Morgunblaðið - 06.05.1955, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.05.1955, Qupperneq 14
14 MORGUTSBLÁÐIÐ Föstudagur 6. maí 1955 1 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR L B, PRIESTLEY FramKaldssagan 29 nú orðin að öskri. „Þú veizt hvar efri gangurinn er, eða er það ekki? Þú hefur heyrt talað um hann. Þú getur að m.nnsta kosti trúað, að það sé gangur hér í húsinu, þótt þú trúir annars ekki miltlu“. Það var einkennilegt, hvað herra Femm virtist vera æstur. Það voru ekki aðeins öskrin í systur haac, sem gerðu hann æstan, samt hikaði hann enn. — „Já, ég man nú eftir honum. — Hann er mjög þungur, allt of þungur fyrir mig‘!. Hann hristi höfuðið. „Ég get ekki borið hann niður alia f essa stiga“. „Þú átt við, að þú sért of hræddur við að fara þangað upp einn“, sagði systir hans og benti á hann. „En ekki fer ég upp, ég hef allt amað að gera. Þér verð- ið að fara með honum“. Og nú benti hún á Philip. Margaret varð feimin við og hana langaði til að hrópa upp, að Philip mætti ekki fara, en hún áttaði sig allt í einu, að hún niundi aðeins verða a ðathlægi. Hvers vegna skyldi hann ekki fara? En samt var hún hálfhrædd þegar hanri kinkaði kolli til herra Femm. „Já, ég skal auðvitað fara með yður og hjápa yður að koma lionum niður“. „Ég skal líka fara, ef þið vilj- ið“, sagði sir William og leit á þá til skiptis. Philip brosti til nans. „Nei, ég hef veiið valinn til fararinn- ar og ég fer. Það er bezt, að við tökum með okkur annað kertið, er það ekki?‘. Hann tók upp kertastjakann og leit brosandi til Margaretar og gekk nokkur skref í áttina til stigans. Herra Femm tók af homim kertið og gekk á undan upp stigann. „Ég tek þetta', hrópaði ungfrú Femm og tók kertið, sem var eftir. Margaret bar fram einhver mótmæli, hún vildi ekki vera ein eftir í myrkrinu. „Þér sjáið það sjálfar, að þér verðið að skilja eftir eitthvað Ijós hjá okkur“, kallaði sir Willi- am. Og hann leit vingjarnlega á Margareti, eins og til að gefa til kynna, að hann vissi, hvernig henni liði, og Margaret virtist vera þakklát fyrir það. „Ef þér eruð að fara“ hélt hann áfram hljómmikiili röddu, „verðið bér að skilja þ< tta kerti eftir hjá okk- ur, ekki getum við setið í myrkr- inu“. Ungfrú Femm brosfi að þessari athugasemd svo að djúpar holur mynduðust í feitum kinnum Jiennar. ,Þið hafið gott af því að sitja í myrkrinu", sagði hún, ,,en ég skal athuga málið. Ég get ekki gengið um í myrkrinu og ég skal reyna að leita mér að öðru kerti“ Hún fáimaði niður í kertastjakann og fann þar gamlan kertisstubb, sem hún kveikti á, og gekk síðan vagg- andi til dyranna. Hin tvö horfðu á hana og íettust síðan niður við arininn. „Ég held ég fái mér eina sígar- ettu“, sagði sir Wilham og tók fram sígarettuveskið sitt. „Viljið þér eina?“. Hana 'angaði raunverulega ekki til að reykja, en hún tók samt eina sígarettu, en henni fannst húu vera rólegri, ef hún liefði eitthvað milli handanna og lienni fannst hún vera félags- legri. Sir William teygði úr sér, leit í kringum sig og sagði í léttum tón: ,,Það er svo sem ekkert sérlega líf'.egt hérna. Hvað varð af Gladys og hinum náunganum, Penderel. Það er einkennilegt,' að ég hef akkert saknað þeirra. Skyldu þau vera að ráfa eitthvað um húsið?