Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1955, Blaðsíða 16
Veðurúili! í dag; S-A stinningskaldi. Skýjað. Dá- lítil rigning. Kosningar í Bretlandi. Sjá grein á bls. 9. Áburðarverksmiðjaa hefur |>egar sparað 21 millj. kr. í erlendum gjaldeyri Byrjnnaiörðngleikar yfirstígnir — Frnmleiðsln írnm úr úætiun NÚ E R lokið fyrsta starfsári Áburðarverksmiðjunnar og telja forráðamenn hennar, að nú sé fengin full reynsla á verksmiðjunni og tækjum hennar. Virðist allt benda til þess að bygging verksmiðjunnar hafi vel heppnazt. Afköst hennar eru nokkru meiri en lofað hafði verið og byrjunarörðugleikar með kornastærð o. fl. eru nú taldir hafa verið sigraðir. Heildarframlciðsla Áburðarverksmiðjunnar hefur orðið fram til þessa um 19 þús. smál. En þetta þýðir 21 milijón króna gjarneyrissparnað, auk þess sem áburður hefur verið fluttur út fyrir 5 millj. kr. \L ^ Stjórn Áburðarverksmiðjunnar mun nú sækja um fjarfest- ingarleyfi til að reisa verksmiðju fyrir fosfórsýru, kali og kalk og blandaðan áburð. Hefur slíkt mikla þýðingu fyrir framtíð- arrekstur verksmiðjunnar, að framleiðslan verði sem marg- þættust. 'Frá þessu var skýrt á aðal- fundi Áburðarverksmiðjunnar, sem haldinn var í Gufunesi í |ær. Stjórnarformaður Vilhjálm- ur Þór bankastjóri, flutti þar skýrslu um starfsemi verksmiðj- unnar á hinu fyrsta starfsári. Á REYNSLUSTIGI Hann sagði m. a. að fyrsti áburð arpokinn hefði verið fylltur 7. marz í fyrra. En með því var að sjálfsögðu ekki hafin reglubund- in framleiðsla. Enda kemur það fyrir að slíkar verksmiðjur eru tvö ár eða meira á reynslustig- úiu. Þessvegna er heldur ekki hægt að byggja á rekstursreikn- ingum þessa fyrsta árs um fram- leiðslukostnað. smiðjunnar þeir verkfræðingarn- ir Jóhannes Bjarnason, Vilhjálm- ur Þórðarson og Gunnar Ólafs- son. Að lokinni skýrslu Vilhjálms Þórs las Hjálmar Finnsson fram- kvæmdarstjóri upp reikninga fé- lagsins og voru þeir samþykktir. ENDURKOSNIR Tveir menn áttu að ganga úr stjórn, þeir Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra cg Jón ívarsson forstjóri en voru báðir endurkjörnir. Skóggræðsla í Þórs- Pétur t>. J. Gunnan- son látinn PÉTUR Þ. J. Gunnarsson stór- kaupmaður andaðist í fyrrinótt í Landakotsspítala, rúml. sjötugur að aldri, eftir langvarandi sjúk- dóm. Þessa merka manns verður nánar minnst hér í blaðinu. Forsefinn kemur til Noregs í dag OSLO, 24. maí: — Mikið er rætt um komu forseta íslands hingað á morgun. Gullfoss leggst ekki að bryggju, en Ólafur krónprins fer á báti um borð í skipið og sækir forsetann. íslenzku blaðamennirnir, sem I boðið var til Noregs í sambandi við forsetaheimsóknina, komu á Fornebu-flugvöll í gærkveldi. Var ekið með þá beint til Frogne- seteren, þar sem borgarráð Osló- borgar bauð til veizlu, en þar voru fyrir margir norskir blaða- menn. Meðal gesta voru og Bjarni Ásgeirsson sendiherra og Ander- sen-Rysst sendiherra Norðmanna á íslandi. Bull varaborgarstjóri bauð gestina velkomna, en sendi- herra íslands þakkaði. I kvöld sitja blaðamennirnir boð íslenzka sendiherrans. Hér er óvenju kalt, hiti aðeins 8 stig. Okkur þótti landsýn nokk- uð undarleg, allt þakið snjó. Sér hvergi í dökkan díl á hálendi. FRAMLEIÐSLA FRAM ÚR ÁÆTLUN Þeir sem teiknuðu og smíð- uðu verksmiðjuna hétu því að hún framleiddi 50 tonn á dag og með því að ganga 360 daga yrði ársframleiðslan 18 þús. tonn. Verksmiðjan gaf strax góðar vonir, þegar það heppn- aðist við reynslu að setja sólar hringsframleiðsluna upp í 59 lestir í apríl í fyrra. Nú er meðalframleiðslan talsvert yf- ir því sem upprunalega