Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1955 |Kov0iiitiUðMb Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Stjórnsemin er leiðnrsteinn frelsisins AÞEIM kyrrlátu dögum, sem nú eru framundan gefst gott tækifæri til þess fyrir einstakl- inga og þjóðarheild að skoða sinn eigin hag, litast um í þjóð- félagi sínu og hugleiða þau við- fangsefni og vandamál, sem þar blasa við. Það verður þá ljóst, að sá vetur, sem nú er senn lið- inn hefur verið okkur mjög hag- stæður um marga hluti. Veðurfar hefur yfirleitt verið gott og hag- stætt til lands og sjávar. Afla- brögð hafa víða verið með ágæt- um. Ef allt er með felldu horfir því mjög vel um framleiðsluafköst landsmanna á þessu ári. Atvinna hefur verið mikil og afkoma alls almennings betri en oftdSt áður. Það sem af er árinu hefur við- skiptajöfnuður okkar við útlönd einnig verið töluvert hagstæðari en á sama tíma s.l. ár. Þegar á allt er litið virðist svo sem þjóðin ætti að geta litið bjartsýn og vongóð fram á veginn. Miklar framkvæmd- ir og umbætur standa einnig yfir. Hafin er framkvæmd raf- væðingaráætlunar ríkisstjórn- arinnar og íbúðabyggingar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Þing og stjórn vinna að setn- ingu merkilegrar löggjafar um stuðning við íbúðabygg- ingar í landinu. Dimmur skuggi EN ÞRÁTT fyrir allt þetta, gott árferði og miklar framkvæmdir og framfarir grúfir þó dimmur skuggi yfir þjóðinni um þessar mundir. Meðal hennar ríkir ekki vinnufriður. Fjölmennar stéttir í höfuðborginni og tveimur stærstu kaupstöðum landsins hafa lagt niður vinnu. Harðsnúin átök eiga sér stað um kaup og kjör. Dag- lega gerast atburðir, sem skapa úlfúð og illindi milli einstaklinga og stétta. Fjöldi fólks er beittur rangindum og ofbeldi. Til þess er vissulega rik ástæða að harma þessa atburði í okkar litla þjóðfélagi, sem á örskömmum tíma hefur verið byggt upp af bjartsýni og at- hafnaþrótti. Við höfum ekki efni á slíkum átökum. Ekki aðeins vegna þess að þeir skapa okkur mikið og geig- vænlegt fjárhagslegt tjón, heldur ekki síður vegna hins, að hatur og óvild veikir þjóð- félag okkar og dregur úr fram faramöguleikum þess. í eitt hundrað og fimmtíu þús- und manna þjóðfélagi verða allir kraftar að nýtast. En til þess að þeir geti gert það, þurfa þeir að vera samstilltir, — Stéttir þess verða að vinoa saman að sam- eiginlegri velferð sinni. Ef þær berjast innbyrðis og framkoma þeirra gagnvart hver annarri mótast af tortryggni og jafnvel hatri er voðinn vís. Þörfnumst góðvildar og umburðarlyndis ÖLLUM skynsömum og hugs- andi mönnum er það Ijóst, að vinnudeila sú, sem nú stendur yfir verður ekki leyst með þeim hatursáróðri, sem komm- únistar halda nú uppi. Hann kemur engu góðu til leiðar og eykur síður en svo möguleik- ana fyrir samkomulagi. Fuli- trúar deiluaðila þurfa fyrst og fremst að ræða málin af góð vild og umburðarlyndi. Því miður er það staðreynd, að kommúnistunum, sem stjórna yfirstandandi verkfalli, er ekki tamt að koma þannig fram. Hat- ursáróður blaðs þeirra ber þess glöggt vitni. Fyrir því vakir fyrst og fremst að skapa sem mesta upplausn og illindi í þjóðfélag- inu. Vitanlega hljóta allir