Morgunblaðið - 24.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1955, Blaðsíða 1
16 síður Mftfri *3- irjangu? 115. tbl. — Þriðjudagur 24. maí 1955 Prentsmííj* Morg'inblaðsina dur í Bret- landi áhugalausir fyrir kosningunum ^k Si'iámmálamenn í óvissu um úrslii kosninganna LUNDÚNUM, 23. maí — frá Reuter-NTB 35 MILLJÓNIR kjósenda í Bretlandi, sem gang-a eiga að kjörborðinu á fimmtudaginn sýna enn litinn sem engan áhuga á kosningunum, og veldur það stjórnmálamönnum miklum á- hyggjum. Þeirra á meðal er m. a. farið að gæta nokkurs uggs og óvissu um það hver úrslit kosninganna verða — og stafar það eingöngu af því hve dauflega almenningur tekur kosningunum. Þó segja skoðanakannanir, að fylgi íhaldsflokksins muni aukast um 3,5% og þýðir það, að þeir muni fá um 100 sæta meirihluta á þingi. + VERKFÖLLIN MIKLU | þingflokkarnir ákveðið að hætta Það er annars margt sem glep- við sjónvarps- og útvarpsum- ur fyrir almennum kjósanda í Bretlandi þessa dagana. í dag hófst verkfall um 19 þúsund hafnarverkamanna í Lundúnum og þremur borgum öðrum og á laugardaginn hafa 70 þúsund járnbrautarstarfsmenn hótað að leggja niður vinnu ef ekki hefur þá verið gengið að kröfum þeirra. + UMMÆLI GÁRUNGA Daginn fyrir kosningarnar — eða á miðvikudaginn — fara fram hinar miklu Derby-veð- reiðar og gárungarnir segja að kosninganna til brezka þingsins árið 1955 muni aðeins verða mönnum minnisstæð vegna þess að þær hafi farið fram daginn eftir Derby-veðreiðarnar. Og ofan á allt hafa brezku ræður sínar — en það hef ur lóng- um verið það eina sem í raun og veru gaf kosningabaráttunni lit. — Rarnaskóli vígður við Varmaland um lielgiiia Sjö hreppar í Mýrarsýslu byggðu hann Á LAUGARDAGINN var vígður heimavistarskóli í Mýrarsýslu, að Varmalandi að viðstöddu fjöl- menni. í skólahúsinu var um 80 gestum boðið til hádegisverðar. Sjálf vígsluathöfn skólans hófst klukkan 3 síðd. Meðal viðstaddra var Bjarni Benediktsson mennta- málaráðherra, er flutti ræðu, — Einnig tóku til máls séra Bergur Björnsson formaður skólanefndar, Jón Steingrímsson sýslumaður, Stefán Jónsson náms stjóri, Guðmundur Jónsson hreppstjóri á Hvítárbakka, Vig- dís Jónsdóttir forstöðukona hús- mæðraskólans á Varmalandi, Bjarni Andrésson kennari og síð- astur tók til máls skólastjórinn, Ólafur Ingvarsson. Við athöfn- ina söng kirkjukór Stafholts- tungna undir stjórn Guðmundar Jónssonar frá Valbjarnarvöllum Dg kvennakór Húsmæðraskólans söng einnig, undir stjórn Bjarna Andréssonar kennara. Séra Bergur Björnsson pró- íastur stjórnaði hátíðinni og framkvæmdi vígsluathöfnina. Bað hann skólanum og því starfi, «em þar yrði unnið, blessunar. Skólanefnd bárust heillaskeyti írá ýmsum aðilum, t. d. frá Helga Elíassyni fræðslumálastjóra, sem nú er erlendis. Að byggingu skólans stóðu sjö sveitafélög Mýrarsýslu. Hófst skólastarfið í byrjun desember- mánaðar í vetur er leið, og stund uðu 80 börn nám í skólanum. Var þeim skipt í tvo hópa og fárið eftir aldri og námsgetu. Voru samtals um 40 börn í skólanum. í senn. Þótti skólastarfið fara vel af stað. • Hefur bygging og starfsemi þessa mikla skólaheimilis vakið mikla og almenna ánægju hrepps búanna, sem að honum