Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.05.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. maí 1955 MORGV ISBLAÐI& 1 Rey kja ví kurbréf: Laugardagur 21. mai Á þessum myndum getur að líta örfá sýnishorn af Uinum mikJu byggingaframkvaemdum í Reykjavík um þessar mundir. Á myndinni lengst til vinstri sést hluti af íbúðarhúsum þeim, sem Benedikt & Gissur eru að reisa á horni Skeiðavogs og Langholtsvegar. Þar verða 34 íbúðir í 6 húsum. Myndin i miðjunni er af stórbygg- ingu, sem starfsmenn ríkis og bæjar eru að byggja við Fjallhaga. Þar eru 25 íbúðir. — Myndin lengst til hægri er svo af raðhúsum þeim, sem Reykjavíkurbær er aff bj'ff&ja norðan Réttarholtsvegar, þar sem skipulagt hefir verið hverfi fyrir allt að 200 íbúðum, mest fjögurra herbergja. (Ljósm. H. Teits). Framkvæmd hins nýja veðlánakerfis að hefjast — Húsnæðismálastjórn skipuí i næstu viku — IMýjar flugleiðir — kvað Mur stjórnarmyndunar viðræðum Fram- sóknar við Þjóðvörn og Alþýðuflokkinn? — Þátttaka kvenna í hrczku kosningunum Framkvæmd hins nýja veðlánakerfis að hefjast HÉR í REYKJAVtK og víðsveg- ar um land er nú byggt meira af íbúðarhúsum en oftast áður. Samtals er nú verið að byggja í höfuðborginni einni hátt á fjórtánda hundrað íbúðír. Grundvöllur þessara miklu byggingaframkvæmda er hið aukna framkvæmdafrelsi, sem Sjálfstæðismenn. beittu sér fyrir við myndun núverandi ríkis- stjórnar. Fjárhagsráð var lagt niður og bygging íbúða af venju- legri stærð gefin frjáls. Almenningur hefir hagnýtt sér' þetta frelsi í ríkum mæli. Skort- ur á húsnæði var víða tilfinnan- legur, en þó verstur í Reykjavík,' þar sem fólkinu fjölgar örast. | Það er vissulega ánægjulegt að sjá hve einstaklingarnir, sem eru aff byggja yfir sig, íeggja sig fram um aff koma húsnæði sínu upp á sem skemmstum tima. Enn sem fyrr er þaff Ijóst, aff framtak einstaklingsins er mæniásinn í öllu uppbyggingarstarfi þjóðfélagsins. Hinu opinbera, bæ og ríki, bcr aff styrkja sjálfsbjargarviffleitnina og hjálpa þeim, sem mesta þörf hafa fyrir affstoff. Með hinni nýju löggjöf um stuðning við íbúðahúsabyggingar í landinu, er stórt spor stigið í þá átt að fullnægja húsnæðis- þörf þjóðarinnar og skapa öllum skilyrði til þess að búa í góðum og heilsusamlegum húsakynnum. í fiöldamörg ár má heita að öll veðlánastarfsemi vegna íbúða- bygginga hafi legið niðri. Með lánadeild smáíbúða hefir s. 1. þrjú ár verið reynt að bæta nokkuð úr sárasta lánsfjárskort- inum. Hafa efnalitlum einstakl- ingum samtals verið veitt um sextán hundruð lán í því skyni. Enda þótt hámarkslánsupphæð- in hafi aðeins verið 30 þúsund krónur, hafa þó þessi litlu lán hjálpað ótrúlega mörgum til þess að eignast þak yfir höfuðið. Ekkert virðist því til fyrir- stöðu, að hið nýja veölánakerfi geti byrjað að komast í fram- kvæmd á næstu vikum. Eðlilegt er að það taki ríkisstjórnina nokkurn tíma að undirbúa ýmis- legt í þessu sambandi, skipa hús- næðismálastjórn og ganga frá ýmsu, er snertir framkvæmd lánastarfseminar. En lánastofn- anir þjóðarinnar hafa gefið lof- orð um að leggja fram ákveðið fé í þesu skyni. Ætti því að vera unnt að hefja lánveitingar þegar í næsta mánuði. Súmariff er affalbyggingar- tími ársins. Er þaff þess vegna mjög nauffsynlegt, aff einmitt á þeim tíma verffi lánin veitt. Aðalatriffið er, aff fram- kvæmd hinnar nýju löggjafar verði hagaff þannig, að hún verði þjóðinnl aff sem mestu gagni. Fimm manna húsnæðismalastjórn SAMKVÆMT lögunum skal skip uð fimm manna húsnæðismála- stjórn, sem bæði annast lánveit- ingar og hefir forgöngu um um- bætur í húsnæðismálum þjóðar- innar almennt. Fjóra þessa^menn skipar ríkisstjórnin en einn er til- nefndur af Landsbankanum. Skal. þess getið, að Sjálfstæðisflokkur- ' inn hefir þegar tilnefnt þá tvo fulltrúa, sem honum ber að velja í húsnæðismálastjórn. Má