var áætlað. ERFIÐLEIKAR YFIRUNNIR Nokkrir erfíðleikar urðu vegna þess, að á því bar, að hinn tilbúni áburður hlypi í kekki. Stafaði þetta bæði af því að kristallakornin voru of smá og einnig að leirhúðin utanum þau var of lítil. En þetta hefur nú verið lagfært svo ekki er hætta á að áburð- urinn hlaupi í kekki. KOSTAR 126 MILLJ. KR. Heildarkostnaður við byggingu áburðarverksmiðjunnar liggur nú fyrir. Er hann samkvæmt reikningi rúmlega 126 millj. kr. Allt virðist nú benda til að bygging áburðarverksmiðjunnar hafi heppnast vel, enda mun Charles Owan Brown verkfræð- ingur, sem teiknaði verksmiðjuna vera reyndasti verkfræðingur Bandaríkjamanna í áburðarfram leiðslu. ÞEIR SEM UNNU GOTT STARF Bandaríski verkfræðíngurinn Harold van Ness stjórnaði gang- setningu verksmiðjunnar og var verksmiðjustjóri fram í desem- ber. Þá tók við verksmiðjustjórn Ernst Reimudt, sem er þýzkur efnaverkfræðingur. Ásamt van Ness unnu að uppsetningu verk- mörk um hyílasunnu FARFUGL ADEILD Reykjavík- ur efnir til skóggræðsluferðar í Þórsmörk núna um hvítasunn- una. Á undanförnum árum hafa 25—40 manna hópar unnið að skógrækt í Þórsmörk á hvíta- sunnunni. Hefir aðallega verið unnið að grisjun birkiskógarins í Sleppugili og jafnframt gróður- sett í það, sem grisjað hefir ver- ið, einkum barrtrjám. Hefir starf þetta tekizt með af- brigðum vel að dómi skógfræð- inga. Einnig hefir verið unnið að því að hefta frekari uppblástur. Ferð þessari verður hagað á svipaðan hátt og hinum fyrri. — Er þess að vænta að fjölmennt verði í Þórsmörk um hvítasunn- una. ____________— Árni. Þýzkur sklpsljéri bráðkvaddur á Halamium PATREKSFIRÐI, 24. maí: — Fyrir nokkru síðan kom hingað til Patreksfjarðar þýzki togarinn Max Pust frá Bremenhaven, með lík skipstjórans á togaranum. Varð skipstjórinn, sem var 36 ára að aldri, bráðkvaddur, er togarinn var að veiðum á Hala- miðum. Skipið hélt aftur á veið- ar en kom fyrir tveim dögum síðan og tók kistu skipstjórans sem verður flutt út til Þýzka- j lands til greftrunar. — Karl. Steypujárai stolið frá iusimi sem ætlar að hy»"ja IGÆR var þjófnaður á allmiklu af steypustyrktarjárni kærð- ur til rannsóknarlögreglunnar og var járninu stolið niður við höfn- ina. Er nú reynt að upplýsa mál- ið og þeir beðnir að gefa rann- sóknarlögreglunni upplýsingar, sem telja sig hafa orðið þjófanna varir. Alls nemur þungi járnsins sem stolið var, 2700 kg. HAFÐI GEYMT JÁRNIÐ VIÐ HÖFNINA Maðurinn sem járnið á, Agnar Jónsson, Ásvallagötu 5 hér í bænum, geymdi járnið á opna svæðinu fyrir austan verbúðirn- ar fyrir ofan Loftsbryggju. Hafði hann keypt járnið í fyrra í fyrir- hugað hús ’sitt, en gat þá ekki hafið byggingarframkvæmdir. — ! En einmitt nú ætlaði hann að byrja, og taka þá járnið og flytja að væntanlegu húsi sínu. Það var þá horfið. Hefur því verið stolið | einhvern tíma á tímabilinu frá j því á laugardaginn var og þar til í gærmorgun. Hér er um 8 og 10 millim. járn að ræða. Er það um 8000 króna virði. Hafi fólk orðið vart við ferðir járn-þjófanna niður við höfn einhverntíma á fyrrnefndu tíma- bili, en þar er ekkert steypujárn nú geymt, eða orðið vart grun- samlegra ferða með steypujárn, er fólk beðið að gera rannsókn- arlögreglunni viðvart. Þetta járn er ómerkt en var allt ryðgað. King Sol dreginn í höin í gær ¥7M nónbil í gær kom brezka U eftirlitsskipið H.M.S. Mariner með togarann King Sol hingað til Reykjavíkur, en togarinn mun fara í slipp í dag. Fulltrúi vátryggjenda lét þess getið í samtali við tíðindamann Mbl. að björgun skipsins hefði tekizt afbragðsvel hjá