standa í sýslunni. Brezka stjórnin sýnir innræti sitt í lnndhelgismáli íslands Á f midi með drottningu HAAG, 23. maí: —¦ Drees forsæt- isráðherra Hollands hefur gengið á fund Hollandsdrottningar og ítrekað það að ráðuneyti hans haldi fast við lausnarbeiðni sína — en hana lagði hann fram sem kunnugt er þegar tillaga stjórn- I arinnar um hækkun húsaleigu hafði verið felld í þinginu fyrir viku síðan. Drottningin hafði beðið Drees að reyna að leysa þetta deilu- atriði þings og stjórnar — en það hefur honum ekki tekizt. Klykkir svo út með því að leggja blessun sína á löndunarbannið BREZKA stjórnin hefur sent Evrópuráðinu allstórt álitsskjal um landhelgisdeiluna og löndunarbannið. Er það heildarniður- Istaða hennar, að hún vilji „semja" við íslendinga um stærð land- helginnar við ísland. Hinsvegar kveðst hún ekki geta beitt áhrif- um Sínum til að afnema löndunarbannið, því að þar sé ekki um annað að ræða en „frjálsan vilja" borgaranna. íslenzki fiskurinn hafi ekki selzt í Bretlandi, vegna þess að frjáls samtök, sem brezka stjórnin ræður ekki yfir, neituðu að kaupa. HEIMTAR SAMNINGA | að „semja" um það, hvort þeir Það sem hér hefur verið sagt mættu friða sína eigin landhelgi. stuttlega upp úr þessu skjali brezku stjórnarinnar, sýnir nokk- uð hyers °ðli þess er. Þar kemur ákaflega greinilega fram, hver hugur brezku stjórnarinnar í Er nú búist við að drottningin i málinu er. Hún vill ekki viður- biðji ráðuneyti Drees að sitja i kenna umráðarétt íslendinga yfir áfram þar til ný stjórn hefur sinni eigin landhelgi, heldur tel- verið mynduð. — Reuter-NTB | ur hún, að íslendingar hefðu átt I síðasla lagi 76. maí EINS og áður hefur verið getið um i blaðinu bjóða Sameinuðu þjóðirnar stúdentum upp á dval- arstyrk við aðalbækistöðvarnar í New York. Fá viðkomandi fríar ferðir vestur og heim aftur og 42 dala kaup á viku, en vestra eiga menn að starfa sem leið- sögumenn í aðalbækistöðvunum og kynnast að öðru leyti starf- semi Sameinuðu þjóðanna. Skal nú bent á að frestur til umsóknar rennur út hinn 26. maí n.k. Rætf um aukna samvinnu lóna- stofnana, örvun til sparnaðar og veðlán til íbúðabygginga SÍÐASTL. laugardag var haldinn fyrsti landsfundur banka og sparisjóða í fundarsal Landsbanka íslands í Reykjavík. Á fundinum voru mættir banka- og sparisjóðsstjórar eða fulltrúar þeirra, víðsvegar að af landinu og ræddu þeir um ýms mál. SAMNINGSBUNDINN SPARNAÐUR TIL ÍBÚÐABYGGINGA Á fundinum voru ræddar til- lögur sparifjárnefndar, sem kjör- in var s. 1. ár. Urðu m. a. tals- verðar umræður um tillögu hennar um samningsbundinn sparnað, t. d. í sambandi við í- búðarhúsabyggingar og tillögu um vísitölutryggingu á verð- bréfum. Þá var og rætt um hlut- verk og starfsreglur samvinnu- nefndar banka og sparisjóða. Er hlutverk nefndarinnar marg- þætt, en það helzt að hún á að undirbúa framkvæmd sparifjár- nefndar um ný innlánsform, rannsaka tékkaviðskipti og önn- ur mál, er varða starfsemi inn-, lánsstofnana, hafa forgöngu um upplýsingaþjónustu og áróður fyrir sparnaði og nýjum innláns- formum. Var síðan kjörið í nefnd ina. LÖG UM VEÐLÁN TIL ÍBÚÐABYGGINGA RÆDD Þá fóru fram umræður um hin nýju lóg um veðlán til íbúða- bygginga. Dr. Jóhannes Nordal hagfræðmgur rakti aðalatriði þeirra og svaraði fyrirspurnum er fram komu. .