gera ráð fyrir, að Framsóknarflokkur- inn tilnefni sína menn á næst- unni. Sjálfstæðismönnum er það hið mesta áhugamál, að framkvæmd hinnar nýju löggjafar fari sem bezt úr hendi og stuðli að sem mestum umbótum í húsnæðismál- um landsmanna. Fyrir þeirra frumkvæði hefir á undanförnum árum margt verið gert til þess að bæta úr húsnæðisskortinum, ekki sízt af hálfu bæjarstjórnar Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefir meirihluta. Þar hefir bærinn sjálfur ráðist í stórframkvæmdir um leið og hann hefir hjálpað einstakling- unum til þess að eignast íbúðir, og leigt hinum efnaminni. Reykjavíkurbær hefir nú í byggingu effa undirbýr um 150 íbúffir. Er þaff stærra átak en nokkru sinni fyrr hefir veriff lyft hér á landi til um- bóta í húsnæðismálum. Nýjar fliisrleiðir SUMARÁÆTLANIR íslenzku flugfélaganna eru nú komnar til framkvæmda. Verður nú i sum- ar flogið til fleiri landa en nokkru sinni fyrr á íslenzkum flugvélum. Flugfélag íslands opnaði um síðustu helgi nýja flugleið til Stokkhólms með viðkomu í Osló. Verður slík ferð farin fram og til baka einu sinni í viku. Bætir það samgöngur okkar við Norð- urlönd enn verulega. í dag, laugardag, hefja svo Loftleiðir vikulegt áætlunarflug til Luxembourg með viðkomu í Gautaborg og Hamborg. íslenzku flugfélögin hafa nú fjór- ar vel búnar Skymasterflugvél- ar í millilandaflugi. Geta þessar flugvélar samtals flutt yfir 200 farþega. Má af því marka, á hve myndarlegan hátt millilandaflug okkar er nú rekið. Er fyllsta á- stæða til þess að þakka hinum íslenzku flugfélögum þróttmikið brautryðjendastarf á sviði sam- göngumálanna síðan styrjöldinni lauk. Hvað líður viðræðum Framsóknar við Þjóðvörn og’ Krata? EINS OG FRÁ var skýrt hér í Reykjavíkurbréfinu s. 1. sunnu- dag, standa nú yfir viðræður milli Framsóknarflokksins ann- ars vegar og Þjóðvarnarflokksins og Alþýðuflokksins hins vegar. um möugleika á myndun „vinstri stjórnar.“ Haraldur Guðmunds- son skýrði frá þessu í útvarps- umræðunum um daginn — og Framsóknarmenn staðfestu um- mæli hans með þögninni. Vitneskjan um þessar viff- ræffur hefur vakiff undrun um hræði. Auk þess sé ómögulegt að treysta Framsóknarmönnum í einu eða neinu. Leiðtogar þeirra séu ýmist lengst til hægri eða vinstri. Hermann Jónasson komi ýmist fram í gervi „bæjarradi- kala“ eða íhaldsstórbónda. Allt þetta setur geig í brjóst land allt. Á meffan Framsókn-! leiðtoga pínulitla flokksins, sem arflokkurinn á sæti í ríkis- horfir döprum augum til horf- stjórn meff Sjálfstæðisflokkn-, ins blómaskeiðs, meðan Alþýðu- Ungfrú Patricia Hornsby-Smith. Hún er affstoðarheilbrigffismála- ráffherra og einn duglegasti bar- áttumaffur íhaldsflokksins. um og stendur að fram- kvæmd frjálslynds og stór- huga málefnasamnings, tekur hann aff ræffa undirbúning stjórnarmvndunar meff stjórn- arandstæffingum, sem barizt hafa eins og ljón gegn stefnu ríkisstjórnarinnar allt frá því hún var mynduff. Sérstaklega þykir fólki út um sveitir það merkilegt, að Fram- sóknarmenn skuli nú ganga ákaf- lega eftir Þjóðvarnarmönnum til stjórnarsamstarfs. Þykir mönnum sem nú sé komið annað hlióð í strokkinn en áður, er Tíminn taldi engan flokk verri en Þjóð- varnarflokkinn, og óskaði honum út í yztu mvrkur. Hefir þetta þeg- ar orðið töluvert vatn á myllu Þjóðvarnarmanna, sem nú flagga alls staðar með því, að Fram- sóknarmenn séu svo hræddir við þá, að þeir þori ekki annað en að bjóða þeim stjórnarsamstarf og margvísleg fríðindi ef úr kaup unum verður! Geigur í brjósti pínu litla flokksins. í ALÞÝÐUFLOKKNUM munu skoðanir mjög skiptar um af- stöðuna til „vinstri stjórnar". — Benda margir á, að flokkurinn hafi aldrei haft annað en háð- ung og tjón af samstarfi við Framsókn. Árið 1938, eftir fjög- urra ára setu í stjórn með Fram- sóknarflokknum, hefði flokkur- Dr. Edith