Morgunblaðið - 30.03.1955, Page 2

Morgunblaðið - 30.03.1955, Page 2
2 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 30. marz 1955 — Húsnœðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar Pramh. af bls. 1 $»da fylgir frumvarpinu allýtar- leg greinargerð frá þessari nefnd um húsnæðismálin almennt. Skal hér skýrt frá nokkrum atriðum "úr áliti nefndarinnar. ÁSTANDIÐ í HÚSNÆÐISMÁL- UNIJM í>að eru einkum fjögur atriði, sem einkenna ástandið í bygg- ingarmálunum. __1.) Talsverður húsnæðisskortur xíkir. 2) Geysimikið húsnæði er í byggingu. 3) Mikið skipulagsleysi er rikj- andi í byggingariðnaðinum. Oft tefjast framkvæmdir, vegna þess að byggingarvörur eru ekki til, þegar þeirra þarf með. 4) Ekkert almennt veðlána- i,erfj er til, þannig að menn geta «kki fengið hæfileg lán til að byggja íbúðir eða kaupa. Néfndin taldi það ljóst af hin- •um miklu húsbyggingum sem hér ^iga sér stað, að fjármagnið er til, að þjóðin hefur efni á að byggja nægilegt húsnæði. Lausn lánsfjármálanna er því fyrst og íremst skipulagsatriði. Það þarf að tryggja það að menn geti fengið hæfilegt iánsfé út á 1. veð- xétt íbúða, þannig að þeir geti eignazt íbúð eða íbúðarhús, sem þeir hafa efni á að greiða fyrir af tekjum sínum á löngu tímabili. 3>AÐ VANTAR LÁNSFÉ TIL LANGS TÍMA í flestum tilfellum, þar sem húsnæði vantar, er um fólk að ræða, sem getur greitt af tekj- um sínum, sem svarar húsa- leigu af nýju húsnæði. Þetta fplk gæti einnig greitt upp íbúðarlán á löngum tíma. Það sem vantar er þá fjár- magn, sem hægt sé að festa til langs tíma, en ekki það að almenningur yfirleitt þurfi neinn styrk. í nokkrum til- fellum kemur þó til mála að taka tillit til félagslegra sjón- armiða, t. d. þar sem barn- margar fjölskyldur eiga í hlut, eða um er að ræða herskála- búa. En um þetta eru gerðar sérstakar tillögur. Nefndin rekur nokkuð í áliti eínu hvaða ástæður liggja að baki húsnæðisvandamálinu. FJÖLGUN ÞJÓÐARINNAR Þjóðinni fjölgar geysiört. Fyrir stríð fjölgaði henni um allt að 1% á ári en nú allt að 2%. Er það sennilega allra mesta fjölgun í allri Vestur-Evrópu. ... Árið 1949 voru ný hjónabönd 1077 og árið 1950 voru þau 1217. Má reikna með um 1100 hjóna- böndum á ári. Hins vegar losnar árlega nokk- nrt húsnæði vegna dauðsfalla eða svipaðra orsaka, hjónaskilnaðar o. fl. Er talið að þannig losni árlega um 500 íbúðir. Skv. þessu ætti því að þurfa árlega vegna fólksfjölgunar a. m. k. 600 íbúðir. HÚSNÆÐI VEGNA TILFLUTNINGA FÓLKS Nákvæmar upplýsingar um bústaðaferli innanlands eru ekki tíl enn sem komið er, þótt skýrslugerð um þetta efni séu bafnar. En það er ljóst að í sum- um sveitum fækkar fólki meðan því fjölgar óeðlilega annars stað- ar. Þarf þá nýtt húsnæði fyrir það fólk sem flytur búferlum. Telur nefndin varlegt að áætla að vegna búferlaflutninga þurfi um '100 nýjar íbúðir á ári. HÚSNÆÐI GENGUR ÚR SÉR Á undanförnum árum hefur mikið af gömlu húsnæði gengið úr sér og horfið úr notkun. — Þessari endurnýjun hins gamla liúsnæðis er enn ekki lokið. Verð- ur