Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1955 "j - llýi forsætisráðherrann Framh. af bls. 1 buifSi til að raska rónni í White- hall. Starfsliðið er vant fregnum af óvæntum viðburðum héðan og J>aðan af hnettinum og þjálfað í að íhuga málin vandlega áður en nókkuð er aðhafst. Fát og fum Vferi heldur gagnslítið. LÝTALAUS EMBÆTTIS- FERILL j: En þau mörgu ár, sem Sir Anthony hefir setið í utanríkis- ráðherrastólnum, eru einmitt sonnun þess, að maðurinn er atkvæðamikill. Ekki þarf annað en minnast þess, hvernig fyrir- rénnari hans, Herbert Morrison, 6em annars var mjög dugmikill maður, varð það á á skömmum ■tírna, að skapa hina mestu ringul- reið í utanríkisstefnu Breta. Það er mikill munur á, Tivernig haga ber utanríkis- og innanríkisstefnu. — Sir Anthony er fyrir löngu viður- kenndur sem sá maður, er gegnt hefir lýtalausar en ^pokkur annar embætti utan- ríkisráðherra. Enginn vafi er á því. Og nú er spurningin, ” hvort hann getur með jafn- miklum yfirburðum staðið undir þeirri ábyrgð, er mun hvíla á honum sem forsætis- ráðherra, en í þeirri stöðu er eins mikilvægt að hafa til að bera eðiisávísun stjórnmála- mannsins og þekkingu og reynslu í utanríkismálum. -k DÝRKAÐUR AF KJÓS- ENDUM SÍNUM Ekki er auðvelt að gera sér íulla grein fyrir, hvernig Sir Anthony reynist sem innanríkis- Táðherra, þó að frammistaða hans sem utanríkisráðherra hafi verið frábær. Bezti mælikvarðinn yrði þó athugun á kjósendum hans í Warwickshire, en þeir eru bæði borgarbúar og bændur. Það eru engar ýkjur að segja, að hann sé dýrkaður af kjósend- Dm sínum, og kemur þetta eink- um í ljós af atkvæðafjöldanum, eem hann fær í kosningum. Ekki nýtur hann samt svo mikils álits af því, að hann leggi rækt við kjósendur sína, þar sem hann liefir verið svo önnum kafinn við að gegna ráðuneytisstörfum, að hann hefir aðeins sjaldan haft •tækifæri til að sækja kjósendur eína heim. Ástæðan er að öllum líkind- um sú, að hann hefir til að bera persónuleika og skap- gerð, sem dæmigerir þá hug- mynd, er menn gera sér um, hvcrnig sannur Englendingur eigi að vera, hugsa og hegða sér. Hann vekur traust. Óað- finnanlegur klæðnaður hans og framkoma, óhagganleg ró, grannur vöxtur og umburðar- lyndi eru eiginleikar, sem tala sínu máli, og það kemur þá ekki, að sök þó að hann teljist til höfðingja, og ef til vill er það hagræði fyrir hann. -* HÖFÐINGI OG LÝÐRÆÐISSINNI í Englandi er einnig hægt að vera hvort tveggja í einu, höfð- ingi og lýðræðissinnaður stjórn- málamaður, og flestir Englend- ingar líta niður á lýðskrumara, er klappa mönnum á axlirnar og leggja mikið á sig til að verða vinsælir meðal almennings. Hef- ir nokkur Englendingur verið meiri lýðræðissinni en erki-höfð- inginn Churchill, og hefir nokkr- um tekizt betur að leysa úr læð- ingi tilfinningar og starfsþrótt brezkrar alþýðu? Það væri til of mikils ætlazt að búa^t við því, að Sir Anthony gæti fyllilega fetað í spor síns glæsta fyrirrennara, Hann hefir ekki til að bera hans sterka per- sónuleika, mælsku og stórkost- legu kímnigáfu, en enginn annar : eriskur stjórnmálamaður gæti' ' ' M : 1»► i 11 » M t ' f gert það betur en Sir Anthony, enda lendir hann í erfiðri að- stöðu. ★ VERÐUGUR MÓTSTÖÐU- MAÐUR íhaldsflokkurinn ber þó eng- an kvíðboga fyrir þessu. Þeir bera óhagganlegt traust til nýja forsætisráðherrans og vita, að hann skilur brezka álþýðu svo vel, að hann getur verið leiðtogi íhaldsflokksins og mótað stefnu hans þannig, að varðveitt verði fylgi þjóðarinnar við rólega fram þróun — og vafalaust verður Sir Anthony verðugur mótstöðumað- ur hinna mörgu dugmiklu manna, er skipa verkamannaflokkinn. Þegar