Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. apríl 1955 MORGVNBLAÐIÐ Hesíameun f jölmenntu að Geiíhálsi í góða veðrinu á sunnudaginn notuðu óvenjumargir hestamenn tækifærið til að fara í útreiðartúr upp að Geithálsi, en þar hafa þeir áningarstað og kaffistofu. Var vegurinn þangað upp úr krökk- ur af ríðandi mönnum. Myndin var tekin í hlaðinu á Geithálsi. Umí Drengur í Kjös eínir til stólaveltu Gamiir Kjósverjar og aðrir sfyðja framfaramál STJÓRN Umf. Drengur í Kjós hefur í hyggju að afla tekna til kaupa á stólum í samkomuhúsið Félagsgarð með því að skora á hina ýmsu menn að greiða sem svarar eitt stólverð kr. 200.00. Enginn er skyldugur að taka áskorun, en þeir, sem áskorun taka, hafa rétt til að skora á tvo aðra. Stjórn félagsins sér um kaup- in á stólunum og innheimtir pen- inga hjá þeim, sem taka þessum áskorunum. Hjalti Sigurbjörnsson form, fél. skorar á Njál Guðmundsson Ásgarði og Steinar Ólafsson Valdastöðum. Steinar Ólafsson Valdastöðum skorar á Eirík Sig- urjónsson Sogni og Bjarna Jóns- son Þúfu. Bjarni Jónsson Þúfu skorar á Ingvar Jónsson Laxár- nesi og Odd Andrésson N.-Hálsi. Oddur Andrésson N.-Hálsi skorar á Sr. Kristján Bjarnason Reyniv. og Ólaf Andrésson Sogni. Ingvar Jónsson Laxárnesi skorar á Davíð Guðmundsson Miðdal og Guðmund Jónsson Þúfu. Davíð Guðmundsson Miðdal skorar á Þorkel Þorkelsson frá Valdast. og Guðmund Ólafsson, Flekku- dal. Sr. Kristján Bjarnason Reynivöllum skorar á Björgvin Guðbrandsson Fossá og Valgerði Guðmundsdóttur Hvammi. Ólaf- ur Andrésson Sogni skorar ú Ólaf Ág. Ólafsson Valdast. og Guðmund Sigurðsson Möðruv. Gísli Andrésson N.-Hálsi skorar á Sigurbjörn Þorkelsson Fjölnisv. 2, Rvík og Ólaf Thors, forsætis- ráðherra. Eiríkur Sigurjónsson Sogni skorar á Gísla Andrésson N.-Hálsi og Magnús Guðmunds- son írafelli. Ólafur Ág. Ólafsson Valdast. skorar á Pétur Sigurðs- son Hurðarbaki og Ellert Eggerts- son Meðalfelli. Pétur Sigurðsson Hurðarbaki skorar á Berg And- résson Meðalfelli og Eggert Ell- ertsson Meðalfelli. Sigurbjörn Þorkelsson Rvík skorar á Bjarna Bjarnason form. Átthagaf. K. og Pálínu Þorfinnsdóttur Rvík. Hjörtur Þorsteinsson Eyri skorar á Hannes Guðbrandsson Hæk- ingsdal og Pétur Ásmundsson Tindsstöðum. Hannes Guðbrands- son Hækingsdal skorar á Harald Magnússon Eyjum og Ólafíu Ólafsdóttur Eyjum. Njáll Guð- mundsson Ásgarði skorar á Magnús Blöndal Grjóteyri og Hjört Þorsteinsson Eyri. Magnús Blöndal Grjóteyri skorar á Gunnar Hannesson Hækingsdai og Ólaf E. Ólafsson Þorláksstöð- um. Guðmundur Sigurðsson Möðruv. skorar á Ólaf Ólafsson Þorláksstöðum og Magnús Sæm- undsson Eyjum. EHert Eggerts- son Meðalfelli skorar á Þór Axel Jónsson frá Felli og Helga Jóns- son Blönduholti. Ólafur Ólafsson Þorláksstöðum skorar á Einar Ólafsson Lækjarhvammi og Jó- hann Eyvindsson frá Grjóteyri., Helgi Jónsson Blönduholti skorar á Svein Guðmundsson Þúfukoti og Odd Þórðarson Eilífsdal. Tekið er á móti áskorunum og framlögum hjá Hjalta Sigur- björnssyni, Kiðafelli í Kjós og hjá Bjarna Bjarnasyni, slökkvi- verði, form. Átthagafélagsins í Rvík, en hann á heima á Hofteigi 36 og hefur síma 3008. Frá áðalfimdi IIÍP Á AÐALEUNDI Hins íslenzka prentarafélags, á sunnudaginn var lýst stjórnarkosningu, sem fór fram í félaginu í febrúar- mánuði s. 1. Formaður var nú kjörinn Magnús Ástmarsson með 119 atkv. Með honum í stjórn voru kjörnir: Ellert Á. Magnús- son og Sigurður Eyjólfsson og varaformaður Guðbjörn Guð- mundsson. Fyrir eru í stjórninni þeir: Kjartan Ólafsson gjaldkeri, Meyvant Ó. Hallgrímsson og Gunnhildur Eyjólfsdóttir, sem formaður kvennadeildar H.