Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1955, Blaðsíða 16
Veðurúiii! í dag: NA-kaldi og bjartviðri. Almar skrifar um útvarpið. Sjá bls. 9. i Þyrilvængia fórst í gær (k' 'L. J C tlafði verið leigð til landmælinga Keflavíkurflugvelli, 3. maí. ÞYRILVÆNGJA, sem var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykja- víkur, hrapaði til jarðar í kvöld í hrauninu milli Hvaleyrar við Ilafnarfjörð og Straums. Flugmaðurinn var einn í vængjunni, og var hann fluttur í sjúkrahúsið hér á flugvellinum. Þyrilvængja þessi var af Bell- gerð. Hefur verið að því unnið undanfarið að lagfæra hana og endurbæta, og var hún í reynslu- flugi í gær eftir þá gagngerðu viðgerð. EIGN BANDARÍSKA FLUGHERSINS Þyrilvængjan hefur ásamt 2 öðr um verið leigð Dönsku landmæl- ingastofnuninni og íslenzka rík- inu. Átti hún að aðstoða við þrí- hyrningsmælingar Dana hér í sumar, sem skýrt hefur verið frá í fréttum. Er slysið varð, stjórnaði henni Bandaríkjamaður sem ekki er í varnarliðinu, enda þótt vængjan hafi verið eign bandaríska flug- hersins. MISSTI SKYNDILEGA STJÖRN Á VÉLINNI Þyrilvængja þessi var í sam- floti við hinar tvær þyrilvængj- urnar, sem vegamálastjórnin og dönsku landmælingarnar hafa á leigu, á leið frá Keflavík til Reykjavikur í ágætu flugveðri um 7 leytið, þegar flugmaðurinn skyndilega missti stjórn á vél- inni af einhverjum ástæðum, sem enn eru ókunnar, og hrapaði vél- in til jarðar. Voru vélarnar þá staddar skammt frá Straumi, nokkuð fyrir utan veginn. Þyril- vængjan mun sennilega vera gjörónýt, en flugmaðurinn marð- ist illa á fótum, en mun vera óbrotinn. Hann slasaðist ekki að öðru leyti. ÖNNUR ÞYRILVÆNGJA KOIVI TIL HJÁLPAR Þegar flugmaður annarrar hinn ar þyrilvængjunnar sá hvað skeð hafði, lenti hann vél sinni skammt frá flakinu og kom hin- um slasaða flugmanni til hjálpar. Tók hann manninn upp í sína vél og flutti á flugvallarsjúkrahúsið. En þar voru meiðsli mannsins strax athuguð. Starfsmenn frá loftferðaeftir- litinu fór skömmu síðar á slys- staðinn til þess að kanna verks- ummerkin. — B. Þ. Bílslys í Hafnarflrði HAFNARFIRÐI. — Um hálf- sjö leytið í gærkvöidi varð fimm ára telpa fyrir vörubíl hér á Norðurbrautinni og mun hafa slasazt nokkuð. í gær- kvöldi höfðu meiðsl hennar ekki verið rannsökuð til hlít- ar. — Telpan á heima á Norð- urbraut 17. — Mun hún hafa hlaupið fyrir bílinn G-988, sem var á leið inn í bæinn. — G.E. Gold og Fizdale Frægir amerískir pianisfar leika saman á fvo flygla Tónleikar í Austurbæjarbíói a vegum Tón- listarfélagsins í kvöld og annað kvöld TVEIR tónleikar vera í Austurbæjarbíói á vegum Tónlistarfélags- ins, í kvöld og annað kvöld. Tveir frægir amerískir píanistar, sem leika saman á tvo flygla, koma þá fram. Er mjög langt síðan að slíkir tónleikar hafa verið hér. Píanistarnir eru Gold og Fizdale, sem farið hafa sigurför um alla Evrópu og Ameríku og hlotið svimandi lof hvar sem þeir hafa farið. Tónlistarfélagið eykur með hverju árinu fjölbreytni tónleika sinna og vekur það mikla ánægju meðal áheyrendanna. Er þetta einn liður í þeirri viðleitni. Meðal verka, sem Gold og Fiz- dale leika, eru Brahms-Haydn- j tilbrigðin, eitt fegursta verk Brahms, sem hann samhliða samdi sjálfur fyrir tvo flygla, en þetta verk