stjórnmálaflokkur velur sér nýjan leiðtoga, er um að gera að velja mann, sem ekki gerir sig sekan um axarsköft, og ör- uggt er, að það mun Sir Anthony ekki gera. Á engum öðrum stjórn málamanni — að Winston Churc- hill undanteknum — hefir eins mikið mætt í neðri deild brezka þingsins, en Sir Anthony hefir aldrei látið tæla sig út á hálan ís og varpað fram hugsunarlaus- um yfirlýsingum, er síðar var hægt að beita gegn honum. ★ SKAPSTILLINGAR- MAÐUR Menn fullyrða, að hann hafi aldrei á ævi sinni látið flónsku sér um munn fara og aldrei misst stjórn á skapi sínu. Það er erfitt að ganga úr skugga um hið fyrr- nefnda, én hið síðarnefnda er staðreynd, hvorki nokkur flokk- ur eða ríkisstjórn getur krafizt meira af einum manni. o---□□-----o Nú spyrja menn sig, hvort Sir Anthony geti í hinni miskunnarlausu stjórnmála- baráttu heima fyrir varðveitt þann skapandi kraft, sem hann hefir alltaf haft á tak- teinum í utanríkisráðuneyt- inu. Tíminn mun leiða þetta í ljós, og flestir Englendingar mundu leggja höfuð sitt að vcði fyrir, að honum takist þetta. Elzfi maSur Seyðis- fjarðar láfinn SEYÐISFIRÐI, 6. april — í dag fór fram jarðarför Árna Björns- sonar, elsta karlmanns Seyðis- fjarðar. Var hann rúmlega níræð- ur að aldri er hann lézt. Jarðar- förin var fjölmenn. —Benedikt. Aðalfundur Félags garðyrkjumanna AÐALFUNDUR Félags garð- yrkjumanna var haldinn s.l. sunnudag. í stjórn, félagsins voru kjörnir: Björn Kristófersson form., Björn Vilhjálmsson varaform., Sigurð- ur Jónsson ritari, Agnar Gunn- laugsson féhirðir og Jón Magn- ússon meðstjómandi. Lestir Róðrar 562 51 548 60 545 60 476 58 426 34 367 43 Grundarfjarðarbálar með góðan heífd- arafla GRUNDARFIRÐI, 2. apríl: — Afli Grundarfjarðarbáta frá ver- tíðarbyrjun til 31. marz er sem hér segir: ; Farsæll Runólfur Grundfirðingur Gunnbjörn Páll Þorleifsson Björn Alls hefur komið á land frá vertíðarbyrjun 2.923 lestir í 306 i sjóferðum þ. e. að meðaltali 9.5 ' lestir í róðri á hvern bát. Hæstan meðalafla í róðri hefur Páll Þor- leifsson með 12Ý2 lest, en mestan fisk úr einum róðri hefur Run- j ólfur fengið, tæplega 25 lestir. ! Búið er að frysta 22 þús. kassa, 1 herða 850 lestir og salta 230 lestir. | Þess skal getið til samanburðar að í verðtíðarlok seinasta árs voru 1 frvstir 24. þús. kassar, en þá voru aðeins fjórir bátar gerðir út frá Grundarfirði. Veðrátta hefur verið góð að undanförnu og var róið alla daga síðustu viku og ýmist beitt ný- veiddri loðnu eða frosinni síld. — Emil. Launakjör verzlunarfólks Blóðkreppusótt í kúm HELLU, 31. marz: — Talsvert hefir borið á blóðkreppusótt í kúm hér í Rangárvallasýslu að undanförnu. Veiki þessi hefir valdið þeim bændum stórtjóni, sem fyrir því hafa orðið, að kýr þeirra veiktust, því nytin dettur úr kúnum og þeir geta ekki selt mjólk til mjólkurbússins í 1—2 vikur, en auk þess geta kýrnar drepist úr veiki þessari. Samkvæmt upplýsingum dr. H. Bruckners, dýralæknis hér, hefir veikinnar orðið vart í flestum hreppum sýslunnar og auk þess í Mýrdal. Ráðleggur hann bænd- um að gæta fyllsta hreinlætis í meðferð mjólkuríláta og helzt að sótthreinsa mjólkurbrúsana þeg- ar þeir koma frá mjólkurbúinu, þar sem ekki er vitað hvernig veikm berst, en líkur eru þó fyr- ir því, að hún geti borizt með brúsunum. Ennfremur vill hann benda bændum á, að hættulegt getur verið að hafa samgang milli fjósa, þar sem menn geta verið smitberar án þess að vita af því, en nauðsynlegt er að reyna að hefta útbreiðslu veikinnar. — h. Eilíf vinátta Indverja og Egypta KAIRO 6. apríl. — Indverjar og Egyptar undirrituðu I dag vin- áttusamning sín á milli í utan- ríkisráðuneytinu í Kairo. í