Hamri. | Eftirlitsskipið, sem lá í 1000 m. j fjarlægð frá togaranum á strand- staðnum, hefði veitt mikla að- stoð við að ná togaranum á flot. Fulitrúinn kvað skipið lítt skemmt, svo vonir standa til að togarinn þurfi ekki lengi að tefja áður en hægt verður að sigla honum til Bretlands, þar sem viðgerð mun fram fara. Ferðin að austan gekk vel og var veður hagstætt alla leiðina. Myndin hér að ofan er tekin er HMS Mariner og Magni fara með togarann á milli sín inn á Reykj avíkurhöfn. Flugfél. Isl. heldur uppi flugferð- um til 20 staða utan Rvk í sumar Flugvélar félagsins flulfu 4035 farþega fyrsfu 20 daga þessa mánaðar FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við Hilmar Sigurðsson deildar- stjóra innanlandsflugs Flugfélags íslands og Njál Simonarson fulltrúa félagsins, en Flugfélagið hefur nú gengið frá sumaráætlun sinni á innanlandsleiðum. Gengur áætlunin í gildi í dag. Verður hún með svipuðu sniði og í fyrra, nema hvað flugferðum til Egils- staða verður fjölgað tii muna. Er ráðgert að fljúga þangað alla virka daga. FLUGFERÐIR MILLI REYKJAVÍKUR OG GRÍMSEYJAR Þá verða í fyrsta skipti í sum- ar hafnar reglubundnar flugferð- ir milli Reykjavíkur og Gríms- eyjar með viðkomu á Akureyri . í báðum leiðum. — Hefjast þess- ar ferðir um miðjan júní, og er ráðgert að fljúga alla sunnudaga. Verður fjögurra tíma viðstaða í Grímsey, sem gerir mönnum kleift, að skoða sig um á eynni og njóta náttúrufegurðar norðan ^ við heimskautsbaug. BÍLFERÐIR í SAMBANDI VIÐ FLUGIÐ Á AUSTFJÖRÐUM Milli Reykjavíkur og Akureyr- ar verða farnar 18 ferðir í viku, þrjár ferðir fjóra daga vikunn- ar og tvær ferðir þrjá daga vik- unnar. — Vestmannaeyjaferðir verða tvær alla virka daga, en ein á sunnudögum. Eins og áður er getið verða flugferðir til Eg- ilsstaða alla virka daga og verða tvær þeirra um Akureyri og ein um Hornafjörð. í sambandi við flugið til Egilsstaða, verða bíl- ferðir daglega eftir að Fjarðar- heiði opnast, til fjarðanna eystra, Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Til ísafjarðar verður flogið alla daga að undanteknum sunnudögum. AÐRIR STAÐIR ER FLOGID VERÐIJR TIL Til Hornafjarðar og Sauðár- króks verða þrjár ferðir í viku og tvær ferðir til eftirtaldra staða: Flateyrar, Þingeyrar, Pat- reksfjarðar, Blönduóss, Kópa- skers, Siglufjarðar og Fagurhóls- mýrar. Vikulegar ferðir verða til Bíldudals, Hólmavíkur, Sánds, Kirkjubæjarklausturs, Skógar- sands (um Vestmannaeyjar) og Hellu (um Vestmannaeyjar). TIL 20 STAÐA UTAN REYKJAVÍKUR Flugvélar Flugfélags íslandð munu halda uppi áætlunarflugi til 20 staða utan Reykjavíkur 1 sumar. Munu þær verða á flugi að jafnaði 142 klukkustundir I hverri viku. Aðsókn er þegar orðin mjög mikil, og má þess geta, að á fyrstu 20 dögum þessa mánaðar hafa verið fluttir 4035 farþegar, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði. Kváðu þeir Hilmar og Njáll útlit fyrir að aðsóknin myndi aukast til mikilla muna með hvérjum degi úr þessu. Margír æfla á Snæfellsjökul AÐ venju efnir Ferðafélag ís- lands til skemmtiferðar á Snæ- fellsjökul á hvítasunnunni. Eru horfur á því að mjög mikil þátt- taka verði í förinni og í gær voru þátttakendur orðnir um 100 og sennilegt að þeim fjölgi enn I dag og á morgun. Það verður lagt af stað eftir hádegi á laugardaginn og ekið að Arnarstapa. Þar verður gist, ýmist í tjöldum eða í barnaskóla- húsinu. Á sunnudagsmorgun verður gengið á hinn fagra jökul. Þá verða farnar gönguferðir um nágrennið. Á mánudagskvöldið lýkur ferðinni er komið verðuc til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.