Morgunblaðið - 30.03.1955, Qupperneq 14
14
Miðvikudagur 30. marz 1955
MORGV N BLAÐIÐ
DULARFULLA HÚSIÐ
EFTIR J. B. PRIESTLEY
Framhaldssagan 2
Það var erfitt að láta van-
þóknun sína í ljós vegna hávað-
ans og myrkursins, en Margaret
gerði það, sem hún gat. „Ég
mundi sannarlega vera undr-
andi“, sagði hún aftur fyrir sig.
„Flýttu þér nú áfram, Philip.
Opnaðu framrúðuna. Við getum
varla orðið blautari en við er-
um, og mig langar til að vita,
hvort hér eru engin vegaskilti
eða bevgjur".
„Þú veizt að mér er sama“,
kallaði Penderel. „Ekki vil ég
fara til Shrewbury. Mig langar
eiginlega ekkert. Eithvað gæti
skeð hérna, en það skeður ekk-
ert í Shrewbury, en hér eru allt-
af möguleikar fyrir því, að eitt-
hvað geti komið fyrir“.
Þegar Philip ók aftur af stað,
óskaði hann sér, að hann væri
kominn hundrað mílur fram hjá
Shrewbury, á aðalgötuna og í
áttina til húsaskjóls og öryggis.
Vegurinn, sem þau óku nú eft-
ir, var heldur betri en slóðin, sem
þau höfðu ekið áðan. Hvergi var
Ijósglætu að sjá, ekkert nema
hellirigningin og skoppandi stein
arnir í ljósinu frá bifreiðinni. —
Hann hallaði sér varfærnislega
áfram, strauk regndropana fram-
an úr sér og greip eins fast um
stýrið og hann gat. Þessi járn-
hringur virtist vera eina öryggið
núna, þar sem allt var svart og
liallandi og óhugnanlegt og jafn-
vel núna hristist það í höndunum
á honum. Aðeins heimskuleg mis-
tök og þá mundu þau vera stöðv-
uð í kvöld eða kannske fyrir fullt
og allt. Fyrr um kvöldið hafði
honum fundizt það æsandi að
þjóta gegnum þetta grimmdar-
æði veðurs <5g vinda, en nú var
hann þreyttur og kvíðafullur. —
Auðvitað hafði Penderel ýkt áð-
an, kannske til að hræða Mar-
garet. Nei. hann mundi ekki gera
það, jafnvel þótt hann vissi, að
henni geðjaðist ekki að honum
ög hefði verið á móti því, að hún
færi á móti þeim frá Ainsley-
hjónunum. En það voru skriður
eftir miklar rigningar í þessum
hluta landsins og það gæti líka
orðið flóð. Philip sá þau í anda
vera föst í þessum fjallahlíðum
í nótt! Og það á hvílíku kvöldi!
Það fór hrollur um hann og hann
steig ósjálfrátt fastar á benzínið. j
Bifreiðin þaut áfram og þótt
hann tæki fótinn af benzíninu
þegar í stað, minnkaði ferðin
ekki, vegna þess að það var allt
í einu halli á veginum, og fram-
undan skagaði klettur út, og þar
var blint horii. Philip hafði að-
eins tíma til að stíga á hemlana,
þegar hann sá klettinn nálgast.
Hann sneri stýrinu í ákafa;
í nokkrar sekúndur hall-
aðist bifreiðin og á næsta augna-
bliki voru þau komin fyrir horn-
ið, en fóru þá á hraðri ferð út í
ftjót eitt mikið. Vegurinn var
horfinn, ekkert var framundan
iiema vatnið. Og þangað fóru þau
með hávaða og skvettum. Philip
greip fastar um stýrið, hann fann,
að Margaret greip í vinstri hand- |
legg hans og hann heyrði Pend-
erel hrópa upp í aftursætinu. —
Bifreiðin steyptist fram og hrisst-
ist ákaft, hallaðist aftur fram á
við og stanzaði. i
„Stanzaðu ekki!“ hrópaði Mar-
garet í eyra hans.
„Ég get ekkert að því gert!“
lirópaði hann. Hvílík heimskuleg
athugasemd! Hélt hún, að þau
væru í vélbát! En eitthvað varð
hann að gera. Vélin var enn í
gangi og hrisstist undan fótum
lians. Hann skipti í flýti niður í
fyrsta gír og steig á benzínið.