hefir verið leikið hér af Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Hermanns Hildebrandt. — Ennfremur leika þeir D-dúr són- ötu eftir Mozart, Saramouchi eft- ir Milhaus, Sónötu eftir Poulenc og Souvenir eftir Samuel Barber. Tvö síðasttöldu verkin eru til- einkuð listamönnunum. Eldhúsdagsum- ræður og þinglok NÚ ER auðséð á öllu yfir- bragði þingfunda á Alþingi, að nálgast þinglok. Er af- greiðsla málanna nú hraðari en áður og þingmenn virðast ekki vilja tefja lengur fyrir málunum með löngum ræðum. Þó er eftir ein þrautin, og eru það eldhúsdagsumræðurn- ar. Að þessu sinni var ákveðið að þær yrðu ekki haldnar í sambandi við afgreiðslu fjár- laga, heldur yrðu sérstakar útvarpsumræður um stjórn- málaviðhorfin almennt. Eldhúsdagsumræður munu fara fram mánudag og þriðju- dag í næstu viku. Síðan verð- ur þingi væntanlega slitið á miðvikudag. Ætti eftir því að ljúka afgrciðslu allra mála í þessari viku. ! Hekla skemmdíst llítilsháttar < í FYRRINÓTT varð m. s. Hekla Ifyrir lítilsháttar skemmdum aust ur á Djúpavogi. Var skipið að fara þaðan áleiðis til Seyðis- fjarðar, er óhappið vildi til. •— Af einhverjum ástæðum tók vél skipsins ekki við sér, og barst skipið fyrir golunni að boða og snart hann aðeins, með þeim af- leiðingum, að leka varð vart. •— Skipstjórinn ákvað þá að fara ekki lengra en til Seyðisfjarðar, en sigla þaðan beint til Reykja- víkur til viðgerðar. Önnur strand ferðaskip koma inn í áætlun skipsins. Ungur maður fékk íbúðinaíDAS- happdrættinu í GÆR var dregið í 1. flokki í happdrætti Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, en nú var dregið um glæsilega þriggja herbergja íbúð að Hamrahlíð 21, sem er talin 255 þús. kr. virði — Kom íbúðin á miða nr. 31894, en mið- ann á Sigurður Guðmundsson, Öldugötu 16, hér í Reykjavík. — Hinn ungi maður getur hvenær sem er flutt inn í þessa nýju íbúð, sem honum verður afhent algjörlega kvaðalaust. Hinn vinningurinn í þessum flokki var fimm manna bíll, Morris-Oxford. Kom bíllinn á miða nr. 18904, sem Ingi Eiríks- son, Bræðraborgarstíg 35, á, en hann er bílstjóri á Borgarbíla- stöðinni. Myndirnar hér að ofan voru teknar í Austurstræti í gærdag af strætisvagninum og hjólinu. — Ljósm. Har. Teits). Barn fyrir bíi og hjól undan strætisvagni Tvö slys 1 gærdag TVÖ slys urðu hér í bænum í gærdag. — í einu úthverfanna skaddaðist 3 ára drengur á höfði er hann varð fyrir bíl. — í Bankastræti brotnaði tvöfalt afturhjól undan strætisvagni er hann ók inn á Lækjartorg. — Maður varð fyrir hjólinu en slapp lítið meiddur, er það skoppaði eftir Austurstræti. Fyrstu Fossarnir sigldu í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI létu fyrstu Foss- arnir tvéir úr höfn eftir verk- fallið. Gullfoss, sem fór kl. 10 fullskipaður farþegum til Leith og Kaupmannahafnar, og Reykja foss, sem fór klukkan 8 með sement, áburð og fleira til Hólma víkur, Dalvíkur, Akureyrar og Húsavíkur, en þaðan siglir skipið beint til Antwerpen. f kvöld fer Fjallfoss beint til Rotterdam og Tröllafoss til New York. f dag fer Tungufoss í botnhreinsun í Slippinn, en á föstudaginn á hann að fara til hafna hér við Faxa- flóa og lesta til Noregs og Sví- þjóðar. Þaðan kemur skipið svo með fullfermi, m.a. um 1000 lest- ir af