Í.P. Fráfarandi formanni Magnúsi H. Jónssyni, var þakkað mikið og gott starf í þágu félagsins, en hann hefur verið formaður þess lengur en nokkur annar, samtals í 18 ár, en í störfum fyrir félagið 35 ár, en H.Í.P. er 58 ára. Gerð var grein fyrir mjög at- hyglisverðri nýjung og hagsmuna máii prentara, en það er breytt skipan á starfsemi atvinnuleysis- styrktarsjóðs félagsins, sem hing- að til hefur verið borinn uppi af félagsmönnum. Nú greiða félagsmenn H.Í.P. gjöld til sjóðs- ins á móti jöfnu framlagi frá prentsmiðjunum. Er þetta ein- asti atvinnuleysisstyrktarsjóður- inn sem starfar á þessum grund- velli. Hefur málið verið í undir- búningi af hálfu félagsins og at- vinnureker'da um þriggja ára skeið og hefur samkomulagið nú verið samþykkt af báðum aðil- um. Ekki tókst að ljúka aðalfund- arstörfum og verður framhalds- aðalfundur boðaður síðar í mán- uðinum. INNFLUTNINGUR HAFINN I Á NÝBRI ELDSNEYTISTEGUND • ' Jfc Gasol, sœnsk gastegund í fljótandi tormi: hentug og ódýr til margskyns KQÍkunar ASÍÐASTL. sumri hóf Guðni Jónsson & Go. innflutning á nýt ii tegund eldsneytis, Casol, sem vonir standa til að komi a$ margvíslegum notum. Er hér um að ræða sænskar gastegundir, Butan og Propan, sem hægt er að geyma í vökvaformi séu þær látnar í geyma undir tiltölulega lágum þrýstingi. Eru gasteg- undir orðnar ákaflega útbreiddar í heiminum og hentugar til ýmissa nota. AUÐVELT í MEÐFÖRUM | auðveld og gefur það mjög góða Gasol er sænskt verzlunarheiti vöru. Að lokum má geta þess, að á gastegundunum Butan og Prop- j tannlæknar og gullsmiðir noía. an, en þær hafa þá eiginleika Gasol talsvert til bræðslu á gullL fram yfir venjulegt gasstöðvar- og silfri. gas, að þær er hægt að geyma i vökvaformi séu þær látnar i geyma undir tiltölulega lágum Gðgngerðar endurbæfur á hraðfrystihúsinu á Bíldudai Bildudal, 29. marz: — UNDANFARNA mánuði hafa staðið yfir gagngerðar endur- bætur og breytingar á hraðfrysti húsinu á Bildudal. Frystivélar og frystigeymslur hafa verið endur- bættar og í stað dieselaflvéla hafa verið settir rafmagnsmótorar. Sex ný frystitæki hafa verið sett upp. Allri innréttingu og tilhögun innan húss hefir verið gerbreytt og komið upp þremur vistlegum vinnusölum ásamt rúmgóðri fisk- móttöku, skrifstofu, kaffistofu og snyrtiherbergjum. Færibönd úr aluminium hafa verið sett upp, og fyrirkomulagi þeirra hagað mjög smekklega í samræmi við það sem reynslan hefir sýnt að hagkvæmast væri. Flakaraband- ið er fyrir 19 flakara. Öll vinnu- borð eru ný. Kostnaðurinn við breytingar þessar mun nema um einni mill- jón króna. Karl Bjarnason starfsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hefir skipulagt allar þessar breytingar, en framkvæmdir hafa annast eftirtaldir aðilar: Endur- bætur á vélum, frvstikerfi og vinnutækjum vélsmiðjan „Héð- inn“, Reykjavik og starfsmenn hennar, þeir