Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. maí 1955 „Eðli visindanna er irjóls sannleiksleif Ræða forsefa íslands / Gslo-háskóla / gær Myndin hér að ofan var tekin er verðlaun voru afhent þeim er þau hlutu vegna þátttöku í garðyrkjusýningunni í Helsinki árið 1951. — Talið frá vinstri: Sveinn Guðmundsson Reykjum, Þráinn Sigurðsson Fagrahvammi, Ragna Sigurðardóttir, Jóhann Jónasson frá Öxney, Bessastöðum, E. R. Malmquist ræktunarráðunautur, Þorvaldur Þorsteinsson forstjóri Sölufél. garðyrkjumanna og Ingi- mar Sigurðsson Fagrahvammi. Gesrðyrkjufélag Islands 70 ára í gœr Féiagii hygyií korna upp grasprSi í Heykjavík GARÐYRKJUFÉLAG ISLANDS varð 70 ára í gær. Aðal- hvatamaður að stofnun félagsins var Schierbeck landlæknir. Félagið hefur staðið að 14 garðyrkjusýningum samtals. Einnig hef- ur félagið gefið út Garðyrkjuritið. FORSETI íslands flutti eftirfar- andi ræðu í Osló-háskóla í gær: ■j^G ÞAKKA rektor og háskól- 2.J anum þetta ánægjulega boð. J>að vekur hlýjar tilfinningar og Ijúfar minningar að koma á þennan stað, sem helgaður er "vísindum og þjóðlegum fræð- jUm. Hér hafa ýms vísindi verið stunduð með góðum árangri, sem vér íslendingar höfum notið til jafns við yður sjálfa. Þar á ég ■eirikum við veðurfræði og fiski- rog hafrannsóknir, að ógleymdu .starfi Aræaner-Hansen, sem m. a. hefir borið þann árangur að hinni hryllilegu veiki, holdsveikinni, liefir verið útrýmt að kalla á fs- landi. Ég flyt yður þökk íslenzku þjóðarinnar fyrir alla slíka hjálp. Þó hefir samstarf norskra og íslenzkra fræðimanna verið rík- ast í sögu og bókmenntum. Lengi Vel voru þjóðirnar samferða í blíðu og stríðu. En stofnun þessa háskóla árið' 1811 er einn skýrasti jyottur þess, að viðreisn og fram- jör varð á undan hér í Noregi á ’19. öld og til skamms tíma. Sama ár, 1811, er fæddur Jón Sig- iirðsson, mesti sagnfræðingur og atjórnmálamaður íslands. Og eitt hundrað árum síðar, 1911, er Há- skóli íslands stofnaður, í minn- ingu Jóns Sigurðssonar. Við fögn- nm því, að Norðmenn voru fljótir til, og þökkum þá hvöt og liðsinni, er vér höfum af þeim þegið. En samstarfið í sögu og bók- menntum er þó mikið eldra — allt frá Pedér Clausen Friis, sem þýddi Heimskringlu, og Þormóði Torfasyni til Magnúsar Olsen og Sigurðar Nordal. íslendingar lögðu til heimildirnar, en báðir xannsókn og viturlegar álykt- anir. Norðmenn eiga miklar forn- jnenjar. En það er ekki nóg — nema frá sjónarmiði karlsins, sem sagði þegar nágranni hans fórst: „Bátinn fundum við og byssuna, svo eiginlega var það bara sjálft lífið, sem týndist". Það er sjálft lífið, sem sögurnar liafa varðveitt. Á íslandi hefir báturinn og byssan týnzt, en vér fögnum þessu hlutskifti, að hafa varðveitt sál fortíðarinnar og sinni. Fornmenn standa oss Ijós- lifandi fyrir hugskotsjónum. Vér finnum að það er réttur skiln- ingur, þegar Werenskjold teikn- mann, Rafskinna, í 20. sinn. Rafskinnuglugginn er að vlinda smekklegur og nýstárlegur; Að þessu sinni er auglýsingabókin og umhveríi hennar séð í gegnum Jitaspjald listmálarans, þar eru sumarlitir, svanir á tjörn, skringi kariar í skrúðgarði og hinn furðu legi „kúluhver", en yfir honum standa tveir undrandi karlar. Og þá eru auglýsingarnar að vanda litríkar og mjög hugkvæmnislega flhrðar. Höfundur þeirra er Gunn ar sjálfur en teikningu þeirra hefur Jón Kristinsson annast. Hefur hann gert það um langt bil og ætíð tekizt vel. •V * Rafskinna hefur undanfarin 20 ár komið fram tvisvar á ári, fyrir stóihátíð að vorlagi og fyrir jól- i*á. Fer þá skreyting gíuggöns eftir árstíðuhum, sumri og vetri. Er Rafskinna oröin fastur liður í bæjarlífinu, einn drátturinn í ar Ólaf Tryggvason í líkingu Friðþjófs Nansen. Vér þekkjum skapgerð fólksins og hugsunar- hgtt, lög og venjur. Það voru stærri tíðindi í sögu Noregs, þeg- ar Heimskringla Snorra Sturlu- sonar varð aftur lifandi afl í