síma- og rafmagnsstaurum. Eimskip hefur nú tekið alls á leigu níu skip, sem koma hingað á næstunni með fullfermi af vör- um, m.a. tilbúinn áburð. Skalifrelsi Eimskíp framlengf FRAMLENGING á skattfrelsi Eimskipafélagsins var samþykkt til eins árs í viðbót. þegar Efri deild Alþingis samþykkti í gær endanlega sem lög frumvarp Ólafs Thors þar að lútandi. ! Framsögumaður fjárhagsnefnd ar, Bernharð Stefánsson mælti nokkur orð um frumvarpið. Hann greindi frá því að Eimskipafélag- ið hefði verið skattfrjálst um langan aldur gegn því skilyrði að greiða ekki nema 4% í arð. Engar slíkar breytingar hefðu i orðið á aðstöðu félagsins, að ástæða væri til að breyta þessu ákvæði. Nú stæði líka þannig á, að ekki væri enn búið að ljúka endurskoðun á skattalögum fyrir félög og væri því vart hugsandi að gera félagið skattskylt fyrr en með þeirri endurskoðun. Frumvarpið var samþykkt sem lög með 12 atkv. gegn 2. Síldarverksm ið j ur greiði Siglufirði .kr. 100 þús. FRUMVARP Einars Ingimundar- sonar um að síldarverksmiðjur ríkisins greiði 100 þúsund króna lágmarksupphæð til Siglufjarðar- kaupstaðar var afgreitt í gær frá Efri deild Alþingis sem lög. Á 10 síldarleysisárum hafa Síldarverksmiðjurnar greitt að- eins óverulegt gjald til Siglu- fjarðarkaupstaðar. Á bæjarsjóð- ur þar við mikla erfiðleika að etja vegna fjárskorts. Með til- liti til þess að síldarverksmiðj- urnar reka allmikla starfsemi á Siglufirði, en eru annars útsvars- frjálsar sem ríkisfyrirtæki, þótti þetta frumvarp sanngirnismál. ^SÁ EKKI BARNIÐ Slysið á litla drengnum varð við húsið Laugarteig 58 um kl. 10 í gærmorgun. — Maður nokk- ur hafði stöðvað bílinn sinn á móts við húsið. Þegar hann ók af stað, taldi hann sig ekki hafa orðið var við mannaferðir kring- um bílinn. En er hann ók af stað, varð hann þess var, að einhver fyrirstaða var við annað aftur- hjól bílsins, og rétt í sama mund heyrði hann barnsgrát. MEIDDIST Á HÖFÐI Rétt aftan við bílinn sá hann hvar Iítill drengur lá i götunni. Hann heitir Viðar Þórarinsson, Laugateig 58. Drengurinn var fluttur strax í Landsspítalann. Við læknisskoðun þar kom í ljós, að billinn hafði ílett upp höfuð- leðrinu á lófastórum bletti. Er búið hafði verið um meiðslin var drengurinn fluttur heim til sín. HJÓLIÐ 1 EFTIR GANGSTÉTTINNI Það var klukkan rúmlega 12 & hádegi í gær, sem hjólið fór und- an strætisvagninum. Var hann kominn niður Bankastrætið, er vinstra afturhjólið, sem er tvö- fallt, stórt og þungt, sennilega um 200 pund, skondruðu undan vagninum, með öxulbrotið, og fór hjólið upp á gangstéttina. Þar var maður frá Akureyri á gangi, Guð- ión Njálsson. Hann heyrði skell- inn, er vagninn skall í götuna, en tókst ekki að forða sér undan hjólunum. Þau komu við hann, skelltu honum í götuna, rifu föt hans og skemmdu. RAKST Á GRINDURNAR En svo vel vildi til, að öxul- brotið sneri frá manninum. Öðr- um vegfarendum tókst að forða sér, en hið þunga hjól nam ekki staðar fyrr en það rakst á járn- grindverkið við gatnamót Aust- urstrætis og Pósthússtrætis. Ekki sakaði farþega í vagninum. —. Nokkru síðar var komið með kranabíl á vettvang, og var vagn- inn dreginn inn á verkstæði strætisvagnanna inni í Laugar- neshverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.