Þorsteinn Guðmunds son, Björn Vilhjálmsson og Sig- urjón Sigurðsson vélsmiðir. Enn- fremur vélsmiðja Magnúsar Jóns sonar, Bíldudal. Færiböndin eru smíðuð og sett upp af Guðbirni Guðlaugssyni, Reykjavík, en breytingar á innréttingu önnuð- ust Sölvi Jónasson, Sigurður Benjamínsson og Kristinn Ás- grimsson smiðir á Bíldudal. Allar raflagningu og niðursetningu raf- mótora hafa annast Axel Magnús- son og Jón Hannesson rafvirkja- meistarar, Bíldudal. Við þessar breytingar hafa af- köst hússins aukizt verulega. jafn hliða því sem aðstaða til vinnu hefir batnað stórum. Hraðfrystihúsið gerir út þrjá línubáta í vetur og hefir verið mjög mikið að gera und- anfarið, þar sem allmikill afli hefir borizt á land, en allan þann tíma, sem endurbæturn- ar hafa staðið yfir, hefir þeim verið hagað þannig, að nnnt hefir verið að vinna allan afla, sem á land hefir borizt á Bíldudal. Vinna með færi- böndunum og hinum nýja út- búnaði hófst s.l. laugardag að viðstöddum Karli Bjarnasyni, sem skipulagði vinnuna tvo fyrstu dagana. Með þessum endurbótum á hraðfrystihúsinu telja Bílddæl- ingar sig hafa hrundið í fram- kvæmd mikilvægu hagsmuna- máli. Forstjóri frystihússins er Jónas Ásmundsson, en eigandi þess er Suðurfjarðarhreppur. Gísli Jóns- son, alþm., hefir veitt mikla að- stoð í sambandi við framkvæmd- ir þessar. — Fr. V. Fyrsiu gæsirnar sáust í Eyjafirði á Fösfu- daginn AKUREYRI, 4. apríl — Undan- farið hefur verið hér einmuna blíða og sannkallað vorveður. Fyrstu gæsirnar á vorinu sáust frammi í Evjafirði s. 1. föstudag og er það óvenju snemmt. Ann- ars hefur verið hér venju fremur lítið um fugl í vetur, að sögn Kristjáns Geirmundssonar taxe- dermist, en hann fylgist manna mest með fuglalifi hér um slóðir. Segir hann að t. d. hafi verið miklum mun minna um.gráþröst hér í vetur, en venja er til. Um ástæðu til þessa mun ekki gott að segja, en geta má þess til að haustkuldarnir hafi átt þarna sök. Nokkuð mun hafa borið á því, að árssprotar furutrjáa hafi kalið í vetur og er haustkuldun- um kenht um. —Vignir. Húsmóðirin á myndinni notar Gasol eldunartæki jafnhliða raf- magnseldavél. Talsvert fljótara er t. d. að sjóða vatn með Gasol tækjum heldur en með rafmagni. þrýstingi. Þessi eiginleiki Gasol er einn af mörgum kostum þess, sem orsakað hafa hina miklu út- breiðslu þess erlendis á síðustu árum, og gerir mögulegt að flytja það á auðveldan hátt hvert sem vera skal. HENTUGT TIL LOGSUÐU Gasol hefur rutt sér mjög til rúms erlendis á ýmsum sviðum, t. d. í sveitum, sumarbústöðum, bátum og allskyns iðnaði. Er hægt að fá mjög margvísleg tæki fyrir Gasol, svo sem allskyns log- suðutæki, ofna, geislahitunar- tæki, eldunartæki, bakaraofna, til ljósa o. m. fl. Eru þessar gas- , tegundir ódýrar í notkun. ! Gasol er ákjósanlegt til þess að skera með járn og stál, en logi þess er þó ekki það þéttur að gott sé að sjóða þessar mátm- , tegundir með honum. ' Til herzlu á stáli er Gasol mjög gott eldsneyti, meðal ann- ars sökum þess hve auðvelt er að stjórna hitastigi logans. Gasol er mikið notað til þess að beygja rör og járnplötur t. d. við skipa- smíðar. í málmsteypu er Gasol notað til þurrkunar á sandi með beinni snertingu reyksins við sandinn og er það sökun