Morgunblaðið - 30.03.1955, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. marz 1955
Höfum ávallt
ullar- oy bómullarteppi
gólfmottur, gólfteppafilt og ennfremur hina við-
urkenndu íslenzku dregla og gólfteppi
frá VEFARINN H.F.
Teppabúðin
INGOLFSSTRÆTI 3.
Brunatryggingar og barátta
efiir Stefán Jóh. Stefánsson forstj. Brunabótafélags Islands
Vandað hús
3 herbergi og eldhús er TIL SÖLU og brottflutnings.
Lóð á góðum stað getur fylgt. — Skipti á nýjum eða
nýlegum bíl möguleg. Tilboð sendist Mbl. fynr fimmtu-
dagskvöld merkt: „Hagkvæm skipti“
Skrifstofuhúsnœði
Til leigu 260 feim. fyrsta flokks skrifstofuhúsnæði við
Miðbæinn. Leigist í einstökum herbergjum eða allt í
einu. — Lysthafendur leggi nöfn inn á afgr. Mbl. fyrir
fimmtudagskvöld, merkt: „Moderne — 837“.
MýSenduvöruverzlun
Til sölu er nýlenduvöruverzlun á góðum stað við Mið-
bæinn. — Tilboð óskast, er tilgreini útborgun. Leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir 1. apríl, merkt: „Nýlenduvöru-
verzlun — 834“.
LAUS STAÐA
Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða byggingaverk-
fræðing til að gegna starfi byggingafulltrúa og ýmsum
öðrum störfum í þágu bæjarins. — Umsóknir, ásamt
skilríkjum og upplýsingum um fyrri störf, sendist undir-
rituðum fyrir 1. maí n. k. Staðan veitist frá 1. júní.
Akranesi, 28. marz 1955.
Bæjarst.ióri.
Bókhald — Uppgjör
i
Vanur bókhaldari tekur að sér að sjá um bókhald,
endurskoðun, uppgjör og framtöl fyrir stærri og smærri
fyrirtæki. Vönduð vínna og ábyggileg. — Tilboð sendist
blaðinu merkt: „Trúnaður — 835“.
Hús til sölu ö Akranesi
Húsið Efstibær á Akranesi, járnklætt timburhús á
steyptum kjallara, er til sölu og laust til íbúðar 14. maí
n. k. — Nánari uppl. veitir
Valgarður Kristjánsson, lögfræðingur
Akranesi, sími 398.
H úsgagnasmiðir
óskast. — Upplýsingar í síma 82260
ÍBIJÐ ÓSKAST
Sölustjóri hjá góðu heildsölufyrirtæki óskar eftir 1
eða 2 herbergjum og eldhúsi nú þegar eða 14. maí.
Þrennt í heimili. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardags-
kvöid merkt: „Hagkvæmt“ —850.
FRAMKVÆMDASTJORI Sam-
vinnutrygginga, hr. Jón Ól-
afsson, hefir ritað all langa grein
í Tímann 19. þ. m., um bruna-
tryggingar húsa utan Reykjavík-
ur. Verður framkvæmdastjóran-
um þar tíðrætt um Brunabóta-
félag íslands og verður ekki hjá
því komizt að minnast nokkuð
á grein þessa.
Hr. Jón Ólafsson kvartar und-
an því í upphafi greinar sinnar,
að hafðar hefðu verið uppi
„dylgjur i garð Samvinnutrygg-
inga.“ En svo undarlega ber þó
við að þegar að umkvörtunum
þessum sleppir, fer í grein fram-
kvæmdastjórans að örla eigi all-
lítið á dylgjum og ádeilum í garð
Brunabótafélags Islands. En það
er þó ekki ætlun mín né tilgang-
ur með þessum línum að hefja
' deilur og árásir. Samvinnutrygg-
' ingar eru sennilega rösklega rek-
ið fyrirtæki, sem sízt hefir sofið
nokkrum þyrnirósa svefni, frek-
ar gengið berserksgang. Og ekki
vil ég heldur mótmæla því að
þetta tryggingarfélag muni um
það hugsa, að þjónusta þess við
þjóðina geti orðið sem hagstæð-
ust fyrir hana. En það er þó ekki
þar með útilokað, að önnur félög,
sem fást við vátryggingar, telji
það einnig hlutverk sitt og vinni
að því, eftir því sem kostur er
i að veita viðskiptavinum og þjóð-
arheildinni svo fullkomna þjón-
ustu, sem aðstæður frekast leyfa.
Og þá er ég kominn að því, sem
grein framkvæmdastjóra Sam-
vinnutrygginga gaf mér efni til,
en það er að draga fram nokkr-
ar staðreyndir um starfsemi
Brunabótafélags íslands, sem eru
talsvert á annan veg en hr. Jón
Ólafsson vill vera láta í grein
' sinni.
Frá upphafi hefir Brunabóta-
félag íslands að því unnið
a 3 auka og efla brunavarnir
með það fyrir augum að
auka öryggi og lækka trygg-
ingariðgjöld, og
a 3 safna hæfilegum varasjóði
til þess að geta mætt skakka-
föllum og þar með boðið sem
bezt og hagkvæmust trygg-
ingarkjör.