samn- ingnum er kveðið á um eilífa vináttu og bræðralag þessara tveggja þjóða. Einnig eru í hon- um ákvæði um að auka verzl- unar og menningarviðskipti land- anna. — Reuter. UNDANFARNAR vikur hafa J átt sér stað viðræður milli samninganefnda VR annars veg- ar og samninganefnda Verzlunar- ráðs íslands, Sambands smásölu- verzlana og KRON hins vegar, um kjarasamninga verzlunar- og skrifstofufólks í Revkjavík. Hef- ur VR haft með höndum samn- inga fyrir hönd þessa fólks um nokkurt árabil, en fyrstu heildar kjarasamningar verzlunarfólks voru undirritaðir 18. jan. 1946. Áður höfðu einungis verið gerðir samningar um vissar launaupp- bætur til handa verzlunarfólki, vegna verðbólgunnar. Samkvæmt núgildandi kjara- samningi verzlunarfólks eru launakjör megin þorra verzlunar- fólks mjög lág, svo lág, að þess finnast engin dæmi hér á landi og fyrir neðan það, sem hægt er að kalla lámarks þurftarlaun. — Þessir óhagstæðu kjarasamning- ar VR stafa af því, að félagið hefur haft erfiða samningsað- stöðu fyrir hönd launþega, þar sem innan vébanda þess voru bæði launþegar og atvinnurek- endur og félagið því ekki stétt- arfélag í skilningi vinnulöggjaf- arinnar. Á þetta ástand var endir bundinn á síðasta aðalfundi VR, hinn 28. febr. s.l., er lögum þess var breytt á þann veg, að atvinnurekendur hurfu úr félag- inu, og er það nú hreint stéttar- félag. Sem dæmi um launakjör verzlunarfólks samkvæmt nú- gildandi samningum má nefna, að afgreiðslumenn („með Verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun") hafa í byrjunarlaun (allar eftirfar- andi tölur tilfærðar með nú- gildandi vísitöluuppbót) kr. 2.175.68, en pakkhúsmenn hjá heildsölum hafa kr. 2.946.30 frá byrjun eða kr. 770.62 hærra en afgreiðslumennirn- ir. Eftir tveggja ára starf eru laun afgreiðslumanna orðin kr. 2.684.27 eða kr. 262.02 lægri en laun pakkhúsmanna og kr. 435.72 lægri en byrjun- arlaun bifreiðarstjóra hjá heildsölum. En laun þessara manna hafa náð fullri hæð eftir tveggja ára starf. Skrif- stofumenn („með Verzlunar- skóla eða hliðstæða mennt- un“) eru enn ver settir. Eftir tveggja ára starf eru laun þeirra aðeins kr. 2.543.00 og eftir 3 ár kr. 2.684.27. Kaupsýslumenn hafa sumir hverjir haldið því fram, að verzlunarmenntuðum mönnum bæri eigi hærra kaup, því þeir væru enn óreyndir í stgrfi eftir fjögurra ára skólanám. hess má þó geta, að verzlunarskólafólk vinnur margt í verzlunarfyrir- tækjum og bönkum á sumrin. — Verksmiðjuverkamaður, sem vinnur í verksmiðju við vanda- sama framleiðslu á ýmiskonar iðnaðarvörum, t.d. skóm, hefur hins vegar kr. 2.946.00 eftir eina árs starf eða kr. 261.73 hærra en skrifstofumaður eftir 3 ára starf. Kjötiðnaðarmenn, sveinar, hafa í vikukaup (4 ára nám) kr. 868.74 og rafvirkjar hafa svipað viku- kaup eða kr. 876.12. Má þannig lengi telja. Afgreiðslustúlkur með verzl unarskólamenntun hafa eftir eins árs starf kr. 2.345.21 og aðrar afgreiðslustúlkur hafa eftir 1 ár kr. 1.780.10 og eftir 3 ár kr. 2.189.60. Stúlkur i Iðju, félagi verksmiðjufólks, sem vinna í verksmiðjum í bænum, hafa eftir 1 ár kr. 2.109.00. Stúlkur í verka- kvennafélaginu Framsókn hafa svipað kaup í almennri vinnu og stúlkur í Iðju, en þó heldur hærra. Með þessar staðreyndir í huga, setti samninganefnd VR fram kröfur um samræmingu á kjör- um verzlunarfólks til samræmis við aðrar starfsstéttir auk svip- aðra kaupkrafna og önnur stétt- arfélög settu fram, sem sögðu upp samr.ingum frá sama tíma og VR. Þessar sjálfsögðu sérkröfur verzlunarfólks hafa kaupmenn enn eigi léð máls á að ræða, en virðast vilja halda sig við það, að verzlunarfólk fái einungis sömu grunnkaupshækkun og önn ur