þess að Gasol er alveg brennisteins- frítt og brennslan er fullkomin. Brennisteinn er sem kunnugt er mjög skaðlegur í steypujárni. í' í FISKIBÁTUM Gasol hefur rutt sér meira og meira tii rúms í fiskibátum til eldunar og að nokkru til hitun- ar. Er það öryggið í rekstri og hin hraða hitun, sem skapar vin- sældir þess. Á vinnustöðum þar sem menn þurfa að hita vatn í kaffi eða elda mat, er Gasol mik- ið notað. Hér á landi er mikil þörf fyrir hentugt eldsneyti fyr- ir vinnuflokka, sem eru stund- um langt frá byggð, til eldunar, ljósa og upphitunar á vistarver- um og virðist Gasol vera heppi- legt til þess. VIÐ NIÐURSUÐU Við niðursuðu er Gasol mikið notað til þess að lóða blikkdósir. Við reykingu á kjöti og fiski hef- ur Gasol rutt sér til rúms sök- um þess hve hitastillingin er Ríkissfyrkir iil vísinda- cg MENNTAMÁLARÁÐ íslands nefur nýlega úthluta styrkj- um til visinda- og fræðimanna, sbr. fjáriög 1955, 15. gr. XXVIÍ, Úthlutunin er sem hér segir: Þessir fengu kr. 3.000,00: Árni Böðvarsson, cand mag., Barð| Guðmundsson, þjóðskjalavörðurt Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag, Björn Th. Björnsson, listfræðing* ur, Björn K. Þórólfsson, bóka- vörður, Björn Þorsteinsson, cand. mag., Finnur Sigmundsson, land&r bókavörður, Guðni Jónsson, skólp. stjóri, Jakob Benediktsson, mag- ister, Jón Guðnason, skjalavörð- ur, Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, Ólafur Jónsson, fræði- maður, Sverrir Kristjánsson, sagn fræðingur, Tryggvi J. Olsen, próf. Þorkell Jóhannesson, háskóla- rektor. Kr. 2.000,00 fengu: Árni G. Ey- lands, stjórnarráðsftr., Ásgeir Bl, Magnússon, cand. mag, Baldur Bjarnason, mag. art.., Jón Gísla- son, skólastjóri, Jón Sigurðson, bóndi, Konráð Vilhjálmsson, fræðimaður, Magnús Björnsson, bóndi, Sigurður Ólafsson, fræði- maður, Stefán Jónsson, bóndi, Sveinbjörn Beinteinsson, bragfr., Þórður Tómasson, fræðimaður. Kr. 1.500,00 fengu: Ásgeir Hjart arson, cand. mag., Benjanv’n Si"- valdason, fræðimaður, BSríkup Hreinn Finnbogason, cand. mr; Geir Jónasson, bókavörður. Gu,5- rún P. Helgadóttir, kennari, Gunn ar Benediktsson, rithöfundur, Gunnlaugur Þórðarson, dr. juris., Haraldur Sigurðsson, kennari, Hróðmar Sigurðsson, kennari, Jens Pálsson, mannfræðingur, Jó hann Hjaltason, skólastjóri, Jó- hann Sveinsson, cand. mag., Jón- as Kristjánsson, cand. mag., Jón- as Pálsson, uppeldisfr., I.árus Blöndal, bókavörður, Magnús Finnbogason, menntaskólakenn- ari, Marta Valgerður Jónsdóttir, ættfærðingur, Ólafur B. Björns- son, fræðimaður, Óskar Magnús- son, sagnfræðingur, Skúli Þórð- arson, mag art..,=Þórha11ur Þor- gilsson, bókavörður, Þorvaldur Kolbeins, prentari. Kr. 1.000 00 fengu: Ásgeir Jóns- son, frreðimaður, Bergstcinn Kristjánsson, fræðimaður. Bjafni Einarsson, fræðimaður, Björn R. Árnason, fræðimaður, Flosi Björnsson, fræðimaður. Gils.Guð mundsson, alþm., Indriði Indriða- son, fræðimaður, Jochum M. Bgg m'tsson. fræðimaður, Jóhannes Örn .Tónsson. fræðimaður, .Tón G'sla.son fræðimaður. Konráð Er- lendsson, fræðimaður. Kristiún Jónsson. fræðimaður. Ólafur Þor valdsson, þingvörður. Vigfns' Kristiánsson, fræðimaður. ni.ZT AÐ AVGLÍSA I MORGVNBLAÐIMJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.