonen hefur sjálfur skap- að stöðu sína, sem er auðvitað eins og öll mannanna verk, háð rás stórviðburðanna. — Hefðu reikningsskil Rússlands og Þýzlalands fengið annan endi, væri Kekkonen ekki for- sætisráðherra nú. Það var gæfa Finnlands í óförum þess að aðrir menn vorit reiðubún- ir að taica við af þeim stjórn- málamönnum, er stýru ríkis- skútunni á styrjaldarárunum og voru hliðhollir Þjóðverj- um. Finnskir föðurlandsvinir, er kunnu að aka seglum eftir vindi. En sigurvegararnir rita söguna, og Kekkonen var einn sigurvegaranna — í óförun- um. Sem innanríkisráðherra á síð- ari hluta fjórða tugs aldarinnar banaði hann blöð og tímarit fylgjandi fascistum, og varð höf- uðfjandmaður öfgafullraráróðurs starfsemi þeirra. Á styrjaldarár- unum lét hann lítið á sér bæra, spyrnti við fótum innan síns eigin flokks, svo að oft kom til gustmikilla átaka. Þar af leið- andi var hann að stríðinu loknu „óháður“ og gat vikið við og stýrt stefnu Finna í Rússlands- málunum. Hann studdi Paasiki- vi-línuna, áður en hún var við- urkennd. Forsetinn bar sér- stakt traust til hans. í hinu görotta stjórnmála- KEKKONEN: „. . . Finnar hafa ósvikinn, lifandi áhuga fyrir nor- rænni samvinnu, en í norrænni samvinnu skiptir mestu máli sá hugur, er að halci hýr en ekki formsatriðin . . vafstri eftirstríðsáranna, var hann ekki' smeykur við að vera bendlaður við ýmiss atriði á stefnuskrá kommúnista, né held- ur forðaðist hann persónuleg samskipti við þá, t. d. Herthu Kuusinen og mann hennar, fyrr- verandi kommúniska innanríkis- ráðherrann, Leino. Oft sætti hann aðkasti fyrir þetta, en Kek- konen er of háll til að sitja fastur í faðmlögum kommúnista. Af værum blundi vöknuðu komm- únistar upp við þann draum, að Kekkonen rændi þá kjósendum á örlagastundu — árið 1948 — barðist hann gegn þeim af hörku mikilli. Vináttan, bæði á stjórn- málasviðinu og í einkalífi, hefir nú kólnað — talsvert niður fyrir frostmark. Kommúnistar álíta Kekkonen hættulegastan allra þeirra andstæðinga, er berjast gegn hinum innifrosna flokki þeirri og stefnu, * LEPPUR RÚSSA EÐA FÖÐURLANDSVINUR í öllu vufstrinu, ei skapaðist um finnsk-rússneska vináttusamn inginn, tók Kekkonen frá upp- hafi þá aístöðu, að nauðsynlegt væri að fallast á vináttutilboðið. Hann áleit sitt hlutverk vera, að búa sem tryggilegast um hnút- ana í samuingi þessum. Þingið fylgdi fordæmi hans — þó síðar væri. Hann tók sjálfur þátt í samningaviðræðunum í Moskvu og að Paasikivi undanskildum, var hann sá Finni, er bezt kunni : að semja við Moskvu-búa með | þeirra eigni aðferðum Það liggur í augum uppi, að í harðri stjárnmálabaráttu innan- lands og i hættulegri aðstöðu, er gefur tilefni til orðróms Og dylgja, vekur óvænt og oft lítt skiljanleg stefna áhlaupamanns- ins grunsemdir. Grunsemdirnar vaxa í hlutfalli við fjarlægðina. Víða erlendis hefur Kekkonen verið kall&ður leppur Rússa. Nótt eftir nótt hefi ég setið og rætt i í trúnaði við finnska ntjórumála- menn, m. a menn, er óska Kekk- onen sjálfum og stefnu hans út í hafsauga. En enginn hefur dreg- ið þjóðrækni hans í efa. .Jafnvel þeir menn, er hann hefir sært dýpst með hæðni sinni og lítil- læti höfðingians og menntamanns ins, segja um hann, að hann sé' dyggur föðurlandsvinur. Hann er, segja óvinir hans . . . og síðan kemur dýrleg runa fúkyrða allt eftir skaplyndi og persónuleik ræðumanns . . . en alltaf bæta þeir við: Hann er góður Finni. Sjálfur myndi hann tæpast krefj- ast meira sér til handa. ★ RAUD GRÆNT FYI.KING- ARBRJÓST Fyrsta ráðuneyti Kekkonens var minniihlutastj órn, skipuð fulltrúum bændaflokksins, sænska