að áætla að nokkurrar endur- nýjunar sé þörf, sennilega um 100 jíbúðir á ári að meðaltali. ÚTRÝMING HERSKÁLA Rík nauðsyn er til að útrýma herskálunum. Þeir eru yfirleitt mjög lélegt húsnæði og ekki hægt að sætta sig við þá til lengdar. Er áætlað að vegna þeirra þurfi alls um 500 íbúðir. Alger útrýming þeirra á 5 árum verður að teljast viðunandi lausn, en það þýðir að þörfin fyrir nýj- ar íbúðir eykst um 100 íbúðir á ári. ÍBÚÐARHÚS í BYGGINGU Nefndin rannsakaði tölu íbúða í byggingu á fyrri hluta ársins 1954. Hér fer á eftir tala íbúða í byggingu á þeim tíma. Á byggingarsvæði Reykjavík- ur, þ. e. Reykjavík, Kópavogs- hreppi og Seltjarnarnesi voru 1138 íbúðir í smíðum. Á Faxaflóasvæðinu þ. e. Kefla- vík og Suðurnes, Hafnarfjörður og Akranes voru 387 íbúðir í smíðum. í Vestmannaeyjum 108 íbúðir, á Akureyri 60, Selfossi 32, Húsa- vík 16 og í 39 öðrum kaupstöð- um og kauptúnum samtals 172 íbúðir. í sveitum voru 339 hús í smíðum. Samkvæmt þessu voru alls 2252 hús í smíðum á öllu landinu. m Hér verður skýrt nánar frá helztu atriðum hins nýja frum- varps, en það er byggt að mestu á rannsóknum húsnæðisnefndar- innar. HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN Ákveðið er í 1. gr. frum- varpsins að setja á stofn hús- næðismálastjórn. í henni skulu sitja þrír menn sem ríkis- stjórnin skipar til sex ára i senn. Tilætlunin með þessu er að koma á betri skipulagningu í hús- byggingum og vinna að margs- konar umbótum. Er lagt til að komið verði á fót leiðbeiningar- stofnun fyrir þá sem byggja. Á þessu sviði er mikið verk að vinna. Það má t. d. heita undan- tekning, ef gluggar í tveim hús- um eru eins. Hvert fyrirtæki, sem framleiðir holstein er með sína sérstöku gerð af steinum. Hurðir eru af öllum mögulegum stærð- um og gerðum. Þannig mætti lengi telja. En vegna ósamræm- isins er miklum verðmætum sóað að ástæðulausu, segir í áliti nefnd arinnar. Ætlazt er til að húsnæðis- málastjórnin gangist fyrir tæknirannsóknum og kynn- ingu nýjunga í byggingaiðn- aði. Að hún beiti sér fyrir útvegun hagkvæmra íbúðateikninga og beiti sér fyrir endurskoðun bygg- ingasamþykkta, þar sem þess þykir þörf. í greinargerð er bent á, að það væri þarft verk að gæði og eiginleikar mismunandi bygg- ingarefna séu vísindalega rann- sökuð og að ákvæði verði sett um gæði og gerð alls byggingaefnis. Einnig yrðu ákveðnar stærðir á i) msum íbúðarhlutum og yrði öllum ráðlagt að kaupa og nota aðeins þessar tilteknu stærðir. Þegar stofnunin beitir sér fyrir útvegun teikninga yrðu þær mið- aðar við þessar viðurkenndu stærðir. STOFNAÐ VEÐLÁNAKERFI En þýðingarmesta verkefni liúsnæðismálastjórnar er þó að hún mun ásamt veðdeild Landsbanka íslands, stjórna víðtæku veðlánakerfi til íbúða bygginga. En með því er ætl- unin að bæta úr þeim mikla og erfiða lánsfjárskorti sem ríkt hefur á þessu sviði. HVERNIG VERÐUR FJÁR AFLAÐ TIL VEÐLÁNA Veðdeild Landsbanka íslands skal vera heimilt að gefa út banka vaxtabréf, samt.als allt að 200 millj. kr. og hefur bankinn heit- ið