“. 1 Hún svaraði, að hún vissi það ekki. Það gæti verið að þau hefðu farið út. Hún saagði við sjálfa sig, að hann hefði ekki miklar áhyggjur uf Gladys. Það var ein- kennilegt samband þeirra á milli. Hún varð dálítið foorvitin um hann og þetta samband þeirra og hún horfði á andlit hans. i „Við eriui. dálítið skipandi við þetta fólk hérna, þegar maður fer að hugsa út I það“, sagði hann. „Mér finnst það ekkert skemmti- í legt, þótt við höfum margt okkur til afsökunar". I „Ég veic það. Ef þetta væri venjulegt fólk, mundi ég segja, að við höguðum okkur mjög illa. En þau eru svo einkennileg, finnst yður það ekki?“ Og þá datt henni allt í einu i hug, hve hræði- legt það mundi ve-a, ef hann horfði undrandi á hana. En hann bara brosti og henni var huggun í að hafa hann þarna. „Ég mundi segja, að þau væru hálfvitlaus", sagði hann. „Þau bæði, en bau hafa orðið það á því, að búa á svona afskekktum stað, langt frá öllum manna- byggðum, og sjá aldrei neinn svo árum skipti. Ég ætti að vita það, því að ég hef lifað í heimi sem þessum“. Hún tók út úr sér sígarettuna og horfði undrandi á hann. „Ég ímynda mér yður með síma, og bifreiðar c? hraðlestir, skrifstof- ur og vercsmiðjur, en ekkert þessu líkt“. „Núna, já, en ekki allt af. Ég ólst upp í litlu þorpi í Austur- Lancashire, rétt við heiðarnar, og í nokkra mílna fjarllægð það- an var lífið svona villt eins og hérna og þar gat maður fyrir hitt svona einkennilegt fólk‘, Henni fannst hún geta heyrt Lancashire hreieminn í röddinni hans. „Ég fer þangað stundum, þar á ég bróður og systur, sem allt af búa þar við það sama'. Hún vissi ekkert um þetta fólk en hún sagði: „Þau gera senni- lega ekkert veður út af yður vegna þess. að nú eruð þér mik- ill maður og hafið nóga peninga". Hann hló „Það er nú einmitt það sem að er. Þau bera virð- ingu fyrir ptningunum, en ekki mér. Þau vita hvers virði pen- ingarnir fii og eru ekkert að gera sér upp, að þau fyrirlíti þá. En á öðrum stöðum, sér- staklega í Suður-Englandi, lætur fólkið sem það kæri sig kollótta um peninga og það kærir sig líka kollótt um mig vegna þess að ég hef nóga peninga“. Margaret gat ekki á sér setið að spyrja hann spurningar: „Hveernig komust þér yfir svona mikla peninga? Ég ég við hvern- ig byrjuðuð þér á því?“ Hann horfði á hana. „Þetta er einkennileg spurning". „Fyrirgefið, þetta er heldur opin spurning, ég veit það, en mig hefur alltaf langað til að spyrja einhvers eins og yður slíkrar spurningar“. j „Nei, ég er ekkert móðgaður, það megið þér ekki halda“, sagði hann og kom sér betur fyrir í stólnum. „Þetta er einkennilegt, því að ég var einmitt að hugsa um það sama“. Hann þagnaði og leit með hálflokuðum augum á eldinn í arninum. Margaret hætti að vera forvitin og fór að hugsa um, hvað Philip væri að gera. Þetta tók þá langan tíma að komast upp á efri ganginn. Eða var þetta langur tími? Nei, það voru ekki nema nokkrar mínútur síðan hann fór. Hún sneri sér í flýti að sessunaut sínum, sem lyfti nú höfðinu og leit til hennar. „Langar yður raunwerulega til að heyra þá sögu?