góðvilj- aðir íslendingar að harma það, að þúsundir heimila skuli nú líða skort og verða fyrir margvísleg- um vandræðum vegna langvar- andi verkfalls. Þess vegna er það áreiðanlega ósk meginhluta þjóð- arinnar að vinnudeilan leysist sem fyrst. En verkamönnum og öðrum er skammgóður vermir að þeirri lausn hennar, sem hlyti að leiða atvinnuleysi og verðfell- ingu íslenzkrar krónu yfir þjóð- ina. Það er því mjög áríðandi að tilraun verði gerð til þess að finna þann meðalveg, sem leysir deiluna þannig, að verkalýður- inn megi sæmilega við una, án þess að framleiðslustarfsemi þjóð arinnar sé stefnt í voða. Á þetta verður að leggja megináherzlu. Stjórnsemin er leiðar- steinn frelsisins KOMMÚNISTAR stefna nú rak- leitt að því, að skapa hér algert upplausnarástand. í því skyni fremja þeir alls konar lögleysur og ofbeldisverk. Það væri ósann- gjarnt að kenna verkamönnum og iðnaðarmönnum almennt, sem í þessari vinnudeilu eiga, um það atferli. Mörg félög þeirra hafa að vísu fengið kommúnistum for- ystu. Með því hefur skemmdar- öflunum verið gefið tækifæri til að fremja ýmis konar óhappa- verk. Vitur maður hefur sagt, að stjórnsemin væri leiðarsteinn frelsisins. Hún sýni veginn, sem frelsið á að fara. Stjórn- leysið sé vegleysa. Og í veg- leysu er ferðamaðurinn alltaf óviss um, hvert stefna skuli. En óvissa er ófrelsi. Fyllsta ástæða er til þess að hugleiða þessi orð nú. Kommún- istar vinna hiklaust að því að skapa stjórnleysis- og upplausn- arástand í hinu framkvæmda- valdsfátæka íslenzka þjóðfélagi. Það er leið þeirra til þess að eyðileggja frelsið, ræna íslenzku þjóðina árangri langrar og giftu- ríkrar baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, efnahagslegri upp- byggingu og afkomuöryggi. Þetta verður hver einasti hugs- andi maður að gera sér ljóst. Is- lendingar vilja ekki að þjóðfélag þeirra verði gert að úlfagryfju, þar sem ofbeldi og stjórnleysi vaði uppi. Almenningur í land- inu kýs áframhaldandi þróun á grundvelli lýðfrelsis og fram- taks. Frumskilyrði slíkrar þró- unar er samstarf stéttanna, sam- úð og skilningur einstaklinga og starfshópa á þörfum og aðstöðu hvers annars. Páskahelginni væri vel var- ið til þess að hugleiða það, hvernig þessi litla þjóð geti í framtíðinni tryggt vinnufrið sinn, samvinnu stéttanna um úrræði til sanngjarnrar og réttlátrar skiptingar arðsins af starfi þeirra, án þess að til vinnustöðvana, átaka og óvild- ar komi. ÚR DAGLEGA LÍFINU ALMAR skrifar: GÓÐ TÓNLIST I VIKUNNI sem leið, var mikið um góða tónlist í útvarpinu. — Sunnudaginn 27. f. m. voru flutt- ir þar af plötum konsertar fyrir einleikshljóðfæri og hljómsveit eftir Mozart, allt undirfögur verk. Síðar þennan dag var útvarpað einsöng hins ágæta ítalska tenór söngvara, Primo Montanari, er hann söng með sinfóníutónleik- unum í Þjóðleikhúsinu 22. f. m. Gat þar að heyra aríur úr heims- frægum óperum, svo sem „Werther“ eftir Massenet, „Car- men“ eftir Bizet og „Martha", I eftir Flotow og auk þess hinn Ifræga Graisöng úr „Lohengrin“ eftir Wagner. Var ánægjulegt ^Jrá lítuarpL í áíÉuótu uiL mu a að heyra þessi fögru lög í prýði- legri túlkun söngvarans. GAMANIÐ KÁRNAR EN SÍÐAST um