Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) *§• árs&ngur 118. tbl. — Föstudagur 27. maí 1955 JPrentsmiTja Bforgunblaðsins 4-weldafundur í Vínarborg í júií -k Rússar hafa gengið að tillögu Vesfurvc-ldanna LUNDÚNUM, PARÍS og WASHINGTON, 26. maí — frá Reuter. SENDIHERRUM Vesturveidanna í Moskvu var í dag afhent orð- sending frá Sovétstjórninni. í henni gengur stjórnin að til- lögu Vesturveldanna um að sitja fjórveldaráðstefnu sem haldin yrði í sumar. Síingur ráðstjórnin upp á því að ráðstefnan verði haldin í Vínarborg. * DAGUR OG STUND l í orðsendingunni segir rúss- neska stiórnin, að endanlega megi ákveða fundardaginn síðar og óskalista um dagskrármál skuli hver stjórn um sig skrifa upp. if SKAMMIR í orðsendingunni er nokkuð hnýtt í Bandaríkjamenn og þeir sakaðir um að vilja koma fram með ofbeldi á væntanlegri ráð- stefnu. Þeir haldi heima fyrir uppi áróðri gegn Ráðstjórnar- ríkjunum sem aðeins sé til þess að spilla fyrir samkomulagi. Stjórnmálamenn segja, að þessi ummæli um Bandaríkja- menn séu í ósamræmi við orðalag fyrri orðsendinga Rússa, og valdi það nokkrum áhyggjum meðal valdamanna, sem enn trúa þó að fjórvelda- ráðstefna nú geti orðið til árangurs. • í JÚLÍ EDA ÁGÚST- MÁNUDI Faure forsætisráðherra Frakklands lét þá skoðun í ljósi í dag, að fjórveldaráð- stefnan yrði sennilega haldin á timabilinu frá 15. júlí til ágústloka. — Brezku þingkosningarnar 'úizt við 100 sæta meiri- hluta íhaldsfl. á þingi Moldrok í Rvík Hita!>ylgja nyiðra EFTIR þriggja vikna þurrka. brá í gær til allhvassrar suðaustan- áttar og menn töldu að nú myndi loks rigna á skrælnaða jörðina. Þessi von brást, og í staðinn var hér óvenju dimmt yfir vegna moldroks austan af söndum, en af þeim stóð vindáttin. Moldarlit sló á loftið í suðri. Út yfir Faxaflóa var mjög lítið skyggni, sem fór allt niður i 3—4 kr. í gær var aftur á móti hið feg- ursta veður á Norðurlandi. Þar sem fyrir um viku síðan var 10 stiga frost, var í gærdag um 20 stiga hiti, á Akureyri og í Skaga- firði. Þar sást ekki skýhnoðri á lofti. Myndir þessar voru teknar við komu forsetans til Osló. Óku forsetahjónin þá um götur borgarinnar í fylgd með Hákoni konungi og Ólafi ríkiserfingja og mannfjöldi hyllti þjóðhöfðingjana. „Ég hylli fána íslonds og iæri lýðveldinn íslandi hlýjar árnað- aróskii ollra Norðmanna" Ræía Noregskonungs við komu ÞAD nafni Hér birtist ræða Hákonar Noregskonungs í Osló s.l. miðvikudag, er hann fagn- aði '"omu forsetans: ER MÉR mikil ánægja í norslcu þjjóðarinnar og í eigin nafni að bjóða yður og for- setafrúna hjartanlega velkomin til Noregs. Heimsókn yðar er fyrsta heim- sókn íslemks þjoöhöfðingja til Noregs. Mæli ég fyrir munn allra Norðmannj., er ég segi, að heim- sóknin sé bæði ákaflega kær- komin og sögulegur viðburður £yrir bæði Jöndin. Nú eru nær 1100 ár siðan ðnd- vegissúlur Ingólfs rak a land í Reykjavík, sem varð upphaf þess, að straumnr ættgöfgra Norð- manna stefndi til íslands. Landná'rsmenn færðu með sér þjóðmenningu föðurlands síns. Einnig kröfur sínar um frelsi, réttvísi og þjóðleg sérkenni, sem enn í dag einkenna skapgerð íslendinga og Norðmanna. Mig langir nú til þess, að minn- ast með þakklæti hins mikla son- ar íslands, Snorra Sturlusonar, og sagnaritunar hans, sem er ó- Framh, á bls. 2 77 létu lífíð I BANDARIKJUNUM hafa að minnsta kosti 77 manns beðið bana og y*ir 700 særst, af völd- um storms, er gekk yfir vestur- hluta Kansasfylkis, Oklahoma og Texas. Fréttir frá Kansas segja, iið múrstems- og steinsteypuhús hafi eyðilagzt, en timburhús hafi hreinlega tekið upp af grunnum s;.num. © Jarðytur eru látnar ryðja götur borganna sumra, svo að sjúkralið .negi komast lelðar sinnar. Er svæði, sem er margar fermílur að stærð sagt vera ,,eyðilagt'. Rafmagnslmur