að tryggja sölu á 44 millj. kr. á tveimur árum 1955 og 1956. Um þetta segir í greinargerð- inni, m. a.: „Sökum þess hve húsnæðis- málið er þýðingarmikið, álítur nefndin, að sparifé þjóðarinn- ar eigi að notast til þess að leysa það mál. Telur nefndin, að húsnæðisþörfin sé svo brýn og varanleg, að íbúðabygging- ar eigi að hafa forgangsrétt til nokkurs hluta sparifjárins. Um leið vill nefndin benda á það, að ávöxtun fjárins á þenn an hátt er mjög trygg. I flest- um löndum lána þær stofn- anir, sem taka við sparifé al- mennings, fyrst og fremst til ibúðabygginga. ÓVIÐUNANDI HVE SPARI- SJÓÐSFÉNU ER LÍTIÐ BEINT TIL ÍBÚÐALÁNA Hér á landi hefur sá siður ekki skapazt hjá bönkunum, en hins vegar munu sparisjóðir yfirleitt lána talsvert af fé sínu til íbúða- bygginga. Nefndin telur þetta ó- viðunandi ástand. Reynslan er sú, hér sem annars staðar, að mikið af íbúðabygg- ingum fer fram á þann hátt, að þær eru greiddar með lánsfé. En meginhluti hinnar miklu lána- starfsemi, sem rekin er í sam- bandi við íbúðabyggingar, fer fram utan peningastofnana bjóð- arinnar, og verður að telja það óheilbrigt ástand. Einn helzti tilgangurinn með tillögum nefndarinnar er sá að flytja þessa miklu lána- starfsemi sem mest inn í pen- ingastofnanirnar. Nefndinni er að sjálfsögðu Ijóst, að þótt nokkrir aðilar, sem áður hafa ekki lánað til íbúðabygginga að ráði, tækju nú að lána á kerfisbundinn hátt til íbúða- bygginga, nægir það út af fyr ir sig ekki til þess að binda endi á þessa umræddu lána- , starfsemi, sem fram fer utan peningastofnananna. SPARISJÓÐIR HAFA LÁNAÐ Þeir aðilar, sem fyrst og fremst taka við sparifé landsmanna, eru sparisjóðsdeildir Landsbankans og Búnaðarbankans, Útvegsbank- inn og Iðnaðarbankinn, og svo útibú þessara banka. Þá taka og sparisjóðir við sparifé lands- manna, en þeir lána þegar til íbúðabygginga, og ætti því að vera auðvelt fyrir þá að verða þáttur í því kerfi, sem nefndin hugsar sér að komið verði á fót.“ Er gert ráð fyrir að spari- sjóðir og lífeyrissjóðir haldi áfram samsvarandi íbúðahúsa- lánum og verið hefur. En til viðbótar kemur að ríkisstjórnin hlutast til um að opinber tryggingarfélög kaupi verðbréf fyrir 4 millj. kr. sem þá rennur inn í veðlánakerfið. Bankavaxtabréfin eru með rík- isábyrgð og skulu vera tvenns- konar. A. flokkur verði með föst- um vöxtum og afborgunum, en hinn hlutinn B-flokkur, sem þó má ekki nema yfir 40 millj. kr. verði með vísitölukjörum, þannig að binda má greiðslur afborg- ana og vaxta vísitölu framfærslu kostnaðar. Veðdeildin skal hafa heimild til að taka erlend lán til íbúðabygg- inea eftir tillögum húsnæðis- málastjórnar, enda komi leyfi ríkisstjórnarinnar til. hvaða reglur gilda UM ÚTLÁN Lánin veitast aðeins til bygg ingar íbúða, meiriháttar við- bygginga eða kaupa á nýjum íbúðum. Þau skulu greidd lán- takendum í peningum. Þó skal heimilt að greiða lánin í banka vaxtabréfum, ef lántakandi er því samþykkur. En samkvæmt þessu koma ekki til greina íbúðir, sem teknar hafa verið í