kvöldið fór held- ur að kárna gamanð, er flutt voru lög frá danslagakeppni S. K. T., sem reyndar höfðu verið flutt í útvarpið skömmu áður. Vera má að tónlistarleiðtogar út- varpsins hafi orðið sérstaklega heillaðir af þessum tónsmíðum 'Uetvahandi óbripar: Trúarhátíð — vorhátíð. ENN er liðið að páskum. Þessi stórhátíð, sem haldin er há- tíðleg meðal allra kristinna manna, er okkur í senn trúarhá- tíð og vorhátíð. Reyndar er það nú svo, að það er ekki ætíð kom- inn mikill vorblær á náttúruna hér hjá okkur um páskaleytið. Nei, það er nú eitthvað annað, þegar gengið hefir á með stór- hríðum og illskuhretum, eins og svo oft hefir komið fyrir og ætíð þykir hyggilegra að vera við „páskahretinu“ búinn. Fyrstu vormerkin. EN oft er það líka alveg hið gagnstæða — bjartir og hlýir páskar, vor í lofti og vor í hug- um fólksins, sem fagnar af lífi og sál tilkomu hinna mildari árs- tíða, eftir dimma og langa vetr- ardaga. .Törðin og náttúran öll vaknar til lífsins á ný, trén byrja að streytast við að skjóta fyrstu brumknöppunum, farfuglarnir, þessir tryggu og kærkomnu gest- ir okkar, flykkjast hingað frá hinum suðrænni heimkynnum sínum færandi okkur vor og veð- urblíðu. — Þetta er ekki annað en það sem skeður á hverju ári en alltaf finnst okkur vorkoman jafn ný og yndisleg. Ferðahugur í fólki. UM páskana taka sig líka marg- ir upp í ferðalög — upp til fjalla, vestur eða norður í land ' á skíðamót eða bara til að lyfta 'sér vel upp. — Hætt er við, að lítið verði um slík ferðalög um : þessa herrans páska. Farþega- flutningar út um land eru að miklu leyti stöðvaðar af völdum i hins yfirstandandi verkfalls. — Reykvíkingar verða því að láta sér nægja stuttar páskaferðir í . ár og verður sennilega mikil I þátttaka í hinum ýmsu ferðum, sem skipulagðar verða hér um nágrenni höfuðborgarinnar um hátiðina. — Og við höfum þó allt- af okkar tvo fætur til að treysta á, þó að bifreiðar og benzín þrjóti. Og gönguferðirnar eru ávallt gulls ígildi, þótt við förum ekki lengra en út á Seltjarnar- nesið eða upp á Öskjuhlíð, eða hvert sem nú hugurinn helzt girnist. Já, það er óþarfi að láta sér leiðast í góðu veðri á páskum. Maturinn vínsins vegna? GESTUR skrifar á þessa leið: „Ég kom einn sunnudag ný- verið inn í veitingahús hér í bæn- um, eitt þeirra, sem vínveitinga- leyfi hafa og ætlaði að snæða þar kvöldverð. Kl. var rúmlega 6 og þótti mér einkennilega tómlegt um að vera þar, inni á þessum tíma dagsins. En ég fékk brátt skýringuna. Matur var ekki fram reiddur fyrr en kl. 7, svo að ég var allmiklu of snemma í tíðinni. Þetta fyrirkomulag mun vera á öðrum vínveitingahúsum hér í bænum og finnst mér það nokk- uð kynlegt. Lög munu mæla svo fyrir, að ekki má veita vín á kvöldin fyrr en kl. 7, en mér er spurn: er þá maturinn veittur aðeins vínsins vegna? — Mega ekki þeir, sem alls ekki ætla sér að neyta víns með sinni máltíð fá hana hálftímanum fyrr eða seinna? — Ætli ég í leikhús kl. 8 og vilji borða góðan mat áður, finnst mér einn klukkutími í skemmra lagi og margt annað getur komið til greina. — Gætu ekki veitingahús þau, sem hér eiga hlut að máli hnikað kvöld- verðartimanum fram á við, t.d. um einn hálftíma — enda þótt vín sé ekki veitt fyrr en kl. 7? Gestur“. 