eru slitnar og samgöngur tepptar á stórum svæðsR.i. V'ða að hefur liðs lækna og hjúkrunarkvenna verið sent á vettvang til aðstoðar þurfandi f >lki. Fylgisaukning íhaldsflokksins var frá 2-5% í kjördæmunum. ÞE G A R talning atkvæða í Bretlandi hófst í gærkvöldi kom það fljótt í ljós, að íhaldsflokkurinn hafði aukið fylgi sitt frá 2—5%. Hófst talning víða í borgum og nágrenni þeirra, en ein- mitt þar er fylgi Verkamannaflokksins mest. Átti í nótt að ljúka talningu í næstum 350 kjördæmum af 630. Kl. 1,30 hafði verið talið í 349 kjördæmum. Úrslit voru þá: Þingsæti Unnin Töpuð íhaldsflokkur .................. 172 9 0 Verkamannaflokkur.............. 175 0 8 Frjálslyndir ...................... 2 0 0 Aðrii flokkar .................. 0 9 1 Sérfræðingar brezka útvarpsins sögðu að fylgisaukning íhalds- flokksins (2—5%) ætti að geta veitt flokknum yfir 100 sæta meiri- hluta á þinsi — en úr því verður skorið í dag (föstudag) en þá verður talið í flestum sveitakjördæmanna, en þar hafa íhalds- menn mun meira fylgi. Er talið hafði verið í 230 kjördæmum höfðu íhaldsmenn hlotið 52% greiddra atkvæða. Fyrsta sætið er Ihaldsmenn unnu var í kjordæmi í út- jaðri Lnndúna. Þar var Verka mannaflokksmaður siðast kos- inn með 500 atkv. fram yfir íhaldsmenn. Nú sigraði íhalds maður með 1700 atkv. fram yfir. Þvkir þetta gefa góða hugmynd um hvernig stefnan er í brezkum stjórnmálum í dag. * GOTT VEÐUR Kosningadagurinn í Bretlandi rann upp bjartur og fagur víð- ast hvar. Varð sums staðar góð kjörsókn þegar í stað, en á flest- um stöðum var hún dauf, og var líkt við hina daufu og litlausu kosningabaráttu. * KJÖRSÓKN En þegar verksmiðjur hættu vin-nu tók að fjölga verulega á kjörstöðunum, en á sama tíma versnaði veður víðast og brá til rigningar, en það virtist engin áhrif hafa á fólkið. Komst kosn- ingaþátttakan upp fyrir 90% í að minnsta k^"+i einu kjördæmi en annars staðar var hún léleg — eða um 60% þar sem hún var verst. Kjörsókninni var því í út- varpsfréttum lýst með eftirtöld- um lýsingarorðum: — dræm, mjög sæmileg og ágæt. Þeir vora cndurkjörnir KL. 10.30 var tilkynnt um úr- slit í kjördæmi Edens. Hafði hann nú »/erið kjörinn með 13 þús. atkvæða mun fram yfir Verkamannaflokksmauninn, en við síðustu kosningar munaði rúml. 9 þús. atkv. á honum og Verkamannaflokksmanninum. Sir Winston Churchill var end- urkjörinn með 16000 atkv. íram yfir ands:æðing sinn. Sömuleiðis var Attlee endurkjörinn, en hann hlaut um 9 þúsund atkv. fram yfir íhaldsandstæðing sinn. ÞJOÐLEIKHUSIÐ sýnir í kvöld gamanleikinn „Fædd í gær" í 26. og næst síðasta sinn hér í Reykja vík. Er leikritið nú á förum út á land og verður fyrsta sýningin utan Reykjavíkur á Hellu fimmtu daginn 2. júní n.k. Eftir þá sýn- ingu verður það sýnt einu sinni og í síðasta skipti í Þjóðleikhús- inu, en eftir það allvíða út um ' land. Flokksleiðtogarnir báðir, Ed- en ng Attlee, sendu atkvæði sín j í posti. Létu þeir báðir í ljósi sig- . urvonir um morguninn. Bjart- sýnastur var Butler fjármálaráð- herra, sem sagði að íhaldsflokk- urinn mundi auka meirihluta- fylgi sitt verulega. Almenningur var heldur á því, að svo yrði, þó enginn vildi spá um hve mik- il aukningin yrði. Klukkan 8 var kjörstöðum lok- að alls staðar. Þá um leið hófst talning atkvæða og klukkan 10 mínútur yfir níu voru úrslit kunn í fyrsta kjördæminu. Hlaut frambjóðandi íhaldsmanna rúml. 24 þús. atkvæði, Verkamanna- flokksmaðurinn 16 þús. og aðrir minna. Jók íhaldsmaðurinn at- | kvæðafylgi sitt þarna um eitt- hvað á 3 þúsund .atkvæði. Tóku síðan úrslitatölur að ber- ast nokkuð ört. En endanlega verður talningu ekki lokið fyrr en á morgun. AUs er kosið í 630 kjördæmum, 5 fleiri en síðast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.