Ákafur hávaði heyrðist og bif-
reiðin virtist hrisstast eins og
hundur, og í nokkrar mínútur
gerðist ekkert. „Hérna verðum
við í nótt, hérna verðum við í
nótt“, heyrði Philip sig segja
kjánalega. En þá hreyfðist bif-
reiðin allt í einu og með erfiðis-
munum og nú lagði hún á bratt-
ann aftur; hið versta var yfir-
stigið og í ljósinu framundan
mátti sjá fasta grund. Litla undra
véiin hafði unnið. Philip áttaði
sig, að minnsta kosti hafði það
gengið hingað til, fyrsta beygjan
var farin. En hvað kom næst?
Enn óku þau upp í móti og nú
virtist fjallshlíðin til hægri ekki
eins brött og klettótt, en á
vinstri hönd var hún enn bratt-
ari. Hann gat ekekrt greint nema
rigninguna.
Margaret var að segja eitthvað
og virtist vera að þreifa á vös-
unum í hurðunum. Hvað vildi
hún fá? Hann gat greint orðið
„stanzaðu“ og hann stöðvaði bif-
reiðina strax. „Hvað viltu?“
spurði hann.
„Ég er að leita að landabréf-
inu“, svaraði hún. „Við verðum
að komast að, hvar við erum
stödd. Við getum ekki haldið
svona áfram“.
„Góða ferð, Waverton!“ hróp-
aði Penderel. „Fáðu þér sígar-
ettu“. Þegar Philip sneri sér við,
fann hann sígarettupakka rétt við
nefið á honum og hann kveikti
sér í einni með Penderel. Þá
heyrðist allt í einu smellur og
bifreiðin var öll uppljómuð. Nátt-
myrkrið var horfið, vindurinn,
regnið og myrkrið hafði vikið
fyrir ljósinu; Margaret hafði
fundið vasaljós og hafði sett það
í samband. Hún hafði einnig
fundið landabréfið og laut nú
yfir það með vasaljósið í hend-
inni. En regnið hafði eyðilagt
pappírinn. Skyndileg þægindatil-
j finning hafði gripið Philip, er
j hann horfði á hana snúa bréfinu
I við og stara á það stórum, grá-
j um augum Því næst sá hann hana
hrista höfuðið, og hann hugsaði,
að hún væri alveg eins og barn.
Hann langaði til að segja henni
það og þrýsti henni svolítið að
sér og reyna síðan að komast í
eitthvert skjól og segja henni
það, sem honum bjó í brjósti.
Hvernig leið henni? Það var ein-
kennilegt, að hann skyldi ekki
vita það!
I „Skoðaðu þetta“, sagði hún og
rétti honum landabréfið. „Ég get
ekkert séð“.
j Hann rýndi í bréfið til að
þóknast henni. Vegir* ár og akr-
ar, voru ekkert nema bleyta. —
„Mér finnst þetta lýsa landslag-
inu hérna, því að allt er undir
vatni. Þetta er ónothæft, og þar
að auki get ég ekki gert mér
grein fyrir hvar ég fór frá beygj-
unni“. Hann fylgdi veginum með
fingrinum, en hann komst aðeins
að vatnsbletti. Ef þau hefðu farið
þessa leið, mundi allt vera öðru
vísi. Kannske voru þau þar. „Ég
gefst upp“, sagði hann við hana.
Því næst sneri hann sér að Pend-
erel. „Vilt þú líta á landabréfið,
Penderel? Við getum ekkert séð
á því“.
Penderel glotti og hristi höfuð-
ið. „Ekkert landabréf fyrir mig.
Ég held, að við séum ekki á
landabréfinu. Aktu áfram og við
munum hafna einhvers staðar. En
bara það verði ekki í einhverju
stöðuvatninu. Við erum nú einu
sinni landkrabbar“.