stéttarfélög. Slíkt er algjör- lega óviðunandi fyrir verzlunar- fólk, sérstaklega það lægst laun- aða, eins og ljóst má verða með samanburði á kjörum verzlunar- fólks, samkvæmt samningum við kjör annara stétta, eins og hér hefur lítillega verið gert. — Af þessum ástæðum hefur kjaramál- um verzlunarmanna verið vísað til sáttasemjara og harmar stjórn VR að%isi hefur náðst samkomu- lag um hinar sérstöku launakröf- ur VR innan samninganefnd- anna. Virðist auðsætt, að kaup- sýslumenn geti eigi og ættu eigi að vænta þess, að geta haldið launum verzlunarfólks langt fyr- ir neðan laun annara starfsstétta og á hinn bóginn, að þeir geti varla vænzt þess að fá fólk, sem er starfi sínu vaxið, fyrir þau lágu kjör, sem það nú hefur, en án slíks fólks geta kaupsýslu- menn eigi innt af höndum þá mikilvægu þjónustu fvrir þjóð- félagið og neytendur í landinu, sem vissulega er vilji þeirra, að fari þeim sem bezt úr hendi. Engu skal um það spáð, hvernig þeirri kjaradeilu verzlunarmanna, sem nú stendur yfir lýkur. Hins vegar má öllu verzlunarfólki vera ljóst. að því er lífsnauðsyn að standa saman um hagsmunl s<na og efla og treysta samtök cin, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Félagsstjórn VR. Hjálpsamir drengir ÞORKELL KRISTJÁNSSON barnaverndarfulltrúi hefur skýrt Mbl. frá því, að nokkrir drengir hér í bænum hafi tekið höndum saman um að safna peningum til munaðarlausra barna. Drengir þessir hafa myndað með sér nokk urs konar samtök við þessa fjár- söfnun, en allir eru þeir á barna- skólaaldri. Þorkell kvaðst hafa hitt drengi þessa að máli, er þeir hringdu til hans, og kváðust þeir hafa safn- að í Styrktarsjóð munaðarlausra barna, 104 krónum. Þeir voru fjórir saman, sem ég 5 í í 3 \ Í i 11 i' 111 > t < > M hitti, sagði Þorkell. Og það var gaman að sjá hve ánægðir þeir voru, er þeir gátu afhent mér þessar rúmlega 100 kr., sem þeir höfðu safnað, til þess að geta glatt munaðarlausu börnin. Þor- kell þakkaði þeim framlag þeirra til styrktarsjóðsins og spurði þá að heiti, en þeir kváðust ekki vilja að þess væri getið. Þorkell Kristjánsson gat þess að lokum, að þeim færi fjölgandi, sem hefðu þennan styrktarsjóð í huga, enda hefði hann miklu hlut- verki að gegna. Leikfélag Akureyrar sýnir „Mýs og menn 64 Akureyri, 4. apríl. LEIKFÉLAG Akureyrar hafði í fyrrakvöld, laugardaginn 2. apríl, frumsýningu á sjónleikn- um „Mýs og menn“, eftir John Steinbeck. Leikstjóri var Guð- mundur Gunnarsson. Aðalhlutverkin, félagana Ge- orge Milton og Lennie Small, leika þeir Jón Kristinsson og Vignir Guðmundsson. Fara þeir báðir ágætlega með hlutverk sín. Leikur beggja er sannur og lát- laus, sérstaklega mun Vignir Guðmundsson verða leikhúsgest- um minnisstæður, fyrir framúr- skarandi heilsteyptan og hnökra- lausan leik í hlutverki Lennie Small. Með minni hlutverk fara og ýmsir ágætlega, en aðrir leikend- ur eru: Edda Scheving, Páll Helgason, Jón Þórarinsson, Þrá- inn Þórhallsson, Guðm. Magnús- son, Bjarni Finnbogason, Jón Ingimarsson og Guðm. Gunnars- son. Öll sviðsetningin er með ágæt- um, einföld, látlaus og sönn. —. Heildarbragurinn er traustur, grípur áhorfendur föstum tökum, sem aldrei slaknar á, jafnvel ekki í nokkuð löngum samtalsatriðum, þar sem fátt gerist. Leikstjórinn, Guðm. Gunnars- son, má una hið bezta árangrin- um af starfi sínu, við sýninguna. — Leiktjöld málaði Þorgeir Páls- son. Áhorfendur tóku leiknum forkunnarvel og voru leikararnir og leikstjóri hylltir í leikslok með lófataki og blómum. Önnur sýning leiksins var í gærkvöldi og næsta sýning verður næstkom- andi miðvikudagskvöld. — H. Vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.