1& Velvakandi óskar öllum lesend- um sínum, fjær og nær, gleðilegra páska. MerKlð, sem klæðtr landlð. SKT-keppninnar, — og hlýtur raunar svo að vera, úr því að þeir fóru að endurtaka þær. En flestir monu þó vera á þeirri skoðun, að hér hafi verið um óþarfa rausn að ræða af hendi útvarpsins. því sannast bezt að segja voru tónsmíðarnar hver annari lélegri og lágkúrulegri og mátti varla á milli sjá í því efni. — Leikritið „Bréfið" eftir Som- erset Maugham, sem flutt var þetta sama kvöld, — einnig end- urtekið — er spennandi og ágæt- lega samið verk sem vænta mátti af slíkum kunnáttumanni sem Maugham, enda prýðilega leikið undir stjórn Ævars Kvaran. ÚR HEIMi MYNLISTARI'-^IAR ÞRIÐJUDAGSKVLDIÐ 29. f m. flutti Björn Th. Björnsson síð- asta erindi sitt í bili, í þessum vinsæla þætti. Er hann nú á för- um eða farinn til útlanda og mun dveljast þar um skeið. Að þessu sinni gerði Björn að um- talsefni hið merkilega skrín Þor- láks helga eitt mesta og dýrasta listaverk, sem gert hefur verið hér á landi og geymt var í Skál- holtskirkju um aldir. Lýsti Björn þessum merkilega grip, og rakti sögu hans, er lauk með því að gripurinn var seldur á uppboði 1802 fyrir nokkra skildinga, en þá höfðu líka Danir verið búnir að fara um hann ránshöndum sínum og reyta af honum allt, sem nokkurs var virði, svo að eftir stóð aðeins svört og tötrum búin kistan. — Saga skrínsins er merkileg, enda táknræn um það hversu búið var að ýmsum forn- um gripum og gersemum íslenzku þjóðarinnar eftir að siðaskiptin komust á, — þeim til lítils sóma, sem þar voru að verki. — En erfitt mun okkur reynast að end- urheimta slíka gripi úr höndum óheimildarmannanna, svo sem reynzt hefur um handritin ís- lenzku. i — Þetta sama kvöld flutti Jón- as Jónasson í síðasta sinn þátt- inn Léttir tónar. Kvaddi Jónag hlustendur með því að syngja sjálfur, og kom þeim á óvart með prýðilegri söngrödd sinni. FRA KONSO GUÐMUNDUR ÓLI ÓLAFSSON, cand. theol., las miðvikudaginn 30. f. m. erindi eftir Felix Ólafs- son, kristniboða, er hann nefndi: Frá Konsó Felix hefur frá mörgu að segja í sínum nýju og fjarlægu heimkynnum. Frásógnin var að mörgu leyti góð, látlaus og blátt áfram, en ekki verulega skemmti leg. Vonandi fáum við að heyra frá Felix seinna og þá betri pistil. Þetta sama kvöld las Einar Guðmundsson athyglisverðar frá sagnir úr þjóðlagasafni sínu: Gambantemar KVÖLDV\KAN KVÖLDVAKAN 31. f. m. var fjöl breytt og skemmtileg. — Stefán Júlíusson, kennari flutti afburða góðan þátt af hafnfirzkum sjó- manni, Einari Guðmundssyni að nafni, sem nýlega er kominn hingað til Jands, en dvalizt hef- ur langdvölum í Hollandi, — kvæntist þar og eignaðist börn og buru og ágætt heimili. Kann þessi hrausti Islendingur frá mörgu að segja enda hefur hann verið djarfur til sóknar og ör- uggur í starfi, að hverju, sem hann hefur gengið. Og ekki dró hin skilmerkilega frásögn Stefáns úr áhrifunum. Var svo að heyra, sem hann mundi halda frásögn sinni áfram innan skamms. Jón Sveinsson fyrrum bæjar- stjóri flutti erindi um Ásgeir * Framh. á bls. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.