norsku þjóðlífi, en jafnvel þegar Osebergsskipið fannst. Vér höfum margs að minnast í sameiningu, Norðmenn og ís- lendingar, og af nógu að taka fyrir báða. Hér þarf engan mann- jöfnuð eins og milli konunganna, Sigurðar og Eysteins. Þó er það einkennilegt, hve margt er ritað á íslandi, sem lifað var í Noregi, og þ. á m. Konungasögur allar frá Hálfdáni svarta til Magnúsar lagabætis. Ein af orsökunum er sjálfsagt ættarstolt og nokkurs- konar heimþrá, sem íslendingar læknuðu með nýjum fréttum og síendurtekinni frásögu — líkt eins og Egill þegar hann kvað í síg kjark og líf. Hinn mikla arf varðveitum vér í sameiningu. Hann er þess verður að vér tileinkum oss hann af lífi og sál. Af hans rót er sjálfstæði og lýðræði runnið. Það væri lítilmannlegt að láta hann fúna, þó Quistlingar hafi rang- snúið söguna og saurgað sum hugtök. í myrkrinu blikuðu stjörnur frelsisins, réttarins og kristins dóms skærast á himnin- um. Rektor var afsettur, Háskól- anum lokað, og stúdentar og pró- fessorar fangelsaðir. Eðli vísind- anna er frjáls sannleiksleit; þau þola engin rangindi, gera menn umburðarlynda og skapa virð- ingu fyrir mannréttindum, mann- helgi og heimilishelgi. Osló- háskóli stóðst hina miklu eld- skírn og strýkur nú um frjálst höfuð. Eg þakka af heilum hug þessa hátíðarstund í yðar hóp. Nesœdáfelsiííe? a SqloAS SIGLUFIRÐI, 26. maí: — N.k. laugardag verða skólaslit Tón- listarskólans á Siglufirði. Skóla- stjóri hans hefur verið Haukur Guðlauesson söngstjóri og voru nemendur 35 að tölu. Áður en skólaslitaathöfn fer fram verða haldnir nemendatónleikar. — Fréttaritari. ásjónu borgarinnar, enda ekki óeðlilegt þar sem hún hefur svo oft glatt geð bæjarbúa og verið skemmtilegur tengiliður milli kaupenda og seljenda. ★ Skreytingu gluggans að þessu sinni hafa þeir annast Egill Bach- mann og Lárus Ágústsson, en þeir hafa báðir unnið talsvert að gluggaskreytingum verzlana hér í bæ. Hefur skreytingin nú tek- izt vel, sem fyrr segir, og er glugginn bjartur og sumarlegur. „Kúluhverinn", sem í baksýn sést hefur Egill gert af hagleik. ★ Um næstu jól á Rafskinna 20 ára afmasli og er þá ekki ósenni- legt að höfundur hennar haldi upp á afmælið með einhverju alveg sérstæðu bæjarbúum til ánægju og augnayndis er þeir gera jólainnkaupin. — Ræ§a konungs Framh. af hls. 1 metanleg heimild elztu sögu Nor- ] egs. Árið 1940 endurtók sagan sig, þótt, sem betur fer, væri það í smærra stíl, að Norðmenn leituðu yfir hafið til þess að fmna frelsið. 7. maí 1940 kom fyrsti bátur- inn með norska flottamenn til íslands, en síðan margir aðrir bátar með mehn, sem flýja þurftu land. Á íslandi «'ar þeim tekið sem vinum, og vil ég i dag, herra forseti, færa yður kærar þakkir fyrir þær hlýju viðtökur, sem landar mínir fengu og fyrir i mikla kærkomna hjálp, sem ís- ■ lendingar .étu norskum vinum í té, svo sem klæði, mat og fjár- tnuni. Þeirri hjálp munu Norð- menn aldreí- gleyma. fslenzka Ivðveldið ei í dag sjálf stætt ríki > bræðralagi Norður- landa og hefur, eins og þau, kross merkið í fána sínum, en þrír litir hans tákna sérkennilegt lands- lag sögueyiunnar. Ég hylli fána Islands og færi lýðveldinu ís- landi hlýjar árnaðaróskir allra Norðmanna um ókomin ár.. Með orðum þessum drekk ég full for- seta íslands og frúar og minni íslands og íslenzku þjóðarinnar. Afhugasemd fré Fél. ísl, rsfvirkja Hr. ritstjóri! í BLAÐI y8ar í dag getur að líta frétt frá Vinnuveitendasambandi íslands undir fyrirsögninni: „Raf- virkjar höfnuðu sömu kjarabót- um“. Þar sem í frétt þessari er ekki farið allskostar rétt með stað- reyndir, levfum við okkur að biðja yður fyrir eftirfarandi at- hugasemd til birtingar í blaði yðar: Félag íslenzkra rafvirkja sarði upp samningum sínum við Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík með eins mánaðar fyr- irvara, miðað við 1. júní n.k. Þann 10. þ.m. afhenti félagið