Það er ekki ofmælt þó sagt sé
að brunavarnir utan Reykjavíkur
hafa verið stórlega bættar síð-
ustu áratugina og raunar þá fyr-
ir alvöru fyrst framkvæmdar og
að verulegu leyti með atbeina og
aðstoð B. í., í samvinnu við
Brunavarnaeftirlit ríkisins. 1
þessu skyni hefir B. 1. varið
hundruðum þúsunda á ári úr
sjóðum sínum bæði til reksturs
brunavarnaeftirlits og með út-
vegun ódýrra og hentugra
slökkvitækja og síðast en ekki
sízt með mjög hagstæðum lán-
um til bæja- og sveitafélaga. B. f.
hefir og tekizt að safna sér hæfi-
legum varasjóði, með hagkvæm-
um og ódýrum rekstri undanfar-
inna áratuga.
Þetta allt hefir leitt til þess
að byrjað var á því fyrir mörg-
um árum síðan að veita 15—20%
afslátt á tryggingariðgjöldum
víðsvegar í kaupstöðum og kaup-
túnum. Og þegar á árinu 1952 hóf
B. í. sérsamninga við kaupstaði,
er komið höfðu á tiltölulega
traustum brunavörnum, að veru-
legu leyti með fjárhagsaðstoð
B. I. Með þessum sérsamningum
lækkuðu brunabótaiðgjöld veru-
lega, og komust þá þegar í sum-
um áhættuflokkum niður í það,
sem nú er lægst boðið. Þannig
lækkuðu t. d. tryggingariðgjöld á
Akureyri og í Hafnarfirði í fyrsta
áhættuflokki niður í 0,60 af þús-
undi, fyrir 2—3 árum síðan. En
auk þess fengu þessi bæjarfélög
25% á ári af ágóða viðskiptanna.
Þessum sérsamningum hefir síð-
an verið haldið áfram og flestir
kaupstaðir og þorp hafa gert
samninga við B. í. með verulega
lækkuðum iðgjöldum. Auk þess
gaf B. í. 10% almennan afslátt
iðgjalda, sem dreginn var frá
þeim árgjöldum, er féllu í gjald-
daga 15. okt. s. 1.
Fyrir fjórum árum hreyfði ég
þeirri hugmynd að breyta skipu-
lagsháttum B. í. á þann veg, að
bæja- og sýslufélög kysu hvert
einn mann, er myndaði fulltrúa-
ráð félagsins, en það veldi svo
aftur sérstaka framkvæmda-
stjórnstjórn, er væri í ráðum með
forstjóra um rekstur félagsins.
Með þessu móti áttu fulltrúar,
víðsvegar af landinu, að móta
höfuðstefnu félagsins með það
fyrir augum að rekstur þess yrði
sem hagkvæmastur fyrir þá, er
við það skiptu með tryggingar
sínar. Þessi skipulagsbreyting
hefir nú verið ákvðrðuð með
nýjum lögum frá Alþingi.
Þegar það þótti sýnilegt á s'ið-
asta hausti, að þessi skipulags-
breyting yrði lögfest, taldi ég
réttara að bíða með allsherjar-
ákvörðun um iðgjöld þar til þetta
nýja fulltrúaráð gæti komið sam-
an, tekið almennar ákvarðanir
og valið framkvæmdastjórn. Eins
vildi ég ganga út frá því að ið
gjöldin yrðu samræmd og ák\^jrð
uð hin sömu á sambærilegum
stöðum, og þá sérstaklega á höf-
uðsvæðunum, kaupstöðum, kaup-
túnum og sveitum. — En því
ástæðulaus umhyggja og ótti hr.
Jóns Ólafssonar um það, að sum-
ir kaupstaðir þurfi að greiða
miklu hærri iðgjöld „en nágrann-
ar þeirra hafa samið um“.
En þegar sýnt þótti að ekki
væri unnt að bíða eftir áliti full-
trúaráðs og framkvæmdastjórn
B. I., um ákvörðun iðgjalda, ér
falla í gjalddaga 15. okt. 1955,
vegna áhuga Samvinnutrygginga
um að ná nýjum viðskiptum,
varð það að ráði að B. í. hefir
boðið og þegar samið um iðgjöld
frá 15. okt. n.k.
Þykir rétt að birta hér eftir-
farandi töflur um iðgjaldaboð
B. í. og Samvinnutrygginga, og
er hér stuðst við upplýsingar hr.
Jóns Ólafssonar, hvað Samvinnu-
tryggingar varða:
ingar sömdu við, eins og kunn-
' ugt er af yfirlætislausri frétta-
tilkynningu þeirra til blaða og
útvarps. Og ég vil mega ganga
út frá því að ólíklegt sé að þetta
kauptún „uni því að láta binda
sig á klafa í mörg ár með greiðslu
miklu hærri iðgjalda en nágrann-
' ar þeirra hafa samið um“, svo ég
noti hin hógværu og látlausu orð
hr. Jóns Ólafssonar í grein hans.