Margaret lét í ljós óþolinmæði
sína. „Það er hlægilegt að reyna
núna að komast á einhvern
ákveðinn stað. Við verðum að
stanza í fyrsta þorpinu og biðja
um húsaskjól. Hvað er þetta?“
Þrumugnýr heyrðist, svo að und-
ir tók í fjöllunum. Philip opnaði
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
129
Eftir þessi orð, sem töluð voru með tign og hæversku,
gat ég ekki stillt mig lengur. Ég spratt á fætur og hrópaði:
„Guð veit að hann segir satt. Ég hefi barizt við hlið hans
í síðustu fjögur ár og ég get sagt ykkur það, að hugrekki
hans er svo mikið og svo mikill er trúarhiti hans og hollusta
við Gröfina helgu og málefni Guðs, að hér er enginn inm,
sem er þess verður að fága brynju hans.“
Keisarinn horfði á mig með undrun og drambi, en kon-
ungur lert í augu mér og skellihló, því að hann vissi af
reynslunni hve ómögulegt ég átti með að halda mér saman
eða að halda hnefunum í skefjum þegar búið var að reita
mig til reiði.
En aðalsmenn, riddarar og aðrir tignarmenn, sem hér
voru saman komnir, heilsuðu þessari ósvífnu og óumbeðnu
ræðu minni með því að hrópa upp af hrifningu, því að
konungur hafði unnið þá alla með hinni prúðu, óttalausu
framkomu sinni.
Þegar keisarinn sá, að menn hans báru allir velvildar-
hug til Ríkharðar konungs, breytti hann jafnskjótt um
framkomu, af mannvitsslægð sinni. Hann steig niður úr
hásætinu, gekk til konungs með framréttar hendur og hróp-
aði með fagnaðarbros á andlitinu:
„Konunglegi bróðir. Þessi ungi sveinn yðar hefir á sinn
rustalega hátt látið það í ljós, sem við allir berum í hjört-
um okkar! Vitið það, að hér eruð þér mitt á meðal vina.“
Svo lagði hann hendur um háls konungi og gaf honum
friðarkossinn. Það hefði getað komið dauðum manni til
að hlæja að sjá framan í Ríkarð konung þá. Það var engu
líkara en að viðbjóður og kátína væru að heyja baráttu í
andlitssvip hans. Svo lét hann sér nægja að skella lófanum
a bakið á Hinriki keisara svo að hann reikaði við.
SKOLI
Isaks Jónssonar
(S j álf seignar stof nun)
Styrktarmenn skólans, sem eiga börn fædd 1949, og hafa
ekki látið innrita þau, verða að gera það nú þegar, ef
börnin eiga að sækjá skólann næsta vetur.
SKÓLASTJÓRI
Laxweiðimeim
FITJÁ og GLJÚFURÁ verða leigðar út í sumar. —
Tilboð óskast send fyrir 30. apríl til Óskars Teits-
sonar, Víðidalstungu, sem gefur allar upplýsingar.
Símstöð: Víðidalstunga.
Mýr Dodge ’54
sendiferðabifreið, til sölu. — Bifreiðin er með yfir-
byggðu húsi.
BIFREIÐASALAN
Njálsgötu 40. — Sími 5852
Verðlækkun á bifreiðum
Bifreiðar, módel ’40—’46, hafa lækkað mjög í verði.
Greiðsluskilmálar eru við allra hæfi. Útborgun frá
krónur 5—10 þúsund.
Þeir, sem selja ætla bifreiðar sínar, eru beðnir að
skrá þær hjá okkur hið fyrsta.
Bifreiðasalan Njálsgötu 40
SÍMI: 5852.
Ung stúlka
getur fengið atvinnu í vefnaðarvöruverzlun. —
Tilboð ásamt uppl. sendist afgr. Mbl. fyrir kl. 5
fimmtudag, merkt: „1. apríl — 840“.
Þar eð sorphreinsun Keykiavíkurbæiar
hefur lagzt niður að miklu leyti, vegna verkfallsins, eru
bæjarbúar enn minntir á, að láta ekki í sorpílát hrein-
legan pappír, kassa og annað, sem auðveldlega má
geyma um tíma án þess að óþrifnaði valdi.
Sorphreinsun Reykjavíkurbæjar.
Smásagnasamkeppni
Samvinnunnar
Ritstjórn Samvinnunnar hefur ákveðið að lengja
skilafrest í smásagnasamkeppni blaðsins til 15. maí
næstkomandi. Hefur þetta verið ákveðið vegna
ástands þess, sem skapazt hefur í póstsamgöngum
af völdum verkfallsins.
SAMVINNAN