formaffur flokksins. Summerskill. Hún er brczka Verkamanna- flokkurinn var og hét og leiðtog- ar hans nutu friðar og værðar innan um bein og bitlinga. En í því fólst upphaf ógæfu þeirra. Þeir gleymdu fólkinu, sem hafði lyft þeim til valda. Samvinnan viff Framsókn, sem sífellt hældi þeim á hvert reipi, eins og hún gerir enn í dag, fjarlægði þá verkalýffs- samtökunum, og greiddi öfga- stefnu kommúnista veginn til i aukinna áhrifa. Ástæða er til þess að varpa þeirri spurningu fram, hvernig samningaviðræðurnar gangi milli Framsóknar, Þjóðvarnar og krata. Almenningur á nokkurn | sem mjög er uggandi um fylgi sitt. Sjálfstæðismenn stórjuku fylgi sitt í Vestur-ísafjarðarsýslu viff siðustu kosningar. Munaði þá að- eins 29 atkvæðum, að frambjóð- andi þeirra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, næði þar kosningu. Mun ekki ofmælt, að fylgi hans hans síðan aukizt verulega. Er það almælt, að Vestur-ís- i firðingar hyggi gott til þess að fá þennan unga og glæsilega 1 mann til forystu um mál sín. Fátt bendir því til þess að hjálparleiðangur fjármálaráð- herra muni snúa hugum Vestur- ísfirðinga eða annara Vestfirð- inga til aukins stuðnings við hentistefnu Framsóknarflokksins. Vestfirðingar hafa á undanförn- um árum sýnt stöðugt minnkandi áhuga fyrir Framsóknarflokkn- um og Alþýðuflokknum. Að sama skapi hefir fylgi þeirra við Sjálf- stæðisstefnuna aukizt. Árið 1937 fengu Framsóknarmenn og Al- þýðuflokkurinn frambjóðendur sína kjörna í öllum 5 kjördæmum Vestfjarða. Árið 1942 unnu Sjálfstæðis- menn tvö þeirra, Barðastranda- sýslu og Norður-ísafjarðarsýslu. Síðan hafa þessi hóruð verið ein traustustu vígi Sjálfstæðisstefn- unnar. Sumarið 1953 unnu Sjálfstæð- ismenn glæsilegan sigur í ísa- fjarðarkaupstað, sem Jafnaðar- menn höfðu haldið frá því 1927. Minnstu munaði þá einnig, að Sjálfstæðismenn ynnu Vestur- ísafjarðarsýslu. Þessi þróun er svo örugg, aff hún verffur ekki stöðvuff mtff einum hjálparleiffangri Fram- sóknarráffherra, enda þótt í vasa hans séu lyklar aff sjóffi hins íslenzka ríkis. Brezku kosningarnar Á MIÐVIKUDAGINN kemur vel- ur brezka þjóðin 630 þingmenn. til Neðri málstofunnar. Um 1400 frambjóðendur verða þar í kjöri, þar af um 90 konur. i Verkamannaflokkurinn hefir 41 rétt á því að fylgjast með, hvern- , konu £ Rjöri, íhaldsflokkurinn 33, ig þessum yiðræðum ymdur^fram, j Frjálslyndi fiokkurinn 14, Þjóð- hvort „vinstri stjórn" þessara flokka sé ef til vill á næsta leiti. Þá þyrfti að gefa upp og stokka spilin að nýju. Hjálparleiðangur fjármálaráðherra EITT ÞEIRRA 10 kjördæma, sem Tíminn lýsti yfir að mikil hætta væri á að Sjálfstæðismenn fengjú við næstu kosningar, er Vestur- ísafjarðarsýsla. Til þess að reyna að rétta hlut Framsóknarþing- manns héraðsins hefir fjármála- ráðherra nú lagt upp í leiðangur vestur á firði. Hefir hann boðað til funda í fjórum kjördæmum Vestfjarða, allt frá Barðastranda- sýslu til ísafjarðardjúps. En fyrst og fremst mun þó för þessi inn klofnað og kommúnistar eflzt; gerð til stuðnings við Framsókn- I um allan helming. Þessi spor arþingmann Vestur-ísfirðinga,Í ernisflokkurinn í Wales 1 Kommúnistaflokkurinn 1. í Bretlandi þykir þátttaka kvenna í stjórnmálum og þing- seta þeirra sjálfsögð og eðlileg. Síðasta kjörtímabil áttu 17 kon- ur sæti í Neðri málstofunni. 16 þeirra bjóða sig fram að nýju. En brezku konurnar eru ekki aðeins frambjóðendur í þingkosn- ingum. Mikill fjöldi annarra kvenna tekur virkan þátt í kosn- ingabaráttunni. Þannig er það t. d. algengt og þykir sjálfsagt, að konur frambjóðenda komi mjög fram í hinni pólitísku bar- áttu, tali með þeim á framboðs- fundum og mæli með þeim í blöðum. Formaður brezka Verkamanna- flokksins er nú kona. Er það dr. Edith Summerskill. Hún hefir Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.