§> *Yamh. á Wa t Júgóslafar ákveðuir BELGRAD, 23. maí: — Kruchev aðalritari rússneska kommún- istaflokksins og Bulganin for- sætisráðherra, eru væntanlegir til Belgrad á morgun (þriðjud.). Þeir ásamt rússnesku sendi- nefndinni sem ræða eiga við júgóslafneska stjórnmálamenn, munu verða þar í landi í 7—8 daga — en þeir munu þá bjóða Júgóslöfum efnahagsaðstoð og ræða ýmis önnur mál. Talsmaður júgóslafnesku stjórn arinnar hefur lýst því yfir að hvað sem í boði væri verði Júgó- slafar ekki fengnir til þess að slíta samvinnunni sem þeir hafa gengið í við Tyrki og Grikki, og að þeir muni aldrei verða notað- ir sem hlekkur í „hlutlausa belt- inu", sem Rússar berjast nú fyrir. Myndin að ofan var tekin s. 1. laugardag af fundarmönnum á landsfundi banka og sparisjóða. „SKYRINGAR" A AFLA- AUKNINGU Þá eru í skjalinu ýmiskonar „skýringar" á því, hvers vegna fiskafli Bteta við ísland hafi auk- izt stórleg^ upp á síðkastið. En eins og kunnugt er, hafa íslend- ingar svarað hinum upphaflegu ásökunum Breta að landhelgis- víkkunin xitilokaði veiðar við ís- land, með bví að benda á að stað- reyndirnar eru allt aðrar. Afl- inn hefur aukizt, við friðunarráð- stafanirnar. íslendingar bentu á, að afli brezku togaranna hefði aukizt um hvorki meira né minna en 85% síðan friðunarráðstafanirnar voru gerðar. Nú segja Bretar, að þessi tala sé röng, og leiði til mis- skilnings. Hún sé aðeins heildar- tala, en svni ekki hvað afla- magnið er á miðunum. En jafn vel þá kemur í ljós, að afli sá, sem veiðist á 100 klst. hefur auk- izt um 26%. ÞAÐ, SEM SÝNIR INNRÆTI BRETA BEZT Síðan lýsir brezka stjórnin þvi yfir, að hún telji, að ráðstafanir íslendinga er þeir víkkuðu land- helgina hafi síður sprottið af vilja til að vernda fiskimiðin, heldur en til þess að koma á efnahags- legri vernd fyrir islenzka báta- sjómenn. Þessa yfirlýsingu gefur brezka stjórnin þrátt fyrir það, þótt hún hafi í höndunum gögrt, sem sýna. að stórfeld rányrkja hefur verið framin á íslandsmið- um i leng-i tíma, svo að aflinn hefur látiS mikið á sjá. Þetta er svar brezku stjórnarinnar, þegar íslenzka ríkisstjórnin hefur haft vit fyrir brezku togaramönnun- um, sem voru langt komnir með að eyða fiskistofninum hér við land. Sýnir þessi yfirlýsing bet- ur en flest annað, að svo virðist sem brezkir togaraeigendur geti sagt stjórninni alveg fyrir verk- um í þessu máli. „FULKOMLEGA LÖGLEGT" Ennþá betur kemur það í ljós, í lok álitsgerðarinnar, þar sem brezka stjórnin tekur að ræða löndunarbannið, hvaðan það álit er fengið. Því að niðurstaðan er sú, að ekkert sé óeðlilegt við lönd unarbannið Það hafi verið sett af frjálsum samtökum. Er það talið ofur sjálfsagt, að togara- mennirnir beiti t. d. fiskkaup- mennina því ofbeldi, sem allir vita að var haft í frammi í sam- bandi við löndunarbannið. Þetta eru aðgerðir, sem eru fullkom- lega löglegar að áliti stjórnar- innar og hún skiptir sér ekki af þeim. „Þess v;gna er þetta rangt, að kalla þetta löndunarbann," segir brezka stjómin!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.