kröf- ur sínar, en það var fvrst b. 24. þ.m., sem meistarar boðuðu við- ræðufund. Á þeim fundi tilkynntu meistarar, að þeir vildu semja um hækkun kaups og lengingu orlofs á þeim grundvelli, sem markaður var í nýafstaðinni vinnudeilu. Um aðrar kröfur töldu þeir sig alls ekki vilja ræða, þótt bær snertu ekki kaup. Fulltrúar rafvirkja lýstu því ’.Tir, að þeir gætu ekki samið um þessi tvö atriði einangruð, enda þótt ekki væri ápreiningur um þau út af fyrir sig, þar sem vitað væri að í nvaístaðinni deilu hefði verið samið við iðnfélögin um ýmis önnur atriði, þar á meðal nokkrar þýðingarmiklar sérkröf- ur þeirra. Var lögð á það áhersla af fulltrúum rafvirkia, að revnt vrði að ná samkomulagi um sér- k.röfur F.Í.R., þar sem ljóst væri að á þessum tveim atriðum myndi ekki stranda. Þessu höfnuðu meistarar og kváðust mvndu vísa málinu til sáttasemjara, án frek- ari tilrauna til samkomulags. Af því sem hér befur sagt verið, ætti að vera lióst að raf- virkjar hafa ekki hafnað „sömu kjarabótum og þær stéttir fengu, sem áttu í hinu nýliðna 6 vikna verkfalli", því enn sem kemið er hafa meistarar ekki boðizt til að gera hliðstæða samninga við rafvirkja og þær stéttir fengu, er í deiiunni áttu. Þetta þykir okkur nauðsynlegt að láta koma fram, að gefnu þessu tilefni, enda þótt við séum þeirr- ar skoðunar að rangt sé að gera samningaviðræður vinnukaup- enda og vinnuseljanda að um- ræðu- eða deiluefni í blöðum meðan þær standá yfir. Er sííkt að jafnaði ekki líklegt til að auðvelda samkomulag milli aðila. Reykjavík 26. maí. F.h. Félags íslenzkra rafvirkja Óskar Hallgrímsson, form. — Þetta félag, sem nú er 70 ára, hefur ætíð látið lítið yfir sér, en að baki liggur samt ó- hemju mikið starf. Flestar fram- farir okkar í garðyrkjumálunum Schierbeck landlæknir — fyrsti formaðurinn. má annað hvort beint eða óbeint rekja til Garðyrkjufélags ís- lands. — Þannig fórust E. B. Malmquist, ræktunarráðunaut, orð á fundi með blaðamönnum vegna afmælis Garðyrkjufélags íslands, en Malmquist er formað- ur félagsins nú. Hann skýrði nán- ar stofnun og starfsemi félagsins. SCHIERBECK LANOLÆKNIR FYRSTI FORMABURINN 26. mai 1885 stofnuðu 11 menn í Reykjavík með sér Hið íslenzka garðyrkjufélag. Aðalhvatamaður að stofnu.n félagsins var Schier- E. B. Malmquist — núverandi formaður. beck, landlæknir. Félag þetta starfaði óslitið til aldamóta, en þá var talið að störf þess heyrðu undir starfsemi Búnaðarfélags ís- land. Hætti Garðyrkjufélagið þá störfum í nær tvo áratugi. 1. desember 1918 tók svo félagið til starfa að nýju og starfaði af rr.iklum krafti óslitið til ársins 1935. Var Einar Kelgason, fram- kvæmdastjóri félagsins og sann- kallaður máttarstólpi á því tíma- bili. Eftir iát hans árið 1935 varð hié á starfsemi félagsins í tvö ár, en þá tók það til starfa aftur og hefur starfað vel æ siðan. 14 SÝNINGAR Garðyrkjufélagið hefur geng- ist fyrir 10 garðyrkjusýningum og haft afskipti af fjórum öðrum. Það hefur haidið garðyrkjunám- skeið og staoið að margskyns Einar Helgason, sem lengi vatj garðyrkjustjóri í Reykjavík. fræðslu um garðrækt. Þá hefun félagið gefið út Garðyrkjuritið, en það er ársrit, sem hefur verið gefið út nær óslitið öll starfsác félagsins. Hóf ritið göngu sína árið 1895 fyrir áeggjan Schier- þecks. Gefur ritið að fornu og nýju góða hugmynd um þróun garðyrkjunnar í landinu og segir, frá nýjungum og reynzlu garð- yrkjumanna í ræktunarmálum. Nokkur önnur íræðirit hefur fé- lagið og gefið út. GARÐYRKJUSÝNING ÁRIÐ 1957 ' Garðyrkjufélagið mun gangast fyrir garðyrkj usýningu á hinni fyrirlíuguðu landbúnaðarsýningu árið 1957. Garðyrkjufélagið hef- ur ýmis áhugamál, sem það Frámh. á bla. 12 j ,Rafskinna‘ í sumarskrúða MIKIL þröng var í gærkveldi við sýningarglugga Haraldar í Austurstræti. Var þar komin auglýsingabók Gunnars Bach-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.