flekksins og framsókn- arflokksins, jafnaðarmannaflokks ins, sænska flokksins og fram- sóknarflokksins, í þriðju stjórn hans sátu sjö bændaflokksmenn, sjö jafniðarmenn, tveir úr sænska flokknum auk þriggja ráðherra frá stéttarfélögum. Nú- verandi stjórn hans er skipuð fulltrúum hændaflokksins og jafn aðarmanna, rauð-græn sam- steypustjórn. Að áliðnum degi sit ég í stjórn- arráðinu i Helsingfors og ræði við Kekkonen forsætisráðherra. Með ráðuneyti hans í huga kem- ur fyrsta spurningin af sjálfu sér: — HvoN er meirihluta- aða minnihlutastjórn heppilegri fyr- Þinghúsið í Helsingfors er ein fegursta bygging á Norðurlöndum. ir Finnland, herra forsætisráð- herra? Kekkonen svarar: Vegna þeirrar afstöðu, sem Finnland hefir tekið, er það að mínu. áliti mjög mikilsvert, að for- ustan sé í höndum meirihluta stjórnar. Síðan styrjöldinni lauk, höfum við haft minni hlutastjórnir, bæði á veguwi jafnaðai-manna og borgara- flokkanna, en það hefur ekld gefið sérlega góða raun. Vel má vera, að stærri lönd ©g þjóðir, er búa á friðsamari svæðum hafi efni á sífelldum stjórnarskiptum, en - hvað Finnlandi viðvíkur er ég ein- dregið þeirrar skoðunar, að aðstaða okkar og stjórnmála- sambönd útheimti stjórn, er unnið getur með langsýnni forsjá, og hefur að bakhjarli meirihluta þjóðþingsins. — Stjórnmálaþróunin hefur tekið þá stefnu hjá okkur, að meiiri hluta samsteypustjórn er hægt að mynt’a með samvinnu milli borgaraiegu flokkanna eða með sérstöku samkomulagi bændaUokksins og jafnaðar- manna. ★ MÖGITLEIKAR Á SAM- STEYPUSTJÓRN BORGARA- LEGU FLOKKANNA? — Hvers vegna hefur borgara- legu flokkunum, sem hafa meiri hluta í þinginu, ekki tekizt að hafa með sér stjórnarsamvinnu? — Okkar flokkur hefur hvað eftir annað frá árinu 1949 leit- að fyrir sér um slíka samvinnu, en flokkana hefur greint svo mjög á <nnkum bændaflokkjnn og íhaldsflokkinn, að þetta hef- ur ekki náð fram að ganga. —. Skoðanamismunur þessi á rætur sínar að rekja 20 ár aftur í tím- ann til þe>ra aðstæðana, er þá ríktu, margir stjórnmálamenn bændaflokksins eru frá fornu fari andstæðingar íhaldsflokks- ins, og persónúlegt vantraust for ustumanna þessara tveggja flokka í garð hvors annars hefir síður en svo sjatnað eftir styrj- öldina, en bændaflokkurinn hef- ur borið að mestu ábyrgð á skipulagðri stefnu Paasikivis forseta í atanríkismálum. ★ FER SAMVINNAN ÚT UM ÞÚFUR, EÐA DUGIR HÚN? — Er bað ekki örðugleikum bundið að samræma stjórnar- stefnu jafnaðarmanna og borg- aralegs flokks? — Auðvitað eru áberandi mót- setningar í hugsjónum og efna- hagsmálastefnu bændaflokksins og jafnaðarmanna. Því meir. er jafnaðarmannaflokkurinn ger- ist mállsvnri iðnaðarmanna ein- göngu og hættir að vera fulltrúi fyrir sveitirnar—þróunin virðist vera í þá átt — því fleiri mót- setningar koma fram í málum þeim, er bændaflokkurinn og jafnaðarmerin hafa á stefnuskrám sínum. En bændaflokkurinn okk- ar leitar meiri stuðnings leigu- liða og landbúnaðarverkamanna en bændaflokkar gera yfirleitt. Svo að dæmi sé nefnt, í Norður- Finnlandi, er meðalstærð hjá- leiguj arða 4,6 ha. At 27 þing- mönnum þessa landshluta eru 12 úr bændaflokknum, 3 jafnaðar- menn, 3 úi hægri flokknum, en aftur á móti 9 komra únistar. ___ Bændaflokkurinn neyðist til að beita sér sérstaklega gegn komm- unistaflokknum, er leitar sér einkum liðsauka meðpl þegnanna sem eru fjárhagslega illa stæðir. ★ EF TIl VILL DUGIR ST J ÓRN ARS AMVINNAN TIL ÁKSINS 1958 Kekkonen forsætisráðherra heldur áfram: — Stjórnarskútan strandaði, þegar bændaflokkurinn og jafn- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.