Og ég þykist þess fullviss að
Samvinnutryggingar samræmi
iðgjöld sín við síðari lækkuð til-
boð. Þetta þarf því ekki að draga
í efa, þar sem hr. Jón Ólafsson.
hefir lýst yfir því svo fagurlega
í grein sinni að „starfsemi Sam-
. vinnutrygginga er þjónusta við
I þjóðina". Ég hefi alltaf talið að
hugsjón samvinnunnar væri göf-
; ug. Og í því sambandi vildi ég
benda á að Brunabótafélag ís-
| lands er og hefir verið samvinnu
| samtök, rekin í samræmi við sér-
lög þau, er um félagið gilda.
Ég hefi mjög kosið það og tal-
ið eðlilegt að losna við að standa
í ritdeilum við önnur vátrygg-
ingarfélög út af rekstri og starf-
semi Brunabótafélags íslands. En
í þetta sinn þóttist ég ekki geta
| hjá því komizt að bera lítilshátt-
ar hönd fyrir höfuð þess félags,
sem mér hefir verið trúað fyrir
' að veita forstöðu. Ádeilur sið-
ustu tíma á Brunabótafélag Ts-
lands virðast að verulegu leyti
koma úr einni og sömu átt. Ég
vildi mega vænta þess að ég þurfi
ekki framvegis að standa í blaða-
deilum um þessi efni. Höfuðat-
riði í starfrækslu tryggingarfé-
laganna, eins og annarra fyrir-
tækja, er heilbrigður rekstur og
prúðmannleg samskipti, bæði
varðandi viðskiptavini og önnur
tryggingafélög. Ég er með því
móti alls ekki að kvarta undan
samkeppni sé henni beitt í sam-
ræmi við drengilegar leikreglur.
Og mér hefir satt að segja fund-
izt, og vildi að svo mætti verða,
að Brunabótafélag íslands hefði
heilbrigt samstarf við Samvinnu-
IÐGJÖLÐ AF SKYLDUTRYGGÐUM FASTEIGNUM
í KAUPSTÖÐUM
Brunabótafélag íslands
1. flokkur 0.65%.
2. — 1.00%„
3. — 1.80%o
4. — 2.50%.
Samvinnutryggingar
0,64%.
1.04%.
1.88%.
1.80%.
IÐGJOLD AF SKYLDUTRYGGÐUM FASTEIGNUM
í SVEITUM
Brunabótafélag tslands
1. flokkur 0.80%.
2. — 1.25%,
3. — 1.90%.
4. — 1.90%.
Þessi iðgjöld verða síðan sam-
ræmd um land allt hjá B. í. frá
15. okt. n.k.
Mér skilst á hr. Jóni Ólafssyni
að hann þakki þessa iðgjalda-
lækkun tilkomu Samvinnutrygg-
inga inn á þetta vátryggingasvið.
Ég get að sjálfsögðu ekki sagt
um það með vissu, hvað full-
trúaráð og framkvæmdastjórn
hefði ákveðið um iðgjöldin nú í
vor eða sumar, þó Samvinnu-
tryggingar hefðu ekki komið sér-
staklega til skjalanna. En ég hefi
þó ástæðu til að ætla að ég hefði
lagt tillögu fyrir fulltrúaráð og
framkvæmdastjórn B. I„ um
svipuð iðgjöld eins og nú eru
boðin, þó Samvinnutryggingar
hefðu ekki verið að verki, og
ólíklegt þykir mér að fulltrúa-
ráð og framkvæmdastjórn hefði
viljað hafa þau hærri.
Ég vil einnig benda á það, með
mestu hógværð, að Samvinnu-
tryggingar hafa samið um hærri
iðgjöld við Hvammshrepp (Vík-
urkauptún), en það var fyrsti
hreppurinn, sem Samvinnutrygg-
Samvinnutryggingar
0.80%.
1.30%.
1.90%.
1,90%.
tryggingar, eins og önnur trygg-
ingarfélög.
Stefán Jóh. Stefánsson.
Miklar skipakomur
til Siglufjarðar
SIGLUFIRÐI, 28. marz: — Ó-
venjulega miklar skipakomur
hafa verið hér um þessa helgi.
Á laugardaginn losaði Brúarfoss
hér girði til Tunnuverksmiðju
ríkisins og Hvassafell kol til
Kaupfélagsins. f dag er Katla að
losa hér hjallatimbur til Ríkis-
verksmiðjunnar.
M.s. Troja er hér að lesta fiski-
mjöl til útflutnings, Drangur er
hér að losa saltfarm til Bæjarút-
gerðarinnar, B.v. Hafliði er að
losa 130 lestir af ísfiski og 40
lestir af saltfiski og m.s. Sigurð-
ur 40 lestir af ísfiski. Allur ís-
fiskurinn fer til frystihúss SR og
til herzlu. — Guðjón.