notkun, þegar lög þessi öðlast gildi. Það er heimilt skv. frumvarp- inu, að lánin komi til útborgun- ar í hlú.tfalli við það hversu langt er komið byggingu húsnæðis, eftir því sem nánar verður ákveð- ið í reglugerð. Ef byggingarfélag er lántak- andi, skal láninu skipt, að bygg- ingu lokinni á hlutaðeigandi íbúð- ir. LÁNAUPPHÆÐ Upphæð lánanna má nema allt að % hlutum verðmætis íbúðar skv. mati trúnaðar- manna veðdeildar. Þó má lán- ið ekki nema meiru en 100 þús. kr. á hverja íbúð. Ef fleiri íbúðir eru í sama húsi, má lána út á hverja íbúð fyrir sig. Að jafnaði skal haga lánum sem hér segir: Lán til hverrar íbúðar skal að jafnaði vera í tvennu lagi, A-lán og B-Ián. Venjulega skal A-lán eigi vera lægra en 50 þús. kr. og B-lán eigi lægra en 20 þús. kr. Þeir sem einu sinni hafa fengið A-lán skulu eiga rétt á að fá B-lán. A-lánin skulu tryggð með 1, veðrétti en B-lánin með fyrsta samhliða veðrétti eða öðrum veðrétti í hlutaðeigandi íbúð. A-lánin skulu vera jafn- greiðslulán með 7% ársvöxt- um til allt að 25 ára og skulu greiðslurnar inntar af hendi mánaðarlega, en það þýðir að af 100 þús. kr. láni yrði mán- aðargreiðsla kr. 706.00. Er það þýðingarmikið framkvæmdar- atriði, að vextir og afborganir greiðist í einu lagi mánaðar- lega. Flest fólk fær laun greidd vikulega eða mánaðar- lega. Greiðsla þarf að vera sem líkust húsaleigu og innt af hcndi af tekjum jafnóðum og þær berast. B-Iánin skulu vera með hlið stæðum kjörum og vísitölu- bundin verðbréf. FÉLÖG FÁ LÁN — SEM FÆRAST Á EINSTAKLINGA Heimilt skal vera að lána bygg- ingarsjóði og Byggingarsjóði verkamanna af fé því, sem veð- deild Landsbanka íslands hefur til útlána. Slík lán skulu veitt sem A-lán og B-lán. En tilgang- urinn með veðlánunum er fyrst og fremst sá að greiða fyrir ein- staklingum, sem vilja byggja yf- ir sig. Eélög eða önnur samtök fá þessi lán, með því skilyrði, að lánin færist með óbreyttum skilmálum yfir á kaupendur íbúðanna, þegar þær eru afhent- ar þeim til eignar. Húsnæðismálastjórnin ákveð- ur hverjum veita skuli A-lán- in úr veðdeildinni. Þó skulu sparisjóðir þeir eða lífeyrissjóðir, er kaupa vaxta- bréf deildarinnar hafa ákvörð- unarrétt um það, hverjir fái til- svarandi lán. Virðist það hvatn- ing sparisjóðum og lífeyrissjóð- um til að kaupa bankavaxtabréf- in. Má í þessu sambandi og benda á það, að bankavaxtabréfin eru með rikisábyrgð og áhætta og fyrirhöfn minni fyrir sparisjóð- ina, heldur en þegar um er að ræða lánveitingar til einstaklinga beint. SAMKEPPNI UM HAGKVÆMAR ÍBÚÐIR Athyglisvert nýmæli er í frumvarpinu, sem miðar að því að Iækka byggingarkostn- að. Getur húsnæðismálastjórn látið fara fram samkeppni um byggingu hagkvæmra íbúða og lána þeim, sem tekið gætu að sér að byggja flestar hag- kvæmar íbúðir af ákveðinni meðalstærð fyrir tiltekna upp- hæð. Byggingarkostnaður hefur ver- ið æði misjafn í landinu. Er eðli- legt, að þeir sem skara fram úr á sviði húsbygginga njóti þess á einn eða annan hátt. Það er ekki aðeins siðferðilega rétt að