“ | Hún kinkaði kolli. „Já, er orðin forvitin. Ef þetta mundi verða ræða um einhverja háfleyga fjár , málaspeki, mundi hún losna und- j an því, því að Philip mundi vera ! kominn, áður en sú ræða væri j langt á veg komin. En samt hafði hún það á tilfinningunni, að þetta mundi vera persónuleg saga, því VILLIIVIAÐURIMM 5. Drengurinn settist nú á brunnbarminn, og sá hann, að í brunninum var gullfiskur, sem gægðist upp úr vatninu hvað eftir annað, og slöngu sá hann bregða fyrir á botninum. i Hann gætti þess vandlega að láta ekkert falla ofan í brunninn. En þó kom að því, að hann varð svo þreyttur í hendinni af því að banda flugum og fiskornum frá brunn- i inum, að honum varð þá það á alveg ósjálfrátt að snerta ; vatnið með einum fingrinum. Og þegar hann leit á fingur- j inn á eftir, sá hann, að hann var orðinn logágylltur. Og ' hvernig sem hann reyndi að ná gullinu af fingrinum, var það með öllu árangurslaust. Um kvöldið kom villimaðurinn og sagði að hér hefði eitt- irvað gerzt til tíðinda. „Nei, hér hefir ekkert sérstakt gerzt,“ svaraði drengur- 1 inn um hæl, en faldi fingurinn um leið að baki sér. j „Þú hefir stungið fingrinum ofan í vatnið,“ mælti þá villimaðurinn. „í þetta sinn skal ég fyrirgefa þér, en gættu þess að óhlýðnast mér ekki oftar.“ j Snemma morguninn eftir fór drengurinn aftur út að brunninum. Honum varð það nú á að strjúka hárið á sér aftur, en þá losnaði eitt hár og féll ofan í brunninn. j Þegar villimaðurinn kom heim um kvöldið, vissi hann þegar hvað komið hafði fyrir. j „Þú hefir misst hár ofan í brunninn,“ sagði hann. „Aftur skal ég hlífa þér. En komi það fyrir í annað sinn, að þú snertir vatnið eða missir eitthvað ofan í það, þá getur þú Alhliða uppþvotta- þvotta- og hreinsunarduft allt i sama pakka í því er engin sápa eða lút- arsölt, þess vegna algjörlega óskaðlegt fínustu efnum og hörundinu. HÚSMÆÐUR! Látið „REI“ létta heimilis- störfin! Notið „REI“ í upp- þvottinn,— uppþurkun spar- ast. Gerið hreint með því, — þurkun sparast. „REI“ eyðir fitu, óhreinindum, fisklykt og annarri matarlykt, einnig svitaiykt. Þvoið allan við- kvæman þvott úr „REI“, t. d. ullar-, silki-, bómullar-, nælon , perlon og önnur gerfiefni, auk alls ungbarna- fatnaðar. ,,REI“ festir lykkj- ur. — Hindrar lómyndun. — Skýrir liti. i\lotið því heldur 3 Tannlæknar segfa að STÖÐVI BEZT TAMM- SKEMÍMIIIR! HREIMSUM TAMMA MED COLGATE TAMM- KREIHI oeNTAl- c Hin virka COLGATE-froða ter um allar tann- holur — hreinsar matarörður, gefui ferskt bragð í munninn og varnar tannskemmdum. HELDUR TÖNNUNUM MJALLHVÍTUM GEFUR FERSKT MUNNBRAGÐ Drengur ■ ■ ■ ■ ; á aldrinum 14—16 ára óskast til innheimtustarfa i • ■ ; og sendiferða. i • ■ ■ ■ ■ ■ Magnús Th. S. Blöndahl h.f. ■ ■ Vonarstræti 4 B. ■ ■ • ■ • ■ naaObUJUaMMUiaMaiMaaM.................... í ■ ■ ■ • ■ ■ ■rrrrrrnmiTiiiiiiii ■■■■■ itr■ ■ ■ ■■ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.