verð- launa dugnað einstaklinga og fé- laga, heldur er það og þjóðhags- lega hagkvæmt að þeir byggi sem mest sem byggja ódýrast, svo framarlega sem þeir fullnægja þeim gæðakröfum, sem gera ver3 ur til íbúðarhúsa. Af þessum ástæðum er eðlilegt að erlend lán, sem kynnu að verða tekin verði boðin út sem samkeppnislán og hljóti þau þeir aðilar, sem leggja fram teikning- ar og bindandi tilboð um að byggja hagkvæmustu íbúðirnar. Væri hægt að gefa byggingarfé- lögum og einstaklingum kost á að taka þátt í samkeppninni um lánin. Við þetta mundi m. a. vinnast tvennt: Fyrst það að meira yrði byggt af smáum hagkvæmum íbúðum og svo það að bygginga- kostnaður myndi sennilega lækka nokkuð á þeim íbúðum, sem byggðar yrðu fyrir þetta erlenda fé. SAMNINGSBUNDINN SPARNAÐUR Enn er það nýmæli í frumvarp- inu, að húsnæðismálastjórn skal beita sér fyrir því, að innláns- stofnanir komi á fót samnings- bundnum sparnaði til íbúðarbygg inga eða kaupa á íbúðum. Skal heimilt að láta þá, sem taka þátt í slíkum sparnaðarsamningum, sitja fyrir um íbúðarlán. ÚTRÝMING HEILSUSPILL- ! ANDI HÚSNÆÐIS Þá eru að lokum í frumvarp- inu ákvæði um útrýmingu heilsu spillandi íbúða. Skal húsnæðis- málstjórnin vera aðili af hálfu ríkisvaldsins að slíkum ráðstöf- unum. Skulu bæjar og hrepps- félög, sem ákveðið hafa að gera ráðstafanir til útrýmingar heilsu- spillandi ibúðum senda húsnæðis málastjórr. áætlanir sínar og rök- studdar gremargerðir fyrir þeim. Það er ætlazt til þess í frum- varpinu að íbúðir, sem byggðar eru í því skyni að útrýma heilsu- spillandi íbúðum, skuli njóta lána samkv. ákvæðunum um veð- lánakerfið Þá er ákvæði um það, að ef sveitarfélag leggur fram fé til íbúðarbygginga í því skyni að útrýma heilsuspillandi ibúð- um, annað hvort sem óaftur- kræft framlag eða lán, skal ríkissjóður þá leggja fram jafn háa fjárhæð á móti, allt að 3 millj. kr. á ári næstu 5 árin, að því tilskyldu að sveitarfé- lagið sjái um, að hið ónothæfa húsnæði verði tekið úr notkun, enda greiðir ríkissjóður ekki framlag sitt fyrr en þvi ákvæði er fullnægt. ★ Þegar almennu veðlánakerfi hefur verið komið á fót hér á landi, má vænta þess, að auðveldara verði að útrýma heilsuspillandi húsnæði. En það er þó ekki talið nóg, held- ur þarf að gera sérstakar ráð- stafanir, scm eru fólgnar 1 því, að ríkisvaldið og sveitar- félög leggi fram nokkurt fé í þessu skyni. Það er talið nauðsynlegt, að setja það skilyrði, að heilsu- spillandi húsnæði, sem losnar, sé í raun og veru tekið úr notkun. Hefur það viljað við brenna, að hinu ónotaða hús- næði sé haldið í notkun eftir sem áður þátt byggt sé í því skyni að útrýma því. Fékk 9 mattðdora KEFLAVÍK, 29. marz: — Fyrir nokkru vildi það til hér, er menn voru að spila lomber, að einn spilamannanna, Magnús Jónsson bílstjóri, fékk 9 mattadora í hjarta á hendi. Er þetta einstæð tilviljun, líkt og er menn fá heil- an lit í bridge. — Hinir spila- mennirnir voru þeir Valgeir Jóns- son og Ari Árnason. — Ingvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.